Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá Óskar - Einfari » 25.feb 2013, 19:12

Vonandi fer þetta allt vel :/ Þetta er nú ekki alveg heppilegasta færið til að vera þarna.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/02/25/fimm_manns_fost_a_thaki_bifreidar/

Kv.
Óskar Andri


Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá -Hjalti- » 25.feb 2013, 19:17

Image
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá Freyr » 25.feb 2013, 20:05

Þetta er gömul mynd, síðan um helgina af hssk sem var þarna á jeppunum sínum. Þessir bílar komu heim í gær.

Kveðja, Freyr


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá kjartanbj » 25.feb 2013, 21:49

ég skil bara ekkert í fólki að vera ana í einhverjar jeppaferðir í þessu veðurfari sem er búið að vera síðustu 2 vikurnar, eins og veðurfarið er búið að vera þá er bara ávísun á krapa, allar ár á suðurlandi í vatnavöxtum og bara vitleysa að vera fara eitthvað þessa dagana
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Maggi
Innlegg: 264
Skráður: 31.jan 2010, 00:32
Fullt nafn: Magnús Blöndahl
Bíltegund: WranglerScrambler

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá Maggi » 25.feb 2013, 21:55

Nákvæmlega ekkert að því að fara í jeppatúr þó það sé krapi. En hinsvegar get ég ómögulega skilið hvað fólk er að gera einbíla þarna.

Vorum þarna í sól á laugardag og síðan ca 2 tíma niðurúr í gær. Eðaltúr.

Image

kv
Maggi
Wrangler Scrambler


hrappatappi
Innlegg: 123
Skráður: 11.feb 2010, 22:13
Fullt nafn: Hjalti Melsted

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá hrappatappi » 25.feb 2013, 22:03

Og átti súkkan að bjarga LC ef illa færi? :D


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá lecter » 25.feb 2013, 22:05

,
Síðast breytt af lecter þann 19.mar 2013, 01:49, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Maggi
Innlegg: 264
Skráður: 31.jan 2010, 00:32
Fullt nafn: Magnús Blöndahl
Bíltegund: WranglerScrambler

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá Maggi » 25.feb 2013, 22:12

Og átti súkkan að bjarga LC ef illa færi? :D


Það voru nú 5 aðrir bílar þarna einhverstaðar fyrir aftan. En já það hefði verið fínt að grafa súkkuna og spila í toppbogana á henni.
Wrangler Scrambler

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá Óskar - Einfari » 25.feb 2013, 22:38

Það er nú búið að vera doldið öðruvísi aðstæður þarna í dag m.v. í gær og dagana þar áður. Það er ekkert mál að ferðast í einhverri smá bleytu en aðstæðurnar breytast hratt þarna uppfrá í svona veðri eins og í dag. 5 til rúmlega 6 stiga hiti og úrkoma við vatnsfell, 4 til rúmlega 5 stiga hiti og úrkoma í veiðivatnahrauni í dag. Um helgina var hitinn mun lægri.

Það væri sennilega heppilegra að bíða með björgunaraðgerðir framm á miðvikudag/fimmtudag. Um leið og kólnar breytast aðstæðurnar nokkuð hratt aftur.

En það sem skiptir öllu máli er að fólkið er komið heilu og höldnu til byggða.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá AgnarBen » 25.feb 2013, 23:25

Vil nú biðja menn að fara ekki límingunum þótt aðstoða þurfi einn jeppa, allt fór nú vel. Það er búið að vera flott færi á fjöllum síðustu tvær vikurnar en ljóst að þessi aðili hefur aðeins misreiknað sig.

