Síða 1 af 1
tilboð!
Posted: 29.jan 2013, 14:38
frá Valdi B
ég er svona að forvitnast, það er orðið svo mikið um það að menn eru að auglýsa bíla en gefa ekki upp neitt verð á þeim.
mér finnst að það ætti að taka upp það sama og er búið að vera að gera á öðrum spjallsíðum, að eyða auglýsingum út ef það er ekki verð á hlutunum.
nú er ég bara að forvitnast um hvað ykkur finnst um þetta ?
ég myndi kjósa með því ef þetta væri gert þ.e. að allar auglýsingar eigi að hafa verð/verðhygmynd og ekki þá verði að gefa upp verð/verðhugmynd eða auglýsingu verði eytt út.
Re: tilboð!
Posted: 29.jan 2013, 14:45
frá Tómas Þröstur
Ætli menn verði ekki að ráða því sjálfir hvort þeir auglýsa verð eða ekki en mér finnst samt að þeir sem ekki auglýsa verð séu að sóa sínum tíma og annara og ég sniðgeng yfirleitt slíkar auglýsingar þar sem verðið er ekki ljóst.
Re: tilboð!
Posted: 29.jan 2013, 14:50
frá Stebbi
Væri ekki hægt búa til form sem þarf að fylla út fyrir auglýsingar, þá væri hægt að hafa verðdálk sem verður að fylla út til að geta póstað. Það hlýtur að vera til svona í fjársjóðskistuni hjá phpBB
Re: tilboð!
Posted: 29.jan 2013, 14:58
frá Magni
Sammála! flestum öðrum spjallþráðum er skylda að setja inn verðhugmynd.
Re: tilboð!
Posted: 29.jan 2013, 14:58
frá gislisveri
Sælir, þessi umræða hefur verið tekin nokkrum sinnum áður.
Ég er ekki sammála því að menn verði að hafa verð á auglýsingunni sinni, þeir geta haft ýmsar ástæður fyrir því og ekki endilega að vilja himinhátt verð. Stundum þarf maður að losna við eitthvað sem maður hreinlega veit ekki hvernig á að verðleggja.
Svo er annað mál, að það er mun auðveldara að selja eitthvað ef að auglýsingunni fylgir greinargóð lýsing, myndir, verð og þ.h.
Það er allavegana búið að ræða þetta áður og þá var niðurstaðan að gera ekkert í því. Hins vegar mætti skoða það að skikka menn til að hafa betri titla á auglýsingunum sínum, t.d. TS:/ÓE: og lýsandi titil. Það er leiðinlegt að fletta í gegnum auglýsingar sem heita t.d. "hásing" eða "vantar"
Annað sem ég fæ alltaf kjánahroll þegar ég sé: Bíll til sölu á 800þ. en 500þ. ef hann fer fyrir helgi! Hvað á það að þýða? Að ef enginn hefur áhuga á að kaupa bílinn, þá hækkar verðið?
En það þýðir ekki að vera að löggast of mikið í þessum auglýsingum, menn skemma þetta bara fyrir sjálfum sér ef þeir vilja.
P.S. Það væri gaman að vita hver söluveltan er hérna á litlu síðunni okkar í krónum talið.
Re: tilboð!
Posted: 29.jan 2013, 15:02
frá Stebbi
gislisveri wrote:P.S. Það væri gaman að vita hver söluveltan er hérna á litlu síðunni okkar í krónum talið.
Ussssssss farðu varlega. Steini króna og Jóka flug eru enþá með puttana í kerfinu, ef þau sjá peningaveltu hérna þá verður settur sér skattur á þetta. Jóhanna ætlar að áfrýja Icesave dómnum og hana vantar peninga til að borga.
Re: tilboð!
Posted: 29.jan 2013, 15:29
frá Stebbi
svopni wrote:gislisveri wrote:Annað sem ég fæ alltaf kjánahroll þegar ég sé: Bíll til sölu á 800þ. en 500þ. ef hann fer fyrir helgi! Hvað á það að þýða? Að ef enginn hefur áhuga á að kaupa bílinn, þá hækkar verðið?
