Síða 1 af 1

Hilux 2.4 TDI púst spurning? (vill einhver sjóða fyrir mig?)

Posted: 17.mar 2013, 13:08
frá aggibeip
Sælir spjallverjar.

Nú er komin upp sú staða að ég þarf að láta laga pústið á gullfallega hiluxinum mínum þar sem að það fer bráðum að koma að því að setja hann á númer :)

Bíllinn er 2.4 Dísel með túrbó og intercooler. Það er gat á hljóðkútnum og er því með tvo möguleika í stöðuni; að kaupa nýjann hljóðkút og láta setja hann undir eða að taka þennan hljóðkút undan og láta setja bara rör aftur úr.

Mér persónulega lýst best á það að fíra bara hljóðkútnum undan og setja rör þar sem ég hef háþróaðar hugmyndir um að það eigi eftir að vera betra á þann hátt að minnka mótstöðu í útblæstri.

Spurningin mín er því þessi: Get ég sett rör út og fengið skoðun á það ? Ég gerði það á gamla hiluxinum mínum sem ég átti á undan þessum og fékk skoðun en hann var túrbó laus. Eykur túrbínan hávaðann frá pústinu ?

Kær kveðja.
Agnar Sæmundsson

P.s.
Er einhver hérna sem myndi taka það að sér að sjóða þetta undir fyrir lítið á Reykjavíkursvæðinu ?

Re: Hilux 2.4 TDI púst spurning ?

Posted: 17.mar 2013, 13:13
frá ellisnorra
Ég er með 2.5" púst undir mínum bíl og engan kút og búinn að vera með í mörg ár. Túrbínan dregur úr hávaðanum.

Re: Hilux 2.4 TDI púst spurning ?

Posted: 17.mar 2013, 13:14
frá Gunnar00
ég hugsa að þú eigir að geta fengið skoðun á dísel rellu kúta laus.
hávaði úr pústinu eykst þegar kúturinn er tekinn, en ekki neitt alvarlega mikið. þannig að það ætti ekki að vera vandamál.
hef heyrt að menn séu að fá skoðunir á v8 fólksbíla kútalausir og opnir í gegn. þannig að þetta ætti ekki að vera mikið mál.

Re: Hilux 2.4 TDI púst spurning ?

Posted: 17.mar 2013, 14:25
frá aggibeip
Snilld :) Takk fyrir snögg svör !

Ef einhver er til í að sjóða þetta fyrir mig í næstu viku, endilega láta mig vita :)

Re: Hilux 2.4 TDI púst spurning? (vill einhver sjóða fyrir mig?)

Posted: 17.mar 2013, 15:56
frá juddi
Ef þú ert á höfuðborgarsvæðinu geturðu haft samband