Síða 1 af 2

V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 19.feb 2013, 16:36
frá Ingólfur
Smá spurning til ykkar hér reynsluboltanna.
$ runner v6 3 lítra. 38".
Hver er eyðsla á svoan bíl.?
Og ég veit hann brennur öllu sem á hann er sett.
Hvernig er þessar vélar almennt að koma út og hvað ber að passa uppá.
Kv Ingólfur

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 19.feb 2013, 17:15
frá -Hjalti-
Ingólfur wrote:Smá spurning til ykkar hér reynsluboltanna.
$ runner v6 3 lítra. 38".
Hver er eyðsla á svoan bíl.?
Og ég veit hann brennur öllu sem á hann er sett.
Hvernig er þessar vélar almennt að koma út og hvað ber að passa uppá.
Kv Ingólfur


Mekanískt eru þessar vélarnar sterkar og endast vel. Ef búið er að breita pústinu sem fer yfir kúplingshúsið þá ættir þú að vera laus við heddpakkninga vandamál sem var á þeim.
Það er ógreni af skynjurum untaná þessum vélum og ef þeir eru ekki flestir í lagi þá fer vélin að ganga illa og eyða.
Ætli þetta sé ekki um 18 - 25L @ 100km í blönduðum akstri. Á fjöllum í snjó getur þetta farið upp úr öllu.
Ef það eru ekki flækjur á vélini þá er það fyrsta sem þú þarft að fá þér.

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 19.feb 2013, 17:49
frá íbbi
átti sjálfskiptan óbreyttan 4runner, þá 10 ára gamlan ekinn rétt undir 100k.


hann var í 20l að meðaltali. kom honum lægst niður í 14 úti á vegum, 20+ innanbæjar var lítið mál

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 19.feb 2013, 22:14
frá 66 Bronco
Er kominn í tæplega 2000 km akstur á V6 Runner á "33.

Var í 17 á langkeyrslunni, 19 til 20 í vinnu og brasi.

Dísilvélin fer ofan í í næstu viku..

Kveðja, Hjörleifur.

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 19.feb 2013, 22:43
frá Fordinn
20-25 innanbæjar er mjog raunhæft.... misjafnt hvað menn ná þessu niður útá vegum =) Tek undir þetta med að skynjarar og kveikjukerfi þarf að vera i góðu standi og þá á þetta að ganga vandræðalaust.....

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 19.feb 2013, 23:14
frá 450-ingvar
Þekki einn sem á V6 Hilux x-tra cap á 38'' super swamper á 5:71 hlutföllum og hann er með 14 l í langkeyrslu og allir skynjarar í lagi í honum.

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 19.feb 2013, 23:44
frá kolatogari
almennt, endast þær mjög vel og bila lítið. hef svo sem ekki átt bíl með þessari vél sjálfur. en þekki þó nokkra sem eyga runner með þessari vél, og sumir vilja ekkjert annað ( þó ég skilji það seint) hún eyðir nú bara svona eins og venjuleg bensínvél í þessari gerð að jeppa. í kringum 16L í langkeyrslu. að mínu mati er mæling eyðslu í innanbæjarkeyrslu í kímometrum algert butt og með öllu ómarkttækt.

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 21.feb 2013, 21:37
frá grimur
Ég hef náð óbreyttum svona bíl niður fyrir 12 í hálku og langkeyrslu á 80. Daglega var hann í rúmlega 13 á þessum rúnti hjá mér í vinnuna ( Vogar - Höfði - Vogar + smá snatt).
Þegar ég fékk hann var einhvern veginn allt í rugli og hann drakk 26 á hundraðið án þess að svelgjast á. Svo var bara klappað og fíniserað þangað til þetta kom. Mestu munaði um að taka hvarfakútinn og setja 3" púst ásamt því að hreinsa þéttingarnar með spíssunum.