Það geta verið margar ástæður fyrir svona auglýsingum. Kannski vantar viðkomandi pening, en á von á pening nokkrum dögum seinna, ég er t.d yfirleitt til í að slá af verði bíls ef hann selst hratt. Það kostar að eiga þetta. Ég er t.d að auglýsa dekk til sölu núna á "tilboði" í nokkra daga. Ástæðan er sú að ég ætla að kaupa mér önnur dekk en á ekki alveg fyrir þeim. Ég er líka að auglýsa bíl til sölu. Ef að hann nú selst þá á ég fyrir þessum dekkjum sem mig langar í og þarf ekkert að stressa mig á að selja "tilboðs"dekkin.
Þá hafið þið það, það eru 2 hliðar á öllum málum. Er ekki bara best að setja upp vinsamleg tilmæli um að ganga vel frá auglýsingum og setja viðeigandi verð á hlutina. Ef það er ekki hægt að verðleggja þá er um að gera að taka það bara fram.
Re: tilboð!
Posted: 29.jan 2013, 16:37
frá Magni
Það er nú bara þannig í flestum tilfellum að þegar engin verðhugmynd er í þræði þá eru fyrstu spurningar "verðhugmynd?" eða símatal eða einkaskilaboð byrja á "hvert er verðið?" Þannig af hverju ekki bara spara tíma hjá flestum og setja inn verðhugmynd. Þá geta menn allavega boðið útfrá því. Það eru jú allir með ákveðið verð í huga þegar á að selja eitthvað (ekki læturu kaupandann segja þér verðhugmyndina).
Re: tilboð!
Posted: 29.jan 2013, 16:38
frá gislisveri
"Mig langar í Bronco" er samt fyndnasta auglýsingin sem ég hef séð hérna inni, hélt fyrst að þetta væri eitthvað tröll, en er búinn að skemmta mér konunglega yfir þessu.
En það eru alltaf amk. tvær hliðar á hverju máli, get verið sammála því.
Annað vandamál sem kom upp hérna var að menn voru alltaf að hrauna yfir verðlagningu á auglýsingum, jafnvel á auglýstum hlutum sem þeir höfðu hvort eð er ekki áhuga á eða getu til þess að kaupa. Ef ég hef áhuga á að selja gömlu súkkudrusluna mína á 5 milljónir, þá er mér alveg frjálst að gera það. Það er enginn heldur neyddur til að kaupa hana. Afhverju kvarta menn þá ekki yfir því þegar hlutir eru auglýstir ódýrt? Ég fékk gefins drifköggul í gegnum JS í gær og ekki dettur mér í hug að rausa yfir því.
Það má alveg útbúa "sticky" til að hafa í auglýsingadálkunum með tilmælum um hvernig auglýsingar eiga að líta út, en það er erfiðara að hafa einhverjar "reglur" og ætla að framfylgja þeim líka.
Ég leyfi mér að færa þennan þráð í dálkinn "Vefurinn - hugmyndir og ábendingar" með afriti hérna.
Re: tilboð!
Posted: 29.jan 2013, 18:03
frá Valdi B
mér finnst bara alveg fáránlegt að menn gera fínar auglýsingar og segja vel til um allt í bílnum en síðan er bara tilboð... síðan býður eitthver í bílinn og þá er svarið bara nei
mér finnst það mætti vera regla hérna á spjallinu með að það þurfi að vera verðhugmynd
og auglýsingar eigi bara að vera hægt að loka fyrir ef þær eru ekki vel útfylltar.
Re: tilboð!
Posted: 29.jan 2013, 19:15
frá kjartanbj
Auglýsingar án verðs, án mynda, án upplýsinga eru auglýsingar sem ég nenni ekki að skoða
einnig finnst mér asnalegt að vera með auglýsingar þar sem bíllinn kostar 700þúsund en 1 milljón í skiptum.. hvaða rugl er það
Re: tilboð!
Posted: 29.jan 2013, 19:42
frá Stebbi
kjartanbj wrote:Auglýsingar án verðs, án mynda, án upplýsinga eru auglýsingar sem ég nenni ekki að skoða
einnig finnst mér asnalegt að vera með auglýsingar þar sem bíllinn kostar 700þúsund en 1 milljón í skiptum.. hvaða rugl er það
Þá er örugglega verið að meina 700 staðgreitt en 1 milljón í skiptibralli. Ekkert óeðlilegt við það að menn fái betra verð fyrir það að nota peninga í staðin fyrir að taka fullt af drasli uppí sem þarf svo að selja aftur.