Pajero '99 af 33" og á 35"


Höfundur þráðar
gullli
Innlegg: 23
Skráður: 25.jún 2010, 14:10
Fullt nafn: Guðlaugur F. Jónsson

Pajero '99 af 33" og á 35"

Postfrá gullli » 03.aug 2010, 16:58

Sælir jeppaspjallarar.

Mig langaði að leita í ykkar viskubrunn með pajero sem ég er með undir höndum. Hann er á 33" dekkjum núna, með litlu köntunum og virðist hafa verið aðeins klippt úr stuðurum en hann nær samt að narta í þegar hann fjaðrar í beygju. Það sem ég er að velta fyrir mér er að ef ég á annað borð ætla að ráðast í einhverjar framkvæmdir við að laga það, er mikið meira mál að gera það þannig úr garði að undir hann komist 35" ?

Ég er búinn að lesa svolítið og skoða þónokkuð og mér sýnist á flestu að það séu mjög skiptar skoðanir á því hvernig sé best að standa að þessu. Einhverjir tala um upphækkunarklossa að aftan (frá Hellu málmsteypu) og skrúfa upp að framan og láta þar við sitja. Það sé þó gert á kostnað aksturseiginleika og fjöðrunar og ég er ekki alveg tilbúinn í að fórna því alveg. Flestir virðast sammála að ekki þurfi að boddyhækka (með tilheyrandi veseni á gírstanga/stýris/vatnskassa hækkunum) fyrir svona "litla" breytingu heldur sé nóg að klippa úr og berja inn á aftanverðum innribrettum að framan og eitthvað lítillega að aftan.

Nóg um það hvað aðrir segja, ég er að leita til ykkar eftir ráðum og ábendingum hvernig best (fyrir budduna og bílinn, þó ég veit að það er erfitt) sé að standa að þessu.

Mbk.
Gulli.



User avatar

arnijr
Innlegg: 86
Skráður: 06.apr 2010, 23:46
Fullt nafn: Árni Júlíus Rögnvaldsson
Bíltegund: Mitsubishi Pajero

Re: Pajero '99 af 33" og á 35"

Postfrá arnijr » 03.aug 2010, 23:18

Minn 98 bíll er með klossum frá Hellu að aftan og skrúfaður upp að framan. Hann er með litlu köntunum og það er aðeins búið að klippa úr frambrettunum og taka drullusokkafestingu að framan. Síðan voru settir venjulegir drullusokkar. Hann er síðan á 33 tommu sem koma hvergi nálægt og ég er viss um að 35 komast undir án vandræða. Næstu dekk sem fara undir hann verða allavega að minnsta kosti 35.

Minn er 2.8TDI, þeir bílar og 3500 bensín bílarnir eru hækkaðir á boddí um ca. 40mm frá framleiðanda, 3000 bílarnir eru það ekki. Þetta var víst gert til að koma fyrir stærri skiptingu sem er á þessum tveimur vélarstærðum. Þetta þýðir náttúrulega að hægt væri að láta sjóða renning inn í eldsneytistankinn til að komast aðeins lengra á fjöll án þess að þurfa að taka með sér brúsa.

Ég verð ekki var við að hækkunin hafi haft nein áhrif á akstureiginleika. Fjöðrunin minnkar náttúrulega aðeins niður á við en ekkert sem tekið verður eftir. Ég hækkaði hann sjálfur og hef samanburðinn fyrir og eftir.

Boddíhækkunin er ekki mikið mál að mér skilst, en öfugt við útlendingana þá þykir betra hér heima að færa upp allavega fjórar boddífestingar. Útlendingarnar láta sér nægja að setja kubba undir allar festingar, en það hefur víst ekki verið að reynast vel hérna heima. Fyrir utan þetta þarf að lækka vatnskassa eða fjarlægja/skera úr vatnskassahlíf svo spaðinn rekist ekki í hana, stækka aðeins gatið fyrir millikassastöngina og færa stuðara upp. Ef hækkað er um meira en 50mm þá bætist eitthvað aðeins við. Ég hef hug á að fara í þessa breytingu og ganga þá frá prófílkrók í leiðinni og láta sjóða 90mm renning inn í eldsneytistankinn.

