Síða 1 af 1
hjálp kraftleysi
Posted: 16.feb 2013, 03:56
frá runark
sælir
er með galloper 2,5 dísel sem varð mjög kraftlaus eftir að hann fékk smá matarolíu ég er búinn að skipta um hráolíusíu og krafturinn hefur ekkert komið til baka hvað gæti verið að öll ráð þeginn
mbk rúnar
Re: hjálp kraftleysi
Posted: 16.feb 2013, 05:57
frá mikki
það er litil sia a inntakinu a oliverkinu sem hefur mer verið til vandræða eg tok hana ur og bilinn eðlilegur aftur
Re: hjálp kraftleysi
Posted: 16.feb 2013, 12:23
frá lecter
sælir það er ástæða fyrir siuni á oliuverkinu,,, ef hún er til vandræða þá ertu ekki með nógu góðar forsiur hvaða micron ertu með ,, ,,,,, en ef þú færð skit i oluverkið og alla leið i spissana þá þarftu að skipta um disurnar og oluverkið það er eingin lausn að taka siðustu síuna úr ,,
Re: hjálp kraftleysi
Posted: 16.feb 2013, 13:08
frá kjartanbj
olíuverks upptekkt er líka $$$ Maaaargir peningar
Re: hjálp kraftleysi
Posted: 16.feb 2013, 13:39
frá Stebbi
runark wrote:sælir
er með galloper 2,5 dísel sem varð mjög kraftlaus eftir að hann fékk smá matarolíu ég er búinn að skipta um hráolíusíu og krafturinn hefur ekkert komið til baka hvað gæti verið að öll ráð þeginn
mbk rúnar
Þú þarft að þynna út matarolíuna með dísel, í frosti og kulda þykknar hún svo mikið að olíuverkið hefur ekki undan að dæla og sveltir vélina. Ertu nokkuð að ná nema 3000 rpm.
Re: hjálp kraftleysi
Posted: 16.feb 2013, 14:50
frá Hrannifox
þú verður að hreinsa oliuna mjög vél áðuren þú setur hana á bílinn eins að hafa forsíu á undan hráoliusíu.
eins í frosti að setja disel allavega til helminga fer eftir hversu mikið frost er.
ég myndi ekki keyra á matar/djupsteikingaroliu einsog veðrið er í dag nema að blanda hana mikið og hreinsa hana vél.
Re: hjálp kraftleysi
Posted: 16.feb 2013, 16:15
frá runark
matarolían var síuð í gegnum gallabuxur og náðist mikið grugg úr henni, ég blandaði 15l. á móti 40l ad dísel sem voru á honum og já hann fer ekki mikið upp fyrir 3000 snúninga. hvar á olíuverkinu er þessi smásía. getur maður fundið mynd af þessu og gert þetta sjálfur
Re: hjálp kraftleysi
Posted: 16.feb 2013, 16:23
frá mikki
það er inntak og bakflæði a oliverkinu sian er a inntakinu losar uppa rorið og tekur það af þar er litill gormur sem þu tekur bara i burtu og potar skrufjarni i gatið og nærð þannig siuni ur :D virkar fint hja mer
Re: hjálp kraftleysi
Posted: 16.feb 2013, 16:40
frá Stebbi
Það er ekkert í síuni hjá þér, olían er bara svo þykk. Ég er búin að prufa þetta á svona vél og þær eiga erfitt með að keyra á matarolíu sem ekki er búið að vinna í biodiesel fyrir neðan 10°C. Bíllinn hjá mér stíflaðist svona og eina leiðin var að keyra steinolíu í gegnum allt draslið þangað til hann varð góður. Ég var með fullan tank af matarolíu og það tók rúma viku að ná þessu úr honum með því að vera að stöðugt að fylla hann upp með steinolíu, þegar það er svo komið er komin tími á síuskipti.
Matarolían losar upp alla drullu sem er í tanki og lögnum og mokar henni fram í síu, það góða við þetta er að eftir þetta verður tankurinn og lagnirnar tandurhreinar.
Re: hjálp kraftleysi
Posted: 16.feb 2013, 19:45
frá grimur
Þetta er mini-sían í olíuverkinu, já. ALLS EKKI fjarlægja hana samt. Bara þrífa. Best að ná þessu með litlum segli og pota svo í aftur með því að setja síuna á sogrör(ýta henni uppá) eða eitthvað þannig. Erfitt að koma henni rétt í öðruvísi.
50/50 matarolía og steinolía hefur virkað fínt hjá mér. Best að blanda áður en þetta fer á tankinn.
Ég hef líka græjað rör-í-rör hitara á olíuna sem hjálpar að halda góðu flæði. Notaði afturímiðstöðvar-lagnirnar til að ná í heita vatnið.
kkv
Grímur