Kv
Grímur

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 22.feb 2013, 20:54
frá veddi.
Minn var mældur tvisvar á milli Rek - Esk og var að eyða innan við 11 lítrum á góðum sumardegi keyrt á 95 til 110 alla leið á 33 tommu óbreyttur þá að öðruleyti. Dáldið af dóti og einn farþegi. Annars milli 11 og 12 í langkeyrslu og átti annann þar á undan sem var á 35 tommu með flækjum og þriggja tommu pústi sem fór alltaf með um 12 til 13 lítra á sömu leið. Ef allt er í lagi þá eru þessar vélar bara að eyða eins og aðrir bílar og mér skilst að disel 4runner sé ekki með minni eyðslu í langkeyrslu. Svo átti ég Terrano 97 með 2,4 bensínvél á 31 tommu og hann var í 12 lítrum eða eiginlega meira en runnerinn miðað við dekkjastærð.

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 22.feb 2013, 23:22
frá kjartanbj
veddi. wrote:Minn var mældur tvisvar á milli Rek - Esk og var að eyða innan við 11 lítrum á góðum sumardegi keyrt á 95 til 110 alla leið á 33 tommu óbreyttur þá að öðruleyti. Dáldið af dóti og einn farþegi. Annars milli 11 og 12 í langkeyrslu og átti annann þar á undan sem var á 35 tommu með flækjum og þriggja tommu pústi sem fór alltaf með um 12 til 13 lítra á sömu leið. Ef allt er í lagi þá eru þessar vélar bara að eyða eins og aðrir bílar og mér skilst að disel 4runner sé ekki með minni eyðslu í langkeyrslu. Svo átti ég Terrano 97 með 2,4 bensínvél á 31 tommu og hann var í 12 lítrum eða eiginlega meira en runnerinn miðað við dekkjastærð.



... vildi að ég væri svona góður að segja brandara

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 23.feb 2013, 01:19
frá HaffiTopp
Hvað koma brandarar þræðinum við?

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 23.feb 2013, 01:30
frá -Hjalti-
HaffiTopp wrote:Hvað koma brandarar þræðinum við?


11 lítrar á hundraði á v6 4runner þó það sé fallegur sumardagur er ekkert annað en brandari ,

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 23.feb 2013, 01:32
frá HaffiTopp
Ok. Hvað hafiði fyrir því að það geti ekki verið satt?

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 23.feb 2013, 01:40
frá -Hjalti-
HaffiTopp wrote:Ok. Hvað hafiði fyrir því að það geti ekki verið satt?


10 ára reynsla á um það bil 8 eintökum af svona bílum á algengustu dekkjastærðum frá 29" til 44" með báðum mögulegum skiptingum.

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 23.feb 2013, 02:23
frá risinn
Fyrir mörgum árum átti ég 4 Runner á 38" dekkjum og með 4:29 hlutföllum V6 beinskiptur þessi bíll var að eyða á 90-95 km hraða í meðal tali 13L á lang keyrslu, en aðsjálfsögðu var ekkert mál að fara með meira bensín á hundaðið. Þetta fer ALLT eftir hvernig bílar eru keyrðir, og það á um ALLA bíla.

Kv. Ragnar Páll

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 23.feb 2013, 02:26
frá kjartanbj
bara það að starta svona þræði er að opna a can of worms.. , megið alveg reyna ljúga að ykkur eins og þið viljið. þessi mótor hann drekkur bensín , svoleiðis er það bara
væri kannski ásættanlegt ef hann myndi samsvara eyðslu vs afli. en maður fær ekki einu sinni afl á allri þessari bensín drykkju

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 23.feb 2013, 04:02
frá íbbi
ég vann í ræsir þegar hann var og hét. ég tók sérstaklega eftir því með grand cherokee eigendur að þeir voru alltaf mjög ákafir að skjóta inn hversu littlu þeirra bíll eyddi,

þetta syndrome virðist voða algengt meðal 4runner eiganda líka, ég hef keyrt svona 4runnera útúm alla trissur, við flestar aðstæður sem vegakerfið okkar bíður upp á, sjálfskipta og beinskipta og því miður, ég bara læt ekki segja mér að svona bíll á stórum dekkjum sé í eyðslu undir 15l, meirasegja foreldrar mínir náðu sínum ekki í svoleðis tölur, samt virðist sá gamli ná öllum bílum langt undir það sem ég sé aðra ná.

ég náði mínum í 14l, afturdrifinu, sumar, æðislegt veður, lullað á 80-100 rúmlega um miðja nótt. sú tala sem ég mældi hann oftast í var 19l innanbæjar, en hann hafði lítil tolarance fyrir erfiðu færi eða miklum breytum út frá góðum sunnudegi og þá alveg drakk þetta, fór ísó-rvk í kafsnjó og 24m/s og fór með yfir 120l á leiðini.