Annars var RÚV að standa sig virkilega vel í sínum fréttaflutningi, spurning um að skylda fréttamenn á námskeið í landafræði -> vissi ekki að Landmannalaugar væru við Sólheimajökul ! ..... :)

ruv.JPG
Síðast breytt af AgnarBen þann 26.feb 2013, 00:33, breytt 1 sinni samtals.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá -Hjalti- » 25.feb 2013, 23:33

Ekki bara það , sé ekki betur en Hella sé komin austanmegin við Hvolsvöll þarna
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá -Hjalti- » 26.feb 2013, 00:33

2x
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


JóiE
Innlegg: 142
Skráður: 23.sep 2012, 13:45
Fullt nafn: Jóhann Einarsson
Bíltegund: Durango

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá JóiE » 26.feb 2013, 12:52

Maður fer nú bara að velta fyrir sér áræðanleika annarra frétta, svon aí kjölfarið á þessum staðreynda-skáldskap haha en það var nú bara myndinræna framsetningin sem fór svona illilega forgörðum


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá ivar » 26.feb 2013, 14:25

Vantar ekki einhverjar myndir og upplýsingar um þetta?
Bíð spenntur í stólnum heima að sjá hvað er að gerast í umheiminum.
Síðan er það annað til að vekja umræðuna, þarna er um að ræða ferðaskrifstofu sem hefur t.d. áður þurft aðstoð í skipulagðri ferð:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/02/26/ekki_i_haskafor_i_fyrsta_sinn/
Hvaða ferðaskrifstofa er þetta og væri ekki rétt að taka björgunargjald af útlendingum í háska á fjöllum?
Ekki kaupa þeir flugelda

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá -Hjalti- » 26.feb 2013, 14:31

ivar wrote:Vantar ekki einhverjar myndir og upplýsingar um þetta?
Bíð spenntur í stólnum heima að sjá hvað er að gerast í umheiminum.
Síðan er það annað til að vekja umræðuna, þarna er um að ræða ferðaskrifstofu sem hefur t.d. áður þurft aðstoð í skipulagðri ferð:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/02/26/ekki_i_haskafor_i_fyrsta_sinn/
Hvaða ferðaskrifstofa er þetta og væri ekki rétt að taka björgunargjald af útlendingum í háska á fjöllum?
Ekki kaupa þeir flugelda


Þetta er bíllinn

Image

og hér er leiðangurinn

Image

Image

Image
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá Óskar - Einfari » 26.feb 2013, 14:33

Ég hef aldrei skilið afhverju útlendingar borga ekki ferðamannaskatt (tourist tax) eins og í svo mörgum öðrum löndum. Ég ferðaðist til 6 landa í mið-ameríku núna í janúar-febrúar og í öllum löndum þurftum við að borga ferðamannaskatt. Sumstaðar voru þetta 30 USD á mann. Þessi peningur þyrfti að vera eyrnamerktur viðhaldi vegna álags/ágangs ferðamanna. Flestir sem ferðast mikið milli landa gera sér greyn fyrir þessum skatti allstaðar þannig að ég held að fólki þætti ekki mikið koma til þótt það þurfi kanski að borga 15 til jafnvel 30 USD í ferðamannaskatt hérna á Íslandi.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


Rúnarinn
Innlegg: 274
Skráður: 02.feb 2010, 11:50
Fullt nafn: Rúnar ólafsson
Bíltegund: Terrano II

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá Rúnarinn » 26.feb 2013, 15:45



kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá kjartanbj » 26.feb 2013, 15:52

ef maður þekkir þetta íslenska stjórnkerfi rétt, þá yrði þessi ferðamannaskattur notaður í eitthvað annað samt , ekki það sem hann
væri eyrnamerktur
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá ivar » 26.feb 2013, 16:06

kjartanbj wrote:ef maður þekkir þetta íslenska stjórnkerfi rétt, þá yrði þessi ferðamannaskattur notaður í eitthvað annað samt , ekki það sem hann
væri eyrnamerktur

