Síða 1 af 1

Dodge Caravan breytingar á sætisfestingum?

Posted: 02.mar 2013, 15:34
frá AriS
Nú hef ég verið að skoða svona Dodge Caravan til kaups þar sem mér finnst Avensins inn hjá mér vera fremur plásslítill með lítið kríli og öllu sem því tilheyrir. Enn það sem er að trufla mig við Caravaninn er sætaskipunin. Miðjubekkurinn sem er 2 sæta og ekki á sleða er alveg hrikalega nálægt að framsætunum og sem dæmi þá getur konan mín sem er frekar hávaxin ekki með nokkru móti setið þar þegar fremstu sætin eru í venjulegri stöðu.

Aftasti bekkurinn er 3 sæta og á sleða, enn ef ég set hann í miðjuna þá er ennþá jafn lítið rými að framsætunum með sleðan í öftustu stöðu.

Einnig prófaði ég að taka miðjubekkinn alveg úr og færa sleðan á öftustu sætunum eins langt fram og mögulegt er, enn þá er orðið svolítið bras að teygja sig afturí til að smella barnabílstólnum í base-ið. Fyrir utan það að þá er maður með frekar lítið skott enn gríðarlegt pláss milli fram og aftursæta.

Einnig skoðaði ég Grand Caravan sem er lengri týpan, enn hann er með alveg sömu sætaskipanina enn í honum er s.s. bara stærra skott.

Ég er ekkert að sækjast eftir 7 sætum, alveg nóg fyrir mig að hafa 4-5, og því fór ég að pæla hvort maður gæti mögulega breytt sætisfestingunum eitthvað til þess að gera þetta að álitlegri kosti.

Hafa einhverjir hér staðið í svoleiðis æfingum og hvernig er það, er það yfir höfuð leyfilegt að eiga eitthvað við original festingar og fyrirkomulagi á bílsætum?

Re: Dodge Caravan breytingar á sætisfestingum?

Posted: 02.mar 2013, 17:30
frá ellisnorra
Ég á svona bíl, stutta gerðinn reyndar gamall, 1997 árgerð og mér finnst þetta alveg frábær bíll. Í mínum bíl finnnst mér þetta ekki vera vandamál, ég er 194cm á hæð og ég get með þokkalegu móti setið í miðjusætaröðinni.
Þó ég hafi ekki grandskoðað það þá held ég að þessar sætisfestingar séu hluti af boddinu. En auðvitað er alltaf hægt að smíða, breyta og bæta. Það er síðan kannski óþarfi að vera að segja frá því að þú hafir brett þessu, en að sjálfsögðu gerir þú það með það sjónarmið að þetta eigi og skuli halda þínum allra verðmætustu eignum (börnunum) nákvæmlega sama hvað gengur á.
Ef þetta væri vandamál hjá mér þá hugsa ég að ég færi bara í að lagfæra það, nema hægt væri að fá annan bíl sem hentaði betur :)

Re: Dodge Caravan breytingar á sætisfestingum?

Posted: 02.mar 2013, 19:50
frá lecter
,

Re: Dodge Caravan breytingar á sætisfestingum?

Posted: 02.mar 2013, 21:39
frá Stebbi
Ástæðan fyrir því að flestir fara í Caravan og Voyager er að þú færð nýrri og minna ekin bíl á minni pening en Previu. Ég var í þessum hugleiðingum fyrir ári og eftir að hafa skoðað málin aðeins þá var Previa strax út úr myndini vegna verðlagningar.

Re: Dodge Caravan breytingar á sætisfestingum?

Posted: 02.mar 2013, 22:58
frá ellisnorra
lecter wrote: það kostar sama að reka caravan og v8 cherokee


Hættu nú þessu djövulsins andskotans innantóma rugli.
Með fullri virðingu.

Re: Dodge Caravan breytingar á sætisfestingum?

Posted: 03.mar 2013, 02:15
frá lecter
,

Re: Dodge Caravan breytingar á sætisfestingum?

Posted: 03.mar 2013, 11:40
frá Ingójp
Ótrúlegt hvað sumir vita allt

Re: Dodge Caravan breytingar á sætisfestingum?

Posted: 03.mar 2013, 14:05
frá Garðar
það kostar sama að reka caravan og v8 cherokee


þetta er nú aldeilis ekki rétt. Ég hef átt 2004 4.7 v8 cherokee og á nú 2002 3.3 grand caravan þannig að ég veit hvað ég er að segja. cherokee eyddi um 22 lítrum en caravaninn er um 15. þetta er innanbæjar snatt 95%. en hinsvegar eyða þessir bílar svipað í langkeyrslu þar munar ekki nema kannski líter á þeim, en það skiptir ekki máli þar sem þessir bílar eru aðalega notaðir í snatt.

en sætaplássið þá finnst mér ekkert vantapláss í þessa bíla sama hvar ég sit. en ég er 180cm

Re: Dodge Caravan breytingar á sætisfestingum?

Posted: 03.mar 2013, 17:09
frá Stebbi
Garðar wrote:
það kostar sama að reka caravan og v8 cherokee


þetta er nú aldeilis ekki rétt. Ég hef átt 2004 4.7 v8 cherokee og á nú 2002 3.3 grand caravan þannig að ég veit hvað ég er að segja. cherokee eyddi um 22 lítrum en caravaninn er um 15. þetta er innanbæjar snatt 95%. en hinsvegar eyða þessir bílar svipað í langkeyrslu þar munar ekki nema kannski líter á þeim, en það skiptir ekki máli þar sem þessir bílar eru aðalega notaðir í snatt.

en sætaplássið þá finnst mér ekkert vantapláss í þessa bíla sama hvar ég sit. en ég er 180cm


Svona Grand á ekki að vera yfir 20 lítrum ef allt er í lagi með bíl og ökumann, minn var í 16-18 innanbæjar og fór í 20 í þegar það var slabb og snjókoma og ekki var ég neitt að spara bílinn. En svona Caravan eða Voyager hafa átt við skynjaravandamál að stríða og sumir eigendur þeirra eru fjandi fljótir að dæma þetta sem algjört drasl sem svolgrar í sig bensín án þess að vita að þeir eru eitthvað bilaðir. Persónulega væri ég ekki hræddur við að reka svona bíl eftir að hafa átt 4.7 V8 og líkað það vel.