Síða 1 af 2

Stolinn Pickup!!!!

Posted: 20.feb 2013, 22:08
frá Big Red
Endilega deilum þessu um allt. Bíllinn var á sínum stað Morguninn 20.02.2013


Bílnum mínum var stolið í breiðholti í krummahólum Ford Ranger "84 módel rauður pallur (illa farinn svolítið dældaður), blátt hús, rauðar hurðar, Græn grindin frammí húddí og rauð undir palli. buið að rifa nánast allt innanúr honum sætin og allt er á pallinum, komin 1996 mælaborð í hann ásamt rafkerfi. Merkilega við þennan bíl er að hann er 1 gen Ford Ranger og er X-tra cab. Bíll á uppgerðarstigi, endilega ef þið heyrið eitthvað látið vita í síma 8689785 eða Lögregluna í rvk.

Búið er að hringja í lögreglu og vöku og kannast engin við neitt um að hann hafi verið dreginn.

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 21.feb 2013, 00:07
frá Aparass
Ég mundi tala aftur við vöku, þeir voru með bíl þarna og ætluðu að draga svarta alfa romeoinn sem stendur þarna innar í götunni en voru stoppaðir af við það, kæmi mér ekki á óvart að þeir hafi þá ákveðið að ná sér í varahluti fyrst þeir voru með tómann bíl, væri svossem ekki í fyrsta skipti sem þeir næðu sér í ókeypis varahluti....

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 21.feb 2013, 09:16
frá Big Red
endilega allir að hafa augun opinn bíllinn átti að fara á verkstæði í morgun þar sem hann yrði sandblásinn og undirbúinn fyrir sprautun.

Svaka óþægindi og tjóni sem þetta er að valda

Og já ef vaka hefur dregið hann þá er það skrítið þar sem bíllinn var ekki búinn að standa þarna nema síðan 9 á sunnudagskvöld og þegar átti að sækja hann í gærkvöldi til að fara með hann uppá verkstæði var hann horfinn.

Nema eins og þú segir að þeir hafi sótt sér ókeypis varahluti.

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 21.feb 2013, 09:18
frá Hfsd037
Myndir hjálpa alltaf

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 21.feb 2013, 09:19
frá Big Red
Það er það versta það eru ekki til neinar sérstakar myndir af honum eins og hann leit út :(

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 21.feb 2013, 09:58
frá Aparass
Leit hann ekki út eins og bútasaumur með rauðri málaðri grind ? :P

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 21.feb 2013, 10:08
frá Big Red
Jú og eiturgrænni frammí húddi ;)

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 21.feb 2013, 11:02
frá Aparass
Akkurat, var einmitt að horfa á bílinn í fyrradag og dást að því hvað hann væri búinn að fá marga líffæragjafa :P

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 21.feb 2013, 11:32
frá Big Red
Hérna eru myndir af honum í bútum svo þarf fólk bara að nota hugarflugið og púsla þessu saman í eina svona hmm..... þokkalega heildarmynd ;)

Image
Image
Image
Image

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 21.feb 2013, 12:21
frá Big Red
Bíllinn fannst hjá Vöku! Enn það er ennþá verið að reyna að fá útskýringu á því af hverju bíllinn er tekinn..

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 21.feb 2013, 13:32
frá Grímur Gísla
Kæra þá fyrir nytjastuld og fyrir að valda andlegri angist og miklu sálrænu tjóni, frar framm á 5 millur í miskabætur.

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 21.feb 2013, 13:36
frá -Hjalti-
Voru þeir ekki bara að gera þér greiða og losa þig við mikinn hausverk Ástþór ? :)

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 21.feb 2013, 14:34
frá kjartanbj
þetta er samt alveg fáránlegt, afhverju er eitthvað fyrirtæki í umferð sem getur bara keyrt um og hirt bíla eins og þeim dettur í hug?
þeir hafa alveg hirt bíla og rifið og sagt svo bara sorry við eigendurnar og ekkert viljað gera, fáránlegt að vera hirða bíla sem er ekki einu sinni búið að setja miða á, eða biðja um að séu fjarlægðir

ég myndi bara heimta að þeir flyttu bílinn á þetta verkstæði fyrir þig og myndu greiða þér einhverjar skaðabætur

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 21.feb 2013, 15:24
frá Big Red
-Hjalti- wrote:Voru þeir ekki bara að gera þér greiða og losa þig við mikinn hausverk Ástþór ? :)


Hann er ekki í okkar eigu þannig séð. Bróðir hans er að gera upp gamlan 1986 Ranger aftur, sem eyðilagðist eftir veltu og hann er að aðstoða hann við það. Því stóð bíllinn uppí breiðholti meðan beðið var að koma honum áfram á verkstæði ..

