Síða 1 af 1
Feedback viðskiptaþráður - Góð/Slæm
Posted: 16.jan 2013, 15:37
frá aggibeip
Mig langaði bara að minna á spjallborð hér á jeppaspjallinu sem heitir
"Viðskipti".
Í leiðinni vil ég benda á að ef menn nota það á réttan hátt þá eykst öryggi í viðskiptum á síðunni til muna.
Dæmi:
Sjá tvo efstu þræði á
Vaktinni
Re: Feedback viðskiptaþráður - Góð/Slæm
Posted: 16.jan 2013, 16:44
frá ellisnorra
Þetta er að komast í gagnið, en ég vill samt sjá þetta skipulagðara.
Ég vill sjá tvo dálka, annan sem heitir Feedback - Spjallverjar og hinn sem heitir Feedback - Fyrirtæki.
Til enginn misskilji hvað ég kalla dálk þá er dæmi um dálk "Almennt spjall", "Ferðalög", "Færð á fjöllum" osfrv.
Innan þessara dálka vill ég sjá nafn spjallverja eða fyrirtækja sem nafn á hverjum þræði. Nafn á þráðum spjallverja gæti verið eingöngu skjánafn eða bæði skjánafn og fullt nafn, þar sem ég inni er skylda að skrifa undir fullu nafni gæti það hjálpað til ef menn eru að leita af ákveðnum einstaklingi til að commenta. Innan þessara þráða geta menn svo rausað jákvætt eða neikvætt um viðkomandi, en allt á málefnalegum nótum og kurteisi sé í hávegum höfð, eins og er sem betur fer nánast algild á þessu frábæra spjalli.
Svona hef ég trú á að skipulag sé eins og best verður á komist og auðvelt að leita í þessu kerfi.
Re: Feedback viðskiptaþráður - Góð/Slæm
Posted: 16.jan 2013, 17:56
frá Startarinn
ég er sammála Ella, deila þessu í tvennt og hafa nöfninn á hverjum þræði, fyrirtækið eða manninn sem um er rætt, auðveldar alla leit þannig að þetta virki sem best
Re: Feedback viðskiptaþráður - Góð/Slæm
Posted: 16.jan 2013, 17:59
frá Ingójp
Sammála honum Ella það væri helvíti flott
Re: Feedback viðskiptaþráður - Góð/Slæm
Posted: 16.jan 2013, 18:34
frá aggibeip
Sammála.
Það væri kanski sniðug hugmynd að skipta dálkunum í jákvætt og neikvætt feedback með því að hafa tvo undirdálka sem heita eitthvað á þá leið; jákvætt feedback / neikvætt feedback..
Re: Feedback viðskiptaþráður - Góð/Slæm
Posted: 16.jan 2013, 19:28
frá ellisnorra
aggibeip wrote:Sammála.
Það væri kanski sniðug hugmynd að skipta dálkunum í jákvætt og neikvætt feedback með því að hafa tvo undirdálka sem heita eitthvað á þá leið; jákvætt feedback / neikvætt feedback..
Þá koma of margir þræðir að mínu mati. Mér finnst bara eiga að vera einn þráður um hvern spjallverja eða fyrirtæki og þar verður rætt allt sem við kemur þeim aðila.
Re: Feedback viðskiptaþráður - Góð/Slæm
Posted: 16.jan 2013, 19:28
frá gislisveri
Sjáum hvort þetta rúllar í gang, það er óþarfi að skipta þessu mikið upp ef virknin er lítil. Ef þið skoðið BMW kraft, þá eru innan við 20 þræðir sem hafa verið uppfærðir sl. ár.
Svo er eitt prinsipp atriði, við notum ekki slettur eins og "Feedback" á hinu ÍSLENSKA jeppaspjalli (broskall).
Súkkukveðja,
Gísli.
Re: Feedback viðskiptaþráður - Góð/Slæm
Posted: 16.jan 2013, 19:41
frá birgthor
"Prinsipp" Gísli.... Kommon er þetta ekki hið Íslenska jeppaspjall? (broskall sem ranghvolfir augunum)
Re: Feedback viðskiptaþráður - Góð/Slæm
Posted: 16.jan 2013, 20:06
frá gislisveri
birgthor wrote:"Prinsipp" Gísli.... Kommon er þetta ekki hið Íslenska jeppaspjall? (broskall sem ranghvolfir augunum)
Haha, góður. Ég gæti logið því að þetta sé kaldhæðni hjá mér, en í sannleika sagt var þetta alveg óvart (broskall með skömmustusvip).
Ég ætlaði nú reyndar ekki að fara að skipta mér af því hvernig menn skrifa hérna inni, heldur átti ég nú helst við titla á dálkunum.
Re: Feedback viðskiptaþráður - Góð/Slæm
Posted: 16.jan 2013, 20:16
frá Stebbi
elliofur wrote:aggibeip wrote:Sammála.
Það væri kanski sniðug hugmynd að skipta dálkunum í jákvætt og neikvætt feedback með því að hafa tvo undirdálka sem heita eitthvað á þá leið; jákvætt feedback / neikvætt feedback..
Þá koma of margir þræðir að mínu mati. Mér finnst bara eiga að vera einn þráður um hvern spjallverja eða fyrirtæki og þar verður rætt allt sem við kemur þeim aðila.
Mætti ekki bara hafa það sem reglu að merkja titilinn [Jákvætt] eða [Neikvætt] ef að menn vilja hafa það þannig, eins finnst mér að auglýsingarnar mættu vera merktar þannig ss. [TS] og [ÓE]. Svo mætti alveg vera broskalla system í spjallinu svo menn séu ekki eins og torfkofabændur með (broskall innan sviga).
