Síða 1 af 1
Willy's
Posted: 16.jan 2013, 22:33
frá spurs
Hvað þarf maður að borga fyrir góðan Willys. Vitið þið hver á Willysinn CJ 5 sem er málaður rauður,hvítur og blár? Ætli hann sé til sölu?
Re: Willy's
Posted: 16.jan 2013, 22:35
frá eythor6
44" eða 38"?
Re: Willy's
Posted: 16.jan 2013, 22:35
frá fordson
3 kúlur
Re: Willy's
Posted: 16.jan 2013, 22:37
frá fordson
heyrði að þessi hafi farið á 3 kúlur
Re: Willy's
Posted: 16.jan 2013, 22:44
frá fordson
eða ertu ekki að meina þennan
Re: Willy's
Posted: 16.jan 2013, 22:46
frá spurs
Þetta er græjan. 38" er það sem ég var að spá í.
Re: Willy's
Posted: 18.jan 2013, 07:40
frá spurs
örugglega mjög góur bíll en eru ekki 3 kúlur full mikið? Hvaða kram er í bílnum? Er þetta sá besti ?
Re: Willy's
Posted: 18.jan 2013, 08:33
frá jeepcj7
Þessi er með 401 4ra gíra beinsk. og á dana 44 hásingum boddý úr plasti.
Willys jeppar eru alltaf hverrar krónu virði 2,3,4 kúlur bara eðlilegt.
Re: Willy's
Posted: 18.jan 2013, 15:33
frá Eli
Þú getur vafalaust fengið einhver hræ á einhverja hundraðþúsundkalla, en ef þú ætlar í alvöru vel uppgerðan willys þá fer það aldrei undir milljón, eins og fyrri ræðumaður segir, nokkrar.
Re: Willy's
Posted: 18.jan 2013, 16:47
frá spurs
Mér finnst allt í lagi að borga milli 1-1,5 millj fyrir Willys. Skil þó vel að menn vilja fá rétt verð fyrir helbreytta bíla eins og þann sem er 46" og ég hef séð myndir af .
Re: Willy's
Posted: 18.jan 2013, 21:32
frá jeepcj7
Svipað og með bílinn hjá Þórði Gunnars var talsvert spáð í kílóin á þessum jeppa þegar Davíð Sig gerði hann upp hann er að mig minnir ca.1300 kg. race ready er reynar búinn að léttast aðeins síðan í denn því það eru komin álhedd á amc relluna.
Það er/var enginn óþarfi settur í hann og reynta að hafa allt sem þynnst og léttast þunnt í boddýi léttar felgur og mjög létt kram miðað við styrk.
Re: Willy's
Posted: 18.jan 2013, 22:04
frá SævarM
hef einhverstaðar heyrt að karfan hafi verið 75 kg
Re: Willy's
Posted: 19.jan 2013, 14:59
frá fordson
það eru til menn sem borga 3-4 milj fyrir útúrkeyrðar toyotur, fengi mér mikið frekar útúrtjúnnaðan willys fyir sama fé
Re: Willy's
Posted: 19.jan 2013, 16:38
frá jeepcj7
X2
Re: Willy's
Posted: 19.jan 2013, 17:02
frá lecter
það hefur verið auglyst hér nokrir willys jeppar á finum verðum jafn vel undir milljón ,, og ekker mál að taka þá og endur byggja eða laga aðeins en nú eru allir ofur jepparnir að fa cool over fjöðrun og 500hp hemi svo okkar gamla loft eða gorma fjöðrun er úti i kuldanum i dag
og venjulegar v8 velar ekki með ,,
Re: Willy's
Posted: 19.jan 2013, 20:09
frá theodor
spurs wrote:Mér finnst allt í lagi að borga milli 1-1,5 millj fyrir Willys. Skil þó vel að menn vilja fá rétt verð fyrir helbreytta bíla eins og þann sem er 46" og ég hef séð myndir af .
Þegar menn eru að verðleggja bíla þá verður að hafa í hug hvað þú ert að fá. 1-1,5 fyrir Willys er í raun og veru mjög ódýrt. Dekk og felgur eru líklega að kosta ca. 100 þús hvert dekk og felgur kannski 50 þúsund stk. og þá erum við að tala um frekar ódýrar felgur. Þetta gerir 600 þúsund og þá er allt eftir. Body, grind, vél, hásingar, kælikerfi........... Segjum að þú viljir lása í hásingarnar þá kosta t.d loftlás 210 þúsund stk. og flestir vilja tvö stk. Þetta er 420 þúsund plús 600 eða jafnt og milljón og tuttugu. Þannig að ef þú ert að fá bíl á milljón og hann er læstur og á þokkalegum dekkjum er verið að gefa restina.
Kveðja, Theodor.
Re: Willy's
Posted: 19.jan 2013, 20:31
frá spurs
Rétt hjá þér Theodor það er ekki ódýrt að koma sèr upp góðum jeppa með þeim búnaði sem maður vill hafa í góðum jeppa. Það má ekki skilja mig þannig að ég sé að tala willysinn niður. Minn fyrsti bíll var Willys árgerð 1963 með V6 Buick og var ég að hugsa um að gaman væri að eignast aftur góðan Willys.
Re: Willy's
Posted: 19.jan 2013, 20:32
frá lecter
ég er samála og allt kostar meira en 2008 ,,, nú er 2013 verð á jeppum hefur farið mikið upp i usa td maður er að sja jeep ,bronco, scout upp i 30,000 usd og ganfæra jeppa á 8000usd og upp ó smiðaða
þetta var bara allt undir 10,000 usd 2007