Enn það er búið að ræða við fullt af aðilum og skiptir engu þó hann hafi meira að segja verið tekinn fyrir mistök eins og útskýringin sem gefin var fyrir þessu. Það þarf alltaf að greiða Vöku dráttinn á bílnum. Einhver maður í skrifstofustól einhverstaðar ákvað að láta hreinsa til í þessu hverfi og límdir voru miðar á nokkra bíla þarna uppfrá sem átti svo að hirða í gær nema þessi var ekki einn af þeim og var víst hyrtur af þeim sökum fyrir mistök...

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 21.feb 2013, 15:52
frá Hfsd037
Ég lenti einu sinni í þessu skítakompaníi því pallurinn stóð aðeins inn á gangstétt í vesturbænum nálægt hrafnistu, þar er nátturulega dauði og djöfull að finna bílastæði og hvað þá fyrir svona langan jeppa!
Þeir drógu hann inn í port til sín, ökuskírteinið var nátturulega inn í jeppanum
svo þegar ég mæti á svæðið þá neita þeir mér inn í portið því ég væri ekki með nein skilríki til að sýna fram á að ég væri eigandi jeppans
ég varð alveg öskuillur yfir því og fannst það skítlegt af þeim að hleypa mér ekki inn í portið svo ég gæti nú sannað fyrir þeim að þetta væri ég, þrátt fyrir nákvæmar lýsingar á jeppanum og hvað væri inn í honum fékk ég alltaf stórt nei frá þeim.
Ég er engin ofbeldismaður eða neitt þannig en þarna varð ég orðin alveg drullupirraður því mér stóð ekki á sama, þessi grei hringdu því næst í lögregluna, hún kom og tók stutt spjall við mig og þeir skildu mig alveg fullkomlega, þeir töluðu kerlinguna til þannig á endanum hleypti bikkjann mér inn í portið

Svo borga ég 32.000 krónur til þess að leysa hann út, og það fyrsta sem ég rek augun í eru að þeir eru búnir að opna fjandans bílinn til þess að láta eitthvern miða í framrúðuna??? hurðin var skökk að ofan eftir þá því þeir pumpuðu hana frá til þess að getað opnað bílinn, hafa þeir sérstakt leyfi frá lögreglunni til þess að opna bíla??

Eftir þennan monkeybusiness við þá stíg ég ekki fet þangað inn aftur!
þetta eru bara ræningjar og tækifærissinnar

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 21.feb 2013, 16:21
frá Fordinn
Þeir stálu nú einu sinni bílnum hans pabba.... sá sem seldi honum hann lét einhvern taka veð i honum rett eftir söluna og vaka mætti bara og stal bílnum... pabbi fór uppeftir froðufellandi og kærði þá fyrir þjófnað.... komu auðvitað um miðja nótt og töluðu ekki við einn né neinn.... einfaldlega skíta fyrirtæki... lögreglan vildi ekki fara lengra med kæruna þar sem vaka baðst afsokunar og skilaði bílnum..... eftir að þeir reyndu að rukka pabba fyrir dráttinn á bílnum.... ef eg myndi lenda í þessu i dag... já þá er ég hræddur um að það verði engin girðing i kringum kofann hjá þeim það er bara þannig....

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 21.feb 2013, 17:31
frá Lalli
Fordinn wrote:Þeir stálu nú einu sinni bílnum hans pabba.... sá sem seldi honum hann lét einhvern taka veð i honum rett eftir söluna og vaka mætti bara og stal bílnum... pabbi fór uppeftir froðufellandi og kærði þá fyrir þjófnað.... komu auðvitað um miðja nótt og töluðu ekki við einn né neinn.... einfaldlega skíta fyrirtæki... lögreglan vildi ekki fara lengra med kæruna þar sem vaka baðst afsokunar og skilaði bílnum..... eftir að þeir reyndu að rukka pabba fyrir dráttinn á bílnum.... ef eg myndi lenda í þessu i dag... já þá er ég hræddur um að það verði engin girðing i kringum kofann hjá þeim það er bara þannig....


voru þeir ekki með eitnhverja hundbjána inní portinu á nóttunni, eða er það bara bölvuð vitleisa í mér???

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 21.feb 2013, 19:42
frá Hrannifox
var einu sinni hundsgrey inni portinu þegar þeir voru uppá höfða en veit ekki hvort það sé
svoleiðis núna eftir að þeir fluttu

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 21.feb 2013, 19:51
frá Fordinn
Hundar eru engin fyrirstaða madur klappar þeim bara =)

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 21.feb 2013, 20:16
frá grimur
Hahahaha!
Ég myndi nú ekkert reyna að knúsa Rottweiler tíkina mína ef ég væri ókunnugur að fara inn þar sem hún væri....mamma hennar fældi burt innbrotsþjófa með urrinu einu saman fyrir nokkrum árum hehehe.