Betra að fá peninginn inn sama í hvað hann er notaður.
Ég verð líka pínu ósáttur þegar fólk fer í vitleysu og treystir á björgun. Veit til ákveðins einstaklings (ekki skipulögð ferðaþjónusta) sem hefur í tvígang á þessum vetri þurft aðstoð björgunarsveita sem hefði vel verið hægt að komast hjá.
Finnst líka rétt að þegar gert er útá þetta í atvinnustarfsemi og aðilar hafa tekjur af væri rétt að greiða fyrir tryggingar fyrir björgun. Í mjög margri atvinnustarfsemi er þetta þarft fyrir hinum ýmsu atriðum. Læknir fyrir mistökum, iðnaðarmaður fyrir göllum í byggingum og slysum á starfsfólki o.s.fv. Sé ekki að þessi starfsemi ætti að vera öðruvísi.

Ívar


JóiE
Innlegg: 142
Skráður: 23.sep 2012, 13:45
Fullt nafn: Jóhann Einarsson
Bíltegund: Durango

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá JóiE » 26.feb 2013, 16:09

Eru þessar ferðaskrifstofur ekki með tryggingar, sem eiga að dekka þessa hluti?


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá kjartanbj » 26.feb 2013, 16:28

þessi ferðaskrifstofa er allavega með nafn með rentu.. "Extreme Iceland"
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

xenon
Innlegg: 110
Skráður: 28.aug 2010, 20:51
Fullt nafn: Snorri Arnarson
Bíltegund: LC 80

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá xenon » 26.feb 2013, 16:50

Hvað er að frétta af fréttaflutning af þessu Björgun í Markarfljóti ??? var þetta ekki við bílastæðið í laugum eða er ég bara ruglaður (gæti vel verið)

http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP17201


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá kjartanbj » 26.feb 2013, 17:40

Tja, síðast þegar ég vissi rennur markarfljótið ekki í gegnum bílastæðið við Landmannalaugar... en hvað veit ég, kannski hefur hún bara breytt sér :D
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá lecter » 26.feb 2013, 18:59

,
Síðast breytt af lecter þann 19.mar 2013, 01:50, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá jongud » 26.feb 2013, 19:25

Þetta var víst ekki sá asnaskapur sem maður hélt, bílstjórinn var að snúa við og klaufaðist við að setja í rangann gír.
Síðan brotnaði árbakkinn (ísbakkinn) undan bílnum.


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá kjartanbj » 26.feb 2013, 19:28

Asnaskapurinn að mínu mati er nú reyndar sá að vera fara á þetta svæði einbíla , þegar það var búið að vara við ferðalögum á þetta svæði, enda sérðu á myndböndum hvernig á sem er alla jafna ekki með straum að ráði er orðin að stórfljóti

auk þess veit maður ekkert hvað gerðist í raun þarna, það er verið að rannsaka þetta, orð bílstjórans eru bara þau að hann hafi farið áfram en ekki afturábak , hver veit hvort það sé það sem gerðist, ekki að ég sé að fullyrða neitt, en maður veit aldrei
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


Narfi
Innlegg: 35
Skráður: 18.jan 2013, 12:08
Fullt nafn: Halldór Hafdal Halldórsson

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá Narfi » 26.feb 2013, 19:48

Fæst orð bera minnstu ábyrgð.


risinn
Innlegg: 195
Skráður: 22.des 2010, 21:09
Fullt nafn: Ragnar Páll Jónsson

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá risinn » 26.feb 2013, 21:18