Fljótlegast er að setja kubbana undir, bæði kubba undir gormana og kubba undir samsláttarpúðana og skrúfa upp að framan. Síðan að athuga hvort það hefur ekki örugglega verið skorið aðeins úr frambrettunum, það var lítið mál, erfiðast að byrja ;-) Kubbarnir voru á mjög sanngjörnu verði hjá Hellu.

Svo er örugglega hægt að koma þessu undir án hækkunar með smá banki og skurði, en ég hef ekki prófað það sjálfur. Það er náttúrulega alltaf best að hækka sem minnst.

Ég á einhversstaðar myndir af minni breytingu, get grafið þær upp ef þú vilt.

PS Ég held að bíllinn þyrfti í raun breytingaskoðun ef hann fer á 35, mér reyndari menn leiðrétta mig kannski ef það er rangt.
1998 Mitsubishi Pajero GLS 2.8TDI


Höfundur þráðar
gullli
Innlegg: 23
Skráður: 25.jún 2010, 14:10
Fullt nafn: Guðlaugur F. Jónsson

Re: Pajero '99 af 33" og á 35"

Postfrá gullli » 04.aug 2010, 01:18

Sæll Árni og takk fyrir gott svar.

Til að byrja (á öfugum enda miðað við svarið hjá þér) þá er það rétt hjá þér, eftir því sem mér skilst, að hann þurfi breytingaskoðun til að vera fullgildur á 35. Hugmyndin var að eiga 33 dekkin líka meðan þau endast og þá er hægt að nota þau sem skoðunartúttur á meðan ég safna mér fyrir hraðamælabreyti og því sem þarf :)

Mér sýnist og heyrist á öllu að ég byrji á að setja upphækkunarklossa frá Hellu (kosta ca 12þúsund settið) að aftan og skrúfi upp að framan. Fari svo í nart og bank að og sjái hvort það sleppi ekki til án þess að þurfa að hækka boddyfestingar.

Er rétt skilið hjá mér að með þeim aðgerðum þá þarf lítið meira en kubba (frá Hellu) undir gormana að aftan og kubba undir samsláttarpúðana (ætli þeir fylgi í settinu frá Hellu?). Þarf ekkert að eiga við dempara, lengja þá?
Eins velti ég fyrir mér hvað ætli sé óhætt, og hvað þarf mikið, að skrúfa að framan svo þetta sleppi til?

Ég væri voða glaður ef þú nenntir að finna myndir og senda mér á gfjons@gmail.com

Mbk.
Gulli

User avatar

arnijr
Innlegg: 86
Skráður: 06.apr 2010, 23:46
Fullt nafn: Árni Júlíus Rögnvaldsson
Bíltegund: Mitsubishi Pajero

Re: Pajero '99 af 33" og á 35"

Postfrá arnijr » 04.aug 2010, 11:53

Finn ekki í fljótu bragði myndir af klossunum og samsláttarpúðunum. Það skýrir sig í raun alveg sjálft, bara spurning um að ná gormunum úr og koma klossunum upp fyrir þá. Ég gerði það með gormaklemmum og tjakk milli hásingar og grindar en það er líka hægt að gera það skynsamlega og losa heldur meira. Gormaklemmur og tjakkur er samt gott með.

Hér eru nokkrar myndar af þessum smá úrskurði að framan. Ég beyglaði þetta svo saman með trékubb og stórum hamar og blettaði í sárin. Sést líka á einni myndinni að það er búið að taka í burtu festingu fyrir drullusokk innan til, í orginal bíl heldur hann drullusokknum langar leiðir frá innra brettinu.

Image

Image

Image

Image

Klossarnir undir samsláttarpúðana voru ekki hluti af settinu þegar ég keypti þetta og miðað við verðið hugsa ég að þú verðir að bæta við örfáum þúsundköllum fyrir þá. Þú hefur ekki minnst á hvort þetta er 2.8 bíll eða 3000, mín reynsla er af 2.8 sem er aðeins hærri til að byrja með. Þú þarft ekki að lengja dempara því fjöðrunin styttist, dekkið fer ekki lengra niður en það gerði upprunalega. Til að fá sömu fjöðrunarlengd þarf meiri breytingar, fjarlægja jafnvægisstöng og fleira.

Ég skrúfaði upp um 40mm að framan, sama og hæðin á kubbunum að aftan. Mælir bara hæðina annað hvort frá jörðu eða felgu upp í bretti áður en þú byrjar. Svo þarf að skoppa honum aðeins á milli eða skreppa í stuttan bíltúr til að vera viss um að fá rétta mælingu. 40-50mm að framan á ekki að vera mál, en minnkar náttúrulega niðurfjöðrunina. Sumir skera aðeins af samsláttarpúðunum sem takmarka niðurfjöðrunina en þá verður að vera viss um að það sé nógur slaki á bremsuslöngum.
1998 Mitsubishi Pajero GLS 2.8TDI

User avatar

arnijr
Innlegg: 86
Skráður: 06.apr 2010, 23:46
Fullt nafn: Árni Júlíus Rögnvaldsson
Bíltegund: Mitsubishi Pajero

Re: Pajero '99 af 33" og á 35"

Postfrá arnijr » 04.aug 2010, 11:56

Svo er náttúrulega gott að athuga fyrst hvort það er nokkuð búið að hækka bílinn upp nú þegar :)
1998 Mitsubishi Pajero GLS 2.8TDI


Höfundur þráðar
gullli
Innlegg: 23
Skráður: 25.jún 2010, 14:10
Fullt nafn: Guðlaugur F. Jónsson

Re: Pajero '99 af 33" og á 35"

Postfrá gullli » 04.aug 2010, 13:36

Sæll aftur Árni og takk fyrir góð svör.

Rétt hjá þér, ég minnist hvergi á að þetta er 2.8 '99 árgerð :) Ætla að skríða undir hann þegar frúin skilar sér úr vinnu og ganga úr skugga um að hann sé óhækkaður (minnir að ég hafi ekki séð neitt þegar ég var undir honum að skipta um stýrisenda á dögunum en var ekki mikið að pæla í þessu þá)

Mér skildist á kallinum í Hellu að klossarnir væru 30 mm. Hafa menn þá verið að taka tvö sett og renna annað niður eða láta 30 mm duga?

User avatar

arnijr
Innlegg: 86
Skráður: 06.apr 2010, 23:46
Fullt nafn: Árni Júlíus Rögnvaldsson
Bíltegund: Mitsubishi Pajero

Re: Pajero '99 af 33" og á 35"

Postfrá arnijr » 04.aug 2010, 14:02

Ég stóð í þeirri meiningu að kubbarnir væru 40mm, en Hella veit það sjálfsagt betur. Ég lét allavega eitt sett nægja. Þú sérð náttúrulega við gormana að aftan hvort það eru komnir kubbar undir hann. Ég held hann ætti ekki að vera að narta ef kubbarnir væru og búið að skrúfa hann upp, en það er auðvelt að sjá það.
1998 Mitsubishi Pajero GLS 2.8TDI


Höfundur þráðar
gullli
Innlegg: 23
Skráður: 25.jún 2010, 14:10
Fullt nafn: Guðlaugur F. Jónsson

Re: Pajero '99 af 33" og á 35"

Postfrá gullli » 04.aug 2010, 14:51

Skreið undir og kíkti. Það eru engir kubbar fyrir svo það er næsta verk, skella kubbum í og skrúfa :)


Francini
Innlegg: 31
Skráður: 19.jún 2010, 12:56
Fullt nafn: Hjalti Reynir Ragnarsson

Re: Pajero '99 af 33" og á 35"

Postfrá Francini » 04.aug 2010, 20:23

Sælir.
Jú held hann þurfi breytingarskoðun ef hann er kominn á 35“. Annars er víst einhver 20% regla sem segir til um það.
Þetta með að fara með bílinn í breytingarskoðun held ég að sé dálítið áríðandi upp á tryggingar og hef ég heyrt að ef bílar séu ekki br. skoðaðir þá geta þeir verið dæmdir í órétti eða allavega eitthvað niður en þori ekki að fullyrða um það að svo komnu máli.

