Síða 1 af 1
Land Rover
Posted: 09.mar 2013, 20:24
frá maggi ola
Er mikð mál að fá skráningu á bíl sem hefur verið afsráður ónítur 63 módel.
Re: Land Rover
Posted: 09.mar 2013, 20:31
frá Stóri
gerði þetta einu sinni með 1990 árgerð af bíl, corollu, minnir að það hafi kostað mig um 25.000 kr, en það var fyrir 9 árum minnir mig :)
Kristófer
Re: Land Rover
Posted: 09.mar 2013, 20:36
frá maggi ola
Takk fyrir svarið Kristofer þá kaupi ég þann gamla:)
Re: Land Rover
Posted: 09.mar 2013, 21:10
frá haffiamp
þetta á ekki að vera hægt útaf nýja úrvinnslusjóðs kerfinu.... mæli með því að hringja fyrst í umferðarstofu áður en þú kaupir...
Re: Land Rover
Posted: 10.mar 2013, 09:54
frá Offari
Það er ekki hægt að endurskrá þá bíla sem hafa fengið greitt endurvinslugjaldið við afskráningu. Ég stórlega efast um að það hafi verið gert við "63 módelið af land rover. Því á það að vera lítið vandamál að endurskrá hann.
Re: Land Rover
Posted: 10.mar 2013, 10:39
frá Startarinn
Ég skráði mótorhjól fyrir 3 árum sem var skráð týnt, það var ekkert vandamál, og reyndar alveg merkilega lítið mál miðað við það að þetta var racer sem ég er búinn að breyta í hippa.
Ef bíllinn var afskráður áður en endurvinnslukerfið kom á þá á ekki að vera neitt mál að skrá hann aftur, hann ætti að vera ennþá í kerfinu
Re: Land Rover
Posted: 10.mar 2013, 11:31
frá Haffi
Þú færð ekki endurvinnslugjald nema skila bílnum þannig að þetta á ekki að vera neitt mál
Re: Land Rover
Posted: 10.mar 2013, 12:23
frá lecter
þetta er svona ,, bill sem er afskráður og mert er við að hann sé glataður og ekki farið i förgun ,,og er en til .eigandinn sem afskráði bilinn gefur þér sölutilkynningu hún fer ekki i gegn nema að billinn sé skráður aftur fyrrverandi eigandi þarf að gera það og billinn verður að koma i skoðun á skoðunarstöð ,til að sanna að hann sé til ,,, þetta er smá vesen ,, þetta var mér sagt að gera þegar ég kaupi bil sem var afskráður ,,,
fáðu nakvæmar uppl um bilinn og hafðu samband við þá skoðunarstöð sem þú ætlar að nota
Re: Land Rover
Posted: 10.mar 2013, 19:19
frá maggi ola
Takk fyrir svörin strákar læt reyna á þetta búin að kaupa hann :)
Re: Land Rover
Posted: 10.mar 2013, 20:43
frá jeepcj7
Smelltu inn mynd af djásninu til að svala forvitninni.
Re: Land Rover
Posted: 11.mar 2013, 17:59
frá maggi ola
Þetta er gripurinn kom í ljós að númer M-714 voru bara lögð inn þannig ekkert mál að skrá hann aftur það verða teknar myndir frá byrjun mun pósta þeim inn hér.

Re: Land Rover
Posted: 11.mar 2013, 18:28
frá Haffi
Lýst vel á að fá að fylgjast með uppgerðinni hér og flott að skráningin sé til.
Gangi þér vel með þetta og gott að vita að hann sé kominn í góðar hendur! :)
Re: Land Rover
Posted: 11.mar 2013, 19:44
frá jeepcj7
Alltaf flottir robbarnir en er þetta ekki talsvert yngri bíll en´63 er ca.´70 ekki nær lagi eða er bara yngri framendi ofl. á þessum.
Re: Land Rover
Posted: 11.mar 2013, 20:03
frá maggi ola
Rétt hjá þér hann er 74 módel.
Re: Land Rover
Posted: 11.mar 2013, 21:39
frá Hrannar Ingi
Flottur Rover! Hann er af gerðinni " Land Rover Series III. 88" Endilega vertu duglegur að hlaða inn myndum. :)
Re: Land Rover
Posted: 12.mar 2013, 20:47
frá maggi ola
Hér koma myndir úr bílskúrnum nóg að gera við og rífa
Re: Land Rover
Posted: 14.mar 2013, 13:24
frá Hrannar Ingi
Flottar myndir og það sést nú ekki svo mikið rið í honum. Hérna er síður sem þér mun öruglega líka við.
http://www.islandrover.is/http://www.facebook.com/LandRoverAIslandi :)