Nú á að fá sér jeppa :)


Höfundur þráðar
Snorri83
Innlegg: 10
Skráður: 09.aug 2010, 11:58
Fullt nafn: Snorri Sigtryggsson

Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá Snorri83 » 09.aug 2010, 12:23

Sælir

Það hefur verið draumur hjá mér í þónokkurn tíma að fá mér breittan jeppa (38'' +) og nú er komið að því. Ég komst að því að það er í mörg horn að líta í þessum geira og örugglega hellingur sem ég veit ekkert um. Mig langar að spyrja ykkur hvað þarf ljósgrænn-blautur bak við eyrun-ungur jeppakall að vita áður en farið er út í kaup?

Ég vil eignast fjölskylduvænan jeppa. Ég hef verið að skoða Musso og Grand Cherokee.
Ég hef hugsað mér að eiða svona milljón - 1,5milljón í þetta til að byrja með.

Endilega ausið af ykkar viskubrunni því ég vill vita allt :)


-Everything will be ok in the end. If its not ok, its not the end-


Guðjón S
Innlegg: 76
Skráður: 20.júl 2010, 16:43
Fullt nafn: Guðjón Smári Guðjónsson

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá Guðjón S » 09.aug 2010, 14:29

í Fyrsta lagi, gerðu sjálfum þér og fjölskyldu þinni þann greiða að fá þér ekki Musso, ég hef ennþá ekki heirt í neinum eiganda svoleiðis bifreiðar sem er ánægður.

Annars er bara að afla sér góðra upplýsinga varðandi bilanatíðna og eyðslu jeppa, sjálfur er ég á Toyota LC60 og er ánægður þar hvað varðar eyðslu og bilanatíðni, sjálfur get ég gert við ef eitthvað bilar, ekkert tölvudót, fjölskylduvænn og rúmgóður.

Kv. Guðjón S

User avatar

joisnaer
Innlegg: 482
Skráður: 03.feb 2010, 16:03
Fullt nafn: Jóhann Snær Arnaldsson

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá joisnaer » 09.aug 2010, 15:22

get allavega alveg sagt þér það, að þú skalt hætta alveg að pæla í musso. en persónulega myndi ég reyna að einbeita mér að einhverju japönsku. (patrol eða land cruiser) eyðsla lítil, gott að gera við og minni bilunartíðni og mjög auðvelt að fá varahuti.

en samt sem áður er þetta rosalegt mikið smekks atriði.
svo nátturulega ef þú ætlar að fara að reyna að finna þér 38+ bíl þá er slatti af dóti sem þú þarft að pæla í ef þú ætlar að fara að nota hann í einhverjar almennilegar utanvega ferðir.
einsog hvort það sé búið að breyta hlutföllum, komnar einhverjar læsingar, ló gír, aukatankur og svona aukahlutir.
já og hvort hann sé á þokkalegum dekkjum. þau eru nefnilega orðin alveg helvíti dýr.

Kv. Jóhann Snær
Land Rover Defender tdi300 næstum 44" breyttur

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá jeepcj7 » 09.aug 2010, 18:06

Ég bara get eiginlega ekki orða bundist yfir þessari einstefnu sem er hér á ferðinni og bara verð aðeins að blása, á reyndar ekki musso en það gerir félagi minn og það hefur verið mjög létt og einföld útgerð eina tölvu/rafmagnsvesenið í þeim bíl var að það er rafmagn sem setur á lágadrifið+framdrifið.Allt annað er eins einfalt og þægilegt og mest má vera eyðslan er mun minni en hjá flestum japönskum jeppum þetta er 2.9 tdi bíll og hann vinnur mun betur en td.patrol er kominn yfir 300.000 og bara búið að skipta um heddpakkningu ekki eitt einasta hedd!:) ekki búið að skipta um gírkassa ekki drif og hefur bara heilt yfir verið að standa sig þrælvel 36" breyttur.
Ps.Hann er líka bara nokkuð sáttur við sinn musso.
Einn sem veit að toy og pat dótið bilar bara líka og alls ekki minna.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá Kiddi » 09.aug 2010, 19:15

Miðað við það sem ég hef séð af Musso þá er meira af svona smábilunum (rúðuupphalarar, hurðarhúnar o.s.frv.) heldur en gengur og gerist, en á hinn bóginn þá er það sjaldgæfara eða álíka algengt kannski að stórir hlutir fari svosem hedd og þess háttar.
Ef maður flettir spjallinu þá er liggur við annar hver bilanaþráður um Pajero... hmm hmm

Hinsvegar... þá myndi ég hiklaust velja Cherokeeinn framyfir!

User avatar

frikki
Innlegg: 432
Skráður: 01.feb 2010, 14:59
Fullt nafn: friðrik hreinsson

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá frikki » 09.aug 2010, 20:47

ef þu villt fjölskilduvænan jeppa sem fer vel með þig og þína fjölskildu fáðu þér þá patrol.
fullt af plássi góð fjöðrun og er lítið að bila.

Passaðu bara að það sé buið að fara í hedd og setja 3 laga vatnskassa í hann ef hann er ekinn meira en 160 þusund.

