tetra stöðvar


Höfundur þráðar
valberg86
Innlegg: 22
Skráður: 22.nóv 2012, 22:41
Fullt nafn: Guðjón Valberg Björnsson

tetra stöðvar

Postfrá valberg86 » 04.feb 2013, 22:15

ég hef verið að velta fyrir mér, hvort einvherjir hafa verið að spá í að taka upp tetra stöðvar í staðin fyrir cb og eða vhf stöðvarnar. Langar svona að opna pínu umræðu um þetta ég veit að ég er ekki með þær alveg hundrað prósent á hreinu en ég hef unnið með þannig stöðvar og er mjög sáttur með þær drægni þeirra er mjög langt þegar maður er í sambandi við sendir og svo getur maður stillt þær á Direct mode s.s. stöð í stöð. Þannig strákar/stelpur hvernig er ykkar hugur með þetta endilega kommentið eitthvað á þetta en vil svona hafa þetta innan marka þannig við skulum ekkert fara að rífast með þetta.. :D :)




Höfundur þráðar
valberg86
Innlegg: 22
Skráður: 22.nóv 2012, 22:41
Fullt nafn: Guðjón Valberg Björnsson

Re: tetra stöðvar

Postfrá valberg86 » 04.feb 2013, 22:17

verðið á þeim miðað við það sem ég hef verið að skoða hjá hátækni er ekkert svaðalegt en þær eru dýrari en vhf stöðvarnar en aftur á móti ertu kominn með mjög gott öryggistæki í hendurnar

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: tetra stöðvar

Postfrá Stebbi » 04.feb 2013, 22:48

Hvað er mánaðargjaldið af Tetra í dag?
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
valberg86
Innlegg: 22
Skráður: 22.nóv 2012, 22:41
Fullt nafn: Guðjón Valberg Björnsson

Re: tetra stöðvar

Postfrá valberg86 » 05.feb 2013, 00:39

http://www.leoemm.com/tetra.htm þetta er að vísu grein síðan 2002 og mánaðargjaldið þá var 990 kr fast gjald

User avatar

arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: tetra stöðvar

Postfrá arni87 » 05.feb 2013, 07:46

Þegar ég fór kaldadalinn þá var ekkert samband þar, annas er mín reynsla sú að Tetra sé ekki fjarskiptakerfið sem ég treysti á fjöllum, allt of stöpult samband.
Og allt allt of dýrar stöðvar og dýrt að hafa þetta í bílnum, sérstaklega miðað við að sambandið sé ekki betra en það að það sé bara treystandi á það í dag á fjölförnustu fjallvegum á sumrin (það er ennþá verið að biggja upp kerfið á fjöllum).
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: tetra stöðvar

Postfrá Hagalín » 05.feb 2013, 10:02

Ég notast við Tetra mikið. En það ber að hafa í huga að handstöðvarnar draga ekki eins vel og bílstöðvarnar. Þetta kerfi er að byggjast upp jafnt og þétt en er ekki orðið nægilega áræðanlegt á fjöllum ennþá, en er klárlega góð viðbót ef menn hafa tök á samhliða VHF. Kostir Tetra eru margir. Hægt er að staðsetja þig nákvæmlega ef þú ert í sambandi, hægt að nota stöðvarnar sem síma, notað Direct mode (stöð í stöð) og þá þarf ekki að treysta á samband við endurvarpa. En þetta er kerfi sem kemur klárlega til með að byggjast betur upp.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: tetra stöðvar

Postfrá kjartanbj » 05.feb 2013, 14:07

Ég ætla allavega ekki að fara í Tetra eitthvað á næstunni , VHF + Gsm frá Símanum/Vodafone er nóg í bílnum hjá mér
er með nóg af endurvörpum sem maður getur náð sambandi með til byggða þannig að maður ætti alltaf að geta náð sambandi
ef maður lendir í einhverju óhappi , óþarfi að bæta enn einu tækinu við með tilheyrandi kostnaði
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: tetra stöðvar

