Síða 1 af 1
Kælivatnsleki á Montero
Posted: 11.mar 2013, 09:52
frá ihþ
Góðan dag,
Er með Montero 2005. Það lekur af honum kælivatn aftan á vélinni, og niður á skiftinguna og niður á götu.
Þetta er lítill leki, en nægur samt. Bíllinn hitar sig ekki og er alveg eðlilegur að öllu leyti. Það gengur illa að finna orsökina og því datt mér í hug að setja þetta hér inn ef einhver hefur lent í svipuðu.
Re: Kælivatnsleki á Montero
Posted: 11.mar 2013, 11:05
frá muggur
Veit ekki hvort þetta er það sama en hljómar dáldið svipað og vandamálið hjá þessum Englendingi
http://www.pocuk.com/forums/viewtopic.php?t=144082En kannski er 2005 modelið orðið allt öðruvísi en í gamla MK2.
Kv. Muggur
Re: Kælivatnsleki á Montero
Posted: 11.mar 2013, 11:06
frá DABBI SIG
það eru nokkrar gúmmíslöngur á aftanverðu heddinu, flestar með álborða um sig til að hitaverja. Prufaðu að reyna taka í þessar slöngur og kreista með bílinn í gangi eða bara kaldan þá ættiru að sjá hvort þær séu ekki blautar eða leki úr þeim. Svo eru auðvitað mörg önnur rör og slöngur sem gæti verið að klikka. Oftast er hægt að rekja sig að lekanum ef þú eltir hvaðan vatnið kemur.
Re: Kælivatnsleki á Montero
Posted: 11.mar 2013, 13:07
frá Navigatoramadeus
svo eru til svona "elti-efni" sem setur í kælivatnið og keyrir aðeins, þá þarf neon-ljós að mig minnir og þá sérðu greinilega hvar efnið lekur út, gæti sparað tíma, til í Stillingu ofl.
Re: Kælivatnsleki á Montero
Posted: 11.mar 2013, 18:35
frá geirsi23
undir soggreininni (milliheddinu) er járnrör, þar sem það stingst inn í heddið vill oft byrja að leka, skiptu um o-hringinn þar og jafnvel hafðu hann númeri stærri og lagó!! Þetta er smá maus, þarft að taka milliheddið af, fínt að skipta um kerti í leiðinni.
Re: Kælivatnsleki á Montero
Posted: 12.mar 2013, 16:21
frá fannarp
Er miðstöð afturí ? ef svo er þá eru lagnirnar undir farþega h/m afturí líklega farnar að leka.