Góðir bilar sem fara vel með þig.
kv
F.H
Patrol 4.2 44"

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá Tómas Þröstur » 10.aug 2010, 09:05

Ég hef yfirleitt verið hrifnastur af fisksalabílunum (pallur) og lítið átt annað. Það er venjulega hægt að fá minna slitin og minna útjaskaðan pallbíl fyrir sama pening og meira ekin jeppa og eldri. Ekki bara út af því að vera ódýrari heldur býður pallurinn upp á ýmsa möguleika sem geymslu á eldsneyti og öðru drasli sem fylgir ferðamennsku sem ekki er við hæfi að geyma aftur í jeppa. Það er hægt að velja úr ýmsum bílum og þeir hafa sína kosti og galla og allir bila þeir meira en eigendur vilja láta. Oftast eru bílar með óverðskuldað orðspor hvort sem það er gott eða slæmt. Helstu kostir gætu verið hófleg eyðsla og fáanleiki aukahluta svo sem lægri hlutföll - læsingar - lægri hlutföll í millikassa. Sæmilega sterk drif. Fyrir utan þessa liði myndi ég forðast mjög mikið breytta bíla. Halda þeim eins einföldum og kostur er, það eykur líkunnar á að þú komist báðar leiðir fram og til baka á stóra jöklinum.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá Stebbi » 10.aug 2010, 11:58

Kiddi wrote:Ef maður flettir spjallinu þá er liggur við annar hver bilanaþráður um Pajero... hmm hmm!



Er það ekki bara einn maður sem á 99% af þeim bilanapóstum sem snúast aðallega um uppfærslu á Range Rover til betra horfs.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá Izan » 10.aug 2010, 12:13

Sæll

Það er algerlega mín afstaða að það sem ekki er í bílnum er það eina sem getur ekki bilað. S.s. einfaldir bíllar bilar minna en flóknir og tæknilegir. Það geta allir verið sammála um að gamli Hilux hefur ekki háa bilanatíðni og t.d. hefur nýrri Pattinn hærri bilanatíðni er sá gamli sem er samt með hærri bilanatíðni en sá eldgamli.

38"+ jeppi bilar. Það er engin hætta á að þú hittir á bilanafrían bíl og sérstaklega ef þú ferð í stærri dekk en 38". Ég veit að ég verð skotinn í kaf með þá skoðun mína að klafabílar eiga ekkert erindi á 38"+ dekk. Ef klafadótið þolir dekkin (sem er ekki líklegt) þá gerist það strax og ekið er í snjó að bíllinn hleður snjó undir sig og sest á samsláttapúðana og þá verður hann mun lægri en hásingabílar.

Landrover: hæfilegt verð, góðar vélar, veikir öxlar, úrvals fjöðrun og mikið til af offroad dóti.
Landcruiser 80: Dýrir, góðar vélar, veikir gírkassar og handónýt framhásing, gott fjöðrunarkerfi og mikil þekking og aukabúnaður.
Patrol: Hæfilegt verð, máttlausar vélar og ekki endingagóðar, gírkassar ekki endingagóðir en brotna ekki, daprar framhjólalegur, góð fjöðrun og gríðarleg þekking og hellingur af aukadóti til.

Þetta er svona smá um þessa helstu en annars skrifaði Nafni minn Ofsi príðis pistil um ágæti jeppa hér á Jeppaspjall.is sem þú ættir að lesa.

Kv Jón Garðar


Höfundur þráðar
Snorri83
Innlegg: 10
Skráður: 09.aug 2010, 11:58
Fullt nafn: Snorri Sigtryggsson

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá Snorri83 » 10.aug 2010, 12:31

Strákar, þið eruð æði.

Eftir þessar ráðleggingar þá hallast ég frekar mikið að Patrol.
Endilega segið mér meira um Patrol. Kosti, galla og hvað þarf að varast.
Þetta með headið er það dýr viðgerð?
Svo má allveg benda mér á patrolla sem eru til sölu ;)

Takk kærlega fyrir innleggin ykkar, keep up the good work:)

kv. Snorri
-Everything will be ok in the end. If its not ok, its not the end-

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá jeepson » 10.aug 2010, 15:10

Patrol er stór og þungur og klunnalegur. Fáðu þér XJ cherokee. hann er léttur og þræl sprækur og vinnur vel. Það er ekkert svo dýrt í þessa bíla og lítið mál að fá varahluti ef eitthvað bilar. Þessar vélar duga alveg heilan helling. Cherokee á 38" ansi margt og hef ég heyrt sögur þar sem að patrol eigandi fór í 44" til að komast jafn langt og sá sem var að breyta cherokee úr 36" yfir í 38" Þegar þeir eru komnir með 4.88 hlutföll þá eru þeir svakalega skemtilegir. Og gefa 8cyl bílunum ekkert svo mikið eftir. Allavega gefa þeir 305 ekkert eftir Enda er chevy D**sl :) Ef þú vilt svo virkilegan kreppu jeppa. Þá mæli ég með súkku. Súkka á 33" er ansi seig. Og stendur alveg vel í stóru jeppunum.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá Stjáni Blái » 10.aug 2010, 19:39

jeepson wrote:Patrol er stór og þungur og klunnalegur. Fáðu þér XJ cherokee. hann er léttur og þræl sprækur og vinnur vel. Það er ekkert svo dýrt í þessa bíla og lítið mál að fá varahluti ef eitthvað bilar. Þessar vélar duga alveg heilan helling. Cherokee á 38" ansi margt og hef ég heyrt sögur þar sem að patrol eigandi fór í 44" til að komast jafn langt og sá sem var að breyta cherokee úr 36" yfir í 38" Þegar þeir eru komnir með 4.88 hlutföll þá eru þeir svakalega skemtilegir. Og gefa 8cyl bílunum ekkert svo mikið eftir. Allavega gefa þeir 305 ekkert eftir Enda er chevy D**sl :) Ef þú vilt svo virkilegan kreppu jeppa. Þá mæli ég með súkku. Súkka á 33" er ansi seig. Og stendur alveg vel í stóru jeppunum.


Svona ánþess að setja neikvæðan blett á þessa ágætis umræðu þá verð ég að segja eftir að hafa lesið pósta eftir þig súkku strumpur að þú hefur ALDREI átt Chevy og veist greinilega ekkert hvað þú ert að tala um þegar kemur að alvöru amerísku dóti. Og eitt skulum við hafa á hreinu að það setur enginn 305 Chevy í bíl sem á að stinga allt og alla af á fjöllum, eða á malbiki, það eru bara hreinar línur.

En að öðru, þá myndi ég skoða Toyota 4runner, og þá helst 38" bíl með dísel vél. Þetta virðast vera þræl duglegir bílar, auk þess sem umboðið er gott og traust og tiltölulega auðvelt að verða sér úti um varahluti...

Kv.

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá Brjótur » 10.aug 2010, 20:21

Einn segir : ekki fá þér mikið breyttan jeppa því hann bilar og kemur þér ekki af jökli....
ef þú ætlar að fara að ferðast bara upp að Skjaldbreið eða að Langjökli jaaa þá er nóg að eiga þessa bíla sem flestir eru að ota að þér hérna, en ef á hinn bóginn þú ætlar að fara víðar þá skaltu fá þér Patrol og það fullbreyttann og ekki hlusta á annað ;) og hafðu það Díesel annars þarftu að eiga bensínstöð, og þeir sem eru með bensínvélarnar eru búnir að heilaþvo sjálfa sig og trúa því sem þeir halda fram ;) Jæja nú verður gaman hehehe

kveðja Helgi

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá Stebbi » 10.aug 2010, 20:25

Fyrir eina til eina og hálfa milljón cash ættirðu að skoða 90 cruiser en ekki yfirbyggðan hilux (lesist 4-runner).

Það eru fínir jeppar fyrir einhvern sem ætlar að nota bílinn mikið vegna þess að þeir hanga þokkalega í lagi með góðri meðferð. Eyðslan er eintaksbundin en það má alveg gera ráð fyrir 14-18L eftir notkun. Ef einhver reynir að halda því fram að LC90 með eldri vélini á 38" eyði minna þá er hann bara að ljúga að þér og sjálfum sér.

Stjáni Blái wrote:Og eitt skulum við hafa á hreinu að það setur enginn 305 Chevy í bíl sem á að stinga allt og alla af á fjöllum, eða á malbiki, það eru bara hreinar línur.

Tek undir þetta með 305, það er ekkert að ástæðulausu að þær gangi undir nafninu 'þrír slappir fimm'. Maður einfaldlega skrúfar ekki þennan ófögnuð ofaní jeppa í dag.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

arnijr
Innlegg: 86
Skráður: 06.apr 2010, 23:46
Fullt nafn: Árni Júlíus Rögnvaldsson
Bíltegund: Mitsubishi Pajero

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá arnijr » 10.aug 2010, 21:10

Þá er búið að ráðleggja Snorra, hann á að fá sér Súkku, amerískan jeppa (en ekki með þrír-slappir-fimm undir húddinu) eða helst fullbreyttan Patrol (á hvað, 15 milljónir nýr?), nú, eða eitthvað annað.

Eina sem við vitum áður en við ráðleggjum honum að kaupa jeppa eins og við eigum, er að hann á að vera fjölskylduvænn og á allavega 38 tommum. Snorri hefur ekkert sagt um hvernig hann ætlar að nota jeppann, til hvers hann vill 38 tommur eða hvað hann er til í að leggja mikið í viðhald.

Á þetta að vera ferðabíll sem er fær á F-vegi að sumarlagi? Er Snorri að biðja um 38 tommur af því hann heldur að það þurfi í svoleiðis?

Á þetta að vera jöklabíll til að hafa gaman af á jökli? Er beðið um fjölskylduvænan bíl til að hægt sé að hafa hundinn með?

Á að eyða einni og hálfri milljón til að fá bíl í góðu lagi sem verður viðhaldslítill?

Ýmislegt gott komið fram, en þar sem við vitum ekki hvað Snorri ætlar að nota bílinn í eða hvers hann væntir af honum, þá eru ráðleggingarnar (góðar eins og þær eru) afskaplega marklausar. Það er ágætt að fólk eigi upp til hópa uppáhaldsbílana sína og sé tilbúið að tala um hvað þeir séu betri en aðrir bílar, en það hefur afskaplega lítið gildi. Ég er t.d. ánægður með 33 tommu Pæjuna mína til brúks á fjallvegum og slóðum á sumrin en ekki get ég ráðlagt einhverjum sem ætlar að leika sér að því að tæta á jökli að kaupa svoleiðis, sykki allavega hratt á 33ja tommunum.

Ég held að svona þræðir ættu að byrja á að benda á útlistun Brjóts á mismunandi jeppum, sem var að auki bráðfyndin og svo ekkert fara nánar út í málin nema frekari útskýringar á kröfum og notkunarhugmyndum komi fram. Það eru tveir svona þræðir efst í spjallinu núna og ég verð eiginlega að segja að hvorugur er gagnlegur.

Ekki að það sé ekki alltaf gaman að rífast um besta jeppann, í gríni og alvöru. Það náðist allavega hratt að rakka Mússó niður í svaðið, Músso kallar hljóta að vera sofandi eða bara búnir að gefast upp :)
1998 Mitsubishi Pajero GLS 2.8TDI

User avatar

frikki
Innlegg: 432
Skráður: 01.feb 2010, 14:59
Fullt nafn: friðrik hreinsson

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá frikki » 10.aug 2010, 22:44

BRJÓTUR ............... HEHHEHEHE
VERÐUM AÐ TAKA RÚNT Í VETUR UPP Á JÖKUL OG MÆLA EIÐSLU..... HEHEHEHE :))
KV
FRIKKI Á 4.2 BENSIN PATROL 44" :)
Patrol 4.2 44"

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá Brjótur » 10.aug 2010, 22:53

Sæll Frikki, já til er ég en finnum samt eitthvað annað en þennan hefðbundna rúnt :)

kveðja Helgi á 4,2 Díesel....


Höfundur þráðar
Snorri83
Innlegg: 10
Skráður: 09.aug 2010, 11:58
Fullt nafn: Snorri Sigtryggsson

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá Snorri83 » 10.aug 2010, 22:56

Hehe.