Helvítis dónaskapur að heimta greiðslu fyrir dráttinn þegar bíllinn var tekinn í misgripum.
Þarna snarminnkuðu líkurnar á að ég fari aftur í Vöku.

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 21.feb 2013, 20:55
frá ellisnorra
Efni í Lof / Last þráð um Vöku ehf? :)

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 21.feb 2013, 21:13
frá hjalz
er enginn séns að kæra þessa menn ?

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 21.feb 2013, 21:43
frá lecter
,

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 21.feb 2013, 22:35
frá JLS
Það væri kannski ekki galið að senda strákunum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni póst um þetta, og með link á þennan þráð, sá þáttur hefur mikla hlustun um land allt og hefur lúmsk mikil áhrif, og svo er mikill plús að þeir kynna sér málin oftast nokkuð vel og fara nánast aldrei með fleipur.

Og já Vaka Dráttarbílar virðist í alla staði vera í rétti, ef einhver stelur bíl og fer eitthvað á honum og hugsanlega næst þá er hann að sjálfsögðu kærður fyrir bílþjófnað, en ef Vaka tekur bíl í "misgripum" þá er það óvart og misskilningur, og í kaupbæti þá þarf bíleigandi að borga mistökin.
Þetta hefur maður heyrt í gegnum tíðina og líka verið vitni að ýmsuuuuuuuuuuuuuuu.

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 21.feb 2013, 23:03
frá Hilmar Örn
Þeir hjá Vöku "stálu" jeppanum hjá mér í janúar í fyrra. Þar var ekki búið að setja neinn miða eða neitt á bílinn. Bílnum hafði alltaf verið lagt í þetta sama stæði í 6 ár, við götuna en framan við húsið hjá mér. Tók hann síðan af númerum og var að bíða eftir að fá afhent húsnæði undir bílinn, sama dag og ég fékk húsnæðið afhent komu þeir og tóku bílinn áður en ég náði að færa hann :(

Þurfti að borga 17 Þús kall til að fá hann til baka. Þessi bíl er og var í topp standi ný sprautaður og bónaður þannig að það var ekki eins og um eitthvert flak væri að ræða. Það var einmitt líka búið að fara inn í bilinn og setja eitthvert spjald í gluggan á honum

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 23.feb 2013, 22:47
frá Aparass
Það er líka flott að sjá hvað þeir fara alltaf nett í að rífa bílana.
Ég var t.d. um daginn í portinu hjá þeim og sá þegar einn starfsmaðurinn byrjaði að rífa bíl, ég náði því á video.
Hérna er það :P
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=4n_9Nd9bhco[/youtube]

https://www.youtube.com/watch?v=4n_9Nd9bhco

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 24.feb 2013, 09:37
frá biggibest
Góður, en hugsa að þeir fái nú ekki marga varahluti með þessum vinnubrögðum.
En fúlt að fyrirtæki geti tekið hvaða bíl sem er og látið viðkomandi eiganda borga stórfé til þess eins að fá ökutækið til baka.
Get ekki ýmindað mér að maður sé í fullum rétti að stela bílum.

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 24.feb 2013, 12:30
frá lecter
,

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 24.feb 2013, 12:40
frá kjellin
En varla geta teir rukkad daggjald fyrir dagana sem hann var hjá teim eftir ad teir neitudu ad hafa hann,

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 24.feb 2013, 12:48
frá Big Red
Það var bara talað við lögfræðing og verður líklega kært sem klár þjófnaður. Vaka bendir á Reykjavíkurborg og Reykjavíkurborg bendir á vöku, talað um misskilning. Svo var talað um að það hefði verið kvartað undan honum. Svo var sagt hann væri búinn að standa þarna síðan í nóvember og fengið frið og nægan tíma til úrbóta (bíllinn kom til rvk á sunnudagskvöldinu 17.1.2013 um 8-9leytið). Búið að þræla eigandanum framm og til baka (örugglega vonað hann myndi bara gefast upp og fara heim og borga með sáran sting í afturendanum). Þannig hann fékk bara nóg og fór til lögfræðings. Stenst hvorki það sem Vaka segir eða það sem aðilinn frá reykjavíkurborg segir, tala alltaf í kross við hvorn annan. Ef Vaka segir þetta þá segir hinn allt annað og öfugt. Hvorugur getur sýnt frammá pappíra tengt þessu eða neitt svo þetta er bara þjófnaður.

Hann var líka bara sniðugur og tók upp samtölin sem áttu sér stað við vöku og þennan aðila hjá reykjavíkurborg. og þeir tala þvert á hvorn annan. Neita báðir ábyrgð á þessu.

