Síða 1 af 1

Snúningshraðamælir Pajero 2,8

Posted: 12.feb 2013, 18:59
frá Jóhann
Sælir hvað getur verið að þegar snúningsmælirinn hættir að virka? búina að prófa annað mælaborð og það dugar ekki, er öryggi einhverstaðar á leiðinni eða kemur merki beint frá altenator og upp í mælir?

Re: Snúningshraðamælir Pajero 2,8

Posted: 13.feb 2013, 11:02
frá Jóhann
Er engin sem veit hvernig þetta er ? En veit einhver hvar hægt er að fá rafmagnsteikningar af þessu dóti?

Re: Snúningshraðamælir Pajero 2,8

Posted: 13.feb 2013, 11:08
frá joias
Ég lenti í nákvæmlega sama með minn og hef ekki ennþá fundið út úr þessu, talaði við umboðið og fékk loðin svör eins og alltaf. Hver er spekingur í þessum bílum?

Re: Snúningshraðamælir Pajero 2,8

Posted: 18.feb 2013, 15:50
frá joibarda
Þetta er svona í bílnum hjá mér, þ.e. að mælirinn er oftar óvirkur en virkur.
Ég fékk þær upplýsingar á sínum tíma að hann tæki merki frá olíuverkinu, og var mér sagt að losa rafmagnstengi aftan á/á hliðinni (man það ekki alveg) á verkinu og prufa að hreinsa það.
Það breytti þó ekki miklu, en hann virkaði þó oftar en áður.

Re: Snúningshraðamælir Pajero 2,8

Posted: 18.feb 2013, 18:43
frá Stebbi
Bíllinn minn var svona að detta inn og út í tíma og ótíma, það var sambandsleysi í lúminu sem fer frá olíuverki og yfir vélina. Vírinn fyrir snúningshraðamælinn var að detta í sundur.

Re: Snúningshraðamælir Pajero 2,8

Posted: 19.feb 2013, 10:26
frá Jóhann
Kemur merkið frá olíuverki ekki frá altenator?