Síða 1 af 1
reynsla af V6 pajero ?
Posted: 11.feb 2013, 01:07
frá Oskar K
hvernig hafa þessar V6 pæjur verið að reynast ? er að skoða 3,5 bíl
geri mér grein fyrir því að V6 bensín jeppi sem er 2tonn+ er aldrei að fara eyða 10 á hundraðið, en hvernig eru þeir að öðru leiti
það eru nýjar heddpakkningar í þessum bíl ( sem mér skillst að sé stærsta vandamálið)
er þetta þokkalega sprækt með þessum 3,5 210hö mótor ?
endilega segið me´r eitthvað sem ég veit ekki ( sem er flest, enda algjör byrjandi í MMC)
Re: reynsla af V6 pajero ?
Posted: 11.feb 2013, 01:44
frá Valdi B
mér finnst gott að keyra þá... sitja í þeim... og yfir allt þægilegir í umgengni.. en já þeir eyða vel en maður hefur heyrt að 3.5 bílarnir séu skárri uppá bilanatíðni frekar en 3.0...en maður hefur heyrt ýmislegt... meira segja um volkswagen sem hefur aldrei bilað ... hverju maður á að trúa er annað mál hehe :)
Re: reynsla af V6 pajero ?
Posted: 11.feb 2013, 02:37
frá -Hjalti-
valdibenz wrote:mér finnst gott að keyra þá... sitja í þeim... og yfir allt þægilegir í umgengni.. en já þeir eyða vel en maður hefur heyrt að 3.5 bílarnir séu skárri uppá bilanatíðni frekar en 3.0...en maður hefur heyrt ýmislegt... meira segja um volkswagen sem hefur aldrei bilað ... hverju maður á að trúa er annað mál hehe :)
Ég held að þú ættir að hætta að taka mark þessum aðilum sem þú hefur allt eftir. Dohc 3.5 og Dohc 3.0 er sama vélin með sama stýribúnað að mestu leiti bara annar er með meira stroke. sohc 3.0 vélin er svo yfirleitt mikið áræðanlegri en hinar tvær fyrr nefndu en töluvert aflminni.
Re: reynsla af V6 pajero ?
Posted: 11.feb 2013, 02:43
frá Valdi B
ég hef ekkert vit á þessum vélum, er bara segja eitthvað sem ég hef heyrt ;) þú ættir ekki að taka nærri þér hjalti... eins og flest allt annað
Re: reynsla af V6 pajero ?
Posted: 11.feb 2013, 02:53
frá -Hjalti-
valdibenz wrote:ég hef ekkert vit á þessum vélum,
Var hann að spurja um hvað þú heldur eða hefur heyrt ? Sýndist hann hafa spurt um reynslu á þessum bílum. ekki hvort þú hafir setið í svona bíl. Það eru allir að reyna að hjálpast að hér og svona svör án staðreynda hjálpa engum.
Re: reynsla af V6 pajero ?
Posted: 11.feb 2013, 03:08
frá Valdi B
það er reyndar alveg rétt, þetta er bara eitthvað sem´eg heyrði fyrir eitthverjum árum og situr fast í kollinum á mér... svo mér finnst svosem ekkert að því að deila því með öðrum enda gaf ég það upp að þetta væri eitthvað sem ég heyrði og orð um það meir.....
Re: reynsla af V6 pajero ?
Posted: 11.feb 2013, 08:31
frá HaffiTopp
Hvaða árgerð er þetta?
Re: reynsla af V6 pajero ?
Posted: 11.feb 2013, 09:56
frá atte
Ég átti svona 3.5 bensín bíl árg 2001 á 35 tommu dekkjum í 3 ár. Mjög góður bíll að öllu leiti, drakk bensín eins og enginn væri morgundagurinn en mjög þægilegur að
öllu öðru leiti, passaðu þig samt á tímareimarskiptum það kostar alveg svakalega að skipta um þær og það verður að gera á 90þús km fresti eða 5 ára fresti hvort sem kemur á undan.
Annars bilar þetta bara lítið held ég, eina sem skeði hjá mér í þessi 3 ár sem ég átti minn var eitt stk hjólalega að framan.
Re: reynsla af V6 pajero ?
