Síða 1 af 1

breyta fimm gata í sex gata

Posted: 06.mar 2013, 16:58
frá Gunnar
hvernig er best að snúa sér í því að breyta fimm gata afturhásingu í sex gata, nenni ekki að vera með þetta sitt á hvað?

Re: breyta fimm gata í sex gata

Posted: 06.mar 2013, 18:48
frá spámaður
sko þú tekur góðan dósabor og borar bara auka gat í lokið á drifhúsinu,það er best.
svo telur þú bara öll götinn aftur til að vera viss.

Re: breyta fimm gata í sex gata

Posted: 06.mar 2013, 18:51
frá Gunnar
farðu í skúrinn og reyndu að gera eitthvað í jeppanum þínum!

Re: breyta fimm gata í sex gata

Posted: 06.mar 2013, 18:59
frá spámaður
já fyrirgefðu mér en ég stóðst ekki mátið:)

Re: breyta fimm gata í sex gata

Posted: 06.mar 2013, 21:58
frá Valdi B
hvernig hásingu ertu með ?

er ekki þægilegast að finna bara hásingu með 6 gata deilingu ? til dæmis muss0 er það ekki dana 44 með 6 gata deilingunni, hef séð sv0leiðis undir cher0kee 0g fleiru :)

Re: breyta fimm gata í sex gata

Posted: 06.mar 2013, 23:04
frá jeepcj7
Hvaða hásingu ertu með sem á að breyta? Ef plattinn leifir það uppá stærð geta flest renniverkstæði/vélsmiðjur borað nýja deilingu í öxulinn fyrir þig,ef þú ert að breyta milli 5 og 6 gata deilinga sem báðar eru 5.5/139,7 þá passar 1 gat og svo þarf að sjóða í tvo áður en borað er á ný.Ef þú ert að fara úr 4.5 í 5.5 deilingu er ekki víst að plattinn á öxlinum sé nógu stór til að hægt sé að breyta milli deilinga.Það þarf svo auðvitað að bora bremsudiskinn/skálina líka ef nota á sama bremsubúnað áfram.
Spurningin er hvað þetta kostar og hvað þú ert með uppá hvort skynsamlegra væri að skoða aðra kosti í hásingum jafnvel,því að ef öxull brotnar eða skemmist þarf alltaf að byrja á að breyta þeim næsta til að allt gangi saman.

Re: breyta fimm gata í sex gata

Posted: 06.mar 2013, 23:40
frá Gunnar
þetta er dana 44 undan scout sem á að fara undir, hún er væntanlega með stóru fimm gata, er með sex gata að framan og langaði að hafa þessa þannig líka ef það væri ekki stórmál. á bremsuskálar á dana 44 fyrir sex gata

Re: breyta fimm gata í sex gata

Posted: 06.mar 2013, 23:49
frá Gunnar
kann ekkert á þessi númer, held að scout sé með stóru fimm og veit að ég er með þessa algengu sex gata að framan eins og toyota t,d

Re: breyta fimm gata í sex gata

Posted: 07.mar 2013, 00:33
frá jeepcj7
Það eru þá bæði hásingar með 139,7 deilingunni en ef þú ætlar í 6 gata þá held ég eins og einhver var að tala um hér að ofan að einfaldara væri að setja dana 44 undan musso undir þar sem hún er með 6 gata deilingunni og orginal með diskabremsur,ætti líka að vera nóg til af þeim á góðu verði.

Re: breyta fimm gata í sex gata

Posted: 07.mar 2013, 04:29
frá Valdi B
þá held ég að það sé langþægilegast að kaupa bara hásingu undan musso, það er dana44 og með diskabremsum original, og eru ekki það dýrar í þokkabót ! og síðan liggja þessir mussoar á víð á dreif finnst mér allavega :)

Re: breyta fimm gata í sex gata

Posted: 07.mar 2013, 08:20
frá villi58
Gunnar wrote:kann ekkert á þessi númer, held að scout sé með stóru fimm og veit að ég er með þessa algengu sex gata að framan eins og toyota t,d

Það er hægt að gera þetta með spacerum en ég veit ekki hversu vel það hentar þér.

Re: breyta fimm gata í sex gata

Posted: 07.mar 2013, 12:31
frá Dodge
Blazer og wagoneer voru líka á 6 gata held ég.

Re: breyta fimm gata í sex gata

Posted: 07.mar 2013, 12:37
frá Þorri
Ef scout hásingin er í réttri breidd á móti framhásingunni skaltu kippa öxlunum úr og fara með þá á næsta renniverkstæði og láta græja þetta fyrir þig. Musso hásingin er ca 8-10 cm breiðari en scout. Ég ætlaði á sínum tíma að nota scout hásingu undir cherokee xj sem ég á en hætti við það af því að hún er 8 cm mjórri en orginal hásingin. Ef ég klára þann bíl þá fer musso hásing undir hann.

