Sælir. Er með einn forlátann econoline sem ég er búin að vera að ferðast aðeins á, og það sem pirrar mig ( og farþega) mest er hávaðinn í vélinni ( benz om314). Er búinn að fóðra aftakanlega hvalbakinn með steinull með álkápu, fóðra ofan við vélina með gúmísvamp, og teppaleggja gólfið með þykkum skipadregli. Engu að síður þarf maður að kalla sætana á milli þegar maður er út á þjóðvegi svo að það heyrist í manni.
Er ekki búinn að setja neina hljóðeinangrun fram í húdd, vissi ekki alveg hvað ég ætti að hafa þar. Hljóðeinangri dúk? steinull? tektíl?
Allar tillögur vel þegnar.
Kv Sævar P
að þagga niður í econoline
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 316
- Skráður: 07.okt 2010, 15:59
- Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: að þagga niður í econoline
Kannaðu verð á Armaflex, er með lími annarsvega. Líka til einangrunar mottur með áli.
Get ekki leiðbeint þér með svona einangrunardúka hvar þeir fást, kanski hjá Fossberg, Poulsen, Málmtækni, Sindra, og fl.
Einhver í þessum búðum vita þetta.
Get ekki leiðbeint þér með svona einangrunardúka hvar þeir fást, kanski hjá Fossberg, Poulsen, Málmtækni, Sindra, og fl.
Einhver í þessum búðum vita þetta.
Re: að þagga niður í econoline
ég myndi prufa bílasmiðinn uppá bíldshöfða.
-
- Innlegg: 329
- Skráður: 08.mar 2010, 12:43
- Fullt nafn: Haukur Þór Smárason
Re: að þagga niður í econoline
Sævar hjá Frost?
Ég myndi byrja á að líma strimla af þykkum álpappír með tjöru á annari hliðinni á gólfið og hvalbakinn. Það dregur úr titringi í panelunum, og minnkar þar með hljóð. Armaflex eins og einhver nefndi myndi ég svo setja yfir ál/tjöru pappann. Armaflex deyfir hljóðið og einangrar gegn hita.
Er einhvers staðar gat niður í vélarsalinn? Meðfram gírstöng eða gap við skelina yfir vélinni? Það að loka svona götum gerir heilmikið.
Ég myndi byrja á að líma strimla af þykkum álpappír með tjöru á annari hliðinni á gólfið og hvalbakinn. Það dregur úr titringi í panelunum, og minnkar þar með hljóð. Armaflex eins og einhver nefndi myndi ég svo setja yfir ál/tjöru pappann. Armaflex deyfir hljóðið og einangrar gegn hita.
Er einhvers staðar gat niður í vélarsalinn? Meðfram gírstöng eða gap við skelina yfir vélinni? Það að loka svona götum gerir heilmikið.
Re: að þagga niður í econoline
Hver setur om 314 oný Econoline? Það er einhvenvegin þannig að bílar sem eru framleiddir sem bensínbílar séu ekki nægjanlega hljóðeinagraðir fyrir disel relluna. Best er fyrir þig að skoða Disel liner og sjá hvernig verksmiðjan gerir þetta en ég held að 6,9 og 7,3 séu ekkert hljóðlátari vélar en om 314,
Re: að þagga niður í econoline
Er bíllinn full innréttaður eða er þetta van með sætum?
Hef einusinni ferðast í svona bíl club wagon og það var bara æðislegt í alla staða.
Ford 7.3 rellan svæfði mig meira að segja og ég sofna aldrei í bílum.
kv. Halldór
Hef einusinni ferðast í svona bíl club wagon og það var bara æðislegt í alla staða.
Ford 7.3 rellan svæfði mig meira að segja og ég sofna aldrei í bílum.
kv. Halldór
Land Cruiser Rj-73 Black Edition 38" aka Forsetinn
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: að þagga niður í econoline
Ég er með svona öðling, bensín Econoline með díselvél. Það munaði mestu finnst mér að einangra kúpuna vel með tjöruborðum og þykkum svamp og svo sjá til þess að gúmmíkannturinn sé í lagi og réttur á. Svo þarf að vanda sig mjög við að loka þessu og bolta niður í gólfið, það hefur töluvert að segja.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 968
- Skráður: 20.aug 2010, 08:26
- Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
- Bíltegund: Toyota Hilux 3.0
Re: að þagga niður í econoline
Kanna líka hvernig stýrissokkurinn er, ef hann er mikið slitin þá hleypir hann hellings hávaða inn í bílinn
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Re: að þagga niður í econoline
bara fá sér intercom í dynjanda
Re: að þagga niður í econoline
Galdurinn við hljóðeinangrun er að litlu hlutirnir skipta miklu.
Lítil göt eð fletir sem eru óeinangraðir skemma heildina.
Taktu upp allt teppi framan við framstóla og einangraðu þaðan og fram og helst upp að framrúðu hvort sem þú gerir það húsmegin eða frá vélarsalnum.
Lítil göt eð fletir sem eru óeinangraðir skemma heildina.
Taktu upp allt teppi framan við framstóla og einangraðu þaðan og fram og helst upp að framrúðu hvort sem þú gerir það húsmegin eða frá vélarsalnum.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 316
- Skráður: 07.okt 2010, 15:59
- Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson
Re: að þagga niður í econoline
já ég er búinn að smyrja armaflex í holið ofan við vélina, búinn að loka gatinu þar sem gírstöngin kemur uppúr kúpunni. Bíllinn eins og er er lítið innréttaður, teppalagður í hliðar og topp, en krossviður í gólfi. Dregillinn nær c.a frá hvalbak og aftur að drifstönginni. Var að horfa á fram í vél og þar er náttúrulega bara bert lakkað stál. Var að hugsa um tjöruborða alveg allann hringinn ofan við vélina og undir loftristinni, eins uppundir gólfið við hliðinna á vélinni.
Þessi rella er reyndar ekkert svo slæm í sjálfu sér, var með eina forhlaðna í honum í fyrra og hún var ekki að gefa sambærilegum bíl með 6.9 mikið eftir og var ekki að fara með nema 11 lítra á langkeyrslu, auk þess sem að mér finnst ekkert mikið meiri hávaði í henni sjálfri heldur en 6.9 / 7.3.
Og já Haukur, Sævar hjá Frost
Þessi rella er reyndar ekkert svo slæm í sjálfu sér, var með eina forhlaðna í honum í fyrra og hún var ekki að gefa sambærilegum bíl með 6.9 mikið eftir og var ekki að fara með nema 11 lítra á langkeyrslu, auk þess sem að mér finnst ekkert mikið meiri hávaði í henni sjálfri heldur en 6.9 / 7.3.
Og já Haukur, Sævar hjá Frost
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: að þagga niður í econoline
OM314 er nátturlega alveg skelfilegur hrossabrestur eins og 6.9/7.3 en þær vélar hafa aðeins örlítið meiri mýkt í ganginum fyrir það að vera V8 og IDI þannig að hávaðinn verður þolanlegri. Eitt sem þú gætir prufað og það er að einangra fótstigið við hurðirnar það glymur lygilega mikið þar upp.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 316
- Skráður: 07.okt 2010, 15:59
- Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson
Re: að þagga niður í econoline
Góður punktur. er nóg að hafa bara teppi eða á maður að hafa tjöruborða eða sbl undir?
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: að þagga niður í econoline
Á eftir að prufa mig áfram með það, er bara svo ánægður að geta talað við farþegan og hlustað á útvarpið eftir að ég gekk almennilega frá kúpuni að ég hef ekki farið í þetta. Hugsa að ég reyni að einangra þetta utanfrá til að uppstigið haldist óbreytt að innan.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: að þagga niður í econoline
Smá hugmynd . Megnið af háfaðanum kemur frá olíverkinu ! Profa að setja einangrun ,,ull" með því .
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur