Mitsubishi Pajero 38-44"


Höfundur þráðar
spurs
Innlegg: 394
Skráður: 11.apr 2010, 19:05
Fullt nafn: Sigmundur Bjarnason

Mitsubishi Pajero 38-44"

Postfrá spurs » 15.mar 2013, 17:33

Hvernig hafa Mitsubishi Pajero 3,2L diesel 38-44" breyttir verið að koma út varðandi t.d viðhald. Eru þeir ekki á klöfum að framan og aftan?




raggipajero
Innlegg: 1
Skráður: 20.nóv 2012, 15:29
Fullt nafn: Ragnar Waage Pálmason
Bíltegund: Pajero 2007

Re: Mitsubishi Pajero 38-44"

Postfrá raggipajero » 15.mar 2013, 20:03

bara mjög vel er með 2007 pajero 44 ** skipt um hjólalegur i honum i 78 .þúsund er buinn að keira hann 112 þus nuna og eg reikna með að fara að lita á legurnar fljótlega . annað er bara þetta venjulega, Billinn virkar allsvakalega og er eg mjög ánægður með hann
kv Ragnar


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Mitsubishi Pajero 38-44"

Postfrá ivar » 15.mar 2013, 21:11

Mín litla reynsla og sögur er að hjólastilling haldist illa en má örugglega auðveldlega halda því við eða kannski eru þekktar leiðir til að láta það hanga. 3,2l diesel vélin er ágæt en hávær og mín reynsla af þessum bílum í snjó er að þeir þurfi stærri dekk en jafningjar vegna þess hvað þeir draga miknn snjó undir kviðinn.
Hinsvegar er þetta mjög skemmtileg fjöðrun.

Margt gott við þessa bíla eins og fyrri ræðumaður lýsir en sjálfur færi ég í LC120 eða jafnvel patrol


Höfundur þráðar
spurs
Innlegg: 394
Skráður: 11.apr 2010, 19:05
Fullt nafn: Sigmundur Bjarnason

Re: Mitsubishi Pajero 38-44"

Postfrá spurs » 16.mar 2013, 09:00

Hvað með fóðringar, heyrði að þær færu reglulega og kostuðu mjög mikið?

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Mitsubishi Pajero 38-44"

Postfrá Freyr » 16.mar 2013, 13:21

Ég hef enga reynslu af þessum jeppum sjálfur utan þess að aka einum 38" dagspart eða svo á fjöllum. Í stuttu máli sagt þá var mjög þægilegt að sitja í honum og líkaði mér vel við hann þennan dag. Hinsvegar þekki ég mann sem var á svona bíl á 44". Sá var mjög sáttur með hann sem ferðabíl en þreittur á því að þurfa oftast milli ferða að skipta um einhverja spyrnu/stífu/spindilkúlu/fóðringu og svo hélt hann ekki hjólastillingu svo hann missleit dekkjum (sérstaklega að aftan). Varðandi það vandamál heyrði ég þó af einhverri lausn sem ég man því miður ekki hver var. Mig minnir að það hafi verið í svona jeppa sem er í eigu manns að nafni Óskar Ólafsson sem er í "sóðagenginu".

Kveðja, Freyr

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Mitsubishi Pajero 38-44"

Postfrá Stebbi » 16.mar 2013, 15:57

Freyr wrote:Ég hef enga reynslu af þessum jeppum sjálfur utan þess að aka einum 38" dagspart eða svo á fjöllum. Í stuttu máli sagt þá var mjög þægilegt að sitja í honum og líkaði mér vel við hann þennan dag. Hinsvegar þekki ég mann sem var á svona bíl á 44". Sá var mjög sáttur með hann sem ferðabíl en þreittur á því að þurfa oftast milli ferða að skipta um einhverja spyrnu/stífu/spindilkúlu/fóðringu og svo hélt hann ekki hjólastillingu svo hann missleit dekkjum (sérstaklega að aftan). Varðandi það vandamál heyrði ég þó af einhverri lausn sem ég man því miður ekki hver var. Mig minnir að það hafi verið í svona jeppa sem er í eigu manns að nafni Óskar Ólafsson sem er í "sóðagenginu".

Kveðja, Freyr


Óskar er komin á bíl nr 2 og mér heyrðist á honum síðast að það yrði engin breyting á bílavali í framtíðinni, miðað við hvað hann keyrir mikið þá finnst mér það vera góðir dómar.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Mitsubishi Pajero 38-44"

Postfrá Freyr » 16.mar 2013, 16:13

Bíll nr. 2 hjá Óskari er einmitt 44" bíllinn sem ég vitnaði í hér að ofan.

Kv. Freyr


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur