Hvað kostar rekstur jeppa

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Hvað kostar rekstur jeppa

Postfrá Óskar - Einfari » 08.mar 2013, 13:13

Svona óbeint í frammhaldi af umræðunni um það hvað kostar að breyta jeppa á 38"

Málið er að nú ætlum við Inga að fara að kaupa fólksbíl til að minka notkunina á Einfara. Við erum tvö og eigum bara einn bíl þannig að notkunin á Einfara í innanbæjarakstri og snatti er bara aaaalltof mikill miðað við hvað kostar að keyra þetta, ekki bara út frá oliu eyðslu heldur sliti sem er svo margfalt dýrara á breyttum jeppa heldur en fólksbíl. Ég hef aðeins verið að reikna framm og til baka, það er ekkert mál að finna út hvað maður notar mikið af olíu hver væri mismunurinn á eyðslu jeppa vs. fólkbíl. En mig langar að finna út hvað kostar hver km á jeppanum sem ég er á núna vs. ákveðin fólksbíl. Þetta kann ég bara ekki, er einhver snjall að reikna svona? Það væri gaman líka ef menn hefðu áhuga á að pósta svona statistics um sína bíla líka.

Við erum að nota bílinn að meðaltali 27.000 km/ári eða 2.300 km/mánuði. Ég tek bara eina fasta tölu á eyðsluna og segi að meðaleyðslan sé 12 l/100km. Við erum því að nota um 276 lítra af olíu á mánuði. Ef við miðum við sjálfsafgreiðsluverð á olíu sé 255 kr/l þá reiknast mér til að við erum að fara með 70.380,- í olíu á mánuði að meðaltali.

Talan sem skiptir kanski máli hérna er að miðað við 12 l/100 eyðslu og 255 kr/l kostar hver km 30,6 kr bara í olíu

Bifreiðagjöld eru 2x 21.355,-

Eru þessar tölur að meika einhvern sense og hvernig myndi ég síðan reikna inn í þetta viðhald og dekkjaslit. Er það kanski glórulaust og alltof mikið mál?

Þeir bílar sem ég hef verið að skoða eru helst þeir sem falla í þennan svokalaða græna flokk og eru með útblástur undir 120 gr/km ef á man rétt (bifreiðagjöld af svona bíl eru mjög lág, ef miðað er við bíl sem er 1200kg er það 2x 5.605,-). Eyðsla í kringum 5-6 lítrar eða helmingi minna heldur en Hiluxinn. Ég sæi fyrir mér að hægt væri að minka notkunina á Einfara niður í 7.000 km og þá væri maður á snattaranum hina 20.000 km, þetta er gróflega áætlað.

Kv.
Óskar Andri


Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Hvað kostar rekstur jeppa

Postfrá muggur » 08.mar 2013, 14:09

Mjög áhugaverð pæling. Bara eitt varðandi þessa litlu bíla að oft sýnist mér þessi 3-5 lítra eyðsla á hundraðið vera bull. Þannig var ég á Polo 1.4 um daginn og hann í algjöru smá snatti eyddi um 15 lítrum á 100. En nota bene það var með því að keyra c.a. 2 km fjórum sinnum á dag. Flestir keyra nú lengri vegalengdir í einu en þetta.

Svo er eitt sem erfitt er að reikna inn í dæmið en það er ákaflega auðvelt að láta hlutina þróast þannig að annað ykkar fari á snattarnum en hitt taki bara jeppann. Það þarf jú að láta olíuna snúast í drifunum og svona. Allavega gerðist það hjá mér, en er að reyna að nota bara hjólið núna :-)

En ef þið hafið sjálfsaga til að vera bara einbíla og nota jeppan einungis til ferðalaga þá er ábyggilega auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu að þetta sé skynsamlegt.

kv. Muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Hvað kostar rekstur jeppa

Postfrá Óskar - Einfari » 08.mar 2013, 14:31

Já, ég bæti gjarnan tveimur lítrum við það sem að framleiðandinn gefur upp þegar að ég er að reikna svona. Ef það er síðan minna þá er það bara bónus.

