Síða 1 af 1
					
				Stýrisdempari með gormi
				Posted: 01.feb 2013, 00:29
				frá villi
				
			 
			
					
				Re: Stýrisdempari með gormi
				Posted: 01.feb 2013, 09:10
				frá karig
				Hvað er trixið við gorminn??? Væntanlega virkar hann bara þegar demparinn gengur saman en gerir ekkert í sundurslaginu??
			 
			
					
				Re: Stýrisdempari með gormi
				Posted: 01.feb 2013, 09:32
				frá Doddi23
				karig wrote:Hvað er trixið við gorminn??? Væntanlega virkar hann bara þegar demparinn gengur saman en gerir ekkert í sundurslaginu??
Lesa aðeins það sem stendur fyrir neðan myndirnar ;) 
The tough steel coil sping works on the "return-to-center" principle. When compressed, the spring pushes back to the neutral position. When extended, the spring pulls back to the neutral position. Compared to any single or dual dampers, it is the only product that provides a self-centering action.
Gormurinn virkar í báðar áttir og er hannaður til að hjálpa til við að koma og halda bílnum í beinni keyrslu stefnu (miðstöðu).
 
			 
			
					
				Re: Stýrisdempari með gormi
				Posted: 01.feb 2013, 10:03
				frá karig
				þar lá að......
			 
			
					
				Re: Stýrisdempari með gormi
				Posted: 01.feb 2013, 10:33
				frá lecter
				mér lýst vel á þetta   gæti hjálpað i slitnum götum    ég  er að aka hér i noreigi og það er komið niður úr 2 lögum  förin eru svo bjúp meira en 10cm djúp  ,, já miklu verri  götur i norge en heima á Islandi 
og mikklu betra ástand á götum á islandi en i norge
			 
			
					
				Re: Stýrisdempari með gormi
				Posted: 01.feb 2013, 12:16
				frá Kiddi
				Ég myndi aldrei hleypa þessu nálægt mínum jeppa... það er nógu erfitt fyrir stýrisdemparann að dempa sveiflurnar sem koma frá dekkjunum. Algjör óþarfi að mínu mati að bæta við gorm sem myndar nýjar sveiflur til viðbótar!
Svo ég tali nú ekki um að það meikar ekkert sens að vera að spenna einhvern gorm til og frá til þess að beygja og auka þannig kraftinn sem þarf til þess að beygja.
Spindilhallinn á alveg að duga til að dekkin fari aftur í miðju.
			 
			
					
				Re: Stýrisdempari með gormi
				Posted: 01.feb 2013, 23:54
				frá grimur
				Sammála Kidda.
Krafturinn í svona dæmi er líka núll í miðstöðunni, eykst svo eftir beygju. Virkar semsagt ekkert næst miðstöðunni.
Snákaolía.
			 
			
					
				Re: Stýrisdempari með gormi
				Posted: 02.feb 2013, 15:23
				frá Brjótur
				Sælir sma innlegg herna :)  eg er aður buinn að benda a koni styrisdemparann sem er ætlaður i Patrol fyrir 1998  hann er alveg rosalega stifur að yta honum saman og hann er alltaf að  yta ut ,  þannig að það er atak i baðar attir  en ekki dauður i miðju eins og aðrir styrisdemparar  frabær dempari  :)
kveðja Helgi
			 
			
					
				Re: Stýrisdempari með gormi
				Posted: 02.feb 2013, 15:45
				frá StefánDal
				Já ég myndi halda að þetta ætti að auka slit á stýrisbúnaði. Á ekki vel breyttur jeppi að "miðjustilla" sig sjálfur?
			 
			
					
				Re: Stýrisdempari með gormi
				Posted: 02.feb 2013, 17:09
				frá Brjótur
				Sælir einhver misskilningur herna  eg er ekki að meina að billinn miðjustilli sig sjalfur enda ekki hægt með dempara sem er alltaf að yta i sundur, en það er akkurat það goða við þennan dempara þvi dempari dauður a miðjunni gefur sjens a hreyfingu en ekki þessi, og þetta kemur breytingunni ekkert við það er alveg sama hversu vel breyttur billinn er það þarf alltaf demparann 
en eg er ekki kanski ekki eins hlynntur þessum með gorminn,  hallast a að vera sammala Kidda með hann 
kveðja Helgi
			 
			
					
				Re: Stýrisdempari með gormi
				Posted: 02.feb 2013, 17:36
				frá lecter
				kaupið þennan dempara  og prufið áður en þið dæmið hann  ég efast ekkert um að hann gerir það sem hann á að gera ,,, ég hef smá  hugmynd um að hann gæti safnað is i gorminn i miklu frosti og krapa
			 
			
					
				Re: Stýrisdempari með gormi
				Posted: 02.feb 2013, 22:43
				frá dazy crazy
				Sé nú ekki alveg af hverju þetta ætti ekki að virka, og það væri hægt að minnka spindilhallan aðeins á móti.