"Biodiesel" vs Diesel

User avatar

Höfundur þráðar
Grásleppa
Innlegg: 164
Skráður: 08.des 2011, 21:05
Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

"Biodiesel" vs Diesel

Postfrá Grásleppa » 15.mar 2013, 13:45

Hver er eiginlega munurinn á þessu á stöðvum N1 ? Sama verð, er verið að setja eitthvað útí dieselinn og endurskýra hann biodiesel til að fólki geti tekið olíu með betri samvisku?




ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: "Biodiesel" vs Diesel

Postfrá ivar » 15.mar 2013, 14:02

Þegar þetta var kynnt á sínum tíma var þetta akkúrat eins og þú lýsir
5% biodiesel, á þeim tíma innflutt frá danmörku, og blandað í venjulega olíu samvisku þinni til bóta.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: "Biodiesel" vs Diesel

Postfrá Stebbi » 15.mar 2013, 22:35

Ertu þá að segja að þeir setji 5% biodiesel og 95% dísel og selji það sem Biodiesel. Eru það ekki hrein og klár vörusvik svona eins og að reyna selja E85 sem hreint Etanol.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: "Biodiesel" vs Diesel

Postfrá Freyr » 15.mar 2013, 23:21

Stebbi wrote:Ertu þá að segja að þeir setji 5% biodiesel og 95% dísel og selji það sem Biodiesel. Eru það ekki hrein og klár vörusvik svona eins og að reyna selja E85 sem hreint Etanol.


Rétt, 5 % biodiesel íblöndun og selt sem biodiesel. Málið er að biodiesel hefur slæm áhrif á gúmmí (e.t.v. plast líka en ekki viss) og mig minnir að það hafi einnig tærandi áhrif. Því samþykkja vélaframleiðendur ekki nema 5% íblöndun ef ábyrgðir eiga að halda sér. Einnig þolir biodiesel kulda mun verr en diesel og ef það er hreint þá stíflar það síur og lagnir þegar frystir að ráði.

Kv. Freyr

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: "Biodiesel" vs Diesel

Postfrá jongud » 16.mar 2013, 09:31

Annað er að Biodísel ekki það sama og Biodísel.

Það er til SVO (straight vegetable oil) sem er bara síuð matarolía
Svo er til "estered biodísel" en þá er feiti brotin niður með vítissóda eða metanóli
Einnig minnir mig að spíra (etanóli) sé líka blandað við einhverjar díselolíur
Svo er það nýjasta á markaðnum, VLO, vetnismeðhöndluð lífræn olía (HVO, Hydrotreated Vegetable Oil) en hún á ekki að hafa nein neikvæð áhrif í kulda.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: "Biodiesel" vs Diesel

Postfrá Kiddi » 16.mar 2013, 13:52

Freyr wrote:
Stebbi wrote:Ertu þá að segja að þeir setji 5% biodiesel og 95% dísel og selji það sem Biodiesel. Eru það ekki hrein og klár vörusvik svona eins og að reyna selja E85 sem hreint Etanol.


Rétt, 5 % biodiesel íblöndun og selt sem biodiesel. Málið er að biodiesel hefur slæm áhrif á gúmmí (e.t.v. plast líka en ekki viss) og mig minnir að það hafi einnig tærandi áhrif. Því samþykkja vélaframleiðendur ekki nema 5% íblöndun ef ábyrgðir eiga að halda sér. Einnig þolir biodiesel kulda mun verr en diesel og ef það er hreint þá stíflar það síur og lagnir þegar frystir að ráði.

Kv. Freyr


Er það ekki bara etanólið sem er tærandi? Veit að í þeim bílum sem eru gerðir fyrir E85 er allt eldsneytiskerfið úr ryðfríum efnum, semsagt ekki áli

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: "Biodiesel" vs Diesel

Postfrá Stebbi » 16.mar 2013, 15:43

Freyr wrote:Rétt, 5 % biodiesel íblöndun og selt sem biodiesel. Málið er að biodiesel hefur slæm áhrif á gúmmí (e.t.v. plast líka en ekki viss) og mig minnir að það hafi einnig tærandi áhrif. Því samþykkja vélaframleiðendur ekki nema 5% íblöndun ef ábyrgðir eiga að halda sér. Einnig þolir biodiesel kulda mun verr en diesel og ef það er hreint þá stíflar það síur og lagnir þegar frystir að ráði.

