Síða 1 af 1
Vinnuljós á utan á jeppa ?
Posted: 16.mar 2013, 19:45
frá olafur f johannsson
Hvaða skoðun hafa menn á vinnuljósum utan á jeppana sína er þetta eithvað sem maður notar eða er þetta bara skraut ??
Re: Vinnuljós á utan á jeppa ?
Posted: 16.mar 2013, 20:44
frá Haukur litli
Mér finnst það fara svolítið eftir fjölda ljósanna hvort þau eru skraut. Mér þótti mjög gott þegar ég var á jeppa að geta lýst upp svæðið sitthvoru megin og fyrir aftan. Til þess þarf ekki nema 3 ljós, það er held ég ekki gott að vera með of björt ljós, þá sér maður ekki rassgat utan lýsta svæðisins. Ljósið sem vísar aftur má svo nota sem almennilegt bakkljós.
Re: Vinnuljós á utan á jeppa ?
Posted: 16.mar 2013, 20:52
frá Stebbi
Þetta er klárlega málið þessi mjóu, prufaði þau í svarta myrkri um daginn og varð alveg steinhissa á þvi hvað þau lýsa vel og mikið.
viewtopic.php?f=32&t=16873
Re: Vinnuljós á utan á jeppa ?
Posted: 16.mar 2013, 21:03
frá Hfsd037
Stebbi wrote:Þetta er klárlega málið þessi mjóu, prufaði þau í svarta myrkri um daginn og varð alveg steinhissa á þvi hvað þau lýsa vel og mikið.
viewtopic.php?f=32&t=16873
Þessi eru sniðug, væri ekki best að vera með grind upp á jeppanum í staðin fyrir að bolta þetta beint í bodýið, er ekki hætta á ryðmyndun út frá því?
ég hef samt heyrt að grindurnar eigi til með að trufla vhf stöðina
Re: Vinnuljós á utan á jeppa ?
Posted: 16.mar 2013, 21:10
frá olafur f johannsson
Ég er að setja vinnuljós hjá mér og er búinn að vera í hellings brasi að ákveða mig,ég er með 4 hringlót led ljós 2 sem ég ættla að láta snúa aftur og svo 1 á hvora hlið rétta aftan við framhurðar.En jæa ég læt þetta á og sé svo til hvort þetta verði á já og ég festi þetta á toppgrindina sem er á plasthúsinnu hjá mér
Re: Vinnuljós á utan á jeppa ?
Posted: 16.mar 2013, 21:22
frá villi58
Ég nota þessi aflöngu frá Hlífari sem bakkljós og þetta er bara magnað hvað þau lýsa vel, ég mundi velja þau sem hliðarljós.
Re: Vinnuljós á utan á jeppa ?
Posted: 16.mar 2013, 21:24
frá Gulli J
Ég er með 27w díðóðu ljós frá ET kosta 7-8Þ stykkið lýsa rosalega vel og þau lýsa mjög vel til hliðana ef verið er að aka í myrkri og leita leiða,
Ég setti 6 svona á bílinn, 4 sem lýsa til hliðana og 2 aftur og eru líka tengd við bakkljósin.
Trukkabílstjórarnir hjá ET hafa verið að nota þessi ljós undir bílana hjá sér án vandræða.
Re: Vinnuljós á utan á jeppa ?
Posted: 16.mar 2013, 21:44
frá jeepson
Ég er með venjuleg vinnuljós á pattanum og nota þau mikið yfir vetrar mánuðina. Bæði sem bakkljós og eins er gott að geta notað hliðar ljósin í miklum skafrennig ef að þú ert t.d að keyra heim úr vinnu eða eitthvað álíka. Ég notaði þau síðast í okt eða nóv þegar að alt snjóaði á kaf og og mikið hvassvirði gekk yfir. Þá var gott að lýsa upp vegkantana sitthvoru megin þegar ekkert sást fyrri framan bílinn.
Re: Vinnuljós á utan á jeppa ?
Posted: 17.mar 2013, 09:14
frá jongud
Ef maður er að hleypa úr í svartamyrkri eru svona hliðarljós bráðnauðsynleg.
Þegar einn af ferðafélögunum affelgaði við Kverkhnjúkaskarð í niðamykri og fjúki röðuðu 3 bílar sér í kringum hann og kveiktu hliðarljósin. Það var fínt að vinna þannig í kringum bílinn.
Það er verra ef kastarar framaná jeppum eru notaðir við slíkar æfingar af því að birtan kemur frá hlið en ekki ofanfrá.
Re: Vinnuljós á utan á jeppa ?
Posted: 17.mar 2013, 10:57
frá olafur f johannsson
Ég nota bara höfuðljós þegar ég er að hleypa úr í myrkri :)
Re: Vinnuljós á utan á jeppa ?
Posted: 17.mar 2013, 14:17
frá lecter
eg nota þessi ljós alltaf er með 4 fyrir ofan öll hjól á endanum á toppboganum