Síða 1 af 1

Rafmagnslæsing í Hilux

Posted: 22.jan 2013, 15:47
frá ihþ
Daginn.

Er með Hilux 1992 sem er rafmagnslæstur að aftan. Mótor virkar uppi á borði. Ljós kemur í mælaborð um að læsingin sé á, en samt læsir hann sér ekki.
Hvað er það helst sem maður á að skoða þegar þessi útbúnaður er ekki að virka.

Re: Rafmagnslæsing í Hilux

Posted: 22.jan 2013, 15:53
frá villi58
Blikkar hann ljósinu eða er það orðið alveg stöðugt ?

Re: Rafmagnslæsing í Hilux

Posted: 22.jan 2013, 15:53
frá kjartanbj
hann er greinilega ekki að ná að færa pinnan alveg út, hefurðu prufað að læsa honum áður en þú hertir alla boltana þannig það er engin spenna á þessu þegar þú læsir? en ertu svo viss um að læsingin í kögglinum sé í lagi , búin að prufa að færa arminn sjálfur með handafli og sjá hvort þetta læsist?

Re: Rafmagnslæsing í Hilux

Posted: 22.jan 2013, 16:29
frá ihþ
Sælir.

Ljósið logar stöðugt, og Jú hann fer í læsinguna handvirkt.

Re: Rafmagnslæsing í Hilux

Posted: 22.jan 2013, 20:53
frá karig
Hefur þú prufað að tjakka hann upp að aftan, hafa hann í 4wd og setja lásinn á, án þess að hafa bílinn í gangi, maður heyrir surgið í mótornum þegar hann snýst, þegar rofanum er snúið og ef maður snýr öðru hjólinu fer lásinn á með smelli ef allt er í lagi. Ef rauða ljósið logar strax stöðugt eftir að rofanum er snúið, er eitthvað borgið við rofann á hásingunni eða lagnirnar að og frá honum. Kv, kári.

Re: Rafmagnslæsing í Hilux

Posted: 23.jan 2013, 20:56
frá ihþ
Takk fyrir þetta piltar.

Við nánari athugun þá blikkar ljósið, en logar ekki stöðugt. Breytir það einhverju varðandi þau atriði sem hafa verið nefnd hér.

Re: Rafmagnslæsing í Hilux

Posted: 23.jan 2013, 21:57
frá sukkaturbo
Sælir ljósið blikkar þar til lásinn er kominn á. Ég hef bjargað mér á því að setja lásinn á handvirkt tekur enga stund. Gott að tjakka bílinn upp á meðan. Tek mótorinn úr set lásinn á með skrúfjárni og mótorinn í aftur. Hef haft hann á allan veturinn og tekið hann af þegar snjóa leysir eða þegar er útlit fyrir marga daga snjólausa.