Síða 1 af 1

vitleisingur

Posted: 17.feb 2013, 00:22
frá kjellin
Sælir höfðingjar, nú er ég í smá bobba, og vonandi getið þið hjálpað mér

þanning er mál með vexti að ég er með 70 cruiser hásingar undir bílnum hjá mér og braut drif,(aftur drif) það er nú samt ekki stóra vandamálið en þegar ég var að losa öxlana úr (1 af 4 boltum öðrumegin ) þá var ein róinn eithvað skrítinn, en ég náði henni nú af, en svo þegar fór að púsla saman aftur þá sá ég að boltinn var ónítur , hversu mikið vesen er að skipta um boltann, (ég viður kenni að ég er ekki sérfræðingur í þessu og þettað er mitt fyrsta skipti í drif. skiptum) er þettað stórmál eða ?. en svo var annað ég á eftir að fá rétta köggulinn( 4.88 ef einhver á ) en þegar ég púsla þessu saman endanlega hvaða "kítti" eru menn að nota sem pakningar í þessu er það bara klassískt hitaþolið kítti frá wurth eða bara límkítti...... ? kv einn fávís

Re: vitleisingur

Posted: 17.feb 2013, 00:23
frá kjellin
og já ég á myndir af hvaða bolti þettað er , en ég á bara í mestu erfiðleikum með að koma henni hingað inn úr símanum,,,, get sent á e-mail fyrir áhugasama semað hugsanlega vilja reyna hjálpa :D

Re: vitleisingur

Posted: 17.feb 2013, 01:02
frá Hfsd037
Kemurðu boltanum ekki aftur upp á? ef þú átt ekki gengjusett þá borgar sig að kíkja bara á næsta rennismið
En ég veit ekki hvort að skrúfgangurinn sé bolt on, ef svo er þá er málið að skrúfa gengjuna úr og setja nýja í staðin

Image

Image

Re: vitleisingur

Posted: 17.feb 2013, 02:01
frá kjellin
ég kemst nú allveg í gengu sett,,, ... en mér fanst eithvað rangt við það að græja þettað þanning,,,, þettað er nú einn af fjórum boltum semað halda dekki og öxli undir bílnum þanning að persónulega myndi ég nu vilja hafa þettað pottþétt helst bara setja níjan bolta

Re: vitleisingur

Posted: 17.feb 2013, 09:31
frá sukkaturbo
Sæll settu nýjan bolta það er hægt að skipta um bolta gæti trúað að þeir væru til hjá Toyota kveðja guðni

Re: vitleisingur

Posted: 17.feb 2013, 10:05
frá Polarbear
sammála Guðna, skiptu um boltann. þessu er bara þrýst í ef ég man rétt. lítið mál að slá hann úr og setja nýjan. fást pottþétt í toyota. gætir samt þurft að panta.

Re: vitleisingur

Posted: 17.feb 2013, 10:07
frá ellisnorra
Hlynur þú ert að rugla strákinn með þessari mynd, þarna ertu að sýna eitthvað full float dót en það er semi float í 70 krúser eins og í hilux.

Ef þig vantar eitthvað í þetta þá á ég allt í þetta fyrir þig, getur fengið öxla með öllu hjá mér á góða gjaldinu. Ég á líka drif handa þér en það er ekki í köggli, ég kemst reyndar ekki til að afhenda þetta fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudaginn.

Re: vitleisingur

Posted: 17.feb 2013, 10:32
frá Polarbear
ég get stillt inn drif fyrir þig ef þú villt. það er reyndar altaf vont og erfitt að stilla inn notuð drif svo vel sé, en það er yfirleitt hægt fyrir því :)

Re: vitleisingur

Posted: 17.feb 2013, 12:12
frá Haukur litli
Hvað eru boltarnir sverir og langir? Ég er með Toyota partahásingu úti á kerru. Ég skal henda 2 boltum í umslag og senda þér ef þeir eru af sömu stærð.

Re: vitleisingur

Posted: 21.feb 2013, 23:08
frá kjellin
Boltinn er 10mm minnir mig og 35 mm tad sem ég sé af honum, en ég myndi tiggja tettad bod efad toyota eige ekki nìann, en svo er annad tad virdist vera einhver tregdu làs à kögglinum hjà mèr en èg vard aldrei var vid virkni i honum er èg ad nota vitlausa olíu eda ? Og hvad hafa menn verid ad setja med drifnu tilad tètta tad? Afsakid vöntun à islensku stöfunum apparatid bídur ekki uppà tad

Re: vitleisingur

Posted: 21.feb 2013, 23:27
frá Polarbear
þetta er LSD (Limited-Slip-Differential) eða tregðulás, sumir kalla þetta diskalás. Þú þarft að nota LS olíu á þetta drif ef lásinn á að virka. Ég hef heyrt menn "hreinsa" þessa diska með því að fylla drifið af sjálfskiptivökva (eða amk. blanda honum í LS drifolíu) og keyra svo rólega í nokkrar 8 á bílaplani og tappa svo vel af, og setja LS-olíu á. veit ekkert hvort það virkar hinsvegar. passaðu þig bara að þú gætir rúststað drifinu ef þú keyrir meira en nokkra tugi metra með sjálfskiptiolíu engöngu á þessu... því hún smyr ekkert.

Re: vitleisingur

Posted: 21.feb 2013, 23:31
frá kjellin
Takk fyrir svörin stràkar En er ekki nó bara trìfa hann àdur en ég set hann í,, en ég fékk annan köggul semad var lika med allveg eins làs get ég tá sett hinn(gamla) í reverse drifid eda passar hann ekki eda er hann kanski ekki tess virdi ? Og er tessi ls olía bara til í bílanaust eda tarf ad versla tad hjà toyota eda ?

Re: vitleisingur

Posted: 21.feb 2013, 23:37
frá Polarbear
þú færð ls-drifolíu á næstu bensínstöð eða smurstöð. þeir ættu að vita nákvæmlega hvað þig vantar ef þú segir þeim að þú þurfir drifolíu fyrir tregðulæst drif.

það er ekkert sérlega skemmtilegt að keyra bíl með tregðulæsingu í framdrifinu... mæli frekar með loftlæsingu sem hægt er að taka alveg af.

helsti gallinn við LSD lása er sá að þeir svíkja alltaf þegar þú þarft mest á þeim að halda :)

Re: vitleisingur

Posted: 21.feb 2013, 23:40
frá kjellin
Eg var nu bara ad spa tvi tettad er til, held ad veskid leifi ekki loftlàs strax..... En diskalàs hlítur ad vera betri en enginn làs, en ég svo sem set bara afturköggulin i um helgina mà ekki vid tvi ad vera bíllaus mikid lengur:)

Re: vitleisingur

Posted: 21.feb 2013, 23:42
frá Stebbi
Polarbear wrote:helsti gallinn við LSD lása er sá að þeir svíkja alltaf þegar þú þarft mest á þeim að halda :)


Já þeir eru duglegir að koma manni í vesen en vonlausir að koma manni úr því en það ef hægt að nota handbremsuna til að jafna átakið á milli hægri og vinstri en það er frekar takmarkað og virkar ekki að framan.

Re: vitleisingur

Posted: 23.feb 2013, 12:20
frá kjellin
en nú er meira vesen, ég er komin með kamb og pinion. en kamburinn er mikið þikkari heldur en sá gamli og þetta virðist ekki atla passa í köggulinn, kannast menn við það,? mér skilst að ég þurfi aðra keisingu, ,,,, er nokkuð einhver sem lummar á svoleiðis bara tómri ?