Jæja höfðingjar ég var þarna á þessu ökutæki sem að lenti í þessi vesinni, þannig ef að það er eitthvað sem að ykkur langar til að spyrja mig um, eitthvað, þá er ekkert mál að svara þeim fyrir ykkur. Það var ekkert mál að fara einbíla að ánni frá Sigöldu smá þræðingur, festi mig aldrei á leiðinni að ánni, veður gott, það eru um 27 km. frá Sigöldu inn í Laugar, ég tók svona um það bil 15 km. auka króka til að sleppa við ALLT vesen, heim að ánni tók alls um 4 tíma. Enginn náttúru spjöll allt gert á öruggu línunni, einu stoppinn á leiðinni voru bara til að taka myndir af fallegu náttúruninni og fólkið að renna sér á plast pokum og að skemmta sér. Allt gekk mjög vel að ánni og svo bara geri ég þessi mistök að keyra áfram í stað þess að bakka, en það var EKKERT sem að benti til þess sem að ég sá að það væri svona mikið vatn undir snjónum þar sem bíllinn stóð. Og svo bara gefur snjórinn og ísinn sig og þið vitið rest.
Við erum að fara á morgun að sækja bílinn.

Kv. Ragnar Páll.

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá Óskar - Einfari » 26.feb 2013, 21:30

Takk fyrir þetta og vonandi gengur sem allra best að sækja bílinn. Það var sárt að sjá réttsvo í þakið á þessum myndarlega trooper :/

Kv.
Óskar Andri
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá Freyr » 26.feb 2013, 21:37

Tek ofan fyrir þér Ragnar að taka þátt í umræðunni hér, margir hefðu einmitt forðast það í lengstu lög... En þið eigið nú einmitt rétta tækið í svona björgunarleiðangur, hvíta 54" bílinn ekki satt?

Kveðja, Freyr


risinn
Innlegg: 195
Skráður: 22.des 2010, 21:09
Fullt nafn: Ragnar Páll Jónsson

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá risinn » 26.feb 2013, 21:43

Jú við erum við erum með 54" ford og við förum líka á 2 46" Linerum sem við eigum í þetta verkefni.

Kv. Ragnar Páll

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá Hagalín » 26.feb 2013, 21:50

Mann hafa haldið sig svona innan marka í sleggju dómum í þetta skiptið. Gott Ragnar að þú komir hér inn eins fljótt og þú gerðir og settir þig inn í umræðuna og sagðir það sem gerðist. Annars er ég hræddur um að menn hefðu látið stór orð falla sem ekki ættu rétt á sér.

En fyrir öllu að allir sluppu lifandi frá þessu og bílinn má gera upp :)
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá ellisnorra » 26.feb 2013, 21:58

Þumlar upp Ragnar fyrir að vera svona opinn með þetta og koma hingað og spjalla um þetta við okkur.
Svo vonar maður að þú smellir inn fullt af myndum úr björgunarleiðangrinum :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá -Hjalti- » 26.feb 2013, 22:17

Gott að þetta endaði ágætlega , Það er alveg klárt mál að slysin geta gerst hjá mönnum á fjöllum.

nema kanski hjá honum Helga Brjót :D

mikið væri ég til í að komast í skóla og læra að keyra jeppa!




Tekið af snaldrinu


Helgi J Helgason Jæja nu ætla eg að varpa sprengju i bransann pottþett að einhverjir fara i fylu en ok, Hverju eiga menn von a þegar oreyndir menn eru settir undir styri a superjeppa og sendir i alvöru fjallaferðir ? t.d. þessu er það ekki eg tel alveg ljost að þarna hafi verið ekið ut i anna þar sem hun var lygn og falleg en jafnframt dypst og afhverju segi eg þetta ? jaa af þvi að eg heyrði i frettaflutningi að vatnið næði upp fyrir ruður og færi i gegn um bilinn, og jafnframt var sagt að hann hefði aðeins hrefst i vatninu, staðreyndin er su að fyrst jeppinn var i svona djupu vatni hefði hann att að fara með straumnum og fljota niður anna, en hann gerir það ekki, vegna þess að hann er i hylnum og getur ekki rekið undan straumnum upp a grynnra vatn og er þess vegna fastur ofani hylnum, eg er buinn að vera viðloðandi þennan bransa i 11 ar og eg er buinn að sja allskonar menn setta undir styri a þessum bilum sem eru ja ok goðir kallar en kunna ekkert a jeppa og akstur þeirra, ja fult og harðort en staðreynd. Svo eg tel að það se nuna orðið alvörumal að fara að taka jeppabilstjora og fara með þa i kennslu i að keyra yfir ar, eftir sprunguslysið a Langjökli þa var blasið til grunnnamskeiðs i sigi og meðferð þess bunaðar, og við förum a skyndihjalparnamskeið og sitthvað fleira, en engum dettur i hug að senda menn a jeppanamskeið i snjoakstri og að keyra yfir arnar, eg skal taka að mer að fara með menn i namskeið i þorsmörk ef vilji er fyrir hendi að bæta ur þessu.


