landcruiser 60 vél 2h vesen.


Höfundur þráðar
spámaður
Innlegg: 291
Skráður: 19.des 2010, 09:51
Fullt nafn: hlynur þór birgisson

landcruiser 60 vél 2h vesen.

Postfrá spámaður » 07.feb 2013, 08:10

sælir er einhver hérna sem á bíl með svona mótor og hefur lent í því að vélin gengur svolítið rykkjótt undir smá álagi???
þetta lýsir sér þannig að á venjulegri keyrslu þá höktir hann svolitið nema maður keyrir hann mjög ákveðið.(semsagt á mikilli gjöf)
þetta er svipuð upplifun að keyra gamlan blöndungs bíl kaldann með ekkert innsog
það er voða erfitt að dóla á honum svona í venjulegum innabæjarakstri nema að keyra hann á frekar háum snúning.
annars gengur hann fínan hægagang og allt svoleiðis..þetta er frekar pirrandi því það á ekki að þurfa snúa þessum rellum mikið.
búinn að lesa mér aðeins til um þessar vélar á netinu og olíuverkið er ekki eins og í flestum bílum,þetta er eithvað vacum stýrikjaftæði.
ef einhver hefur lennt í svona þá má hann gjarnan leiðbeina mér.
kv hlynur.


Hlynur þór birgisson
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: landcruiser 60 vél 2h vesen.

Postfrá HaffiTopp » 07.feb 2013, 11:07

Inngjafarbarkinn stendur á sér.


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: landcruiser 60 vél 2h vesen.

Postfrá birgiring » 07.feb 2013, 13:14

Gæti verið vaccumleki í kerfinu frá soggrein eða membrunni aftan á olíuverkinu.
Kv. Birgir


Höfundur þráðar
spámaður
Innlegg: 291
Skráður: 19.des 2010, 09:51
Fullt nafn: hlynur þór birgisson

Re: landcruiser 60 vél 2h vesen.

Postfrá spámaður » 07.feb 2013, 15:15

já ég var búinn að lesa mér eitthvað aðeins um þetta vacum dót og þessa membru..hún á það til að gatast svo er víst stundum smurolía inní húsinu fyrir membruna sem heftir hana.takk allir fyrir ábendingarnar.ég þarf að leggjast yfir þetta mál.
kv hlynur
Hlynur þór birgisson
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"


450-ingvar
Innlegg: 45
Skráður: 26.maí 2012, 11:09
Fullt nafn: Ingvar Jóhannsson
Bíltegund: Toyota

Re: landcruiser 60 vél 2h vesen.

Postfrá 450-ingvar » 07.feb 2013, 19:30

Sælir. Held ég sé í sama vandamáli með minn krúser 2H Hann semsagt höktir undir álagi þegar maðr er að koma útúr beygjum og gefur í og skiptir í td 3. eða 4. gír og þá höktir hann (undir álagi) og eins þegar maður slakar á upp brekkur og gefur svo aftur aðeins í þá höktir hann líka og verður maður eiginlega að gíra niður til þess að það hætti. Frekar þreytandi að keyra hann svona. Væri gaman að fá lausn á þessu :)
Land Krúser HJ-61 1989 33'' (Seldur)
Land Krúser 70 (stuttur) 350 Chevy. 36'' 1989
Nissan Patrol 2.8 1992. (Seldur)
Nissan Patrol 3.3 1991. (Seldur)
Nissan Patrol 2.8 1993. Daily Driver


naffok
Innlegg: 76
Skráður: 02.feb 2010, 18:02
Fullt nafn: Bergur Guðnason

Re: landcruiser 60 vél 2h vesen.

Postfrá naffok » 07.feb 2013, 20:19

Kannast vel við þetta frá 12Ht vélinni, bar þetta á sínum tíma undir Leó heitinn og að hans ráði lengdi ég í vírnum fyrir olíugjöfina þe. bilið frá barkanum og að endanum á vírnum, þetta er hægt að stilla og málið var úr sögunni. Hann sagði að það myndaðist hreifing á þessu sem orsakaði sjálfvirkar inngjafir. Eiginlega mætti segja að þær væru "spastískar" því þær hætta ekki nema að kúpla frá og jafn vel skipta niður. Þetta var amk. málið hjá mér.
Kv Beggi


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: landcruiser 60 vél 2h vesen.

Postfrá birgiring » 07.feb 2013, 21:09

Þessar hreyfingar eru oft mjög áberandi í bílnum með 12HT vélinni og hefur gengið misvel að ná þeim úr.
2H vélin í sjálfskipta bílnum er með mekanískum gangráð eins og 12HT vélin, en beinskipti bíllinn er með
loftgangráð og ádreparamótor.
Kv. Birgir Ing.


Höfundur þráðar
spámaður
Innlegg: 291
Skráður: 19.des 2010, 09:51
Fullt nafn: hlynur þór birgisson

Re: landcruiser 60 vél 2h vesen.

Postfrá spámaður » 08.feb 2013, 06:39

Ég athugaði inngjafarbarkan og það var nægur slaki í honum,prófaði að stytta í honum örlítið og mér fannst þetta lagast aðeins.
ef ég keyri á hærri snuning og skifti um gír seinna finnur maður ekkert fyrir þessu.
en þetta er orðið gamalt og slitið en ég hef ekið mikið eldri bíl með línu sexu og það á að vera hægt að pína þetta niður í hægagang án þess að líta út eins og kjáni við stýrið.
Ég ætla að prófa eitthvað annað næst..athuga slöngurnar frá inngjafar spjaldinu sem liggja í olíuverkið og tappa lofti af eldsneytiskerfinu.
Hlynur þór birgisson
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"


Guðjón Smári
Innlegg: 13
Skráður: 22.nóv 2012, 00:09
Fullt nafn: Guðjón Smári Guðjónsson
Bíltegund: Toyota LC60 árg 1988

Re: landcruiser 60 vél 2h vesen.