ég hef samt átt bensín pajeroa líka, og mér finnst þeir eyða meira ef eitthvað er,

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 23.feb 2013, 04:44
frá Hfsd037
veddi. wrote:Minn var mældur tvisvar á milli Rek - Esk og var að eyða innan við 11 lítrum á góðum sumardegi keyrt á 95 til 110 alla leið á 33 tommu óbreyttur þá að öðruleyti. Dáldið af dóti og einn farþegi. Annars milli 11 og 12 í langkeyrslu og átti annann þar á undan sem var á 35 tommu með flækjum og þriggja tommu pústi sem fór alltaf með um 12 til 13 lítra á sömu leið. Ef allt er í lagi þá eru þessar vélar bara að eyða eins og aðrir bílar og mér skilst að disel 4runner sé ekki með minni eyðslu í langkeyrslu. Svo átti ég Terrano 97 með 2,4 bensínvél á 31 tommu og hann var í 12 lítrum eða eiginlega meira en runnerinn miðað við dekkjastærð.



Við skulum alveg róa okkur núna, ég átti 38" Xtracap V6 og á núna DC 38" með 3 lítra runner dísilvélinni
V6 er eyðslumesti mótor sem ég hef nokkurntímann átt á meðan 3 lítra díselvélin er akkúrat andstæðan við það

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 23.feb 2013, 09:26
frá HaffiTopp
-Hjalti- wrote:
HaffiTopp wrote:Ok. Hvað hafiði fyrir því að það geti ekki verið satt?


10 ára reynsla á um það bil 8 eintökum af svona bílum á algengustu dekkjastærðum frá 29" til 44" með báðum mögulegum skiptingum.


Ok, það er þín reynsla og ekkert hægt að rengja hana. 11 á hundraðið er reynsla Vedda af einum svona bíl og ekkert okkar að rengja það og svo gefur hann reyndar upp 12-13 af öðrum bíl sem aðrir vilja meina að sé meðaleyðslan á þessum bílum ef allt sé í lagi á þessum bílum. Svo er þetta alltaf spurning um viðhald og umhyggju á bílnum. Hvernig hann er ekinn og hversu gamall. Er mikið eða lítið loft í dekkjum og eru kerti og annað í kveikjubúnaði gamalt. Manni hefur sýnst að ansi margir íslendingar geri ekkert nema keyra og keyra og svo þegar kemur að því að tala um eyðslu sé hún of mikil, en það kemur einfaldlega til vegna lélegs viðhalds.
Veit ekki betur en að þú hafir sjálfur sagt brandara Kjartanbj þegar þú talaðir um hér á spjallinu að LCruiserinn þinn hafi farið með TÆPA 10 lítra á einhverju millibæjarsnattinu. Er einhver sem setti út á það hjá þér? Þungur bíll á blöðrudekkjum að fara með svona vel af eldnseytinu og allir sætta sig við það.
Hef séð XJ Cherokee á 35" og með beinskiptingu fara með 8 lítra frá Reykjavík í Gullfoss/Geysi.
Minn Pajero hefur farið minnst með um 11 lítra, að vetrarlagi suður yfir Holtavörðuheiðina með tvo farþega og bílstjóra og ekið rétt yfir 90 alla leiðina. Núna er sá bíll farinn að mokeyða enda kominn tími á kerta- og kertaþráðaskipti og fara í gegnum að skipta út þrengingum á pústi.

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 23.feb 2013, 10:24
frá Stebbi
HaffiTopp wrote:Veit ekki betur en að þú hafir sjálfur sagt brandara Kjartanbj þegar þú talaðir um hér á spjallinu að LCruiserinn þinn hafi farið með TÆPA 10 lítra á einhverju millibæjarsnattinu. Er einhver sem setti út á það hjá þér


Skrítið hvernig Land Cruiser eigendur og 4-runner eigendur hafa endalausar skoðanir á eyðslu bíla. Spurning hvort það þurfi ekki að opna 'Eyðsluráðuneyti' og koma þeim öllum undir sama þak til að sjá hvað gerist.

