Síða 1 af 1

Olíu kælir Navara

Posted: 29.jan 2013, 16:31
frá Sveinn.r.þ
Hæ er einhver með lausn á eftirfarandi,var að skipta um kælir fyrir sjálfskiptinguna,og það lekur altaf með annari -neðri slöngu er búinn prófa að stytta slönguna aðeins og setja hosuklemu,en altaf dropar,er til eithvað tape eða betri klemur!!!! endilega ef ykkur dettur eithvað í hug ég þoli bara ekki olíupolla undir bílnum.
kv
Sveinn.

Re: Olíu kælir Navara

Posted: 29.jan 2013, 18:24
frá gislisveri
Það er eitthvað sem ekki stemmir, slangan of sver eða kannski pínulítið gat á henni sem ekki sést?
Er þetta orginal slangan, ef ekki, er hún örugglega olíuþolin?

Annars má prófa að setja tvær hosuklemmur ef það er pláss fyrir þær á stútnum.

Kv. Gísli.

Re: Olíu kælir Navara

Posted: 30.jan 2013, 09:09
frá Sveinn.r.þ
allt hefur skýríngu,tók kælir niður og sá þá að orsakavaldur er tæring á stút sem slangann kemur á ,er ekki að fara kaupa hann á 165000 krónur,hlýt að finna notaðann úr einhverju öðru tæki.
kveðja.
Sveinn

Re: Olíu kælir Navara

Posted: 30.jan 2013, 11:13
frá Startarinn
Úr hvaða efni er rörið sem lekur?
Ef það er úr járni mætti alveg silfurkveikja í gatið til að bjarga kælinum

Ef það er úr áli mætti ræða við snilling, sem er með verkstæði bakvið Húsgagna höllina, ég kem ekki fyrir mig hvað hann heitir í augnablikinu, Stjörnublikk vísaði mér á hann þegar ég þurfti að breyta vatnskassa, þeir fullyrtu að hann væri sá eini á landinu sem væri fær um það

Nafnið á fyrirtækinu gæti hugsanlega verið KE málsmíði eða e-h svipað, ég er ekki alveg viss

Re: Olíu kælir Navara

Posted: 30.jan 2013, 11:36
frá Cruser
Talaðu við þau hjá Gretti Vatnskössum, 577-6090 gætu átt kæli fyrir þig,og ef það er hægt að laga hann gera þau það.
kv Bjarki

Re: Olíu kælir Navara

Posted: 30.jan 2013, 12:39
frá Sveinn.r.þ
já .takk strákar,fórmeð hann í Grettir og þau ætla að redda þessu.finnst þetta léleg ending 2008 bíl,
kveðja
Sveinn.

Re: Olíu kælir Navara

Posted: 01.feb 2013, 16:56
frá Sveinn.r.þ
fór með hann í Grettir og þeir skiptu um enda stúta fyrir bara 8000 krónur ekkert smá happy með það

Re: Olíu kælir Navara

Posted: 01.feb 2013, 19:20
frá HaffiTopp
Var ekki einhver galli í sjálfskiptikælunum á þessum bílum? Þar sem hann er innbyggður í vatnskassann og hann átti það til að tærast og þá gekk sjsk-vökvi í kælivatnið og náttúrulega vatn í sjsk-vökvann.