Postfrá Guðjón Smári » 08.feb 2013, 06:45

Sælir, það eiga að vera tveir gormar sem halda við inngjafarbarkan þ.e. við olíuverkið, annar þeirra á það til að detta af. Lenti í þessu með minn, var reyndar búinn að standa lengi og því hélt ég að þetta væri stirðleiki, sem gæti svo sem verið vandamálið líka. Held að þessir gormar séu á 2h mótornum.

Gangi þér vel með þetta.


Höfundur þráðar
spámaður
Innlegg: 291
Skráður: 19.des 2010, 09:51
Fullt nafn: hlynur þór birgisson

Re: landcruiser 60 vél 2h vesen.

Postfrá spámaður » 08.feb 2013, 07:29

já það var einnig búið að benda mér á þetta með gormana..þeir eru báðir til staðar en gætu þó verið að þeir séu orðnir slappir.
á eftir að skoða það betur..takk fyrir allir.
Hlynur þór birgisson
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"


450-ingvar
Innlegg: 45
Skráður: 26.maí 2012, 11:09
Fullt nafn: Ingvar Jóhannsson
Bíltegund: Toyota

Re: landcruiser 60 vél 2h vesen.

Postfrá 450-ingvar » 08.feb 2013, 18:40

Sælir. þar sem ég er í sama vandamáli ákvað ég að kíkja á þessa membru á olíuverkinu. Það var svoldið af olíu í henni. Ný spyr ég. á að vera einhver smurolía hjá henni ? eða á þetta allt að vera þurt og fínt ?
Land Krúser HJ-61 1989 33'' (Seldur)
Land Krúser 70 (stuttur) 350 Chevy. 36'' 1989
Nissan Patrol 2.8 1992. (Seldur)
Nissan Patrol 3.3 1991. (Seldur)
Nissan Patrol 2.8 1993. Daily Driver


Höfundur þráðar
spámaður
Innlegg: 291
Skráður: 19.des 2010, 09:51
Fullt nafn: hlynur þór birgisson

Re: landcruiser 60 vél 2h vesen.

Postfrá spámaður » 08.feb 2013, 18:55

það á ekki að vera olía þeim megin við membruna sem lokið er..bara hinumegin við hana,sem sagt inni í olíuverkinu.ástæðan fyrir því að það kemst olía þangað er í gegnum slönguna úr soggrein.eða ef sé gat á membruni.hef ekki opnað þetta hjá mér ennþá.
las þráð á erlendri síðu um að einhver gaur skifti um membruna hjá sér og bíllin snar breyttist til betri vegar,minna hik/hökt og betri vinnsla.
Hlynur þór birgisson
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"

User avatar

sigurdurk
Innlegg: 240
Skráður: 14.apr 2011, 19:11
Fullt nafn: Sigurður Kári Samúelsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser
Staðsetning: Reyðarfjörður/Akureyri

Re: landcruiser 60 vél 2h vesen.

Postfrá sigurdurk » 08.feb 2013, 22:09

Ég er með 1989 60 krúser með 12ht hann lætur nákvæmlega eins hjá mér og þú lýsir.
Reyndar aðalega ef ég er að lalla á svona 800-1500sn, ef ég keyri í hossu þá er fjandinn laus og fer ekki fyrr en að ég slæ af eða botnaþ
Er þetta bara meðfætt í þessum bílum ? hehe
Toyota Landcruiser HJ61 '89 44"[SKÁRRI]
VW Touareg 5.0 V10TDI '06
Dodge RAM 1500 '98 2H 4.0 turbo diesel 38-44"


naffok
Innlegg: 76
Skráður: 02.feb 2010, 18:02
Fullt nafn: Bergur Guðnason

Re: landcruiser 60 vél 2h vesen.

Postfrá naffok » 10.feb 2013, 08:08

Mér fannst líka nægur slaki á vínum hjá mér, þetta snerist eiginlega um að "lengja bilið" frá endanum á barkanum og að endanum á vírnum, Leó talaði líka um að það gæti þurft að greyta afstöðunni á festingunni við barka endann og var harður á að þetta væri ástæðan fyrir þessu alþekkta vandamáli. Annað, einhver minntist á gormana utan á olíuverkinu. Orginal eru þeir klæddir í einhverskonar hulsu og mér var sagt að þetta þyrftu að vera "réttir" gormar, ég var nú ekki með þessa orginal en var búinn að prufa einhverja áður en ég varð ánægður með þetta. Ég semsagt mallaði á mínum bíl á innan við 1500 snúningum um allan bæ án þess að þurfa að vera með hálskraga eftir að ég var búinn að vera að fikta í þessu.

Þetta er svarið frá Leó

" Þessum hnökrum valda inngjafir. Í þínu tilfelli eru þær sennilegast af völdum spennu í bílnum. Bílar, ekki síst jeppar, þurfa að vera sveigjanlegir, vélin hreyfist á gúmmípúðum, grindin bregst við ýmsu álagi með því svigna og vindast. Þegar of mikil spenna er á sambandinu á milli inngjafarpedala og inngjafargaffalsins á olíuverkinu valda þessar eðlilegu hreyfingar vélar, yfir- og undirvagns, örlitlum inngjöfum. Sjálfvirku inngjafirnar eru ,,spastískar" og valda því hnökrum. Barki er á milli inngjafarpedals og olíuverks. Hann er stillanlegur. Lengdu í honum. Einungis 2 mm geta nægt því of mikill slaki getur valdið nýjum vandamálum."

Kv Beggi


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 73 gestir