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 24.feb 2013, 12:54
frá lecter
,

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 24.feb 2013, 15:04
frá Brjótur
Það er greinilegt að Vaka þarf að fa aðhald haltu þessu opnu og ekki lata kveða þetta niður !

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 24.feb 2013, 15:11
frá villi58
Endilega kæra til lögreglu, eiga ekkert betra skilið.

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 24.feb 2013, 15:24
frá Hfsd037
Skil líka ekki afhverju þeir þurfi að brjótast inn í bílinn til þess að láta einn fjandans miða í framrúðuna.
það er bölvað tjón að láta opna hurðar svona, því sumar hurðar ná sér ekkert aftur og óþéttast við þetta
Ég hef líka heyrt að sumir hlutir hafi horfið úr bílum eftir að hafa verið dregnir af vöku, ég var sjálfur með nokkra 5 þúsund kalla og fullt af rándýrum hlutum inn í bílnum þegar þetta gerðist.
Ég dauðsé eftir því að hafað ekki kært þessa andskota fyrir innbrot, krókur finnst mér nú betri dráttarþjónusta en þetta helfvíti

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 01.mar 2013, 12:14
frá lecter
,

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 01.mar 2013, 12:55
frá Offari
Þetta gerist svo sem víðar. Ætlaði að sækja bíl (Ford Ranger) Á Reyðarfjörð síðast þriðjudag. Var búinn að ræða við eigandann deginum áður sem sagði bílinn vera á sínum stað. Daginn eftir fór ég svo af stað en þegar komið var á staðin var bilinn horfinn. Taldi ég þáað eigandinn hefði fært bílinn en svo var ekki. Hreppurinn hafði sett bílinn á vörubílspall og fært hann inn í port.

Þegar ég svo ræddi við þann sem sá um þessi mál hjá sveitarfélaginu sagði hann mér bara að fara með bílinn. En þá var búið að troða tvem hjólalausum bílum fyrir framan hann þannig að ég hafði ekki tíma þann daginn að sækja en sótti bílinn í morgun. Ég var ekkert beðinn um að sýna eitthvað um að ég ætti bílinn (reyndar tók ég eigandan með til öryggis) Sveitarfélagið sagðist ekki ætla að rukka gjald fyrir að sækja bílinn.

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 01.mar 2013, 13:33
frá Big Red
Þetta er bara í ferli.

Nýjasta er að Vaka var ekki lengi að hafa samband við skráðan eiganda, (ekki VAR búið að færa eigandaskipti fyrr enn í gær) og segja honum að þetta væri komið uppí X upphæð sem myndi leggjast á hann. Enn þeir skildu glaðir skrá bílinn til förgunar og borga honum 15þúsund krónur ef hann leyfði það. Hann gaf ekki sitt samþykki enn þegar núverandi eigandi bílsins fór niðureftir bara til að fylgjast með bílnum sögðu þeir að bíllinn væri á leið í förgun, skráður eigandi hafi gefið samþykki og lítið væri hægt að gera meira í þessu máli. ENN takið eftir skráður eigandi var EKKI búinn að gefa samþykki. Þeir voru ekki lengi að reyna að fela slóðina á þessum bíl þegar upp komst að það eigi að fara að kæra í þessu máli.

Þetta er bara búið að vera rugl framm og til baka. Vaka segjast vera með myndir og yfirlýsingu frá einhverjum manni hjá reykjarvíkurborg um að taka ætti þennan bíl. Þegar gengið var á eftir því kom í ljós að hann áleit þetta bíl sem stóð þarna einhvertíma fyrir jól. og þetta er bara orðin hringavitleysa og hvorki Vaka né þessi maður veit lengur hvað þeir eru að segja.

Enn svo við höfum að með að þá erum við bara 3-4 aðili og vitum bara það sem okkur er sagt að mestu..

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 01.mar 2013, 16:54
frá lecter
,

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 01.mar 2013, 17:42
frá Freyr
Kæra þessa andskota! Lenti sjálfur í þessu fyrir nokkrum árum. Í því tilfelli reyndar var ég ekki blásaklaus því bíllinn sem um ræði var golf drusla sem staðið hafði óeðlilega lengi á almennu stæði. Hinsvegar fylgdist ég með því hvort miði færi í rúðuna á honum sem tilkynnti um frest fram að drætti en sá miði kom aldrei. Dag einn var bíllinn horfin og vaka búin að hirða hann án heimildar og ætlaði að rukka mig fyrir dráttinn + geymslu í nokkra daga. Ég gaf mig ekki og að lokum fékk ég bílinn aftur endurgjaldslaust en það kostaði mikið þras.....

Re: Stolinn Pickup!!!!

Posted: 01.mar 2013, 19:19
frá jonarni1
Sá þennan áðan aftan í Vöku bíll, eitthvað búið að gerast?