Síða 1 af 1

Efni á pall

Posted: 10.feb 2013, 22:21
frá halli7
Hafið þið einhverja reynslu á þessu hérna: http://www.arctictrucks.is/?pageId=1559 ... VPPROTECTA ?
Hvernig virkar þetta, þarf að grunna eða bara þrífa mjög vel?

Er þetta einhvað sambærilegt og það sem er sett á flesta nýja picupa í dag ?

Er að spá í þessu á hilux dc pall.

Re: Efni á pall

Posted: 11.feb 2013, 00:56
frá Fetzer
sæll, settum svona efni inní farþegarými á Wrangler, kostar minnir mig 15 þúsund kall dollan, við þrifum allt hátt og lágt, einnig pússuðum við með 400 pappír það helsta, það var mælt með því, en þarf sennilega ekki alltaf.

efnið sjálft er ekki sambærilegt við RINO-LINE að mínu mati, en mjög gott eigu að síður, og verður mjög snyrtilegt og ekkert mál að skrúbba drullu af t.d pall eftir slíka áferð.

við fórum tvær umferðir eins og talað er um að sé málið. virkaði svolitið á mig eins og þetta væri bara svört málning með sandblöndu, þarf að hrista og hræra vel, fyrsta umferðin var ekkert voðalega þekjandi, frekar þurr og ljót, svo önnur umferð var bara mjög flott, hefði viljað sjá þriðju umferð, muna bara að hræra í dolluni oft.

ég persónulega myndi nota þetta efni aftur, RINO-line er bara 150 þúsund á pall, en þetta virðist ekki gefa svona plastáferð eins og ég átti von á.

Re: Efni á pall

Posted: 11.feb 2013, 01:03
frá dabbigj
þetta er polyurethane málning með gúmmibitum útí