Kv. Freyr


Biodiesel hefur engin tærandi áhrif á neitt nema eldgamlar gúmmíslöngur, maður skiptir þá bara um þær þegar þær fara að leka. Það er samt eins og hugtakið BioDiesel hafi ekki registerað rétt í hausnum á þeim sem sér um markaðsmálin hjá N1 ef að þetta er svona íblandað sull. Alvöru BioDiesel hefur ekki snefil af jarðefnaolíu í því, það er eingöngu búið til úr jurta eða dýrafitu. SVO og WVO er svo annað dæmi sem hentar ekki eins vel hérna á Íslandi en það er að keyra á annað hvort hreinni eða notaðri djúpsteikingarfeiti, sjálfur kýs ég að gera úr henni BioDiesel til að losna við storknun og annað vesen sem fylgir því að nota hana beint á tankinn.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: "Biodiesel" vs Diesel

Postfrá Freyr » 16.mar 2013, 16:11

jongud wrote:Annað er að Biodísel ekki það sama og Biodísel.

Það er til SVO (straight vegetable oil) sem er bara síuð matarolía
Svo er til "estered biodísel" en þá er feiti brotin niður með vítissóda eða metanóli
Einnig minnir mig að spíra (etanóli) sé líka blandað við einhverjar díselolíur
Svo er það nýjasta á markaðnum, VLO, vetnismeðhöndluð lífræn olía (HVO, Hydrotreated Vegetable Oil) en hún á ekki að hafa nein neikvæð áhrif í kulda.


Feitin er ekki brotin niður með vítissóda eða metanóli heldur hvoru tveggja. Vítissótinn er mætti segja hvati á hvarfið milli metanólsins og t.d. matarolíunnar. Olían t.d. kringum rúmlega 80% af blöndunni á móti metanóli og síðan fer með því svolítill sóti. Man ekki hlutföllin nákvæmlega en minnir að á móti 100 l. af wvo hafi þurft um 20 l. af metanóli og innan við 1 kg af sóta. Olían hituð upp í kringum 50°C og á meðan er sótinn settur út í metanólið og hrært í, VARÚÐ það kraumar í blöndunni sem er hrikalega ætandi, hanskar og gleraugu nauðsynlegur búnaður!!!!!!. Síðan er metanólinu með sótanum bætt í olíuna og látið blandast vel og svo dælt í þvottakar. Þar er blandan þrifin með t.d. vatni, loftbólum eða útfelliefnum. Að því loknu stendur eftir um 80% nothæft eldsneyti og um 20% botnfall sem er bölvuð leðjudrulla sem er rammbasísk og því fyrirtaks sápa á t.d. iðnaðargólf. Hafa í huga sprengihættu við þetta þar sem metanólið er mjög rokgjarnt og því geta rafmagnselement verið hættuleg í svona kerfum. Einnig væri best að notast við dælubúnað sem er ætlaður i svonalagað og er neistafrír...

Gúmmíslöngur notaðar í kringum þessa framleiðslu hörðnuðu mjög hratt og urðu leiðinlegar fyrir vikið. Við notuðum þetta mest á 3 bíla í yfir 1 ár, þar af mest á 2,9 Musso. Á þeim tíma komu þó ekki í ljós nein vandamál varðandi það að lagnir eða annað í bílunum þyldi ekki eldsneytið...

