Síða 1 af 1
Fjarstart
Posted: 04.feb 2013, 15:26
frá TinnaBj.
hæhæ :)
Er að kaupa mér bíl (sjálfsk. corollu)
mig langar svo ferlega í svona fjarstart, var að skoða það á netinu og það er alltaf þjófavörn með í því.
það er þjófavörn í bílnum, breytir það engu ?
verður maður að kaupa þófavörn ef maður ætlar að fá fjarstart, er það þá bara þjófavörn sem virkar þegar fjarstartið er í gangi ?
bkv :)
Re: Fjarstart
Posted: 04.feb 2013, 16:00
frá Haffi
Nesradio er með fjarstart sem er ekki með þjófavörn en hægt að tengja við orginal þjófavörn.
Re: Fjarstart
Posted: 04.feb 2013, 16:05
frá lecter
góð spurning hjá þér ,, liklega virka ekki 2 kerfi i sama bilnum nema að slökva á gamla kerfinu áður en þú ræsir bilinn og svona start kerfi er öruglega með þjófa vörn lika eftir start er ekki hægt að finna lesningu um það á netinu
Re: Fjarstart
Posted: 04.feb 2013, 17:39
frá Haffi
Ef þetta er original þjófavörn, þá er oftast hægt að láta fjarstartkerfið virka með henni.
Þetta er t.d. mjög einfalt og gott kerfi:
http://www.nesradio.is/212-3102v.html
Re: Fjarstart
Posted: 04.feb 2013, 21:49
frá TinnaBj.
Vá takk fyrir svörin :D
ætla að skoða þetta :)
bkv. Tinna
Re: Fjarstart
Posted: 08.feb 2013, 11:24
frá RunarG
ein spurning, uu hvernig virkar svona fjarstart? það var svona í jeppanum hja mér, svo skipti ég um gírkassa hjá mér vegna þess að það voru farnar legur í kassanum. Þjófavörnin virkar, en fjarstartið hætti að virka? er eitthver leiðsla sem ég hef gleymd að tengja eða er eitthver nemi i kassanum sem ég skipti um sem ég þarf að færa á milli ?
væri gaman að fá þetta í lag aftur :)
Re: Fjarstart
Posted: 08.feb 2013, 11:32
frá gislisveri
RunarG wrote:ein spurning, uu hvernig virkar svona fjarstart? það var svona í jeppanum hja mér, svo skipti ég um gírkassa hjá mér vegna þess að það voru farnar legur í kassanum. Þjófavörnin virkar, en fjarstartið hætti að virka? er eitthver leiðsla sem ég hef gleymd að tengja eða er eitthver nemi i kassanum sem ég skipti um sem ég þarf að færa á milli ?
væri gaman að fá þetta í lag aftur :)
Ég myndi halda að það væri rofi í kassanum sem segir fjarstartinu að bíllinn sé í hlutlausum, svo hann starti ekki inn í garð hjá nágrannanum.