Posted: 11.feb 2013, 20:23
frá Stjáni
Er með einn svona sem spindilkúla var orðin slöpp og hrökk í sundur og véla bitinn boginn og allt fór í steik hehe, finnst þær býsna ræfilslegar spindilkúrnar svo ég sé alveg ástæðu til að fylgjast vel með þeim allavega :)
Re: reynsla af V6 pajero ?
Posted: 11.feb 2013, 21:01
frá Játi
Sjálfskiptingin við þessa vél er alveg hrikaleg af mínu mati ef þú ætlar að nota þetta eitthvað af viti er best að finna sér bíl með járnkall uppúr gólfinu
Re: reynsla af V6 pajero ?
Posted: 12.feb 2013, 02:55
frá Oskar K
þetta er 98 bíll sem ég er að pæla í, grunaði reyndar eins og ég segi að þetta eyði bensíni en það er allt eins og yaris eftir að hafa átt V6 toyotu
Re: reynsla af V6 pajero ?
Posted: 12.feb 2013, 02:57
frá Oskar K
annars er sennilega mesta vitið að henda bara cummins í þetta !
Re: reynsla af V6 pajero ?
Posted: 12.feb 2013, 05:17
frá Hfsd037
Oskar K wrote:annars er sennilega mesta vitið að henda bara cummins í þetta !
ekki gleyma P7100 olíuverkinu
Re: reynsla af V6 pajero ?
Posted: 12.feb 2013, 07:28
frá muggur
Oskar K wrote:þetta er 98 bíll sem ég er að pæla í, grunaði reyndar eins og ég segi að þetta eyði bensíni en það er allt eins og yaris eftir að hafa átt V6 toyotu
Veit ekki hvað v6 toyota eyðir en minn 3000 bíll er í svona 14 til 15 Rek-Akureyri (full-lestaður með tengdamömmubox). Hef getað logið því að sjálfum mér að ég hafi náð honum niður í rúma 12 (niður Kambana í N :-) Innanbæjar er hann í svona 20 lítrum auðveldlega. Kannski er 3500 bíllinn það mikið aflmeiri að hann nær þessu á lægri snúningi og minni eyðslu en ég efast um það.
Aftur á móti þá held ég að ef þú ætlar í bensín þá sé best að fara alla leið og fara í 3500 bílinn því að ekki get ég sagt að minn torki miklu né að ég vinni einhverjar spyrnur á honum (fyrir utan kannski Zetor). Annars eru þetta flottir bílar og frábært að ferðast á þessu.
kv. Muggur
Re: reynsla af V6 pajero ?
Posted: 12.feb 2013, 09:29
frá Oskar K
muggur wrote:Oskar K wrote:þetta er 98 bíll sem ég er að pæla í, grunaði reyndar eins og ég segi að þetta eyði bensíni en það er allt eins og yaris eftir að hafa átt V6 toyotu
Veit ekki hvað v6 toyota eyðir en minn 3000 bíll er í svona 14 til 15 Rek-Akureyri (full-lestaður með tengdamömmubox). Hef getað logið því að sjálfum mér að ég hafi náð honum niður í rúma 12 (niður Kambana í N :-) Innanbæjar er hann í svona 20 lítrum auðveldlega. Kannski er 3500 bíllinn það mikið aflmeiri að hann nær þessu á lægri snúningi og minni eyðslu en ég efast um það.
Aftur á móti þá held ég að ef þú ætlar í bensín þá sé best að fara alla leið og fara í 3500 bílinn því að ekki get ég sagt að minn torki miklu né að ég vinni einhverjar spyrnur á honum (fyrir utan kannski Zetor). Annars eru þetta flottir bílar og frábært að ferðast á þessu.
kv. Muggur
var nú reyndar lítið að pæla í spyrnum á sjálfskiptum 2200kg jeppa með v6 í húddinu
og V6 toyota eyðir útborguninni þinni á 3 dögum max
Re: reynsla af V6 pajero ?
Posted: 12.feb 2013, 09:47
frá muggur
Oskar K wrote:var nú reyndar lítið að pæla í spyrnum á sjálfskiptum 2200kg jeppa með v6 í húddinu
og V6 toyota eyðir útborguninni þinni á 3 dögum max
Jæja það er gott að geta bent á einhverja bíla sem eyða meira en minn, takk fyrir það. Ég er nú reyndar ekki í neinum spyrnum á mínum heldur en þetta með torkið er dáldið pirrandi. Það að keyra upp Holtavörðuheiðina og halda varla 80km/klst með allt í botni er ekkert rosalega gaman. En eins og þú segir þá er þetta jeppi og ekki neitt sérstakelga ætlaður í hraðakstur. Aðrir kostir vega það upp.