Við höfum hingað til komast af saman í tæp 4 ár á einum bíl til að koma okkur báðum í og úr vinnu. Ef gulrótin er síðan sú að geta notað mismunin af sparnaðinum til að ferðast eða leggja til hliðar fyrir íbúð þá ætti hvatningin til að nota minni bílinn að vera meiri.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hvað kostar rekstur jeppa

Postfrá jongud » 08.mar 2013, 15:04

Eitt af því sem spilar hvað mest inn í þetta er hversu mikið þú þarft að aka á ári og hversu miklu máli skiptir að hafa bíl yfirleitt.
Ég reiknaði þetta fram og til baka kringum aldamótin og komst að því að rekstur á lítilli tík samhliða jeppanum borgaði sig þegar allt var tekið með í reikninginn (jafnvel þó að ég væri þá einn í heimili).
Ég bjó að vísu þá úti á landi og tryggingarnar voru töluvert lægri en hér í klessubílaþvögunni.
Eitt af því sem ég reiknaði með var að ég gæti lent í því að brjóta eitthvað í jeppanum um helgi uppi á fjöllum. Þá sæti ég uppi bíllaus ef ég væri ekki með tíkina.
Hinsvegar var ég með sæmilega aðstöðu til viðgerða þannig að ég þurfti ekki að vera með 100% "öruggan" jeppa heldur gat ég hent honum inn í skúr eftir "brotaferðir" og ekið um á tíkinni.

Niðurstaðan var að vera á tveim bílum, hafa tíkina dags daglega og geta misboðið jeppanum og e.t.v. tekið einhverja sénsa á fjöllum (gagnvart jeppanum, ekki umhverfinu eða heilsufarinu)


Narfi
Innlegg: 35
Skráður: 18.jan 2013, 12:08
Fullt nafn: Halldór Hafdal Halldórsson

Re: Hvað kostar rekstur jeppa

Postfrá Narfi » 08.mar 2013, 16:00

einu sinni heyrði ég að ekinn km í dekkjasliti á 38" AT dekkjunum væri á milli 10 og 14 krónur.


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Hvað kostar rekstur jeppa

Postfrá Fordinn » 08.mar 2013, 17:58

er ekki hægt að reikna med að bill i daglegri notkun fari med dekkjagang á 4 árum ca.... 4 ár deilt með 400-500 þús.... svo eru það bremsur... stýrisliðir.... svona það helsta sem eg hef þurft að eiga við... enda billinn þungur 3500kg.... þetta er endalaus fjárútlát.


med eyðslu á fólksbílum þa hef eg vw caddy disel vinnubil herna i norge og er med 60 litra tank og er að slefa yfir 1000 km á tanknum.... mér finnst það bara mjog flott eyðsla =)

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hvað kostar rekstur jeppa

Postfrá jeepson » 08.mar 2013, 18:04

Bara það eitt að láta pattann minn standa í heilt ár án þess að setja hann í gang eða hreyfa hann eitthvað kostar um 116þús kr á ári. Ef að hann stendur á númerum. sem gerir um 9666kr á mánuði við það eitt að láta hann standa á númerum. Ef ég nota hann í vinnuna þá er ég að fara með um 20-24þús á mán í olíu kostnað. Ég skitpi um smurolíu á svona 5-7þús km fresti.. En nú hefur bíllinn meir og minna staðið í tæpa 2 mánuði þar sem að ég er orðinn duglegri við að nota rútuna í vinnuna. Enda boðið uppá rútukort fyrir starfsmenn í minni vinnu. En alt er þetta fljótt að telja.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Hvað kostar rekstur jeppa

Postfrá Oskar K » 08.mar 2013, 18:15

það borgar sig ekki að vera hagsýnn í jeppamennsku, betra að blæða bara og hugsa sem minnst um það
1992 MMC Pajero SWB

User avatar

smaris
Innlegg: 232
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: Hvað kostar rekstur jeppa

Postfrá smaris » 08.mar 2013, 21:51

Ef ég reikna þetta rétt miðað við þessar forsendur sem þú ert með sýnist mér beinn olíusparnaður á ári vera um 270.000 krónur.
Var reyndar með 7 lítra meðaleyðslu á fólksbílnum.
Þannig að það er hæpið að það náist mikill fjárhagslegur ávinningur út úr þessu.

Kv. Smári

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Hvað kostar rekstur jeppa

Postfrá Kiddi » 08.mar 2013, 23:37

Svo er ein pæling í þessu. Þetta er mjög góður jeppi sem þú ert með Óskar og frekar leiðinlegt að vera að slíta honum 20.000 km árlega innanbæjar, í saltdrullu og ógeði sem gerir ekkert nema stytta líftímann á þessum annars stórfína Hilux.
Það er kannski erfitt að reikna þetta en þetta spilar inní og gæti jafnvel spilað stóran þátt.
Svo finnst mér sjálfum alveg hrútleiðinlegt að gera við bíla sem eru með alla bolta ryðgaða fasta eftir saltið.

