Síða 1 af 1

Ísuzu D-Max 44" Breyting......

Posted: 16.mar 2013, 22:44
frá RofustöppuRobbi
Daginn, er að selja 38" 120 LC og var að spá í Hilux, EN Ísuzu D-Max er ca 1,5 m ódýrari árg 07-08 með 3,0L mótor, hafa þessir bílar ekki komið vel út ? Myndi hásingavæða hann, er það nokkuð svo vitlaus hugmynd....?

Re: Ísuzu D-Max 44" Breyting......

Posted: 16.mar 2013, 22:50
frá reyktour
Er það ekki bara að prufa... öflugir bílar

Re: Ísuzu D-Max 44" Breyting......

Posted: 16.mar 2013, 23:33
frá Freyr
Þeir hafa komið gríðarvel út. Mæli eindregið með þessu. Hef sjálfur velt fyrir mér að gaman væri að setja svona bíl á patrol hásingar og 44"

Re: Ísuzu D-Max 44" Breyting......

Posted: 17.mar 2013, 03:12
frá StefánDal
Löngu kominn tími á að einhver ríði á vaðið. Virkilega flottir og öflugir bílar.

Re: Ísuzu D-Max 44" Breyting......

Posted: 17.mar 2013, 10:53
frá RofustöppuRobbi
Já er einmitt með patrolhásingar sem mig langar að setja undir, þá helst bíl eftir 2006 þá koma þeir með oflugri Dísel vélinni :)

Re: Ísuzu D-Max 44" Breyting......

Posted: 17.mar 2013, 11:00
frá hobo
Við styðjum þig all leið.
Gaman ef hægt væri að styðja menn fjárhagslega í svona spennandi breytingum, t.d 300 verðlausar íslenskar krónur á hvern notanda spjallsins, sem er svipað og eitt prins póló. Þá værum við að tala um 1,2 mills..

Re: Ísuzu D-Max 44" Breyting......

Posted: 17.mar 2013, 17:50
frá StefánDal
Ég hef verið að spá í svona bílum 2006+ 35" breyttum. Sambærilegur Hilux kostar ca. 1.5 milljón meira.
Voru ekki Arctic Trucks að breyta þessum bílum fyrir 38"? Finn ekkert um það á netinu núna.

Re: Ísuzu D-Max 44" Breyting......

Posted: 17.mar 2013, 18:25
frá Kiddi
Nei... en það er búið að setja allavega einn á 38". Sá er á suðurlandinu og kom víst bara ágætlega út.