Re: reynsla af V6 pajero ?
Posted: 12.feb 2013, 11:19
frá Játi
muggur wrote:Oskar K wrote:var nú reyndar lítið að pæla í spyrnum á sjálfskiptum 2200kg jeppa með v6 í húddinu
og V6 toyota eyðir útborguninni þinni á 3 dögum max
Jæja það er gott að geta bent á einhverja bíla sem eyða meira en minn, takk fyrir það. Ég er nú reyndar ekki í neinum spyrnum á mínum heldur en þetta með torkið er dáldið pirrandi. Það að keyra upp Holtavörðuheiðina og halda varla 80km/klst með allt í botni er ekkert rosalega gaman. En eins og þú segir þá er þetta jeppi og ekki neitt sérstakelga ætlaður í hraðakstur. Aðrir kostir vega það upp.
Miðað við þetta þá held ég að 3.5 bíllin sé málið þar sem minn ríkur upp bröttubrekkuna á 100 fulllestaður á 33"dekkjum en buddan er samt ekki altaf sátt með það.
Re: reynsla af V6 pajero ?
Posted: 13.feb 2013, 16:38
frá íbbi
hef átt bensín pajeroa, þeir hafa reynst mjög vel það vantaði ekki, en áðurnefnd eyðsla var alveg til staðar.
munar samt öllu að hafa 24v, jú vissulega kannast ég við tork leysið í 3.0l 24v en í 12v bílnum er þetta hreint fáránlegt
Re: reynsla af V6 pajero ?
Posted: 13.feb 2013, 16:43
frá HaffiTopp
Hvaða eyðslu eru menn að tala um, svona í samhengi við viðhald eins og kerti og svoleiðis óþarfa?
Re: reynsla af V6 pajero ?
Posted: 13.feb 2013, 19:25
frá Játi
HaffiTopp wrote:Hvaða eyðslu eru menn að tala um, svona í samhengi við viðhald eins og kerti og svoleiðis óþarfa?
Minn er eð eiða á bilinu 16-17l í blönduðum akstri á 33" þegar ég keiri en 1-2l minna þegar konan er á honum. Mig grunar samt að skiptingin sé að hirða til sín 2-3l á hundraði og mig hlakkar til að sjá eiðslumunin þegar ég skelli gírkassanum í. en varðandi viðhald þá er ekki komin almennileg reinsla á minn þar sem ég hef bara átt hann í nokkra mánuði en ég veit að það er haugavesen að skipta um kerti og þau eru rándýr platínukerti í honum. Hjólabúnaðurinn og drifbúnaðurinn er níðsterkur í þessum bílum en mér skilst að legur í gírkössum séu vandamál og eitthvað hef ég heirt um heddpakkningavesen
Re: reynsla af V6 pajero ?
Posted: 13.feb 2013, 19:55
frá HaffiTopp
Mér finnst þetta ekki mikil eyðsla svona innanbæjar. Hvað er hann með í langkeyrslu?
Ef við miðum við til dæmis Cherokee þá fara þeir nú svipað með eldsneytið og fleyri svipaðir bensínbílar.
Heddpakkningar fara yfirleitt ef vatnskassarnir fá að verða gamlir og fúnir. Það voru held ég gömlu kassalaga Pajeroarnir sem voru með lélegar legur í gírkössunum. Svo er auðvelt að segja að drifbúnaðurinn sé sterkur í þessum bílum þegar ekkert er aflið að ráði til að brjóta neitt ;)
Re: reynsla af V6 pajero ?
Posted: 13.feb 2013, 20:03
frá -Hjalti-
HaffiTopp wrote:Mér finnst þetta ekki mikil eyðsla svona innanbæjar. Hvað er hann með í langkeyrslu?
Ef við miðum við til dæmis Cherokee þá fara þeir nú svipað með eldsneytið og fleyri svipaðir bensínbílar.
