Síða 1 af 1
Spacerar
Posted: 15.feb 2013, 13:27
frá vignirbj
Sælir,
Er einhver sem hefur fengið vélsmiðju hérna heima til að smíða fyrir sig spacera sem breyta 5x4,5 (ford explorer) í 6x5,5 deilingu (japanskt)?
Ef svo er hvað kostar svona, hvernig er þetta útfært og endist þetta sæmilega?
kveðja Vignir
Re: Spacerar
Posted: 15.feb 2013, 13:33
frá jongud
Settu Dana 44 nafstúta og GM nöf að framan og fljótandi öxla að aftan með 6-gata deilingunni.
Málið leyst og sterkari búnaður.
Re: Spacerar
Posted: 24.feb 2013, 13:23
frá jeepcj7
Hann Maggi dollar hefur verið að smíða spacera í flestum útgáfum en þetta er oftast fjandi dýrt,prufaðu að tala við hann eða senda á hann póst á felgur.is
Re: Spacerar
Posted: 24.feb 2013, 16:31
frá vignirbj
Takk fyrir upplysingarnar, er sennilega kominn með felgur þannig að þessar pælingar eru komnar a hold
Re: Spacerar
Posted: 24.feb 2013, 20:43
frá Lindemann
Þetta er líka frekar óhagstætt í notkun, þetta þarf alltaf að vera töluvert þykkt og þar af leiðandi þarftu að fá þér felgur með meira backspace. Einnig er þetta þungt ef þetta er úr stáli og ekki nægilega sterkt úr áli.