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Hvað kostar rekstur jeppa

Postfrá -Hjalti- » 09.mar 2013, 00:09

Það er samt allt betra en að þurfa að aka um á Yaris eða sambærilegu daglega , hef prufað það.. Fengi mér Diesel Bmw eða jafnvel skoda octaviu þó að startkostnaðurinn sé örlítið meiri í upphafi
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


TBerg
Innlegg: 208
Skráður: 01.feb 2010, 09:18
Fullt nafn: Trausti Bergland

Re: Hvað kostar rekstur jeppa

Postfrá TBerg » 09.mar 2013, 08:26

Einhverstaðar er til tafla um hvað kostar ca. Að keyra hvern km á mismunandi bílum.
Ég man þetta ekki alveg en mig minnir að þegar ég sá töfluna þá hafi hver km á jeppa
Verið eitthvað um 50 kallinn.

Hér er tafla frá FIB. http://www.fib.is/myndir/REKBIF%20JAN%202011.pdf

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Hvað kostar rekstur jeppa

Postfrá Óskar - Einfari » 22.mar 2013, 22:51

Ég þakka fyrir svörin. Ég hélt áfram að reikna aðeins framm og aftur, niðurstaðan varð sú að við erum búin að kaupa annan bíl.

Meðal akstur hefur verið 27þ km á ári hjá okkur. Ég setti dæmið þannig upp að hiluxinn yrði notaður í 7þ km og fólkbíll hina 20þ km. Miðaði við að Hilux væri að eyða að meðaltali 13 l/100km og fólkbíll 6 l/100km. Tók inn í dæmið bifreiðagjöld, tryggingar og afborganir. Út frá þessum forsendum komst ég að þeirri niðurstöðu að við værum í 40.000,- í mínus á ári ef við bættum við öðrum bíl. Inni í þessu er ekki dekkjaslit eða viðhald þannig að það er ekki spurning að þetta borgar sig. Síðan þegar að afborganirnar eru búnar þá verður þetta væntanlega meiri plús.

Ég fékk Kia Rio 2006 árgerð sem er með 1500cc diesel vél. Þurfti að sækja hann á Akureyri og það var gaman að keyra suður og horfa á eyðslumælinn standa í 4,6 l/100km sem gerir að rúnturinn ak-rvk kostaði ekki nema 4.400,- Sami malbiggsrúntur á einfara hefði sennilega verið um 11.000,-
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

actros
Innlegg: 77
Skráður: 24.des 2011, 12:55
Fullt nafn: Gunnlaugur Hjörvar Gunnlaugsson
Bíltegund: Toyota Land cruiser
Staðsetning: Húsavík/Akureyri

Re: Hvað kostar rekstur jeppa

Postfrá actros » 22.mar 2013, 22:57

að reka jeppa er ekki svörtum manni bjóðandi og það er löngu vitað... held að engin pæli í þessu þegar hvítagullið er að gefan góðan!

jeppamenska = priceless
Toyota Land Cruiser 4.2 TDI 38''
Toyota 4Runner 3.0 TDI 38'' (seldur)

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Hvað kostar rekstur jeppa

Postfrá Freyr » 23.mar 2013, 09:57

Það að eiga "bara" einn bíl á heimilinu og hafa það jeppa borgar sig enganveginn. Ég hef margoft skoðað þetta mál og niðurstaðan er alltaf sú sama, það borgar sig fyrir mig að eiga snattara með jeppanum, og það þó konan sé á öðrum bíl. Að vísu er það ekki svo mikill sparnaður að bæta við 3. bíl á heimili en þó einhver. En ég horfi líka á það að mér líður voða vel að geyma jeppann bara í skúrnum og nota hann ekkert innanbæjar þegar saltpækillinn er um allt, enda hefur jeppinn ekki elst um einn dag (ryðlega séð) síðan ég keypti hann haustið 2009. Einnig gefur þetta mér kost á að gera hann óökufærann reglulega þegar mig langar að breyta einhverju og bæta hann án þess að búa til vesen við að komast í og úr vinnu o.s.frv...

Kv. Freyr

User avatar

íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Hvað kostar rekstur jeppa

Postfrá íbbi » 23.mar 2013, 13:18

ég hef mikið spáð í þessu síðustu ár.

ég er mikið fyrir 7 línu bmw og S class benz og oftast notast við þá sem viðmið, það hefur alltaf borgað sig fyrir mig í gegnum tíðina að keyra frekar um á gamalli corollu e-h álíka heldur en að keyra eingöngu um á pramma/jeppa
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


armannd
Innlegg: 281
Skráður: 27.okt 2010, 20:53
Fullt nafn: Ármann Daði Gíslason
Bíltegund: Hilux dcxc

