Síða 1 af 1

vantar smá hjálp varðandi hlutföll

Posted: 31.jan 2013, 23:46
frá valberg86
ég er að fara að setja hásingar undir runnerinn hjá mér sem er klafa bíll að framan en hásingu að aftan þetta eru 70 krúser hásingar, Bíllinn er með 4.88 hlutföll en hásingarnar 4.56 er mikið mál að setja hlutföllinn úr bílnum í hásingarnar eða þarf ég að fá mér ný hlutföll í hásingarnar. Hugsunin er að setja bílin þegar hann er klár á 41" eða 42"?

Re: vantar smá hjálp varðandi hlutföll

Posted: 31.jan 2013, 23:47
frá valberg86
s.s. er að fara að setja 70 crusier hásingar undir bílinn

Re: vantar smá hjálp varðandi hlutföll

Posted: 01.feb 2013, 00:25
frá -Hjalti-
valberg86 wrote:s.s. er að fara að setja 70 crusier hásingar undir bílinn

Sæll Guðjón.
Hlutfallið í klafa frammköglinum passar ekki í 70 cruiser hásinguna , það er 7.5" drif í köfunum en 8" í hásinguni
Það er óþarfi að skipta út 4Runner Afturhásinguni út fyrir LC 70 , þær eru sambærilegar nema 4Runner hásingin er örlítið breiðari.
Reddaðu þér bara 4:88 8" köggli eða hlutföllum og settu í frammhásinguna og þá ertu í góðum málum

Re: vantar smá hjálp varðandi hlutföll

Posted: 01.feb 2013, 00:26
frá Hlynurh
Hlutföllin í bílnum eru 7.5 tommu enn í hásinguni er 8 tommu reverse drif þannig þú þarft að fá nýtt ... á ekki að vera mikið mál að finna hlutfall í hásinguna þau komu orginal í díselbílnum held ég alveg örugglega

Re: vantar smá hjálp varðandi hlutföll

Posted: 01.feb 2013, 08:08
frá ellisnorra
Og þar sem millibilsstöngin er fyrir aftan hásinguna í lc70 þá geturu ekki sett standart rotation drif, það verður að heita reverse, eða high pinion (það er það sama).

Hér er reverse
Image

Hér er standart rotation
Image


Standart drif passar samt í hásinguna, en þá þarf bara að færa millibilsstöngina framfyrir.

Re: vantar smá hjálp varðandi hlutföll

Posted: 01.feb 2013, 11:49
frá Polarbear
þú ættir að geta sett köggulinn úr 70 krúser afturhásinguni í forrunner afturhásinguna held ég . Að framan þarftu að redda þér öðrum 70 krúser köggli með 4.88:1 eða kaupa svoleiðis hlutföll.

ég myndi segja að það myndi borga sig fyrir þig að prófa bílinn með 4.56:1 hlutföllunum í því munurinn þar á milli (uppí 4.88:1) er ekkert gríðarlegur og skiptir hugsanlega litlu máli nema þér finnist hann latur á núverandi dekkjastærð...

Re: vantar smá hjálp varðandi hlutföll

Posted: 01.feb 2013, 12:28
frá kjartanbj
eina ástæðan fyrir því að skipta út afturhásingunni væri mögulega ef þú værir með Full float 70 krúser afturhásingu, en það væri samt hellings vinna fyrir ekki meiri gróða :)
full float er skemmtilegra ef þú brýtur öxul eða eitthvað en á léttum bíl ertu samt ekki að græða það mikið

Re: vantar smá hjálp varðandi hlutföll

Posted: 01.feb 2013, 16:38
frá Þorri
Gamli litli lc 70 var ekki með full floating að aftan svo gróðinn er enginn að setja afturhásinguna undir.

Re: vantar smá hjálp varðandi hlutföll

Posted: 01.feb 2013, 18:07
frá Startarinn
Polarbear wrote:þú ættir að geta sett köggulinn úr 70 krúser afturhásinguni í forrunner afturhásinguna held ég


Ég get staðfest að þetta er hægt, þetta eru sömu kögglar og eru í 4runner og V6 hilux, ég notaði 70 cruiser köggulinn í afturdrifið hjá mér þegar ég setti framhásinguna undan honum undir hiluxinn minn.

En á 38" dekkjum og 4,56 hlutföllum er leiðinlega langt milli 3ja og 4ða gírs með v6 hækjuna, það bjargar því að ég er með tvo gírkassa og get keyrt með fremri kassann í 3ja, það er svipað eða ívið lægri gírum og að vera á 5,71 hlutföllum eins og ég var með áður