Síða 1 af 1

að smíða buggy eða öðruvísi bíla

Posted: 03.mar 2013, 00:58
frá gaz69m
hvernig er það getur maður bara mætt með bugy sem maður hefur smíðað og gengið frá með öllum ljósum og dóti og fengið hann götuskráðan , eða er einhver aðili sem þarf að taka út grindina , skila ég inn einhverjum vinnuskýrslum og borga skatt af vinnuni . endilega segið mér það sem þið vitið um svona vesen

Re: að smíða buggy eða öðruvísi bíla

Posted: 03.mar 2013, 01:10
frá jeepson
Ég gæti nú trúað að þú þurfir að láta gegnum lýsa suðurnar allavega.

Re: að smíða buggy eða öðruvísi bíla

Posted: 03.mar 2013, 01:25
frá Játi
ég ætla að láta þá flökkusögu ganga að þetta sé haugavesen og það þurfi að senda bílin úr landi í eitthverja úttekt og skoðun. en ég sel það ekki dýrara en ég keipti það og ef ég segi eins og er þá man ég ekki einusinni hvar ég keipti það ...hehe

Re: að smíða buggy eða öðruvísi bíla

Posted: 03.mar 2013, 01:40
frá Ingi
Þessi var allavega einhvertíman með númeraplötur og ók um göturnar Image
sé að vísu að þetta er skráð chevrolet caprice það getur vel verið að hann hafi bara skrúfað plötunar af capricenum sínum og farið út að keyra

Re: að smíða buggy eða öðruvísi bíla

Posted: 03.mar 2013, 02:02
frá reyktour
Eða notaði bara skráninguna frá Caprice.
Það þarf ekkert að flækja hlutina.

Re: að smíða buggy eða öðruvísi bíla

Posted: 03.mar 2013, 09:52
frá Boxer
Það er hægt að skrá íslenskt smíðaða bíla, hér má sjá reglurnar frá umferðastofu um það.
http://us.is/Apps/WebObjects/US.woa/swd ... %C3%B0.pdf

Re: að smíða buggy eða öðruvísi bíla

Posted: 03.mar 2013, 11:39
frá Freyr
Þetta er ferli sem er langt, flókið og kostnaðarsamt. Það þarf að fá svokallaða gerðarviðurkenningu á ökutækið. Það hefur verið reynt nokkrum sinnum, t.d. sportbíllinn Adrenalín, Extreamer (jeppinn sem m.a. Benni kom að), Rútan sem að einhverju leiti byggðist á econoline (minnir samt að sú hafi verið skráð upp á nýtt) og sjálfsagt fleiri bílar.

Ef ég væri í þessum hugleiðingum myndi ég undantekningarlaust byrja með bíl í höndunum sem er skráður og vinna út frá því, þó svo lokaútkoman væri gjörólík þeirri upprunalegu og sumu þyrfti að breyta í skráningunni, t.d. sætafjölda.

Kv. Freyr

Re: að smíða buggy eða öðruvísi bíla

Posted: 03.mar 2013, 14:25
frá lecter
,

Re: að smíða buggy eða öðruvísi bíla

Posted: 03.mar 2013, 21:49
frá psycho
Ég hef átt götuskráðann buggy bíl og þeir eru skráðir sem fjórhjól, ég á teikningar af buggy frá badlandbuggy og ég hafði hugsað mér að ná mér í skráningu af götuskráðu fjórhjóli, ágætt ef það væri sama tegund og mótorinn sem yrði notaður.

