Síða 1 af 1

Chevy vesen

Posted: 13.mar 2013, 22:19
frá streykir
Sælir/sælar

Nú er ég í djöfulsins veseni með Silverado skiptingu hjá mér. Bíllinn stórskemmdist í leigu og fylltist skiptingin af vatni.

Nú hef ég lesið mér til og skilst mér að það sé 4L60E skipting í bílnum. Eru til einhverjar svoleiðis notaðar?

Veit einhver betur um hvernig skipting er í 2005 Silverado 5.3 Vortec 1500?

Ætli það sé betra að láta taka upp skiptinguna(sem kostar um það bil hálfa milljón)

Með fyrirfram þökk um svör

Re: Chevy vesen

Posted: 13.mar 2013, 23:22
frá Stebbi

Re: Chevy vesen

Posted: 14.mar 2013, 00:06
frá Kiddi
Þessi skipting passar ekki beint á milli.
Þegar LS vélarnar komu (5.3 er LS vél) var sveifarásinn styttur. Converterinn er semsagt ekki sá sami en það er hægt að nota eldri Converter með annari flexplötu og spacer. Skiptingarhúsið sjálft er líka allt annað, nýrri skiptingarnar eru með bjölluna boltaða á en eldri eru með hana steypta saman við húsið. Boltadeilingin fyrir millikassa-millistykkið er líka önnur. Nýju eru með 6 bolta en gömlu 4 bolta og gott ef lengdin er ekki líka eitthvað frábrugðin...

Þegar ég var að leita að svona skiptingu þá var ekki mikið í boði, en sjálfsagt að reyna.

Ég myndi prófa að heyra í þessum varðandi upptekt:
http://ja.is/qvissbang/

Þeir rúlluðu í gegnum svona 4L60E skiptingu fyrir mig og voru bæði sanngjarnir og skiptingin bara virkar þannig að ég get ekki séð annað en að verkið hafi verið þokkalega unnið...

Re: Chevy vesen

Posted: 14.mar 2013, 00:52
frá RangerSTX
Þú getur einnig heyrt í þessum hér: 6639589 Einar.
Hann gerir þér gott tilboð, Hann hefur mikla þekkingu á sjálfskiptingum og gerir vel við á sanngjörnu verði.