Re: Hvað kostar rekstur jeppa

Postfrá armannd » 23.mar 2013, 19:32

mjög einfalt allir peningar sem maður á fara í þetta


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Hvað kostar rekstur jeppa

Postfrá biturk » 23.mar 2013, 22:01

allur minn aukapeningur fer í að breita bílnum og viðhalda honum þess á milli


en það er eins og með önnur áhugamál, ef maður er í einhverju af alvöru þá fer allt í það og stundum meira til
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Hvað kostar rekstur jeppa

Postfrá Stebbi » 23.mar 2013, 23:42

armannd wrote:mjög einfalt allir peningar sem maður á fara í þetta


Leiðrétting:

Allir peningar sem maður á eiga að fara í þetta. Annars hirðir konan þá bara. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


haffiamp
Innlegg: 269
Skráður: 21.jan 2012, 22:15
Fullt nafn: Hafþór Ægir Þórsson
Bíltegund: Terrano II 36"

Re: Hvað kostar rekstur jeppa

Postfrá haffiamp » 24.mar 2013, 11:32

mér finnst heldur rausnaralegt að kaupa 2006 dísel bíl en þetta er nú bara misjafnt, mér finnst þessi kia eyða miklu útá vegi, aygo beinskiptur er í svipuðu, og einnig station octavia dísel en ég er nú bara með 2004 avensis station 1,8 bensínssk og hann fer neðst í um 5,7-5,8 ef við erum bara tvö í honum.

en ég hef alltaf átt annan bíl með jeppa, mér finnst það alveg borga sig, á reyndar 3 bíla og þar af er einn sparibíll sem er ekki á númerum yfir veturinn, spurning að taka jeppann af númerum yfir sumarið enda eins og menn hafa sýnt hér að þá getur það verið bara 9-10 þús kall á mán að láta jeppa standa á númerum !

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Hvað kostar rekstur jeppa

Postfrá Óskar - Einfari » 24.mar 2013, 12:43

haffiamp wrote:mér finnst heldur rausnaralegt að kaupa 2006 dísel bíl en þetta er nú bara misjafnt, mér finnst þessi kia eyða miklu útá vegi, aygo beinskiptur er í svipuðu, og einnig station octavia dísel en ég er nú bara með 2004 avensis station 1,8 bensínssk og hann fer neðst í um 5,7-5,8 ef við erum bara tvö í honum.


Það stóð nú upphaflega til að kaupa ódýrari bíl en þetta endaði nú bara svona því að við vorum bæði mjög hrifin af þessum bíl. Lítið keyrður og mjög heillegur. Ég get nú ekki sagt að mér finnist Kian eyða mikklu ef að Aygo sem er mikklu minni, 340 kg léttari og með mikklu minni vél er að eyða svipuðu. Fyrir utan að ég get bara ekki hugsað mér svoleiðis bíl :) Við Inga erum bæði mjög hrifin af Diesel Octaviu, skoðuðum þá mikið og líkaði við þá að öllu leyti nema verðið var komið doldið út fyrir okkar mörk. Verðið á Skoda er samt ekki komið í sama rugl og Toyotan er í dag. Í þessi róti mínu datt ég einhverstaðar niður á 93 árgerð af Corolu XLI 1600 sem var hægt að fá á 300þ það hlítur bara að vera gjafaverð fyrir slétt 20 ára gamlan bíl :D

En það hefði hinsvegar verið hægt að gera Rioinn eyðslugrennri með því að hafa aðeins minni vél í honum. Vélin í honum er 110hp sem gerir þennan 1200kg bíl bara alveg ótrúlega sprækan! þetta er eiginlega óþarflega mikið, 90 hp hefði verið nóg fyri svona snattara. Rio í dag er hinsvegar fáanlegur með 1100cc diesel vél og er með því allra hagkvæmasta sem hægt er að kaupa. Systir mín og mágur fengu svoleiðis bíl fyrir um tveimur vikum síðan, það verður gaman að bera þá saman :)

Kv.
Óskar Andri
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


haffiamp
Innlegg: 269
Skráður: 21.jan 2012, 22:15
Fullt nafn: Hafþór Ægir Þórsson
Bíltegund: Terrano II 36"

Re: Hvað kostar rekstur jeppa

Postfrá haffiamp » 24.mar 2013, 13:43

ég verð að viðurkenna að ég hélt að rio væri minni bíll, ruglaði honum við annann, eyðslan er nú ekki slæm fyrir svona öflugan bíl en auðvitað er misjaft hvað fólk vill,300 þús á gamla corollu er fjandi mikið en svona bíll fyrir um 150-180 eru líka mjög góður kostur ef um er að ræða gott eintak, við erum að spá í að borga svo upp lánið á avensis hjá okkur því að mánaðarútgjöld eru ekki í uppáhaldi hjá neinum og munar um að vera að borga af láni þó það séi ekki nema bara 250 -300 þúsund


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 33 gestir