Góður punktur hjá þér arnijr :)

Hugmyndinn er að geta farið upp á jökla og geta hugsanlega verið einhvern tíma (aukatankur)
Ég vil fjölskylduvænan bíl sem fer vel með mig í löngum ferðum, þar á Patrolinn að vera sterkur er það ekki,
svo vill maður náttlega geta tekið drasl og dót með sér þannig að maður verður að hafa ágætis skott (pattinn en og aftur)
Ég er allveg með því að hafa hlutina einfalda þannig að maður getur gert við hlutina sjálfur. Ég er t.d. ekkert hræddur við að taka upp hedd eða sjóða í grind ef maður hefur réttu upplísingarnar. jamm, ég þoli vel að vera olíublautur á puttonum og þessvegna upp að herðum :D
Ég held að ég verði ekkrt að flíta mér uppi á jöklum þannig að hraðskreiður bíll er ekki endilega málið, bara að maður nær að trukkast í gegnum það sem maður þarf að trukkast í gegnum.

Já ég hef heirt núna unfanfarna daga að Mússóinn er ekki að gera sig. Afhverju er það? Eru þetta bara fordómar eða draugasögur í ljósi?
Hvernig er annars með rið í Patrolnum? ég hef heirt að þeir séu gjarnir á að riðga. Fælir mig dáldið :/
Svo er Grand Cherokee-inn á 38'' að looka svakalega vel :) Ég bara veit voðalega lítið um þá.
Endilega fræðið mig.
-Everything will be ok in the end. If its not ok, its not the end-

User avatar

frikki
Innlegg: 432
Skráður: 01.feb 2010, 14:59
Fullt nafn: friðrik hreinsson

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá frikki » 10.aug 2010, 23:21

Brjótur Alltaf til ...bara hafa gaman að þessu og þið hinir.
kv
einn sem notar bílinn sinn.
Patrol 4.2 44"

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá Brjótur » 10.aug 2010, 23:31

Snorri þú ferð nú ekki langt á lúkkinu ;) Og Frikki ég líka

Mátturinn og dýrðin að eilífu amen. Lesist: Díesel og dýrðin........

kveðja Helgi

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá Stebbi » 11.aug 2010, 08:33

Þú færð þér ekki Grand Cherokee ef þú ert að leita að rúmgóðum bíl, en ef þú ert að leita þér að skemmtilegum bíl þá er hann klárlega málið. Ekkert svart kóf og alltaf svörun á bensínpedalanum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá Izan » 11.aug 2010, 09:04

Sæll

Ég er sammála þér að Patrolinn er pottþétt verklegasti jeppinn sem þú finnur til að nota á 38-44" dekkjum. Eitthvað eru menn að paufast við að setja 46" undir hann líka og það verður spennandi að vita hvort þurfi ekki að fara út í styrkingar fyrir svoleiðis breytingar. Það er tvímælalaus kostur við Pattann að veikasti hlekkurinn er fremst í rásinni s.s. mótorinn. 2.8 rellan er ekki keppnismótor en það eitt hlífir restinni af bílnum sem er reyndar áreiðanlega það alhraustasta í jeppa í dag. Í Patrol finnurðu kosti bæði gamla 60 krúsa og 80 krúser að mótornum undnskildum, níðsterkur með pottþétta fjöðrun.

Heddið eitt og sér er náttúrulega dýrt fyrirbæri ef það fer en athugaðu líka að hedd er ekki það eina sem bilar í jeppa. 80 krúser köllunum finnst svolítið sárt að þurfa að eyða milljón í framdrif til að það endist og skipta um bakkgír ef hann er notaður í átaki. Öxull í 60 krúser og landrover er heldur ekkert ódýr og það að skipta um hann er engin viðgerð heldur redding, nýi öxullinn verður alltaf jafnveikur og sá gamli.

Ég á Patrol og er nýlega búinn að skipta 2.8 vélinni út. Bíllinn var þá ekinn 340.000 km sem mér finnst ágætt en það var búið að fara einu sinni í mótorinn áður. Heddið fór ekki heldur yfirgaf stimpilstöng samkomuna og fór út úr blokkinni. Með því að vera stöðugt að fylgjast með hitamælinum á heddið ekkert að gera af sér. Mótorinn má bara ekki hitna. Það eru til menn sem segja að viftan eigi sök á mjög mörgum biluðum heddum og ég get að einhverju leyti tekið undir það. Sílikonið smýgur út og þegar minnkar á viftunni hættir hún að vera nógu gröð.

Hinsvegar fer ég aldrei af þeirri skoðun minni að flóknari hlutir bila meira og ef þér líkar ekki að verða skítugur af og til skaltu bara gleyma þessu.

Patrolinn er dálítið ryðsækinn og veruleg ástæða til að skoða grindina aftanverða þegar þú leitar af eintaki. Í hjólaskálunum aftanverðum eiga þær til að veikjast mikið og eftir að það gerist er hægt að dæma bílinn ónýtann. Að skipta um stubba í grindinni er óðs manns æði nema menn séu flinkir járnsmiðir.

Cherokee eru fínar tíkur ef þeim er vel sinnt en annars er sama hvað bíllinn heitir það verður alltaf að sinna þeim svo að þær virki. Cherokkeeinn er léttur og lipur oft með kraftmiklar vélar og öflugar skiptingar og millikassa. Óskaplega gaman að kaupa í þá varahluti, færð þá allstaðar og á fínu verði. Hann er bara ekki eins solid og Pattinn. Hann er á sjálfberandi skel og á til að skekkjast ef of harkalega er tekið á honum í drætti. Með þessu er hinsvegar fengin um 400 kílóa sparnaður versus Patrol sem eykur drifgetuna hrikalega. Hásingarnar eru iðulega til friðs og ef menn eru smeykir er gomma og glás af mönnum sem hafa skipt þeim út fyrir eitthvað sterkara.