Biddu a ekki að meta reynslu i þessu eins og öðru ?? er þa bara sjalfsalit og mont i kennurunum sem kenna t,d, sprungubjörgun? skyndihjalp ? og öll önnur namskeið ??? eg set þetta ekki fram til að rifast um þetta Eg veit að eg kann a arnar og felagar minir i jeppaferðabransanum vita það lika. Þannig að eigum við ekki bara að halda þessu a faglegum notum ?
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


risinn
Innlegg: 195
Skráður: 22.des 2010, 21:09
Fullt nafn: Ragnar Páll Jónsson

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá risinn » 26.feb 2013, 22:55

elliofur wrote:Þumlar upp Ragnar fyrir að vera svona opinn með þetta og koma hingað og spjalla um þetta við okkur.
Svo vonar maður að þú smellir inn fullt af myndum úr björgunarleiðangrinum :)


Ég tek myndavélina með og vona að hún fái að vinna helling líka :-) þó að hún kunni ekki að nota skóflu.

Kv. Ragnar Páll

User avatar

kjellin
Innlegg: 202
Skráður: 13.sep 2011, 10:32
Fullt nafn: Aron Andri Sigurðsson
Bíltegund: súzúkí

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá kjellin » 26.feb 2013, 23:00

Var bíllin kominn à turt ?


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá lecter » 26.feb 2013, 23:01

,
Síðast breytt af lecter þann 19.mar 2013, 01:51, breytt 1 sinni samtals.


risinn
Innlegg: 195
Skráður: 22.des 2010, 21:09
Fullt nafn: Ragnar Páll Jónsson

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá risinn » 26.feb 2013, 23:19

Ferðalangarir spurðu mig, can it be more EXTREME then this ? Og svo brostru þau.
Jú það ættu allir jeppar á Íslandi að vera með snorkel. Við vitum aldrei hverær við lendum í vandræðum í vatni.

Kv. Ragnar Páll


risinn
Innlegg: 195
Skráður: 22.des 2010, 21:09
Fullt nafn: Ragnar Páll Jónsson

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá risinn » 26.feb 2013, 23:23

Hagalín wrote:Mann hafa haldið sig svona innan marka í sleggju dómum í þetta skiptið. Gott Ragnar að þú komir hér inn eins fljótt og þú gerðir og settir þig inn í umræðuna og sagðir það sem gerðist. Annars er ég hræddur um að menn hefðu látið stór orð falla sem ekki ættu rétt á sér.

En fyrir öllu að allir sluppu lifandi frá þessu og bílinn má gera upp :)


Ég er ánægdur með þetta.
Vantar LIKE taka.

Kv. Ragnar Páll

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Fimm manns í sjálfheldu við Laugar

Postfrá Brjótur » 27.feb 2013, 10:42

Hjalti þer er velkomið að koma með mer i ferð ekkert mal :) en segðu mer samt Hjalti afhverju minnist þu bara a minn post af bokinni ? serðu ekki að að South coast mennirnir eru að bjoða það sama ? :) og er eg nu mun eldri en þeir og buinn að vera lengur i þessu .) bara smaspurning svona hvernig sumir her hafa allt a hornum ser sem eg segi :) :)

kveðja Helgi


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 9 gestir