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 23.feb 2013, 12:35
frá kolatogari
Stebbi wrote:
HaffiTopp wrote:Veit ekki betur en að þú hafir sjálfur sagt brandara Kjartanbj þegar þú talaðir um hér á spjallinu að LCruiserinn þinn hafi farið með TÆPA 10 lítra á einhverju millibæjarsnattinu. Er einhver sem setti út á það hjá þér


Skrítið hvernig Land Cruiser eigendur og 4-runner eigendur hafa endalausar skoðanir á eyðslu bíla. Spurning hvort það þurfi ekki að opna 'Eyðsluráðuneyti' og koma þeim öllum undir sama þak til að sjá hvað gerist.



Like á það

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 23.feb 2013, 16:03
frá einsik
Skrítið hvernig Land Cruiser eigendur og 4-runner eigendur hafa endalausar skoðanir á eyðslu bíla. Spurning hvort það þurfi ekki að opna 'Eyðsluráðuneyti' og koma þeim öllum undir sama þak til að sjá hvað gerist.[/quote]


Nei ekki fleiri ráðuneyti. Þá kemur Skattgrímur og skattar skattana af sköttunum. Setur á eyðsluskatt. Það er ekki gott mál.

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 23.feb 2013, 19:02
frá kjartanbj
Stebbi wrote:
HaffiTopp wrote:Veit ekki betur en að þú hafir sjálfur sagt brandara Kjartanbj þegar þú talaðir um hér á spjallinu að LCruiserinn þinn hafi farið með TÆPA 10 lítra á einhverju millibæjarsnattinu. Er einhver sem setti út á það hjá þér


Skrítið hvernig Land Cruiser eigendur og 4-runner eigendur hafa endalausar skoðanir á eyðslu bíla. Spurning hvort það þurfi ekki að opna 'Eyðsluráðuneyti' og koma þeim öllum undir sama þak til að sjá hvað gerist.


Sagði aldrei að hann hafi farið með tæpa tíu lítra, ég smekkfyllti bílinn, keyrði frá rvk og upp í landsveit , 106km , og smekkfyllti aftur og tók 10.6 lítra, það var á góðum sumardegi, með vindin í bakið og allar bestu aðstæður

en að ætla að reyna að ljúga því að mér að 3VZE sé að eyða 11 í langkeyrslu er bara brandari

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 23.feb 2013, 19:34
frá Stebbi
kjartanbj wrote:
Stebbi wrote:
HaffiTopp wrote:Veit ekki betur en að þú hafir sjálfur sagt brandara Kjartanbj þegar þú talaðir um hér á spjallinu að LCruiserinn þinn hafi farið með TÆPA 10 lítra á einhverju millibæjarsnattinu. Er einhver sem setti út á það hjá þér


Skrítið hvernig Land Cruiser eigendur og 4-runner eigendur hafa endalausar skoðanir á eyðslu bíla. Spurning hvort það þurfi ekki að opna 'Eyðsluráðuneyti' og koma þeim öllum undir sama þak til að sjá hvað gerist.


Sagði aldrei að hann hafi farið með tæpa tíu lítra, ég smekkfyllti bílinn, keyrði frá rvk og upp í landsveit , 106km , og smekkfyllti aftur og tók 10.6 lítra, það var á góðum sumardegi, með vindin í bakið og allar bestu aðstæður

en að ætla að reyna að ljúga því að mér að 3VZE sé að eyða 11 í langkeyrslu er bara brandari


Mér finnst þetta alveg jafn miklir aulabrandarar, landcruiser grínið og 4runner sketsinn.

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 24.feb 2013, 17:54
frá reynirh
Var að koma úr 390 km túr í dag 290 km ca á fjöllum fór með 200l af stað kom með 70-80l heim aftur, get ekki hvartað yfir eiðsluni miðað við alla ljótu sögurnar af v6 4runner. minn bíll er á 42" irock með 5.71 hlutföll.

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 24.feb 2013, 22:13
frá Stebbi
reynirh wrote:Var að koma úr 390 km túr í dag 290 km ca á fjöllum fór með 200l af stað kom með 70-80l heim aftur, get ekki hvartað yfir eiðsluni miðað við alla ljótu sögurnar af v6 4runner. minn bíll er á 42" irock með 5.71 hlutföll.