Heddpakkningar fara yfirleitt ef vatnskassarnir fá að verða gamlir og fúnir. Það voru held ég gömlu kassalaga Pajeroarnir sem voru með lélegar legur í gírkössunum. Svo er auðvelt að segja að drifbúnaðurinn sé sterkur í þessum bílum þegar ekkert er aflið að ráði til að brjóta neitt ;)
er ekki 9.25" afturdrif í þessu og 8" að framan ?
Re: reynsla af V6 pajero ?
Posted: 13.feb 2013, 21:02
frá Stebbi
-Hjalti- wrote:er ekki 9.25" afturdrif í þessu og 8" að framan ?
V6 3.0 ssk er með 9" að aftan og 7.25" að framan, beinskipti bíllinn á að vera með stærra drifið að framan þegar það kemur uppúr 93 eða 95. 3,5 er með 9.5" að aftan og 8" að framan.
HaffiTopp wrote:Mér finnst þetta ekki mikil eyðsla svona innanbæjar. Hvað er hann með í langkeyrslu?
Ef við miðum við til dæmis Cherokee þá fara þeir nú svipað með eldsneytið og fleyri svipaðir bensínbílar.
Heddpakkningar fara yfirleitt ef vatnskassarnir fá að verða gamlir og fúnir. Það voru held ég gömlu kassalaga Pajeroarnir sem voru með lélegar legur í gírkössunum. Svo er auðvelt að segja að drifbúnaðurinn sé sterkur í þessum bílum þegar ekkert er aflið að ráði til að brjóta neitt ;)
'99 til '04 V8 Grand Cherokee er að eyða svipað og þessar tölur og getur farið niður í 11 út á vegi við mjög góðar aðstæður. En hann gjörsamlega steikir svona pajero þegar það kemur að því að nota hægri pinnann í gólfinu.
Re: reynsla af V6 pajero ?
Posted: 13.feb 2013, 21:45
frá HaffiTopp
4.7 V8 með aðeins 236 hö orginal (ekki HO vélin) finnst mér lágar hestaflatölur hjá V8 mótor miðað við að 3.5 Pajero MK2 er með sirka 210 hö og togar eitthvað meira en rúmtaksmeiri línusexan úr XJ Cherokee (frekar asnalegur samanburður, I know)
Hvað er V8 Grandinn mikið léttari en gamli Pajero og hvað togar hann mikið Stebbi?
Reyndar mikið til í því sem komið hefur hér fram að skiptingin á þessum bílum er ekkert svakalega skemmtileg, en MK 3 bíll með 3,5 L vélinni og sjálfskiptingu er miklu þunglamalegri og þá er minn Pajero Sport eins og balletdansmær í samanburði og sá er ekki lengi að skipta sér niður við framúrakstur úti á þjóðvegi og hann er viljugur til að snúast og þá er ágætt afl í honum. Mjög skemmtileg skipting í þeim bílum.
Svo hef ég heyrt í nokkrum og lesið um það að 3,5 L MK3 Pajero með beinskiptingu sé alveg ömurlegt combó.
Re: reynsla af V6 pajero ?
Posted: 13.feb 2013, 23:33
frá Játi
HaffiTopp wrote:4.7 V8 með aðeins 236 hö orginal (ekki HO vélin) finnst mér lágar hestaflatölur hjá V8 mótor miðað við að 3.5 Pajero MK2 er með sirka 210 hö og togar eitthvað meira en rúmtaksmeiri línusexan úr XJ Cherokee (frekar asnalegur samanburður, I know)
Hvað er V8 Grandinn mikið léttari en gamli Pajero og hvað togar hann mikið Stebbi?
Reyndar mikið til í því sem komið hefur hér fram að skiptingin á þessum bílum er ekkert svakalega skemmtileg, en MK 3 bíll með 3,5 L vélinni og sjálfskiptingu er miklu þunglamalegri og þá er minn Pajero Sport eins og balletdansmær í samanburði og sá er ekki lengi að skipta sér niður við framúrakstur úti á þjóðvegi og hann er viljugur til að snúast og þá er ágætt afl í honum. Mjög skemmtileg skipting í þeim bílum.
Svo hef ég heyrt í nokkrum og lesið um það að 3,5 L MK3 Pajero með beinskiptingu sé alveg ömurlegt combó.