Postfrá Stebbi » 05.feb 2013, 20:02

Tetra kerfið er uppfundið, hannað og smíðað fyrir viðbragðsaðila þ.e.a.s Lögreglu, slökkvulið, sjúkrabíla og björgunaraðila ekki almenning. Það væri frábært ef að allir jeppamenn gætu komið sér saman um VHF kerfið og allir gætu haft aðgang að öflugu endurvarpakerfi sem í fullkomnum heimi væri að hluta kostað af ríkinu og svo hóflegum afnotagjöldum af tækjunum.
Þessi uppbyggingar umræða um Tetra er búin að eiga sér stað í tæp 15 ár og þá er spurning hvenær er þessi uppbygging eiginlega komin í viðunnandi horf.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


cameldýr
Innlegg: 91
Skráður: 03.okt 2010, 07:34
Fullt nafn: Stefán Gíslason

Re: tetra stöðvar

Postfrá cameldýr » 05.feb 2013, 20:55

Bara alls ekki blanda ríkinu í þetta!
Nissan Patrol Y60 TD2.8

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: tetra stöðvar

Postfrá Stebbi » 05.feb 2013, 21:23

cameldýr wrote:Bara alls ekki blanda ríkinu í þetta!


Það er of seint, Póst og Fjar sem sér um úthlutun tíðnisviða og skráningu talstöðva er ríkisbatterí.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: tetra stöðvar

Postfrá dabbigj » 06.feb 2013, 13:09

í einkajeppa myndi ég taka vhf og farsíma og það er margt annað sem að flestir mættu versla sér áður en þeir fara útí tetra að mínu mati

en tetra kerfið er mjög öflugt og þrælsniðugt fyrir þá sem nota það og það sem það býður uppá í t.d. gáttun, símtölum skilaboðum o.s.f. er frekar magnað

User avatar

frikki
Innlegg: 432
Skráður: 01.feb 2010, 14:59
Fullt nafn: friðrik hreinsson

Re: tetra stöðvar

Postfrá frikki » 06.feb 2013, 16:49

Eg er búinn að nota Tetra síðan 2007

Þetta er frábært kerfi sem hefur reynst mer vel.

Lögreglan hefur t.d hringt í mig þegar eg er á fjöllum og beðið mig að ath slys þar sem eg er næsti bíll.

svo er panic takki á stöðinni og það er lika gott að vita af því að það er hægt að staðsetja mig strax ef eitthvað kæmi fyrir og ég gæti ekki hringt eða kallað upp í vhf.

Þið borgið bara mánaðargjald eða 2 á ári ákveðið gjald og það er ekki rukkað fyrir að hringja (þ.e.a.s nema þetta gjald)

kkv Frikki
Patrol 4.2 44"

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: tetra stöðvar

Postfrá Stebbi » 06.feb 2013, 17:05

frikki wrote:Þið borgið bara mánaðargjald eða 2 á ári ákveðið gjald og það er ekki rukkað fyrir að hringja (þ.e.a.s nema þetta gjald)

kkv Frikki


Getur maður þá hringt út af kerfi fyrir mánaðargjaldið og ekkert mínútugjald?
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

frikki
Innlegg: 432
Skráður: 01.feb 2010, 14:59
Fullt nafn: friðrik hreinsson

Re: tetra stöðvar

Postfrá frikki » 06.feb 2013, 22:25

Stebbi wrote:
frikki wrote:Þið borgið bara mánaðargjald eða 2 á ári ákveðið gjald og það er ekki rukkað fyrir að hringja (þ.e.a.s nema þetta gjald)

kkv Frikki


Getur maður þá hringt út af kerfi fyrir mánaðargjaldið og ekkert mínútugjald?


ja það er svoleiðis
Patrol 4.2 44"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 56 gestir