Kv Jón Garðar


Höfundur þráðar
Snorri83
Innlegg: 10
Skráður: 09.aug 2010, 11:58
Fullt nafn: Snorri Sigtryggsson

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá Snorri83 » 11.aug 2010, 09:15

Flottur pistill Jón Garðar.

Mætti ég biðja þig um stóran greiða? Þar sem þú átt Patrol þá væri snild ef þú gætir tekið myndir af þeim hlutum sem ég þarf að hafa augun með þegar ég skoða Patrola til kaupa. (og sent mér náttlega :þ )
Gætiru líka sagt mér aðeins meira frá hjólaskálonum. Hvernig sér maður ef þær eru farnar að veikjast?

Með fyrirfram þökk.
Snorri
-Everything will be ok in the end. If its not ok, its not the end-

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá jeepson » 11.aug 2010, 19:24

Stjáni Blái wrote:
jeepson wrote:Patrol er stór og þungur og klunnalegur. Fáðu þér XJ cherokee. hann er léttur og þræl sprækur og vinnur vel. Það er ekkert svo dýrt í þessa bíla og lítið mál að fá varahluti ef eitthvað bilar. Þessar vélar duga alveg heilan helling. Cherokee á 38" ansi margt og hef ég heyrt sögur þar sem að patrol eigandi fór í 44" til að komast jafn langt og sá sem var að breyta cherokee úr 36" yfir í 38" Þegar þeir eru komnir með 4.88 hlutföll þá eru þeir svakalega skemtilegir. Og gefa 8cyl bílunum ekkert svo mikið eftir. Allavega gefa þeir 305 ekkert eftir Enda er chevy D**sl :) Ef þú vilt svo virkilegan kreppu jeppa. Þá mæli ég með súkku. Súkka á 33" er ansi seig. Og stendur alveg vel í stóru jeppunum.


Svona ánþess að setja neikvæðan blett á þessa ágætis umræðu þá verð ég að segja eftir að hafa lesið pósta eftir þig súkku strumpur að þú hefur ALDREI átt Chevy og veist greinilega ekkert hvað þú ert að tala um þegar kemur að alvöru amerísku dóti. Og eitt skulum við hafa á hreinu að það setur enginn 305 Chevy í bíl sem á að stinga allt og alla af á fjöllum, eða á malbiki, það eru bara hreinar línur.

En að öðru, þá myndi ég skoða Toyota 4runner, og þá helst 38" bíl með dísel vél. Þetta virðast vera þræl duglegir bílar, auk þess sem umboðið er gott og traust og tiltölulega auðvelt að verða sér úti um varahluti...

Kv.


Jú ég hef átt chevy og vil ekki sjá meir af því. Ford dodge og jeep er það sem að hefur komið best út af þessu sem ég hef prufað strumpur.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá Kiddi » 11.aug 2010, 19:45

Slaaakiiir piltar, slakir! Er ekki best síðan að sleppa því bara að drulla yfir bíltegundir, allavega ekki gera það í hverjum einum og einasta pósti...

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá Tómas Þröstur » 12.aug 2010, 07:53

Súkkan er býsna góð í mörgum aðstæðum með góðum bílstjóra. Fannst það ansi skondið í ferð á Mýrdalsjökul fyir 6- 7 árum þegar 33" súkka (hvít) 1990+ fór fram úr tveimur Patrol 38" björgunarsveitarjeppum í þungu færi og skildi þá eftir í brekkunni sunnan megin í jöklinum. Til að kórona allt þá bakkaði Súkkan upp alla brekkuna.

Hefði tekið myndir en hafði engan kubb.


JHG
Innlegg: 158
Skráður: 01.feb 2010, 13:10
Fullt nafn: Jón H. Guðjónsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá JHG » 12.aug 2010, 09:37

Mín reynsla af bílum sem ég hef ferðast með:

Súkka= létt, eyðir litlu, þarf ekki stór dekk til að komast helling, áreiðanlegur, afllítil, frekar lítið pláss. Frábær byrjandajeppi!

Grand Cherokee= Tiltölulega léttur (mismunandi þó eftir árgerðum, frá ~1700-2000 kg), þarft ekki stór dekk, áreiðanlegir, vélar endingargóðar og aflmiklar (4 lítra L6 vélin er nánast ódrepandi), kram gott og varahlutir ódýrir, endalaust framboð af aukahlutum, plássið ágætt en ekki eins mikið og í fullsize, ekki sjálfstæð grind (en það virðist ekki hafa verið mikið vandamál). Góð varahlutaþjónusta þó það sé ekkert umboð hér á landi.

Patrol= Þungur, þarft stór dekk til að komast eitthvað, mikið pláss, eyðir MIKLU á stórum dekkjum, aflvana og gríðarlega mörg hedd hafa farið (held samt að 2,8 hafi staðið sig betur en 3,0). Varahlutir dýrir, heyrt slæmar sögur af umboðinu (þeir sem eiga svoleiðis bíla geta örugglega deilt jákvæðum og neikvæðum sögum af þeim).

Toyota Hilux DC= Tiltölulega léttur, eyðir ekki miklu (fyrir utan V6 3L), ÁREIÐANLEGUR, grófur, plássið þolanlegt,gott umboð

Toyota 4Runner= Svipaður og Hilux (samt ekki alveg eins áreiðanlegur, líklegast sama og sagt var áður, allskonar dót í honum sem getur bilað), væri örugglega skemmtilegur með TD, 3L V6 eyðir haug (reyndar svolítið mismunandi eftir bílum, virðist enginn þeirra ganga eins)

Toyota Landcruser= þekki þá kannski ekki nógu vel tæknilega, en þeir virðast vera áreiðanlegir og LC60 var virkilega skemmtilegur ferðabíll.