ég er ekki alveg að kaupa að gírkassi úr 3.0 bíl verði alltieinu ömurlegur í 3.5 bíl sem eru að öllu öðru leiti eins nema hann fær örlitið þyngri drifhlutföll í 3,5 bílnum en ég verð þá bara að undirbúa mig fyrir það versta og vera tilbúin að leggja bílnum ef þetta fer allt hræðilega úrskeiðis :P
Re: reynsla af V6 pajero ?
Posted: 13.feb 2013, 23:46
frá Játi
HaffiTopp wrote:Mér finnst þetta ekki mikil eyðsla svona innanbæjar. Hvað er hann með í langkeyrslu?
Ef við miðum við til dæmis Cherokee þá fara þeir nú svipað með eldsneytið og fleyri svipaðir bensínbílar.
Heddpakkningar fara yfirleitt ef vatnskassarnir fá að verða gamlir og fúnir. Það voru held ég gömlu kassalaga Pajeroarnir sem voru með lélegar legur í gírkössunum. Svo er auðvelt að segja að drifbúnaðurinn sé sterkur í þessum bílum þegar ekkert er aflið að ráði til að brjóta neitt ;)
á miðað við það sem ég hef kinnst í sambærilegum nissan og Toyotum með sjálfstæða fjöðrun að framan og hásingu að aftan þá er þetta allt mun sverara og sterkbygðara bæði drif öxlar liðir og stýfur og stýrisbúnadur reindar dálítið síðan ég lá undir toyotu
Re: reynsla af V6 pajero ?
Posted: 14.feb 2013, 07:41
frá HaffiTopp
Játi wrote:HaffiTopp wrote:4.7 V8 með aðeins 236 hö orginal (ekki HO vélin) finnst mér lágar hestaflatölur hjá V8 mótor miðað við að 3.5 Pajero MK2 er með sirka 210 hö og togar eitthvað meira en rúmtaksmeiri línusexan úr XJ Cherokee (frekar asnalegur samanburður, I know)
Hvað er V8 Grandinn mikið léttari en gamli Pajero og hvað togar hann mikið Stebbi?
Reyndar mikið til í því sem komið hefur hér fram að skiptingin á þessum bílum er ekkert svakalega skemmtileg, en MK 3 bíll með 3,5 L vélinni og sjálfskiptingu er miklu þunglamalegri og þá er minn Pajero Sport eins og balletdansmær í samanburði og sá er ekki lengi að skipta sér niður við framúrakstur úti á þjóðvegi og hann er viljugur til að snúast og þá er ágætt afl í honum. Mjög skemmtileg skipting í þeim bílum.
Svo hef ég heyrt í nokkrum og lesið um það að 3,5 L MK3 Pajero með beinskiptingu sé alveg ömurlegt combó.
ég er ekki alveg að kaupa að gírkassi úr 3.0 bíl verði alltieinu ömurlegur í 3.5 bíl sem eru að öllu öðru leiti eins nema hann fær örlitið þyngri drifhlutföll í 3,5 bílnum en ég verð þá bara að undirbúa mig fyrir það versta og vera tilbúin að leggja bílnum ef þetta fer allt hræðilega úrskeiðis :P
Enda var ég að tala um þriðju kynslóðar bíl :)
Já manni hefur sýnst að Pajeroinn sé með ansi þykkt undir sér hehe
Re: reynsla af V6 pajero ?
Posted: 14.feb 2013, 17:16
frá Oskar K
þetta var fljótt að' fara úr böndunum :D
en já, svo þetta eru ágætis tíkur fyrir utan eyðslu ? langar hrikalega í stuttan svona á 35-38"
Re: reynsla af V6 pajero ?
Posted: 14.feb 2013, 19:37
frá Játi
Oskar K wrote:þetta var fljótt að' fara úr böndunum :D
en já, svo þetta eru ágætis tíkur fyrir utan eyðslu ? langar hrikalega í stuttan svona á 35-38"
Já en skoðaðu bara grindina vel áður en þú kaupir það vill oft koma upp holdsveiki við afturhjólin
Re: reynsla af V6 pajero ?
Posted: 24.mar 2013, 15:33
frá Straumur
finnst flestir vera að tala um eldra boddýið, þá 2000 og eldra, en hvernig er 2001 og yngri að koma út með bensínvélini. Eru það svipaðar eyðslutölur, kominn 5 þrepa skipting og hlýtur að vera allt annar bill ?!? Þekkja menn það eitthvað ?
kv, Kristján