Staðsetning á EGT nema.
Posted: 25.feb 2013, 22:34
frá Grásleppa
Veit að þetta hefur verið rætt hér áður en er ekki að finna þráðinn... er að turbo væða patrol hjá mér og langar helst að setja nemann í pústgreinina til að fá sem nákvæmasta mælingu. Veit einhver til þess að hann hafi einhverntímann brotnað og skemmt út frá sér á leið sinni í gegnum túrbínu? Og ef menn hafa sett hann í greinina, hvar er best að hafa hann? Kv, Jóhann
Re: Staðsetning á EGT nema.
Posted: 26.feb 2013, 01:16
frá spámaður
er ekki öruggast að setja þetta á eftir túrbo..það er þannig í mörgum bátavélum.
þá sýnir hann aðeins minni hita en er fyrir túrbínu og þú þá veist af því,hef lesið um +15-30 gráður mismun.svo getur það verið meira.
var einu sinni með í að stilla olíumagns stýringu á olíuverki í bát sem var með ný upptekna vél og líka var verið að sjá hvort afgasmælir var að segja rétt,það var notast við infrarauðan laser hita mæli á pústgrein og svo lesið af eftir túrbínu líka og það munaði ekki mjög miklu minnir mig á þessum tveim mælingum.ÉG mundi allavega vera með neman eftir túrbó og vera bara safe á því.