Chevy Suburban= Getur tekið stórfjölskylduna og hundana með (og haft hestana og fellihýsið hangandi afturí), gríðarlegt pláss, mjög skemmtilegar vélar, þungir, finnst sopinn góður ef maður er viljugur að gefa honum hann. Umboð sama og með Patrol en mjög auðvellt að komast framhjá þeim með því að kaupa beint að utan (sem er best) eða versla við Benna eða H. Jónsson.

Ford Excursion= Svipað og með subbann, getur haldið mini ættarmót í honum, ekki að ástæðulausu að þeir fást ekki hér á landi, allflestir hafa verið keyptir upp af ferðaþjónustuaðilum

Svo eru Chevy, Ford og Dodge pallbílar með miklu plássi og sterkt kram.

Sjálfur á ég Chevy Blazer K5 á 38 (breyttur fyrir 44) og finnst það gríðarlega skemmtilegur ferðabíll (er núna að fara að taka hann í uppgerð og frekari breytingar, þarf að klappa honum smá svo hann verði fínn á 30 ára afmælinu :) ), endalausi möguleikar á vélum (og Chevy vélar eru mjög góðar ef menn hafa ekki eyðilagt þær með að raða vitlaust saman hlutum, því miður nóg af svoleiðis sérfræðingum hér á landi!), hásingum, millikössum, drifhlutföllum, læsingum ofl. ofl.. Ég myndi mæla með Blazer K5 (já og gamla stóra Bronco eða Ramcharger) ef það væri eitthvað framboð á þeim :)

En farðu og prófaðu sem flestar tegundir og týpur (þyrftir helst að rúlla upp kambana til að finna hvernig þeir vinna undir álagi) og finndu þann bíl sem hentar þínum þörfum best!
_________________________________
Jón H. Guðjónsson

1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)


HHafdal
Innlegg: 128
Skráður: 18.mar 2010, 10:52
Fullt nafn: Halldór Hafdal Halldórsson
Staðsetning: Vatnsleysuströnd

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá HHafdal » 12.aug 2010, 10:50

Svona bara til að það komi einn Mussóaðdáandi ég er með ´97 mussó 2,9 tdi bíll sem ég keypti sem millibilsbíl þangað til ég fyndi góðan LR Discovery er búinn að eiga svoleiðis og var ánægður með hann sem Jeppa og fjölskyldubíl og mæli hiklaust með þeim en þú verður að geta gert sjálfur við ef þú ætlar að eiga þannig grip bara gaman að kynnast bílnum sínum.Mussóinn fékk ég á 400.oookr og voru kaupin gerð með hálfum huga búinn að heyra að þetta væru bölvaðar druslur en ég var ekki búinn að eiga hann lengi þegar ég sannfærðist og tók trúna Musso er bara bíllinn fyrir mig og mína fjölskyldu börnin neita að selja aldrei fengið þ.ægilegri aftursæti mjúk og hægt að fella þau aftur sem er mikill kostur fyrir fólk sem keyrir mikið og lengi við erum fjögra manna fjölskylda með tvo hunda og bara þokkalegt pláss með tengdamömmuna ofaná. átti flottan Hilux sem að eyddi 18-24 ltr á ´38 tommu dekkjum en þar var engan vegin pláss fyrir fjölskylduna þannig að hann var seldur strax en með söknuði af heimilisföðurnum Musso er á 35tommu eyðir 11-14 ltr og er aldrei ekinn á öðru en steinolíu þú sérð ekki ryðgaða mussó bíla en grindin við afturhásinguna er slæmur staður eins og reyndar á flestum jeppum gott að breyta pústinu þannig að það liggi ekki nálægt grindinni hitamismunrinn veldur sagga inni í grindinni og hún ryðgar innan frá og sést ekki fyrr en of seint.
Hurðarnar opnast stundum en lokast alltaf;-) Rafmagnsunitið fyrir háa og láa drifið er drasl og var ekki til friðs fyrr en ég henti mótornum og skríð undir og skyfti handvirkt á milli drifa maður verður bara að hugsa meira og skyfta í tíma ekki gott að skríða undir í miðri Krossá. Flestir breyttu mussoarnir eru læstir að framan og aftan og mjög lágt gíraðir held að þeir geri jafnmikið þannig á 35tommuni og stóru 38 tommu bílarnir ólæstir
mussóinn er ekki nema tvo tonn að þyngd og miðað við verðið á cruiser er þetta enginn spurning mig hefur aldrei langað í patrol. enda ekki mikil hópsál og ferðast helst einn.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá Izan » 12.aug 2010, 12:35

Sælir

Ég hafði ekki hugsað mér að skipta mér frekar að þessari umræðu en mér fannst JHG gefa pattanum svo slæma útreið að ég vil aðeins skipta mér af því.

Það er tvennt í þessu með pattann og kannski sérstaklega gamla en hann er þunglamalegur en fyrir pajeróaðdáendur (sem eru nokkrir hér) er gamli patrol ekki nema um 200kg þyngri heldur er stutti pajero 2005 módel með 3.2 dieselmótor. Pattinn minn stendur á 38" dekkjum með 6.2 chevy mótor og risastórann nissan gírkassa viktaður 2380 kg. Það er ekki þungt á meðan fínir 44" cruserar og nýjir patrolar eru yfir 3000 kg. Hann er hinsvegar stór og þunglamalegur í hreyfingum og mjúkur og ýkir þannig eiginþyngd.

Ég átti cherokee, sem hét reyndar wagoneer, sem var búið að troða 318 dodge mótor í og skiptingu og millikassa úr stóra Wagoneer. Vóg 1800 kg fullur af bensíni á 38" dekkjum og flest annað en vélavana, eyddi meira að segja engum ósköpum. Hinsvegar var þetta eintak ekki vel breytt og fjöðrunarkerfið virkaði ekki sem skildi og ég sat allstaðar fastur, það sem ekki var hægt að taka á ferðinni og á powerinu komst jeppinn ekki. Ég seldi hann til að kaupa patrol sem var meira að segja lítið hækkaður en að öðru leyti vel breyttur jeppi. Ég sannfærðist um að ég kæmist ekki meir í snjó fyrr en hann væri kominn á 44" hjól eins og umræða manna snýst um þessa jeppa.

