Síða 1 af 1
der á bíla
Posted: 15.mar 2013, 12:42
frá kjellin
sælir ég var að fá derið á bílin hjá mér úr málun, ég var bara velta því fyrir mér hafa menn verið að einungis líma þettað eða þarf alltaf að setja skrúfur með , mér er meinilla við það að vera gata toppin meira en ég þarf , og ef svo er með hverju hafa menn þá límt þettað, ?
Re: der á bíla
Posted: 15.mar 2013, 12:52
frá ivar
Ég var með þetta límt með einhverju ofur-límkítti frá wurth.
Slapp til með því uppá að vera fast en riðgaði undan því engu að síður. Töff, en ópraktískt.
Re: der á bíla
Posted: 15.mar 2013, 12:54
frá villi58
Bara líma, Wurth límkítti er eðallím.
Re: der á bíla
Posted: 15.mar 2013, 15:48
frá kjellin
þá límir maður þettað bara með wurth límkíttinu, maður er bara alltaf svo smeikur við að þettað fari að fjúka af og valda tjóni
Re: der á bíla
Posted: 15.mar 2013, 16:47
frá jeepson
Við límdum 35" kantana á pattann hjá bróðir mínum með wurth lími. Við skúrfum alla nema einn sem var ekki hægt að skrúfa. Við náðum að koma 2 töngum á þann kannt til að halda honum að á meðan að hann límdist. Næsta fórum við útí skúr og toguðum í kantana. Sérstaklega þann sem að við gátum ekki skrúfað og þetta var alt pikk fast. Þannig að ég myndi ekki hafa áhyggjur af skyggninu. Bara þrífa vel undan með bremsuhreinsir. Pússa með sandpappír flötin á skyggninu sem að límkíttið fer á og jafnvel aðeins að matta toppinn þar sem að hann verður undir skyggninu. Smella þessu saman með líminu og leyfa þessu að þorna inni í hita yfir nótt.
Re: der á bíla
Posted: 15.mar 2013, 16:56
frá villi58
kjellin wrote:þá límir maður þettað bara með wurth límkíttinu, maður er bara alltaf svo smeikur við að þettað fari að fjúka af og valda tjóni
Þú þarft ekki að vera neitt hræddur ef þú ferð eftir leiðbeiningunum sem komnar eru hér inn frá Gísla.
Re: der á bíla
Posted: 15.mar 2013, 17:34
frá jeepson
Kanski ágætt að taka það fram að ég notaði sandpappír með grófleika 100 þegar að ég pússaði kantana hjá bróðir mínum þar sem að kíttið fór á. Svo er ekki verra ef að þú getur sett smá pressu á þetta þegar að þú límir.. Passa bara uppá að hafa ekki neina spennu á þessu. Ég veit um einn sem límdi 44" kanta á jeppann sinn og byrjaði á að skúfa aftur kantana fasta að framan og togaði svo í þá neðst að aftan til að fá einhvern auka sentimeter í lengingu neðst. Þá er komin spenna á þetta og meiri hætta á að þetta brotni eða jafnvel losni frá seinna. Eða ég stend allavega í þeirri trú.
Re: der á bíla
Posted: 15.mar 2013, 23:07
frá Freyr
Ég nota eingöngu límkítti til að festa brettakanta á jeppa, engar skrúfur. Þetta er svo hrikalega mikil festa að það er heljarinnar vesen að ná köntunum af aftur. Tók afturkantana af mínum cherokee síðasta vetur vegna hásingafærslu og það tók mig heilt kvöld og slatta af brotnum dúkahnífsblöðum að ná þeim af. Mæli eindregið með að nota engar skrúfur heldur bara kítti á derið. Hinsvegar myndi ég gefa því lengri tíma en sólarhring til að taka sig áður en farið er út að keyra. Vindálagið á svona der er ofboðslega mikið og kíttið er nokkra daga að þorna í gegn og ná fullum styrk.
Kv. Freyr
Re: der á bíla
Posted: 11.apr 2013, 23:43
frá bennihþ
Verður að setja ryðvarnar grunn undir, svo límið ryðgi ekki frá ! Annars er límingin gagnslaus. Farðu inn á stórt rútu verkstæði og þeir kunna þetta ,,og undir vinnuna"
Kv. BH.
Re: der á bíla
Posted: 12.apr 2013, 07:42
frá Hagalín
Sælir. Ég hef nú smá reynslu af því að vera að aka bíl þar sem að der fýkur af.
Það der var bæði boltað og kíttað á. En vanda málið var að það var ekki fest fremst við rúðuna bæð hægra megin og vinstra megin. Þá náði þetta að víbra aðeins í einu af ofsaveðrinu sem kom í haust austur á Höfn. Þá hefur komið þreyta í trebbann.
Svo var ég að aka Skeiðin og þá koma ein hviða og þá brotnaði derið þar sem trebbinn hafði víbrað hvað mest. Ég held að gott kítti og undirvinnan rétt að þá fer þetta ekki neitt. Ef eitthvað nær að víbra til langs tíma hvort það sé trebba der eða húsþak að þá fer það með tímanum.
Verst að eiga ekki mynd af þessu eftir að þetta fór af.
Re: der á bíla
Posted: 12.apr 2013, 15:50
frá sukkaturbo
Freyr wrote:Ég nota eingöngu límkítti til að festa brettakanta á jeppa, engar skrúfur. Þetta er svo hrikalega mikil festa að það er heljarinnar vesen að ná köntunum af aftur. Tók afturkantana af mínum cherokee síðasta vetur vegna hásingafærslu og það tók mig heilt kvöld og slatta af brotnum dúkahnífsblöðum að ná þeim af. Mæli eindregið með að nota engar skrúfur heldur bara kítti á derið. Hinsvegar myndi ég gefa því lengri tíma en sólarhring til að taka sig áður en farið er út að keyra. Vindálagið á svona der er ofboðslega mikið og kíttið er nokkra daga að þorna í gegn og ná fullum styrk.
Kv. Freyr
Sæll Freyr þú getur kanski notað þér þetta ráð sem ég hef verið að nota þegar ég er að taka kanta af bílum. Ég hef verið með lofthitabyssu og hitað varlega límið og við svona 60 til 70 gráður þá fer að losna um brettakantana og lakkið skemmist ekki og maður getur togað þá af eða spennt á milli með flatjárni eða öðru álika verkfæri. Passa sig bara á að ofhita ekki og skemma lakkið. kveðja guðni