Kv. Freyr

User avatar

ssjo
Innlegg: 56
Skráður: 05.apr 2010, 10:27
Fullt nafn: Sigurður Sveinn Jónsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavík

Re: "Biodiesel" vs Diesel

Postfrá ssjo » 16.mar 2013, 19:52

Mér finnst góðra gjalda vert að þróa aðferðir til að breyta lífrænni olíu í brennanlegt eldsneyti á farartæki. Mér dettur í hug að nefna lýsi í þessu sambandi. Úr einu tonni að loðnu má fá 10-15% fitu eða sem sagt 100-150 kg. Hvað segja fróðir menn um að nota það sem eldsneyti? Hvernig ætli það dæmi komi út með hliðsjón af kostnaði. Hvað ætli loðnuverksmiðjurnar séu að fá fyrir tonn af lýsi?
Annað mál varðandi bíó-eldsneyti er tilfinningaþrungin herferð Olís til að selja mönnum VLO díesel og bjarga þar með heiminum. Þeir fullyrða að útblástur díeselbíla séu 345 þúsund tonn af CO2. Ef kannaðir eru aðflutningar á olíu (til dæmis í Eldsneytisspá 2012-2050, OS-2012/01) þá var meðalnotkun á hverja díeselbifreið á árinu 2011 um 1700 kg/ári og fjöldi díeselbíla um 65.000. Það gera um 110.000 tonn . Þeir hjá Olís hljóta því að fá þrjú tonn af CO2 úr hverju tonni af olíu. Ég læt svona skrum fara í taugarnar á mér og vil ekki að það sé verið að fóðra fólk á einhverri steypu.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: "Biodiesel" vs Diesel

Postfrá Stebbi » 16.mar 2013, 20:48

Það er búið að gera tilraunir með hvalspik og lýsi sem eldsneyti en almennt er dýrafita ekki eins góð til að vinna eldsneyti úr vegna hlutfalls af fjölómettuðum fitusýrum. Canola olía er sú olía sem er best til þess fallin til að nýta eftir að það er búið að brenna hana í djúpsteikingapottum og Canola og Repjuolía í verkun úr SVO. WVO er betri fyrir bílskúrskallana því að hitinn í djúpsteikingapottunum brýtur hana niður fyrir vinnsluna í skúrnum og styttir ferlið.

Það eru á milli 5-7g af vítissóda á hverja 100ml af Metanóli sem þarf í þetta, svo er það ca 20% sem þarf af þeirri blöndu í olíuna. Hlutfall af sóda á móti metanóli fer eftir gæðum olíunar. Síðasta skvetta hjá mér var 100L af metanóli og um 4kg af sóda í rúma 500 lítra af góðri steikingafeiti.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: "Biodiesel" vs Diesel

Postfrá jongud » 17.mar 2013, 09:09

ssjo wrote:Annað mál varðandi bíó-eldsneyti er tilfinningaþrungin herferð Olís til að selja mönnum VLO díesel og bjarga þar með heiminum. Þeir fullyrða að útblástur díeselbíla séu 345 þúsund tonn af CO2. Ef kannaðir eru aðflutningar á olíu (til dæmis í Eldsneytisspá 2012-2050, OS-2012/01) þá var meðalnotkun á hverja díeselbifreið á árinu 2011 um 1700 kg/ári og fjöldi díeselbíla um 65.000. Það gera um 110.000 tonn . Þeir hjá Olís hljóta því að fá þrjú tonn af CO2 úr hverju tonni af olíu. Ég læt svona skrum fara í taugarnar á mér og vil ekki að það sé verið að fóðra fólk á einhverri steypu.


Því miður, díselolía er C-H efnasamband (kolefni og vetni) og C- ið tekur til sín súrefni sem er mun þyngra en vetnið. Þess vegna verður meira CO2 heldur en olían sem er flutt inn

User avatar

ssjo
Innlegg: 56
Skráður: 05.apr 2010, 10:27
Fullt nafn: Sigurður Sveinn Jónsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavík

Re: "Biodiesel" vs Diesel

Postfrá ssjo » 18.mar 2013, 09:43

Rétt jongud, var aðeins of fljótur á mér í útreikningunum :-). Gott að þetta passar.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 19 gestir