Síða 1 af 1
VW Amarok
Posted: 23.feb 2013, 15:57
frá Óskar - Einfari
Ég sá aðeins af þessum bílum í mið ameríku... að vísu ekkert breyttir. Síðan datt ég um þessa mynd á facebook í gær, þessir er rússneskur

Sjá hérna:
http://eng.autostat.ru/news/view/7547/Datt svona í hug að deila þessu bara :)
Kv.
Óskar Andri
Re: VW Amarok
Posted: 23.feb 2013, 16:07
frá Hfsd037
Þessi er flottur!
Draumurinn væri að eiga MB í þessari útfærslu, er ekki nógu hrifin af G
þýskir bílar eru bara svo margfalt þæginlegri og meiri heldur en japanskir bílar en japanskir jeppar eru heldur ekkert ódýrir!
Maður hefði ekkert á móti sirka 2008 F150 á 44" verst bara hvað þeir eru þungir og koma eingöngu með bensínvélum sem eyða eins og djöfullinn, en kósý eru þeir!
Hvernig hljómar F150 og Cummins?
Re: VW Amarok
Posted: 23.feb 2013, 16:15
frá Óskar - Einfari
Hérna meira um þetta... þetta eru þrír svona bílar. Finnst einkennilegt hvað þeir velja sér háar felgur?
http://www.el4x4.com/spa/item/ART09955.html
Re: VW Amarok
Posted: 23.feb 2013, 16:53
frá Þorsteinn
ég mundi vlja sjá f150 með v6 twin turbó dísel vél
Re: VW Amarok
Posted: 23.feb 2013, 18:56
frá Stebbi
Hfsd037 wrote:þýskir bílar eru bara svo margfalt þæginlegri og meiri heldur en japanskir bílar en japanskir jeppar eru heldur ekkert ódýrir!
Hilux með VW bilanatíðni hlýtur að vera draumur allra. Svo kostar hann ekki nema frá 7.870.000.- sem er ekkert verð þegar að maður fær sambærilegan Hilux frá 6.170.000.
Re: VW Amarok
Posted: 24.feb 2013, 01:24
frá vippi
sá svona bíl í RVK í vikunni, eina eintakið að landinu sagði eigandinn
en hann var helv. fallegur :) minnir að hann hafi verið 33 tommu breittur
Re: VW Amarok
Posted: 24.feb 2013, 01:30
frá vippi
Re: VW Amarok
Posted: 24.feb 2013, 02:21
frá jeepson
vippi wrote:http://arctictrucks.is/?pageid=5093
mynd hér :)
Hann er nú flottur á 33" En eru þeir á klöfum eða hásingu að framan?
Re: VW Amarok
Posted: 24.feb 2013, 02:49
frá halli7
jeepson wrote:vippi wrote:http://arctictrucks.is/?pageid=5093
mynd hér :)
Hann er nú flottur á 33"
En eru þeir á klöfum eða hásingu að framan?
Á klöfum.
Eins og flest allir jeppar í dag.
Re: VW Amarok
Posted: 24.feb 2013, 11:29
frá Grímur Gísla
2.0 TDI D/C Startline 4Motion 2,0 TDI 8.g. Sjálfsk. 179hö 400nm 8.060.000kr
Hilux SR D/C 4WD túrbó dísil3,0 tdi 171hö 343nm 5 sjálfsk. 8.180.000 Kr
Það verður að bera samann sambærilega bíla í hestöflum, finnst mér
Re: VW Amarok
Posted: 24.feb 2013, 12:05
frá arni_86
Thad er ekki hægt ad få hlutfoll i thessa bila.
Svo ef ad å ad gera alvøru jeppa ur thessu tharf ad setja thetta a hasingu ad framan
Re: VW Amarok
Posted: 24.feb 2013, 12:24
frá Hfsd037
Stebbi wrote:Hfsd037 wrote:þýskir bílar eru bara svo margfalt þæginlegri og meiri heldur en japanskir bílar en japanskir jeppar eru heldur ekkert ódýrir!