Ég er á L 200 á 35“ en ekkert hækkaður á boddy eins og er en það mun breytast.
Mér finnst það ömurlegt að skrúfa upp og tel ég það ekki góða lausn fyrir okkur sem erum þó að reyna að komast eins ódýrt frá þessum breytingum og hægt er.
Ég hef minn eins neðarlega og ég kemst upp með í augnablikinu, þó hann sé að narta í hér og þar og af hverju ? Jú því þegar hann er uppskrúfaður þá etur hann upp öxulhosurnar og það er ekki sparnaðarins virði að ég tel nema menn fylgist þeim mun betur með og skipta um hosurnar um leið og þær fara. Ætli liður kosti ekki eitthvað um 60-70 þús. Kannski er þetta eitthvað einsdæmi hjá mér en ég ætla þó ekki.
Kveðja.
Hjalti R.R.
hjaltir@simnet.is
7704267


Höfundur þráðar
gullli
Innlegg: 23
Skráður: 25.jún 2010, 14:10
Fullt nafn: Guðlaugur F. Jónsson

Re: Pajero '99 af 33" og á 35"

Postfrá gullli » 04.aug 2010, 22:09

Ágætur punktur Hjalti, varðandi tryggingar og breytingarskoðun. Líklega best að skoða það í hörgul áður en það er of seint og skaðinn skeður - slysin gera jú ekki boð á undan sér.

Þú talar um það sem ekki góða lausn að skrúfa upp þó menn séu að reyna að komast ódýrara frá þessari breytingu. Hefur það fleiri ókosti en þá sem þú nefndir hérna að ofan, að öxulhosur eyðast hraðar en ella? (spyr sá sem ekki veit). Ætlar þú þá að fara í boddyhækkun, ef svo, hvað mikla? (getur verið, eins og Árni benti á hér að ofan að Pajero eins og minn komi "orginal" boddýhækkaður frá framleiðanda, sem annars er ekki í L200?)

Mbk. Gulli
gfjons@gmail.com / 6905267

User avatar

arnijr
Innlegg: 86
Skráður: 06.apr 2010, 23:46
Fullt nafn: Árni Júlíus Rögnvaldsson
Bíltegund: Mitsubishi Pajero

Re: Pajero '99 af 33" og á 35"

Postfrá arnijr » 04.aug 2010, 22:12

Jú, ég gleymdi víst að minnast á það, ég þarf akkurat núna að skipta um eina innri öxulhosu. Betra að gera það meðan skaðinn er bara tvö þúsund króna hosa, áður en það verður sextíu þúsund króna liður. Það verður samt að segjast að hækkunin með kubbum að aftan og uppskrúfun að framan er fljótleg og ódýr. Ég hef samt sem áður hug á að hækka bílinn á boddí frekar.

Það er að sama skapi lítið mál að taka klossana undan og skrúfa niður aftur og það er ekki miklu hætt, sennilega undir 20 þús með öllu. Maður getur þá hugleitt það seinna í rólegheitunum að lækka framdrifið ef maður vill hafa bílinn hækkaðan á fjöðrun.