30 á hundraðið er heldur ekkert til að kvarta yfir.

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 24.feb 2013, 23:21
frá kolatogari
Stebbi wrote:
reynirh wrote:Var að koma úr 390 km túr í dag 290 km ca á fjöllum fór með 200l af stað kom með 70-80l heim aftur, get ekki hvartað yfir eiðsluni miðað við alla ljótu sögurnar af v6 4runner. minn bíll er á 42" irock með 5.71 hlutföll.


30 á hundraðið er heldur ekkert til að kvarta yfir.


ef ferðinn hefur verið 12tímar, þá erum við að 10L/kls, sem er nú ekki slæm eyðsla

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 24.feb 2013, 23:23
frá SvavarM
kolatogari wrote:
Stebbi wrote:
reynirh wrote:Var að koma úr 390 km túr í dag 290 km ca á fjöllum fór með 200l af stað kom með 70-80l heim aftur, get ekki hvartað yfir eiðsluni miðað við alla ljótu sögurnar af v6 4runner. minn bíll er á 42" irock með 5.71 hlutföll.


30 á hundraðið er heldur ekkert til að kvarta yfir.


ef ferðinn hefur verið 12tímar, þá erum við að 10L/kls, sem er nú ekki slæm eyðsla


viewtopic.php?f=7&p=89573#p89573

Ef þetta er sama ferð og hér þá er nú færið með allra besta móti (grjóthart) og þá eru 10L/Kls eða 30L á hundraði ekki merkilegur árangur finnst mér.

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 25.feb 2013, 00:18
frá kolatogari
held að þú fynnir nú fáar vélar sem eyða minna en 10L kls í keyrslu. kannski 3cyl perkins eða Deutz.

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 25.feb 2013, 00:18
frá kjartanbj
skemmtilegt að vita hvernig eyðslan hefði verið hefði færið verið þungt og mikið brölt og vesen.. einhver áreynsla

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 25.feb 2013, 00:49
frá -Hjalti-
kolatogari wrote:held að þú fynnir nú fáar vélar sem eyða minna en 10L kls í keyrslu. kannski 3cyl perkins eða Deutz.


( með fullri virðingu ) þá er þetta þvílíkt kjaftæði.

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 25.feb 2013, 07:15
frá kolatogari
-Hjalti- wrote:
kolatogari wrote:held að þú fynnir nú fáar vélar sem eyða minna en 10L kls í keyrslu. kannski 3cyl perkins eða Deutz.


( með fullri virðingu ) þá er þetta þvílíkt kjaftæði.


útskýrðu nánar.

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 25.feb 2013, 10:05
frá JHG
Ferðaðist hér í den svolítið með einum á V6 Runner á 38" og hann kunni að súpa. Einnig átti tengdasonur kunningja míns óbreyttan sjálfskiptan V6 Runner sem eyddi 25 á hundraðið. En einn kunningi minn á þessum tíma sem átti slíkan bíl og vann hjá Toyota sagði mér eitt sinn að ef nýjum Fourrunner bílum hefði verið raðað upp og settir í gang þá gengu engir tveir eins. Svo væri mikill munur á eyðslu og afli eftir eintökum.

Ef þetta er rétt sem hann sagði þá getur það skýrt afhverju menn hafa mjög mismunandi reynslu af eyðslu á þessum bílum.

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 25.feb 2013, 15:11
frá kjartanbj
kolatogari wrote:
-Hjalti- wrote:
kolatogari wrote:held að þú fynnir nú fáar vélar sem eyða minna en 10L kls í keyrslu. kannski 3cyl perkins eða Deutz.


( með fullri virðingu ) þá er þetta þvílíkt kjaftæði.


útskýrðu nánar.



10l á klst er mikið finnst mér

fyllti krúserin hjá mér á Geysi í desember kl 11 að morgni, svo fórum við upp hrunamannaafrétt og leppistungur og þaðan í kerlingarfjöll, frá kerlingarfjöllum vorum við 6 tíma upp í Setur þar sem
færið var þungt og við voru með marga bíla í hóp, sumir á 37" , á tímabili vorum við 4 með bíla í spotta bara því færið var þungt og þeir bara einfaldlega höfðu það ekki , við vorum komnir upp í setur kl hálf tólf á miðnætti, þá var ég með hálfan tank, búin að eyða semsagt um 40 lítrum, á 12.5 tímum , bland af góðu færi og þungu færi , vélin gekk allan tímann , drap aldrei á bílnum

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 25.feb 2013, 15:31
frá Stebbi
-Hjalti- wrote:
kolatogari wrote:held að þú fynnir nú fáar vélar sem eyða minna en 10L kls í keyrslu. kannski 3cyl perkins eða Deutz.