Re: breyta fimm gata í sex gata

Posted: 07.mar 2013, 12:47
frá Jóhann
Svo er pajeró hásing val líka og þar er loftlás í flestum

Re: breyta fimm gata í sex gata

Posted: 07.mar 2013, 14:50
frá jongud
Jóhann wrote:Svo er pajeró hásing val líka og þar er loftlás í flestum


Nautsterk líka,
en þá er spurning um hlutföll...

Re: breyta fimm gata í sex gata

Posted: 07.mar 2013, 16:13
frá Stóri
jongud wrote:
Jóhann wrote:Svo er pajeró hásing val líka og þar er loftlás í flestum


Nautsterk líka,
en þá er spurning um hlutföll...



er það þá ekki bara 1 : 4.88 sem hægt er að fá í báðar ? annars sterkur og góður kostur líklega.

Kristófer

Re: breyta fimm gata í sex gata

Posted: 07.mar 2013, 19:20
frá Gunnar
þessi scout hásing passar við breiddina á framhásingunni þannig að það er best að nota hana, held það sé best að láta bara bora öxlana og málið dautt, nýbúinn að láta breikka 6 gata felgur en þurfti svo að fara í þessi hásingarskipti að aftan

Re: breyta fimm gata í sex gata

Posted: 12.mar 2013, 20:33
frá Jóhann
Hvað er skout hásinginn breið minnir að pajeró sé 15x sm, er það sama og bronco að framan ég er með bronco d44 að framan hjá mér

Re: breyta fimm gata í sex gata

Posted: 14.mar 2013, 02:12
frá Gunnar
einhver mæling sagði 1,48, ætla að athuga hvort það sé hægt að fá spacera til að breyta þessu, veit að þeir eru til veit bara ekki hvar og hversu mikið þeir breikka bílinn

Re: breyta fimm gata í sex gata

Posted: 14.mar 2013, 11:19
frá Jóhann
Það er hægt að fá 5,29 og 4,88 í pajeró eða hún er sögð á spjaldinu í húddinu 4,90.

Re: breyta fimm gata í sex gata

Posted: 14.mar 2013, 13:03
frá jeepcj7
Pajero er með 4.90 í 9.5" drifinu en 4.875 í 9" drifinu minnir mig sem er alveg nógu nálægt til að virka saman og eins er 5.29 drifið 5.285 akkúrat.

Re: breyta fimm gata í sex gata

Posted: 14.mar 2013, 20:10
frá FORDJONNI
Ég boraði 6 göt í öxla á 8.8 ford.
Það er minna mál en að græja aðra hásingu.

Re: breyta fimm gata í sex gata

Posted: 14.mar 2013, 20:48
frá Stebbi
Jóhann wrote:Það er hægt að fá 5,29 og 4,88 í pajeró eða hún er sögð á spjaldinu í húddinu 4,90.


jeepcj7 wrote:Pajero er með 4.90 í 9.5" drifinu en 4.875 í 9" drifinu minnir mig sem er alveg nógu nálægt til að virka saman og eins er 5.29 drifið 5.285 akkúrat.


Það er hægt að fá Pajero með 4.56 4.63 4.88 4.90 og 5.29 fer bara eftir því úr hvaða bíl hún kemur og hversu stórt drifið á að vera. Stóra 9.5" drifið er til í bæði 4.88 og 4.90.

Re: breyta fimm gata í sex gata

Posted: 14.mar 2013, 22:51
frá Gunnar
FORDJONNI wrote:Ég boraði 6 göt í öxla á 8.8 ford.
Það er minna mál en að græja aðra hásingu.


hvernig var það, passaði eitt gat og þurfti að sjóða í eitt eða tvö og bora svo?
ég er nú að fara að skipta um hásingu en á þessa dana 44 til og ætla að setja hana undir, ætla ekkert í eitthvað pajero dæmi því ég á rétta drifið og arb læsingu í þessa hásingu, vantar bara að fá hana sex gata og þá er hún fullkomin fyrir mig

Re: breyta fimm gata í sex gata

Posted: 15.mar 2013, 00:21
frá Kiddi
Veit ekki alveg með að sjóða í götin hvort það sé sniðugt en ég held að það væri óvitlaust að snitta sem eru ekki notuð og smíða tappa sem skrúfast í þau. Allavega myndi ég ekki vilja hafa fimm aukagöt þarna og sum ískyggilega nálægt felguboltunum...

Re: breyta fimm gata í sex gata

Posted: 15.mar 2013, 08:47
frá jongud
Það er kannski spurning hvort það væri ekki hægt að finna sex gata öxla sem passa,
það eru ýmsar upplýsingar hérna [url]www2.dana.com[/url]