Tilfellið var ekki alveg þannig og ég er sannfærður um að ég komist mun meira á þessum bíl en hinum. Ég er ekki að segja að bíllin drífi meira heldur hentar mér betur. Ég er líka að segja að hlutfall milli þyngdar og dekkjastærðar á ekki við nema í tiltölulega fáum tilfellum og færum. Stundum er það eina sem virkar að hafa léttan jeppa á stórum dekkjum en stundum virkar líka að hafa þungan jeppa sem stígur fast niður. Gott fjöðrunarkerfi er alltaf til bóta en t.d. þegar ekið er yfir ár og sérstaklega þar sem skarir eru háar er stór jeppi alltaf betri.

Ég hef ekki mikla trú á stóru pallbílunum á megadekkjunum en átti dag um borð í slíkum síðasta vetur. Þá keyrðum við 46" Ram yfir Fjarðarheiðina kolófæra ásamt 44" patrol. Pattinn var í eigu björgunarsveitarinnar á Seyðisf og Raminn í eigu björgunarsv Héraðs. Pattinn átti ekki erindi í færið. Raminn fantaðist í gegnum snjóinn einhvernveginn bíllengd í einu með snjó upp á húdd. Það er djúpt púður sem nær upp á húdd á 46" dodge Ram.

Heim komumst við á fáeinum klukkutímum eftir viðburðaríkann dag í snarvitlausu veðri og búið að eyðileggja sannfæringu mína að þessir vörubíladrjólar vikra ekki rassgat.

Kv Jón Garðar

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá Brjótur » 12.aug 2010, 20:22

Hihihi hér skrifa menn laaannga pistla um lítið mál til að slá ryki í augun á nýliðanum
svarið er stutt og laggott samanstendur af 6 bókstöfum ,,PATROL,, ég held að fjöldi þessara bíla á fjöllum standi best á bakvið þessa sannfæringu mína, og ég verð nú aðeins tjá mig um þessa Cherooke hálfjeppa ég hef ferðast með svoleiðisbílum og sé ekki þessa undravirkni sem menn eru að tala um þvert á móti.

broskveðja Helgi


JHG
Innlegg: 158
Skráður: 01.feb 2010, 13:10
Fullt nafn: Jón H. Guðjónsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá JHG » 13.aug 2010, 08:18

Izan wrote:Sælir

Ég hafði ekki hugsað mér að skipta mér frekar að þessari umræðu en mér fannst JHG gefa pattanum svo slæma útreið að ég vil aðeins skipta mér af því.

Kv Jón Garðar


Ætlaði nú ekki að gefa honum svo slæma útreið. Þetta eru fínir jeppar með gott pláss, þeir hafa verið plagaðir af afleysi (og heddvandamálum) en ef menn eru sáttir við það þá er það allt í lagi. Þú hefur líka leiðrétt það sem er aðallega að, kominn með aðra vél í húddið :)
_________________________________
Jón H. Guðjónsson

1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá Sævar Örn » 13.aug 2010, 12:10

Heyrðu venur, skrepptu bara á nokkur bíla og jeppaverkstæði og fáðu hlutlaus atkvæði verkstæðismanna því eigendur bíltegundanna hallmæla sinni tegund aldrei fyrr en amk. þeir hafa losað sig við hann :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


JHG
Innlegg: 158
Skráður: 01.feb 2010, 13:10
Fullt nafn: Jón H. Guðjónsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá JHG » 13.aug 2010, 14:02

Brjótur wrote:Hihihi hér skrifa menn laaannga pistla um lítið mál til að slá ryki í augun á nýliðanum
svarið er stutt og laggott samanstendur af 6 bókstöfum ,,PATROL,,


Ef svarið er PATROl þá hlýtur spurningin að vera útí hött ;-)

Brjótur wrote:ég held að fjöldi þessara bíla á fjöllum standi best á bakvið þessa sannfæringu mína, og ég verð nú aðeins tjá mig um þessa Cherooke hálfjeppa ég hef ferðast með svoleiðisbílum og sé ekki þessa undravirkni sem menn eru að tala um þvert á móti.

broskveðja Helgi


Fást ágætis ódýr gleraugu í kolaportinu, ættir að sjá betur með þeim :-)
_________________________________
Jón H. Guðjónsson

1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá Stebbi » 13.aug 2010, 14:06

JHG wrote:
Brjótur wrote:Hihihi hér skrifa menn laaannga pistla um lítið mál til að slá ryki í augun á nýliðanum
svarið er stutt og laggott samanstendur af 6 bókstöfum ,,PATROL,,


Ef svarið er PATROl þá hlýtur spurningin að vera útí hött ;-)

Brjótur wrote:ég held að fjöldi þessara bíla á fjöllum standi best á bakvið þessa sannfæringu mína, og ég verð nú aðeins tjá mig um þessa Cherooke hálfjeppa ég hef ferðast með svoleiðisbílum og sé ekki þessa undravirkni sem menn eru að tala um þvert á móti.

broskveðja Helgi


Fást ágætis ódýr gleraugu í kolaportinu, ættir að sjá betur með þeim :-)


Í guðs bænum vertu ekki að æsa hann upp, þá endar þessi þráður aldrei. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


JHG
Innlegg: 158
Skráður: 01.feb 2010, 13:10
Fullt nafn: Jón H. Guðjónsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá JHG » 13.aug 2010, 14:11

Stebbi wrote:
JHG wrote:
Brjótur wrote:Hihihi hér skrifa menn laaannga pistla um lítið mál til að slá ryki í augun á nýliðanum
svarið er stutt og laggott samanstendur af 6 bókstöfum ,,PATROL,,