Fyrir boddíhækkunina þarf að rífa stokkinn úr, stækka aðeins millikassastangargatið, skera af og sjóða ofar allavega fjórar boddífestingar, breyta festingum fyrir stuðara og færa vatnskassa niður. Ekkert megamál, en samt margfalt meira mál en fjöðrunarhækkunin.
1998 Mitsubishi Pajero GLS 2.8TDI

User avatar

arnijr
Innlegg: 86
Skráður: 06.apr 2010, 23:46
Fullt nafn: Árni Júlíus Rögnvaldsson
Bíltegund: Mitsubishi Pajero

Re: Pajero '99 af 33" og á 35"

Postfrá arnijr » 04.aug 2010, 22:16

2.8TDI og 3500 bensín Pajero komu hækkaðir um 40mm frá Mitsubishi, til að koma fyrir stærri skiptingum sem fylgdu þessum vélum. Þú sért þetta ef þú horfir á bilið milli grindar og boddís innan við afturhjól, á þessum bílum er gap þar á milli sem er ekki í óbreyttum 3000 bíl. Ég lít þannig á að manni sé leyfilegt að hækka bílinn á boddí um 100mm umfram þessa verksmiðjuhækkun, svona kom jú bíllinn orginal. Ég vil hins vegar bara hækka hann um 50mm, það bætast allskonar vandræði við ef hann er hækkaður meira og fyrir þær dekkjastærðir sem ég hef áhuga á þarf ekki meir.
Síðast breytt af arnijr þann 04.aug 2010, 23:54, breytt 1 sinni samtals.
1998 Mitsubishi Pajero GLS 2.8TDI


btg
Innlegg: 124
Skráður: 06.feb 2010, 14:00
Fullt nafn: Bjarni Þór

Re: Pajero '99 af 33" og á 35"

Postfrá btg » 04.aug 2010, 23:50

gullli wrote:Sæll Árni og takk fyrir gott svar.

Til að byrja (á öfugum enda miðað við svarið hjá þér) þá er það rétt hjá þér, eftir því sem mér skilst, að hann þurfi breytingaskoðun til að vera fullgildur á 35. Hugmyndin var að eiga 33 dekkin líka meðan þau endast og þá er hægt að nota þau sem skoðunartúttur á meðan ég safna mér fyrir hraðamælabreyti og því sem þarf :)

Mér sýnist og heyrist á öllu að ég byrji á að setja upphækkunarklossa frá Hellu (kosta ca 12þúsund settið) að aftan og skrúfi upp að framan. Fari svo í nart og bank að og sjái hvort það sleppi ekki til án þess að þurfa að hækka boddyfestingar.

Er rétt skilið hjá mér að með þeim aðgerðum þá þarf lítið meira en kubba (frá Hellu) undir gormana að aftan og kubba undir samsláttarpúðana (ætli þeir fylgi í settinu frá Hellu?). Þarf ekkert að eiga við dempara, lengja þá?
Eins velti ég fyrir mér hvað ætli sé óhætt, og hvað þarf mikið, að skrúfa að framan svo þetta sleppi til?

Ég væri voða glaður ef þú nenntir að finna myndir og senda mér á gfjons@gmail.com

Mbk.
Gulli


Gulli, ég á að eiga hérna heima svona klossa (undir gormana) alveg ónotaða frá Hellu, þarf að finna þá. Getur fengið þá á hálfvirði ef þú hefur áhuga.


Höfundur þráðar
gullli
Innlegg: 23
Skráður: 25.jún 2010, 14:10
Fullt nafn: Guðlaugur F. Jónsson

Re: Pajero '99 af 33" og á 35"

Postfrá gullli » 04.aug 2010, 23:58

arnijr wrote:Jú, ég gleymdi víst að minnast á það, ég þarf akkurat núna að skipta um eina innri öxulhosu. Betra að gera það meðan skaðinn er bara tvö þúsund króna hosa, áður en það verður sextíu þúsund króna liður. Það verður samt að segjast að hækkunin með kubbum að aftan og uppskrúfun að framan er fljótleg og ódýr. Ég hef samt sem áður hug á að hækka bílinn á boddí frekar.

