Síða 1 af 1
cooling system pressure tester
Posted: 30.jan 2013, 00:13
frá Pajero1
A eitthver svona eða svipaða græju ?
Eða veit hvar er hægt að fá svona keypt , leigt eða lánað ?


Re: cooling system pressure tester
Posted: 30.jan 2013, 00:21
frá Fetzer
sæll, ef þú ert að pæla hvað sé að "leka" undir álagi á gamalli vél, þá er ég með góða lausn, bútaðu 3cm stubb aftan af trékústskafti, og boraðu i gegnum það, og brýndu stubbinn kónískan , og bankaðu það ofan í vatnsáfyllingarstútinn, og settu loftbyssu ofan i borgatið, þá áttu að geta blásið upp slöngurnar eitthverstaðar t.d við vatnskassann ertu í góðum málum :) veit ekki með þitt dæmi, en ég var með 2L-T vél, og alltaf sullaðist vatn undir álagi, fattaði þetta ekkert, en svo kom i ljós að þetta væri tappinn sem var óþéttur, (beiglaði bara "gengjuna" á tappanum lengra undir tappann)
Re: cooling system pressure tester
Posted: 30.jan 2013, 00:25
frá Freyr
Þetta er samt varasöm aðferð, þrýstingur á verkstæðum er oft 8 - 10 bör svo það þarf að fara varlega með loftspíssinn til að sprengja ekki t.d. vatnskassa eða miðstöðvarelement.....;-)
Re: cooling system pressure tester
Posted: 30.jan 2013, 07:01
frá hobo
Hver er típískur þrýstingur á kælikerfi?
Re: cooling system pressure tester
Posted: 30.jan 2013, 07:47
frá kjartanbj
Létt googl segir 15psi
Re: cooling system pressure tester
Posted: 30.jan 2013, 11:21
frá Startarinn
Mig minnir að ég hafi séð 1,2 bar á einhverjum tappanum, það passar nokkurnvegin við 15 psi
Re: cooling system pressure tester
Posted: 30.jan 2013, 11:27
frá Svenni87
örugglega ekki ráðlegtað fara mikið upp fyrir þann þrýsting sem tappinn er að gefa eftir við.
Re: cooling system pressure tester
Posted: 30.jan 2013, 15:31
frá olihelga
Sæll Hólmar
Hvernig bíl ertu með og í hvaða vandræðum ertu?
Kveðja Óli
Re: cooling system pressure tester
Posted: 30.jan 2013, 18:37
frá Fetzer
haha vá ,. það er enginn að tala um fullan vinnuþrýsting upp að 12 kiló, menn kunna sig nú, þetta er eins og að benda mönnum ekki á að kaupa dúkahníf ef henn ristir lengra út en 1cm annars geturu ovart skorið upp á þér vömbina
Re: cooling system pressure tester
Posted: 31.jan 2013, 00:40
frá Fetzer
Re: cooling system pressure tester
Posted: 31.jan 2013, 01:55
frá Freyr
Fetzer wrote:haha vá ,. það er enginn að tala um fullan vinnuþrýsting upp að 12 kiló, menn kunna sig nú, þetta er eins og að benda mönnum ekki á að kaupa dúkahníf ef henn ristir lengra út en 1cm annars geturu ovart skorið upp á þér vömbina
Hahaha, góður.....
Re: cooling system pressure tester
Posted: 31.jan 2013, 01:57
frá Freyr
0,9 til 1,2 bar sér maður af og til. Held ég hafi einhverntíman séð 1,4 bar vatnskassatappa...
Re: cooling system pressure tester
Posted: 31.jan 2013, 08:39
frá jongud
Ég var nú einu sinni að þrýstiprófa kælikerfi á chevy 350 og setti té á miðstöðvarlögnina og venjulegan dekkjaventil þar á. Svo pumpaði ég með handdælu þangað til vatnskassalokið fór að hvæsa.
Þannig fékk ég líka að vita hvort að lokið virkaði rétt. Svo athugaði ég hvort þrýstingurinn héldist yfir smá tíma.
Því miður prófaði ég ekki að starta og mæla svo, annars hefði ég uppgötvað fyrr að kvikindið blés upp í vatnsgang.