Re: að smíða buggy eða öðruvísi bíla

Posted: 03.mar 2013, 23:43
frá gaz69m
Boxer wrote:Það er hægt að skrá íslenskt smíðaða bíla, hér má sjá reglurnar frá umferðastofu um það.
http://us.is/Apps/WebObjects/US.woa/swd ... %C3%B0.pdf



samkvæmt þessu þá er sniðugast að finna sér grindarbíl með ónýtt boddy , líkt og suzuki jimny eða eithvað slíkt

Re: að smíða buggy eða öðruvísi bíla

Posted: 03.mar 2013, 23:44
frá gaz69m
en hverju breytir það fyrir eyðslu ef bíll er léttur um 500 kg eyðir vélin eithvað minna

Re: að smíða buggy eða öðruvísi bíla

Posted: 04.mar 2013, 00:22
frá Stebbi
Engu, eyðsluvélar eyða alltaf en ef þú myndir setja í hann sparvél þá erum við að dansa. :)

Re: að smíða buggy eða öðruvísi bíla

Posted: 04.mar 2013, 11:39
frá nobrks
Ekki gleyma thví ad thad er búid ad samthykkja Kit-car reglugerd sem leyfir mønnum ad smída fra grunni allt ad 1600kg ef eg man rétt.

En eitthvad vantadi thó uppá ad skodunarhandbók væri klár til thess ad fylgja reglugerdinni eftir, getur verid ad thad sé thó komid í horfid nú, thó ég efist um thad.

Re: að smíða buggy eða öðruvísi bíla

Posted: 04.mar 2013, 11:51
frá gaz69m
nobrks wrote:Ekki gleyma thví ad thad er búid ad samthykkja Kit-car reglugerd sem leyfir mønnum ad smída fra grunni allt ad 1600kg ef eg man rétt.

En eitthvad vantadi thó uppá ad skodunarhandbók væri klár til thess ad fylgja reglugerdinni eftir, getur verid ad thad sé thó komid í horfid nú, thó ég efist um thad.



en er samt ekki samavesenið að þurfa að röngen mynda suður

Re: að smíða buggy eða öðruvísi bíla

Posted: 04.mar 2013, 12:29
frá Dodge
gaz69m wrote:en hverju breytir það fyrir eyðslu ef bíll er léttur um 500 kg eyðir vélin eithvað minna


Eyðslan minnkar alltaf í samræmi við hvað þú léttir bílinn.

Minni þyngd = minna álag á vélina = minni eyðsla

Re: að smíða buggy eða öðruvísi bíla

Posted: 04.mar 2013, 13:10
frá Hfsd037
gaz69m wrote:
nobrks wrote:Ekki gleyma thví ad thad er búid ad samthykkja Kit-car reglugerd sem leyfir mønnum ad smída fra grunni allt ad 1600kg ef eg man rétt.

En eitthvad vantadi thó uppá ad skodunarhandbók væri klár til thess ad fylgja reglugerdinni eftir, getur verid ad thad sé thó komid í horfid nú, thó ég efist um thad.



en er samt ekki samavesenið að þurfa að röngen mynda suður


held að lang flestir kit car komi með samansettri grind

Re: að smíða buggy eða öðruvísi bíla

Posted: 04.mar 2013, 16:42
frá gaz69m
Stebbi wrote:Engu, eyðsluvélar eyða alltaf en ef þú myndir setja í hann sparvél þá erum við að dansa. :)



bwahahah já þessar árans eyðsluvélar eru ekki góðar fyrir veskið

Re: að smíða buggy eða öðruvísi bíla

Posted: 04.mar 2013, 22:12
frá psycho
Ef það er verið að tala um að smíða buggy bíl þá er ekkert vit í að nota grind úr bíl, alltof þungt og ég hef aldrei séð buggy bíl smíðaðann uppúr bílgrind án þess að vera virkilega ógeðslegann, allavega buggy eins og mínar teikningar þá er ég að tala um bíl með langa fjöðrun, sæti fyrir 2, 150-200 hross og innan við 500kg.

Re: að smíða buggy eða öðruvísi bíla

Posted: 04.mar 2013, 22:31
frá lecter
,

Re: að smíða buggy eða öðruvísi bíla

Posted: 04.mar 2013, 22:43
frá psycho