Rötun á jeppa með hitamyndavél og radar

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Rötun á jeppa með hitamyndavél og radar

Postfrá ellisnorra » 15.mar 2013, 23:57

Langaði að benda ykkur á skemmtilegan túr sem félagar mínir hjá björgunarsveitinni Oki fóru í í gær.
http://bjorgunarsveitinok.is/frettir/nr/138172/

Þarna fór 8 manna hópur að prófa nýtt dót. Sveitin er ekki búin að festa kaup á þessum búnaði, en það er í skoðun. Þetta gæti verið mjög öflugt tól í leit á jökli eða opnum svæðum með þessum tveimur tólum, annarsvegar öflug hitamyndavél sem er svo góð að þeir sem prófuðu búnaðinn keyrðu eftir sveitavegi í kolniðamyrkri en sáu veginn mjög vel á skjánum, kanta, miðjuhrygg og meira að segja pollana. Sagt er að þetta virki mjög vel í snjóbyl líka þegar skyggni er ekki neitt og með radarinn líka þá sjást allir málmhlutir langt að.

Ég var ekki með í þessum túr en ég get reynt að svara einhverjum spurningum um þetta eftir bestu getu. Langaði bara að benda á möguleikana með þessum græjum í leit og björgun.


http://www.jeppafelgur.is/


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Rötun á jeppa með hitamyndavél og radar

Postfrá sukkaturbo » 16.mar 2013, 08:22

Sæll Elli ég er lengi búinn að hafa þetta í sigtinu en verðið er fyrirstaða. Hér á Sigló er þetta í einum litlum línubát og er þetta alveg magnað tæki td. við leit að baujum og fleiru. Enn annað og það á kanski ekki heim hér og þá afsakaðu hvernig koma bakkmyndavélar út í vondu skyggni ef vel er gengið frá linsunni. Ég hef aldrei átt bakkmyndavél en væri hægt að nota þá linsu fyrir hinn fátæka jeppamann og hafa hana vel staðsett að framan. Eru þessar bakkmyndavélar með einhverja nætur sýn? Fyrir nokkrum árum voru myndir úr hópferð jeppa í afleitu veðri þar sem ekki sást á milli bíla. Fremstur í ferðinni var að mig minnir hvítur Arostar eða álíka bíll sem var með bakkmyndavél tengda við lapptopp. Þeir voru að sjá bílalestina fyrir aftan sig með þessum græjum en ekki með berum augum og sást bílalestinn furðu vel á lapptoppnum. Svo bakkmyndavél að framan er það einhver raunveruleiki. kveðja guðni

User avatar

jongud
Innlegg: 2700
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Rötun á jeppa með hitamyndavél og radar

Postfrá jongud » 16.mar 2013, 09:49

Frábært framtak !
Ég hef einmitt verið að pæla í hvernig hitamyndavélar koma út í slæmu skyggni.

En ég vil gjarnan spyrja að einu; sjást vegastikur á myndavélinni?

Og hvað verðið á búnaðinum varðar þá væri kannski hægt að vera með innrauða veðurþolna USB vefmyndavél úti (eða jafnvel inan við framrúðuna) og tengja við tölvu inni í bíl.
Svo væri kannski hægt að bæta skilyrðin enn meira með því að setja innrauða kastara framan á bílinn
Þetta lítur út fyrir að geta orðið næsta tæknibylting hjá íslenskum jeppamönnum

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Rötun á jeppa með hitamyndavél og radar

Postfrá ellisnorra » 16.mar 2013, 10:44

Verðið er hressilegt, hægt er að kaupa flotta fasteign (80 krúser) á nýjum dekkjum og eiga fyrir olíu í nokkrar ferðir. Ég er ekki viss um að ég megi gefa upp krónutölu, enda er svosem ekki fastur verðmiði á amk hitamyndavélinni sem er prótótýpa og ekki komin í framleiðslu ennþá.
Við erum að skoða fjármögnun á þetta og fá gott verðtilboð á þetta, en ef við þurfum að punga út landkrúserverði þá hugsa ég að það þurfi að bíða.
Radarinn og hitamyndavélin eru samt tvö aðskilin tæki, þó sama displayið sé notað. Hitamyndavélin er mun dýrari en radarinn.
http://www.jeppafelgur.is/


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Rötun á jeppa með hitamyndavél og radar

Postfrá lecter » 16.mar 2013, 12:20

,,,,,,,,,,,,,,,
Síðast breytt af lecter þann 18.mar 2013, 23:58, breytt 2 sinnum samtals.


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Rötun á jeppa með hitamyndavél og radar

Postfrá lecter » 16.mar 2013, 12:30

,,,,,,,,,,,,,,,
Síðast breytt af lecter þann 18.mar 2013, 23:59, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Rötun á jeppa með hitamyndavél og radar

Postfrá ellisnorra » 16.mar 2013, 13:00

jongud wrote:En ég vil gjarnan spyrja að einu; sjást vegastikur á myndavélinni?


Ég hef ekki séð þetta virka, en já ég held nú samt að stikurnar sjáist, án ábyrgðar.

Ég veit ekki týpunúmerin á þessum græjum sem þeir voru með á fimmtudaginn, en tveir menn voru með í ferð frá umboðsaðilanum hér á landi og tveir frá framleiðandanum. Þetta er nýjasta nýtt í bransanum, og eins og ég sagði hér ofar er myndavélin mjög fullkomin og prótótýpa sem ekki er komin í framleiðslu ennþá. Mjög high tech stuff.
http://www.jeppafelgur.is/


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Rötun á jeppa með hitamyndavél og radar

Postfrá lecter » 16.mar 2013, 18:55

,,,,,,,,,,
Síðast breytt af lecter þann 19.mar 2013, 00:00, breytt 1 sinni samtals.


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Rötun á jeppa með hitamyndavél og radar

Postfrá Fordinn » 16.mar 2013, 19:29

Fór ferð með leigubíl hérna í norge sem var með svona orginal frá bens... hann slökkti ljosin og keyrði í myrkrinu og sá mjog vel á skjánum...

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Rötun á jeppa með hitamyndavél og radar

Postfrá StefánDal » 16.mar 2013, 19:47

Við í björgunarsveitinni Ósk í Búðardal eignuðumst hitamyndavél árið 2009. Þetta virkar alveg hrikalega skemmtilega!
http://www.visir.is/bjorgunarsveitin-os ... 9116002325


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur