Cherokee XJ á 44"??


Lalli
Innlegg: 59
Skráður: 03.sep 2011, 20:35
Fullt nafn: Lárus Helgason
Bíltegund: jeep
Staðsetning: rvk

Re: Cherokee XJ á 44"??

Postfrá Lalli » 09.apr 2013, 21:43

Maggi wrote:Viktaði einusinni Patrol hásingar, man ekki nákvæma tölu en er nokkuð viss um að framhásingin var vel undir 200kg.


hún er 160 kg með bremsum ef ég man rétt



User avatar

gummij
Innlegg: 31
Skráður: 18.apr 2011, 10:50
Fullt nafn: Gudmundur jonsson

Re: Cherokee XJ á 44"??

Postfrá gummij » 10.apr 2013, 00:10

Ég sé að það hefur misritast hjá mér þyngdin á hilux hásinginni í síðasta innleggi það átti að vera 150 kg.

Í fyrirsögn þessa þráðar sem -Hjalti- vísar í stendur

" i told some pople i would post it up. so, here it is. let me know what needs changing"

Það stendur svo ekkert um hvað er innifalið í þessu , þetta eru því eins ónýtar upplýsingar frekast er kostur.

Ég vigtaði sjálfur framhásingu undan hilux ca 1990 með öllu: bremsum, diskum, klossum,spindlum, lokum öxlum, olíu. skít og öllum festingum og styrkingum sem eru soðnar við hana, hún var 150 kg.

það eru til drifkögglar í hilux frá því um 1980 sem eru miklu léttari en þessir algengustu en þá er samt ekki gott að nota því drifin stopp mjög stutt við í þeim. Svo eru til YJ og XJ dana 30 hásing frá því fyrir ‘90 með loku í miðjunni, hún gæti alveg verið þyngri en hilux, hvortveggja er samt dót sem engin notar. þyngdin í hilux farmhásingunni liggur mest dóti sem hangir viða hana, bremsur, legur, stútar og lokur , hásingin sjálf er létt.

Dana 44 er til í óendanlega mögum útfærslum rörin eru frá því að vera 61mm með 5 mm veggþykt og upp í 76 með gati sem rétt sleppur fyrir 30 rillu öxulinn, bara rörið er meira en 30 kíló, lokið á drifið er til úr 1 og upp í 5 mm sem þýðir þyngdarmun upp á 350% í þessum hlutum en samt heitir hún dana 44 þannig að það borgar sig að vanda sig við valið á þessu.

Hásingin sem ég vigtaði 200 kíló kom úr ´76 Bronco með diskabremsum kannski var ballanstöng á henni og eitthvað meira en ekki stífur ég mundi muna það held ég.
Ég hef aldrei vigtað patról hásingu, hef það bara eftir öðrum.


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: Cherokee XJ á 44"??

Postfrá Dodge » 10.apr 2013, 12:30

Ertu viss um að millikassinn hafi ekki verið á þessari d44 hásinu líka.. eða afturhásingin með á vigtinni? :D


RangerTRT
Innlegg: 44
Skráður: 06.mar 2011, 23:45
Fullt nafn: Tryggvi Þór Aðalsteinsson

Re: Cherokee XJ á 44"??

Postfrá RangerTRT » 11.apr 2013, 03:05

getur ekki verið að þú hafir hreinlega vigtað dana 60. 200kg fyrir dana 44 er svolítið rosalega mikið

User avatar

gummij
Innlegg: 31
Skráður: 18.apr 2011, 10:50
Fullt nafn: Gudmundur jonsson

Re: Cherokee XJ á 44"??

Postfrá gummij » 11.apr 2013, 15:14

Ég mann þetta ekki vel enda langt síðan. En þetta kom undan grænum Bronco Sport ' 76 gæti hafa verið ´77 sem Þórir Árnason í Þjórssárholti átti og þetta var Dana 44. Ég vigtaði um svipað leiti og á sama hátt, dana 44 undan´74 Bronco með skálabremsum sem ég átti sjálfur hún var 150 kg

Ég valdi að nefna þessa 76 bronco hásingu til að undirstrika að það er alls ekki sama hvað maður velur í þetta.

Í skjalinu sem vísað er í hér ofar eru tvær dana 44 fram hásingar þær eru sagðar vera 205 og 175 kg (450 og 386 pund)
http://www.pirate4x4.com/forum/suzuki/7 ... s-ect.html


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 24 gestir