Framdrif Nissan Double cap


Höfundur þráðar
Narfi
Innlegg: 35
Skráður: 18.jan 2013, 12:08
Fullt nafn: Halldór Hafdal Halldórsson

Framdrif Nissan Double cap

Postfrá Narfi » 15.feb 2013, 23:56

Nú vantar mig smá upplýsingar,ég er með Nissan double cap 95 árg og er að spá í framdrifinu þegar ég legg á hann á mjög hægri ferð kemur töluverð þvingun fram eins og hann sé læstur með nospin en ég held að það sé örugglega engin læsing í honum að framan allavegana spólar hann bara á öðru framhjóli en bæði afturhjólin virðast taka á. Finn ekkert óeðlilegt á ferð í fjórhjóladrifinu.mér finnst þetta vera mun meira á malbiki en möl. þið Nissan menn eða aðrir þekkið þetta kannski og ausið úr viskubrunninum. Ég er búinn að vera svo lengi á Landrover með sídrifi þar sem eru ekki svona vandamál maður bara beygir í allar áttir eins og enginn sé morgundagurinn.



User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Framdrif Nissan Double cap

Postfrá Svenni30 » 16.feb 2013, 00:43

Það er ekkert óeðliegt við að hann sé þvingaður á malbiki þegar þú er í 4x4!
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"


Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Framdrif Nissan Double cap

Postfrá Big Red » 16.feb 2013, 11:45

erum með 1991árg og er hann pinnlæstur að aftan enn með einhverskonar tregðulás að framan. annars ekkert óeðlilegt að hann þvingist á malbiki, eins og svenni sagði
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


Höfundur þráðar
Narfi
Innlegg: 35
Skráður: 18.jan 2013, 12:08
Fullt nafn: Halldór Hafdal Halldórsson

Re: Framdrif Nissan Double cap

Postfrá Narfi » 16.feb 2013, 13:45

Já mig grunaði þetta fór aðeins að leika mér á honum í dag á Reykjanesinu og þetta virðist bara funkera flott,ég var bara eitthvað skeftískur á þetta er nefnilega að reyna selja dósina fyrir sytir mína og einn kaupandinn vildi meina að þetta væri eitthvað óeðlilegt,en ég sel hann þá bara með betri samvisku á eftir .


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 24 gestir