Hilux með VW bilanatíðni hlýtur að vera draumur allra. Svo kostar hann ekki nema frá 7.870.000.- sem er ekkert verð þegar að maður fær sambærilegan Hilux frá 6.170.000.
Já úff minnstu ekki á það ógrátandi, en maður væri til í að sjá svipaðar pælingar hjá öðrum þýskum framleiðindum eins og td MB sem kunna að gera bíla sem virka
arni_86 wrote:Thad er ekki hægt ad få hlutfoll i thessa bila.
Svo ef ad å ad gera alvøru jeppa ur thessu tharf ad setja thetta a hasingu ad framan
Í þessu tilfelli setja Partol hásingar undir þetta í byrjun, bæði framan og aftan
Re: VW Amarok
Posted: 24.feb 2013, 12:35
frá jeepson
Grímur Gísla wrote:2.0 TDI D/C Startline 4Motion 2,0 TDI 8.g. Sjálfsk. 179hö 400nm 8.060.000kr
Hilux SR D/C 4WD túrbó dísil3,0 tdi 171hö 343nm 5 sjálfsk. 8.180.000 Kr
Það verður að bera samann sambærilega bíla í hestöflum, finnst mér
Það er alveg magnað að þið skulið altaf vera fastir í þessum blessuðu hestöflum. Hvernig væri að taka fram sambærilega vélarstærð?? Þú hefur lítið við 300hestafla jeppa að gera ef að hann togar ekki nema 300nm og færð svo kanski 450nm í tog af öðrum jeppa sem er ekki nema 180hestöfl. Bara svo dæmi sé tekið. En samt sem áður að 2.0 lítra vél togi 400nm og skili 179hö fynst mér nú vera eitthvað ótrúverðugt. Það skiptir líka máli á hvaða snúning vélarnar eru að skila sem mestu togi. Vél sem skilar hámarks togi á kanski 3000sn myndi nú ekki henta vel sem jeppamótor að mínu mati. 2,8 patrol er t.d að skila 255nm á 2400sn 4.2td 360nm á 2000sn 5,9 cummins um 600nm á 1600sn 4,2 nissan vélin er 170 hö og rúmlega það. 2,8 er 115hö og 5,9 160hö 5,9 hefur færri hestöfl en 4,2, en næstum því helmingi meira tog og á lægri snúning.
Re: VW Amarok
Posted: 24.feb 2013, 12:44
frá Hfsd037
jeepson wrote:En samt sem áður að 2.0 lítra vél togi 400nm og skili 179hö fynst mér nú vera eitthvað ótrúverðugt
Neinei, svona er þetta orðið í dag kallinn minn :)
Hér er ein 1.9 Dísel vél frá VW á móti 700hp Porsche
[youtube]0w9NrMSWhGs[/youtube]
Allar vélar eru að minnka, og það hratt
Re: VW Amarok
Posted: 24.feb 2013, 14:31
frá Grímur Gísla
Gísli J.
VW vélin er að skila þessum 400 Nm milli 1500-2500 sn/mín, ekki slæmt það.
VW's Amarok makes up for its small capacity with an impossible amount of flexible torque that is delivered right when you need it. The engine is a 2.0-litre inline twin-turbo four-cylinder diesel, developing 120kW at 4000rpm and 400Nm from just off idle at 1500rpm – 2500rpm. Thanks to two turbochargers working in sequence there's almost no let-up in power, and virtually no lag either.
The 3.0-litre turbo-diesel engine is, like the Amarok, also an inline four-cylinder, but is significantly larger in capacity and quite a bit less refined. Electronic Direct Injection helps to deliver 126kW at 3600rpm and only 343Nm between 1400 – 3400rpm. It's a marginal difference in torque and thanks to the grunt coming in a little earlier you don't ever feel like the HiLux is left wanting.
Re: VW Amarok
Posted: 24.feb 2013, 22:30
frá Stebbi
Þetta er ábyggilega huggulegasti hestvagn, en hann er samt 400 þús kr. dýrari en 3.0 Hilux sem er með betra umboð og betri þjónustu og margfalt lægri bilanatíðni en VW. Ef hann er með sama hurðahúnasystem og aðrir VW þá myndi ég aldrei þora á fjöll nema hafa eitthvað til að binda hurðina aftur þegar það frystir. Sumir geta kanski litið framhjá svoleiðis smáatriðum ef að vélin togar nóg.
Re: VW Amarok
Posted: 24.feb 2013, 22:51
frá einsik
Fyrir utan að Toyota er auðvitað best, er ekki alveg borðliggjandi að 170 hö 3 lítra dísel hlítur að endast lengur en 2oohö 2lítra mótor?
Ending vélar er samkvæmt minni tilfinningu meiri ef þú tekur ekki allt of mikið útúr henni. Ég er td með ótjunnaðan 60 Tubo Krús ekinn 350+ sem togar ennþá alveg sæmilega. Ég biði ekki í hann ef hann væri tjúnnaður e-ð mikið upp. Samanber gömlu V8 Kanana sem endast endalaust ef lítið er fiktað í þeim.
Re: VW Amarok
Posted: 24.feb 2013, 23:48
frá Grímur Gísla
Það er enginn millikassi með lágu drifi í í VW Amarok, heldur er 1 og 2 extra lágir í 8 gíra skiptingunni.
Re: VW Amarok
Posted: 25.feb 2013, 00:03
frá Játi
það er eitt að vél skili ágætist tog og hestaflatölum en hvernig stendur svona lítil disel rella sig undir þungu álagi í lengri tíma.
Ég er hræddur um að hún endist ekki vel við að snúa stórum dekkjum í þungu færi
Re: VW Amarok
Posted: 25.feb 2013, 00:22
frá Kiddi
Þá er það ekki beint rúmtakið sem skiptir öllu máli heldur að þeir þarna hjá voffvoff hafi hannað kjallarann með það í huga að það sé verið að taka út þessa 400 Nm í 300.000+ kílómetra...
en túrbínuþrýstingurinn er auðvitað töluvert hár og það má alveg búast við að flækjustigið á þessari vél sé eitthvað hærra en á 3.0 Toyota mótornum. (Eina vesenið sem ég man eftir á D4D mótorunum eru spíssar?)
Re: VW Amarok
Posted: 25.feb 2013, 09:02
frá ellisnorra
Stebbi wrote:Þetta er ábyggilega huggulegasti hestvagn, en hann er samt 400 þús kr. dýrari en 3.0 Hilux sem er með betra umboð og betri þjónustu og margfalt lægri bilanatíðni en VW. Ef hann er með sama hurðahúnasystem og aðrir VW þá myndi ég aldrei þora á fjöll nema hafa eitthvað til að binda hurðina aftur þegar það frystir. Sumir geta kanski litið framhjá svoleiðis smáatriðum ef að vélin togar nóg.
Vinnubíllinn minn er vw Sharan mk2 sem einmitt er hinn huggulegasti hestvagn, en að það sé ekki búið að laga þetta hurðavandamál sem hefur verið viðloðandi margar undirtegundir vw í fjöldamörg ár finnst mér algjör skandall. Staðalbúnaður í hanskahólfinu er baggaband vegna þess að (reynar bara önnur) framhurðin lokast ekki alltaf í frosti. Við erum búnir að nota þetta band of oft. Við erum samt búnir að læra á þetta, að opna þessa hurð ekki utanfrá ef það er hætta á ísingu eða undir frostmarki!
Þetta finnst mér MJÖG stór galli við annars ágætan bíl, og vel því aðrar tegundir fyrir vikið og get ekki treyst á að þetta sé í lagi í þessum annars nokkuð flotta Amarok.
Re: VW Amarok
Posted: 25.feb 2013, 09:33
frá Hfsd037
Þegar lásinn í vw fer að klikka þá er nú ekki flókin aðgerð að koma þvi í lag.
Hérna sjáið þið hvað veldur því afhverju lásarnir hætta að virka eða haga sér eins og þeir séu frá annari plánetu

Ég var einmitt að díla við svona vw plötu um daginn, ekki nóg með það að lóðið væri sprungið heldur var hún líka brotin í tvennt, ég þurfti að leiða hana upp á nýtt, hún virkar alveg 100% eftir það
Re: VW Amarok
Posted: 25.feb 2013, 09:50
frá ellisnorra
Er eitthvað rafmagnsvesen að valda þessu ? Á mínum vinnubíl snýst þetta bara um að það má ekki opna bílinn með húninum utaná, þetta hefur aldrei klikkað að opna innanfrá. Ég veit ekkert hvort það er einhverjar rafmagnsstýringar í þessu, ég hélt að þetta væri bara mekkaníst.
Hitt er annað mál að ef maður sér bíl í umferðinni sem vantar eitt eða fleiri afturljós á eru 80% líkur á að hann sé þýskur og 50% líkur á að það sé vw golf :)
Re: VW Amarok
Posted: 25.feb 2013, 09:51
frá íbbi
þetta hurðahúna frost dæmi hefur verið viðvarandi í bmw hjá mér líka
Re: VW Amarok
Posted: 25.feb 2013, 10:45
frá Grímur Gísla
Elli Ofur.
Í mínum voffa var svona vandamál, það var leist með því að rífa hurðarspjaldið af og smyrja lásinn vel með teflon olíu, Þrír vetur liðnir án vandamála.
Í þessum lás eru 2 málmplötur þétt samann með rauf á brúninni þar sem pinni þarf að hitta í til að hægt sé að opna. þegar þú læsir bílnum aftengir þessi pinni plöturnar við lásinn. Ég veit ekki hvort að það var vatn sem fraus sem olli stífleika milli platnanna eða hvort að smurdrullan var orðin svona stíf, allavegana bjargaði teflonolían lásnum.
Re: VW Amarok
Posted: 25.feb 2013, 23:06
frá Hfsd037
elliofur wrote:Er eitthvað rafmagnsvesen að valda þessu ? Á mínum vinnubíl snýst þetta bara um að það má ekki opna bílinn með húninum utaná, þetta hefur aldrei klikkað að opna innanfrá. Ég veit ekkert hvort það er einhverjar rafmagnsstýringar í þessu, ég hélt að þetta væri bara mekkaníst.
Hitt er annað mál að ef maður sér bíl í umferðinni sem vantar eitt eða fleiri afturljós á eru 80% líkur á að hann sé þýskur og 50% líkur á að það sé vw golf :)
Já, læsingarnar eru allar í rafmagni, allavega í Golf Boru Passat örugglega líka Toureg
Menn hafa verið að skipta um læsingarnar í þessum bílum í þeirri trú um að þær séu ónýtar, í raun og veru eru þær það ekki eftir smá lóðbolta vinnu.
En já Golfinn er alveg þekktur fyrir það að vera með dautt öðru megin að aftan, það er kannski ástæðan fyrir því afhverju þjóðverjarnir voru fyrstir með díóður í afturljósin ;)
Re: VW Amarok
Posted: 25.feb 2013, 23:12
frá Stebbi
Þetta með læsingarnar er ekki lóðninga vesen, hjá mér eins og hjá mjöööög mörgum öðrum þá stendur læsingin á sér eins og húnninn sé úti. Stundum hefur verið hægt að láta bílinn hitna og blása heitu með rifu á hurðini og þá losnar eitthvað, eins hef ég farið með hitablásara á læsinguna og þá losnar þetta.
Re: VW Amarok
Posted: 25.feb 2013, 23:14
frá ellisnorra
Stebbi wrote:Þetta með læsingarnar er ekki lóðninga vesen, hjá mér eins og hjá mjöööög mörgum öðrum þá stendur læsingin á sér eins og húnninn sé úti. Stundum hefur verið hægt að láta bílinn hitna og blása heitu með rifu á hurðini og þá losnar eitthvað, eins hef ég farið með hitablásara á læsinguna og þá losnar þetta.
Það væri líka skrýtið ef það væri lóðningavesen að það væri alltaf bara bilað í frosti og alltaf í lagi um og yfir frostmarki :)
Re: VW Amarok
Posted: 25.feb 2013, 23:25
frá Stebbi
elliofur wrote:Stebbi wrote:Þetta með læsingarnar er ekki lóðninga vesen, hjá mér eins og hjá mjöööög mörgum öðrum þá stendur læsingin á sér eins og húnninn sé úti. Stundum hefur verið hægt að láta bílinn hitna og blása heitu með rifu á hurðini og þá losnar eitthvað, eins hef ég farið með hitablásara á læsinguna og þá losnar þetta.
Það væri líka skrýtið ef það væri lóðningavesen að það væri alltaf bara bilað í frosti og alltaf í lagi um og yfir frostmarki :)
Ég gæti samt alveg trúað því uppá Volkswagen.
Re: VW Amarok
Posted: 25.feb 2013, 23:46
frá Fordinn
Ég get sagt ykkur eina skondna sögu.... ég fór hingað út til noregs að vinna á gröfu... ég fékk þennan forláta vw caddy vinnubíl með hillum afturí og milliþili.... Nú svo er ég sendur á þessum skrjóð lengst uppí fjall að vinna og var bara einn þarna. ég ætlaði svo að hreinsa úr beltunum á vélinni og það var grenjandi djofulsins rigning.... svo ég fer og opna bil drusluna að aftan og ákvað að vippa mér inn og klæða mig i pollagallann afturí bílnum.... nú það var líka vindur þarna.... og haldiði að helvitis hurðin hafi ekki lokast i einni vindkviðunni.... Ekki gat ég opnað aftur hurðina og ekki gat ég opnað hliðarhurðina.... nú voru góð ráð dýr.... ég næ að slátra hurðar spjaldinu úr oftustu hurdinni og hræri eitthvað í læsingar draslinu og ekki næ ég að opna.... svo það var lítið annrað að gera enn að draga upp nyja norska vinnusímann og biðja um bjorgun.... úpsss ekkert símasamband.... mér verður litið á hamar sem lá þarna i einni hillunni og horfi á hann í smá stund... allt i einu fatta ég að ég var með gamla íslenska simann innanklæða og dreg hann upp og viti menn það er símasamband... svo ég mátti gjora svo vel að hringja i yfirmanninn... buin að vera i noregi i nokkra daga... og reyna að utskyra að ég væri læstur inni aftur í þessari djofulsins nasista tin dós.... það hafðist fyrir rest og þegar ég slapp ut hafði eg verið þarna inni i ruma 2 tíma eins og hundur í búri.....
Það þarf enginn að reyna telja mer tru um ágæti þyskra bíla...... þetta er algjort fjandans rusl..... það er alltaf ALLTAF Eitthvað pikkless i rafmagni á þessum skrjóðum ....
enn allavega.... eftir þetta klæði ég mig bara í úti þótt það sé rigning =)
Re: VW Amarok
Posted: 26.feb 2013, 00:05
frá Hfsd037
Stebbi wrote:Þetta með læsingarnar er ekki lóðninga vesen, hjá mér eins og hjá mjöööög mörgum öðrum þá stendur læsingin á sér eins og húnninn sé úti. Stundum hefur verið hægt að láta bílinn hitna og blása heitu með rifu á hurðini og þá losnar eitthvað, eins hef ég farið með hitablásara á læsinguna og þá losnar þetta.
Húnninn tengist þar sem græna örin er, það að húnninn að utan sé úti bendir til þess að það sé lóðvandamál í plötunni
því að cylenderinn tengist beint í takka sem stýrir tveimur oggu litlum nemum sem maður sér varla, þessir nemar senda boð til allra hinna læsingana hvort það sé verið að læsa eða opna bílinn.

En þessi mótor á myndinni sér um að hreyfa læsingarpinnan á lásnum sjálfum, í lás og úr lás að utan frá, en að innan frá þá fer húnninn beint í lásinn framhjá mótornum, þessvegna getið þið opnað að innan frá :)

Þar sem rauða og bláa örin bendir eru einmitt þessir nemar, og fyrir ofan þá sjáið þið einmitt snerilinn sem cylendirinn tengist við að utan frá
Re: VW Amarok
Posted: 27.feb 2013, 22:42
frá grimur
Afhverju finnst mér það alveg ótrúlega heimskt að vera með rafmagnsbúnað(einvörðungu) til að opna bíldyr?
Þarf sennilega bara að eiga það við sjálfan mig, en mér finnst ansi kómískt að hurðir á meira en 20 ára gölum Hilux/4Runner geti verið nánast horfnar af ryði, en lokast samt með "réttu" hljóði, þéttar og fínar og læsingarnar eins og þær hafi verið smíðaðar í gær.
Þetta lóðninga mál getur verið að hluta til vegna þess að það má ekki lengur nota blý í lóðtin eins og var. Fyrir vikið er vandasamara að framleiða dótið og lóðningarnar virðast vera mikið stökkari.
Re: VW Amarok
Posted: 27.feb 2013, 23:21
frá Stebbi
Fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá þessa mynd var 'AFHVERJU'. Annars held ég að hurðirnar í Caddy séu ekki svona, finn allavegna mjög greinilega tengingu þegar ég toga í húninn, en þegar það er læst þá eru húnarnir eins og þeir séu ótengdir og ótrúlega gaman að læsa félagana inni í bíl í steikjandi sól.
Re: VW Amarok
Posted: 27.feb 2013, 23:32
frá Hfsd037
Stebbi wrote:Fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá þessa mynd var 'AFHVERJU'. Annars held ég að hurðirnar í Caddy séu ekki svona, finn allavegna mjög greinilega tengingu þegar ég toga í húninn, en þegar það er læst þá eru húnarnir eins og þeir séu ótengdir og ótrúlega gaman að læsa félagana inni í bíl í steikjandi sól.
Ekki skánar það, miðað við upplýsingarnar sem ég fann þá eru vacum læsingar í Caddy en ekki rafmagnslæsingar eins og er í Golf..
Það eru einmitt vacum læsingar í gömlu E & C Benzunum, hef aldrei heyrt neitt vandamál um þær
En það hlýtur að vera svona micronemasviss í Caddy þótt það sé vacum læsing, get ekki ýmindað mér hvernig pumpan ætti að fá boð til sín öðruvísi
Re: VW Amarok
Posted: 01.mar 2013, 00:06
frá Hfsd037
Svona náði ég að bjarga plötunni úr læsingunni sem var brotinn í tvennt á mjög slæmum stað
þetta þrælvirkar, eins og nýtt hehe

Re: VW Amarok
Posted: 01.mar 2013, 04:28
frá íbbi
polo arnir eru líka með vacum læsingunum, þær eru síst trouble free, búinn að skipta um þessi stykki í öllum hurðum í bíl hjá vinkonu minni
ég myndi seint reyna telja nokkrum manni trú um að þýzkir bílar bili lítið.
en þrátt fyrir það get ég ekki ýmindað mér að aka sjálfur um á öðru, búinn að margreyna það. er búinn að eiga á annann tug bmw/benz á öllum aldri í alskonar aksturstöðum,búinn að vinna tengt báðum merkjum.
flestir þeirra hafa nú bara staðið sig mjög vel og ekki verið til vandræða. en ég hef líka lent á bílum sem voru greinilega búnir að kynna sér allar draugasögurnar,
eins og ég lýt á þetta þá fylgir þessum bílum bara ákveðinn viðhalds pakki sem þú getur annaðhvort sætt þig við eða fengið þér eitthvað annað, þegar það kemur svo að ýmsu öðru eins og efnisvali, samsetningu og almennt því verkfræðilega leveli sem þessir bílar eru á í samanburði við aðra samtímabíla, þá eiga þeir sér ekki aðra líka. og það er þessvegna sem ég virðist ekki vera sáttur við neitt annað.
þegar það kemur hinsvegar að vw á 38" sem fjallajeppa þá held ég að ég segi pass..