( með fullri virðingu ) þá er þetta þvílíkt kjaftæði.


Bíll sem eyðir 10L á hundraðið og keyrir á 100km/h er að fara með 10L á klukkustund í keyrslu, nákvæmlega ekkert athugavert við það. Sem útskýrir afhverju þjóðvegakeyrslan kostar hlutfallslega mest hjá sumum þegar farið er í jeppaferðir.

Ég fór með yfir 100 lítra úr bænum í Landmannalaugar og tilbaka um daginn, þá var allt á floti innfrá og versnaði allan daginn. Stundum var maður í krapa upp á stuðara, stundum var hægt að spítta í á þokkalega hörðu. Í þessari ferð fór ég með umþb helminginn af olíuni á þjóðvegaskrölt og hinn helminginn í að leika mér, nálin á olíumælinum hægði vel á sér þegar var komið í snjóinn/krapann afþví að vélin var ekki á snúning allan tíman. Ef það væri overdrive í skiptinguni þá væri dæmið allt öðruvísi þannig að það er mjög margt sem spilar inn í svona reikningskúnstir. Þennan dag var ég að fara með ca 10L á klukkustund sem er eins og 10 ára gamall Subaru í langkeyrslu. :)

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 25.feb 2013, 18:59
frá kjartanbj
10 ára illa stilltur subaru með lélegum kertum og þráðum eyðir 10l á langkeyrslu... mældi minn legacy 94módel um daginn 10l í blönduðum akstri.. fer alveg eftir því hvernig maður keyrir líka

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 25.feb 2013, 19:15
frá -Hjalti-
Erum við að tala um eyðslu á klukkutíma í þjóðvegaakstri ?? Ég hélt að það væri verið að tala um akstur í snjó og þá þykir mér sú staðhæfing að engar vélar eyði undir 10L á klukkustund algjörlega óraunhæf.

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 25.feb 2013, 20:27
frá Startarinn
Minn v6 hilux fer með 15-18 á hundraðið á langkeyrslu, 38" dekk, 4,56 hlutföll, 2 gírkassar, samkvæmt minni reynslu á þessum hlutföllum munar um 2-3 ltr á eyðslunni að geta sett fremri kassann í 3ja gír við vissar aðstæður, hann bilaði eftir u.þ.b. ár og var keyrður þannig í 4ða gír í 2 ár, síðan skipt um kassann, eyddi yfirleitt um 18 ef fremri var alltaf í 4ða, fór niður í 15 við að geta sett í 3ja á fremri kassa þegar það hentaði
Mig langar ekki að hugsa til þess hvað hann eyðir innanbæjar, ég veit bara að það er mikið
Ég dró gamlan 38" breyttan rússajeppa frá Eskifirði til RVK fyrir nokkrum árum, ferðahraði 70-90km/h, þá var eyðslan í kringum 20ltr/100km, sama setup

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 25.feb 2013, 20:57
frá StefánDal
Ég átti einu sinni 4Runner V6 á 38" og með 5.29 hlutföllum. Hann var að eyða 10-12 í langkeyrslu og 14 innanbæjar. Gat náð honum niður í 8,5 á langkeyrslu við kjör aðstæður.

Re: V6 3 lítra 4 runner. EYÐSLA?

Posted: 25.feb 2013, 21:22
frá reynirh
Skiftir kanski öllu máli með færið, En mér blöskrar ekki eiðslan á þessum bíl 120-130l miðað við diselbílana sem á sömu vegalengd voru með 80-100l og á minni dekkjum og allir með úrhleipibúnað nema ég og einn turbólaus Dobblecab, þannig að þeir voru alltaf á réttu lofti miðað við aðstæður en ég var mest á um 2-3 pundum og það var ekki allstaðar gott færi þó að megnið að ferðini hafi verið í góðu færi.