Síða 1 af 1
Skjálfti LC90
Posted: 25.júl 2010, 00:42
frá Brjótur
Sæll Bjarki ef þú lest þessa síðu, ég er ekki boðlegur á f4x4 svo að ég vona að þú sjáir þetta svar mitt, en já þú verður að hafa tjakkinn fyrir aftan hásinguna á millibilsstönginni og að auki þá tek ég alltaf litlu málmskinnurnar sem eru á milli í spindillegunum uppi og niðri til að stífa liðhúsin, og ekki þýðir að hafa mjúk gúmmí í þverstífunni helst bara nylon, þannig hef ég það í mínum Patrol.
Gangi þér vel.
kveðja Helgi
Re: Skjálfti LC90
Posted: 25.júl 2010, 01:57
frá StefánDal
Ekki varstu bannaður þar fyrir að leiðrétta verðhugmyndir manna í auglýsingadálknum Brjótur? Nei djók...
Re: Skjálfti LC90
Posted: 25.júl 2010, 14:05
frá Brjótur
Sælir og takk Frikki fyrir að setja þetta yfir, en hér er meira eftir svar Bjarka, þessar fjólubláu fóðringar eru of mjúkar alveg klárt, ég er með þetta hjá mér að framan í langstífunum og þetta gefur alveg svakalega eftir, en meira um þverstífuna það er föst einhverskonar lega í efri endanum uppi í grind en mjög stíft gúmmí í járnhólk á hásingunni og þar er ég búinn að setja nylonfóðringu enda er nóg af gúmmíi annarsstaðar á hásingunni og stífum, gangi þér svo vel.
kveðja Helgi