Það er að sama skapi lítið mál að taka klossana undan og skrúfa niður aftur og það er ekki miklu hætt, sennilega undir 20 þús með öllu. Maður getur þá hugleitt það seinna í rólegheitunum að lækka framdrifið ef maður vill hafa bílinn hækkaðan á fjöðrun.

Fyrir boddíhækkunina þarf að rífa stokkinn úr, stækka aðeins millikassastangargatið, skera af og sjóða ofar allavega fjórar boddífestingar, breyta festingum fyrir stuðara og færa vatnskassa niður. Ekkert megamál, en samt margfalt meira mál en fjöðrunarhækkunin.


Reikna með að það þurfi að hjólastilla eftir að það er búið að skrúfa upp að framan (og eins ef maður skrúfar niður aftur) en er að velta fyrir mér ef ég skrúfa hann upp og læt hjólastilla á 33 tommu, þá ætti það að sleppa fyrir 35 (og öfugt) á meðan það er ekki búið að eiga við klossana og uppskrúfunina í millitíðinni (semsagt skrúfa + hjólastilla = sama hvort fara undir 33 eða 35)

btg wrote:Gulli, ég á að eiga hérna heima svona klossa (undir gormana) alveg ónotaða frá Hellu, þarf að finna þá. Getur fengið þá á hálfvirði ef þú hefur áhuga.


Já, til er ég. Hentu á mig línu, hérna eða á gfjons@gmail.com (eða getur hringt í 6905267) þegar þeir eru fundnir. Get þá gert ráðstafanir til að nálgast þá (er sjálfur úti á landi)

Kv. G.

User avatar

arnijr
Innlegg: 86
Skráður: 06.apr 2010, 23:46
Fullt nafn: Árni Júlíus Rögnvaldsson
Bíltegund: Mitsubishi Pajero

Re: Pajero '99 af 33" og á 35"

Postfrá arnijr » 05.aug 2010, 13:32

Mér er nú ekki vel við að leiða að þvi líkum að það þurfi ekki að hjólastilla, en ætla að gera það samt. Þú hlustar á mig á eigin ábyrgð :)
Ég sé ekki alveg afhverju það ætti nauðsynlega að þurfa. Það er ekki verið að breyta framfjöðruninni per se, bara herða aðeins á henni. nýja hvíldarstaðan er semsagt staða sem fjöðrunin fór á þegar aðeins létti undir framendanum. Svona klafafjöðrun færir dekkið nokkuð beint upp og niður, það verður ekki munur á halla dekjanna við fjöðrun.
Endilega leiðréttið mig ef þetta er rangt hjá mér, þetta er ekki mitt sérsvið og ég er alveg til í að læra meira.
1998 Mitsubishi Pajero GLS 2.8TDI

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Pajero '99 af 33" og á 35"

Postfrá Stebbi » 05.aug 2010, 16:57

arnijr wrote:Svona klafafjöðrun færir dekkið nokkuð beint upp og niður, það verður ekki munur á halla dekjanna við fjöðrun.



Það þarf nú ekki nema að líta á þokkalega uppskúfaða Toyotu til að sjá hvað klafabílar skæla undir sig dekkin þegar þeir fjaðra í sundur. Pajero er engin undantekning.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

arnijr
Innlegg: 86
Skráður: 06.apr 2010, 23:46
Fullt nafn: Árni Júlíus Rögnvaldsson
Bíltegund: Mitsubishi Pajero

Re: Pajero '99 af 33" og á 35"

Postfrá arnijr » 05.aug 2010, 18:44

Svo er niðurstaðan þá sú að það sé nauðsynlegt að hjólastilla bílinn eftir að hann er skrúfaður upp?

Mér sýnist minn slíta dekkjum jafnt og fínt að framan og hann hefur ekki verið hjólastilltur eftir að ég skrúfaði hann upp. Efast um að ég láti gera það úr þessu, nema eftir að ég skrúfa hann niður ef ég dríf mig einhvern tíma í boddíhækkunina.
1998 Mitsubishi Pajero GLS 2.8TDI


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 57 gestir