Ef svarið er PATROl þá hlýtur spurningin að vera útí hött ;-)

Brjótur wrote:ég held að fjöldi þessara bíla á fjöllum standi best á bakvið þessa sannfæringu mína, og ég verð nú aðeins tjá mig um þessa Cherooke hálfjeppa ég hef ferðast með svoleiðisbílum og sé ekki þessa undravirkni sem menn eru að tala um þvert á móti.

broskveðja Helgi


Fást ágætis ódýr gleraugu í kolaportinu, ættir að sjá betur með þeim :-)


Í guðs bænum vertu ekki að æsa hann upp, þá endar þessi þráður aldrei. :)


Hehehe, stóðst ekki mátið ;-)
_________________________________
Jón H. Guðjónsson

1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá Brjótur » 14.aug 2010, 17:03

Hehehe sælir strákar þið æsið mig ekkert upp engar áhyggjur :) og hvað með þessi gleraugu ? eru þetta einhver sérstök vídeógleraugu sem sýnir cheroke gera eitthvað?
En svo er ég nú heldur ekkert glápandi í baksýnisspegilinn til að fylgjast með þeim, ég bíð bara eftir þeim annaðslagið ;)

kveðja Helgi

P.S Já JHG það var það sem ég átti við það þarf ekkert að orðlengja þetta meira ;)

User avatar

arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá arni87 » 14.aug 2010, 17:08

Ég er á Musso 38" og hann bilar LÍTIÐ en bilar samt.

Þetta eru fínir ferðabílar sem fara vel með farþegana sem og ökumann.

En það er sama hvaða jeppa þú færð þér hann mun bila sama hvaða tegund það er.
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá Kiddi » 14.aug 2010, 17:56

En svona fyrst þú byrjaðir þá langar mig að vita hvað það er sem gerir það að verkum að Pattinn drífur betur..... meiri þyngd og minna afl kannski?? Hehehe


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá Izan » 14.aug 2010, 20:50

Kiddi wrote:En svona fyrst þú byrjaðir þá langar mig að vita hvað það er sem gerir það að verkum að Pattinn drífur betur..... meiri þyngd og minna afl kannski?? Hehehe


Ertu að meina mig gæskur?

Ég skal allavega svara þessu fyrir mína parta en ég sagði aldrei að Pattinn myndi drífa betur heldur gengur mér mun betur að handera hann. Ég er sannfærður um að máttleysi hefu hjálpað mörgum Hilux eigendum að komast lei ðar sinnar, hafa menn ekki heyrt talað um hiluxvíbringinn þegar snúningurinn er kominn niður úr öllu valdi, hefur alls ekki afl til að spóla en tórir þó í gangi.

Smá útúrdúr en menn verða náttúrulega að þekkja muninn á breyttum og óbreyttum bíl. Þegar búið er að breyta jeppa mikið, hversu mikils virði er þá tegundin. Hilux á 44" dekkjum lengdur um hálfann meter milli hjóla með 2.8 turbó, milligír, gorma að framan og loftpúða að aftan á fátt skilt við orginal hilux.

Ég varð, eins og síðasti póstur átti að gefa til kynna, hissa á því hvað mér gekk betur á Patrol heldur en cherokee en þrátt fyrir það fann ég strax fyrir þyngdarmuninum þar sem snjórinn brotnaði undan sumum gat ég verið viss um að Wagginn flaut en ég veit að Pattinn sekkur. Mikill munur liggur í fjöðrunarkerfinu hvaða yfirburði Patrolinn hefur þar (eins og áður sagði var Wagganum illa breytt).

Wagginn átti til að fljóta á ótrúlegustu færum smá stund í einu, sökk síðan og sat fastur. Þetta gerir Pattinn ekki hann hlunkast frekar í gegn og ég get nánast undantekningarlaust bakkað úr því sem ég tek ekki á ferðinni. Pattinn hvetur mann ekki til að taka skafla á ferðinni eins og hinn gerði en ævinlaga sat maður fastur eftir slík ævintýri.

Þetta er líklega mjög einstaklingsbundið en núna er ég kominn með 6.2 chevy í húddið og sáttari en nokkru sinni fyrr. Með gírkassa sem hjálpar mér að lulla í gegnum skafla og upp brekkur sem gamla vélin þoldi illa nema með því að svívirða kúplinguna. Þetta combó held ég að henti mér mjög vel því að í fyrsta og lága er ég farinn að spóla á 2 hjólum áður en eitthvað dregur niður í vélinni í lausagangi upp malarbrekkur. Mér lýst miklu betur á þetta heldur en 300 hp bensínmótora með sjálfskiptingu þó að ég viti að stundum virki það bezt.

Kv Jón Garðar


JHG
Innlegg: 158
Skráður: 01.feb 2010, 13:10
Fullt nafn: Jón H. Guðjónsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Nú á að fá sér jeppa :)

Postfrá JHG » 16.aug 2010, 08:25

Brjótur wrote:Hehehe sælir strákar þið æsið mig ekkert upp engar áhyggjur :)


Gott, var farinn að hafa áhyggjur af þér :)

Brjótur wrote:og hvað með þessi gleraugu ? eru þetta einhver sérstök vídeógleraugu sem sýnir cheroke gera eitthvað?


Þetta eru gleraugu sem sína hluti sem eru að stinga þig af mjög vel :)

Annars getum við hangið í sandkassanum endalaust, best að fara að snúa sér að þræðinum fyrir alvöru, JHG farinn úr sandkassanum :).

Patti með aðra vél hljómar mjög vel, skiptir ekki máli úr hverju hún kemur (þó ég myndi mæla með GM vélum :) ), bara að hún virki!
_________________________________
Jón H. Guðjónsson

1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 84 gestir