Re: Feedback viðskiptaþráður - Góð/Slæm
Posted: 16.jan 2013, 21:19
frá Haffi
Væri það ekki bara vesen að skipta þessu í jákvætt og neikvætt.
Eins og Elli segir, einn þráður um hvern og einn spjallverja og þar er allt ritað, gott og slæmt.
En þetta er flott framtak, þetta virkar vel á Kraftinum. ("thumps up" broskall)
Re: Feedback viðskiptaþráður - Góð/Slæm
Posted: 16.jan 2013, 21:35
frá gislisveri
Stebbi wrote:
Mætti ekki bara hafa það sem reglu að merkja titilinn [Jákvætt] eða [Neikvætt] ef að menn vilja hafa það þannig, eins finnst mér að auglýsingarnar mættu vera merktar þannig ss. [TS] og [ÓE]. Svo mætti alveg vera broskalla system í spjallinu svo menn séu ekki eins og torfkofabændur með (broskall innan sviga).
Ég vil miklu frekar vera torfkofabóndi heldur en unglingsstelpa (fýlukall).
Re: Feedback viðskiptaþráður - Góð/Slæm
Posted: 16.jan 2013, 21:56
frá Stebbi
Ég átti einusinni súkku sem ilmaði eins og torfkofi, þú hefðir verið flottur á henni. (Broskall sem brosir svo mikið að hann er að rifna en getur það ekki afþví að það er ekki nóg pláss á milli svigana)
Re: Feedback viðskiptaþráður - Góð/Slæm
Posted: 16.jan 2013, 22:14
frá aggibeip
Kæru ÍSLENSKU spjallverjar, hvaða orð mynduð þið nota í staðinn fyrir "Feedback" ? (hugsandi broskall)
Re: Feedback viðskiptaþráður - Góð/Slæm
Posted: 16.jan 2013, 22:15
frá andrig
Stebbi wrote:....Mætti ekki bara hafa það sem reglu að merkja titilinn [Jákvætt] eða [Neikvætt] ef að menn vilja hafa það þannig.....
Ég myndi frekar vilja hafa þetta þannig að ef að ég ætla að skrifa eitthvað um fyrirtæki/notenda að þá skrifa ég bara nafnið á fyrirtækinu/notendanum í titilinn.
Og skrifa minn pistil hvort sem hann er jákvæður eða neikvæður og aðrir notendur geta síðan postað sínum sögum í sama þráð.
Í staðinn fyrir að merkja þræðina: [Jákvætt] eða [Neikvætt].
þá koma færri þræðir og þæginlegra að skoða.
Re: Feedback viðskiptaþráður - Góð/Slæm
Posted: 16.jan 2013, 22:17
frá andrig
aggibeip wrote:Kæru ÍSLENSKU spjallverjar, hvaða orð mynduð þið nota í staðinn fyrir "Feedback" ? (hugsandi broskall)
Umfjöllun, Lof/Last, Gagnrýni, Neytendavaktinn?
Re: Feedback viðskiptaþráður - Góð/Slæm
Posted: 16.jan 2013, 23:10
frá jeepson
Eru menn að springa úr broskalla stuði? (hlægjandi broskall)
Re: Feedback viðskiptaþráður - Góð/Slæm
Posted: 16.jan 2013, 23:23
frá gislisveri
andrig wrote:aggibeip wrote:Kæru ÍSLENSKU spjallverjar, hvaða orð mynduð þið nota í staðinn fyrir "Feedback" ? (hugsandi broskall)
Umfjöllun, Lof/Last, Gagnrýni, Neytendavaktinn?
Líst vel á lof og last.
Re: Feedback viðskiptaþráður - Góð/Slæm
Posted: 16.jan 2013, 23:24
frá gislisveri
andrig wrote:Stebbi wrote:....Mætti ekki bara hafa það sem reglu að merkja titilinn [Jákvætt] eða [Neikvætt] ef að menn vilja hafa það þannig.....
Ég myndi frekar vilja hafa þetta þannig að ef að ég ætla að skrifa eitthvað um fyrirtæki/notenda að þá skrifa ég bara nafnið á fyrirtækinu/notendanum í titilinn.
Og skrifa minn pistil hvort sem hann er jákvæður eða neikvæður og aðrir notendur geta síðan postað sínum sögum í sama þráð.
Í staðinn fyrir að merkja þræðina: [Jákvætt] eða [Neikvætt].
þá koma færri þræðir og þæginlegra að skoða.
Líka sammála þessu, eins og einhver var búinn að stinga upp á áður. Eðlilegasta formið á þessu finnst mér, þekkjum þetta frá kraftinum.
Re: Feedback viðskiptaþráður - Góð/Slæm
Posted: 16.jan 2013, 23:25
frá gislisveri
Stebbi wrote:Ég átti einusinni súkku sem ilmaði eins og torfkofi, þú hefðir verið flottur á henni. (Broskall sem brosir svo mikið að hann er að rifna en getur það ekki afþví að það er ekki nóg pláss á milli svigana)
Ég er alltaf flottur, hvort sem er í súkku eða ekki. En þú hefur væntanlega verið broskall út að eyrum bak við stýrið á henni.
Re: Feedback viðskiptaþráður - Góð/Slæm
Posted: 17.jan 2013, 11:21
frá aggibeip
Þetta er alveg frábært, strax búið að búa til dálk sem heitir "
Lof og last", og menn farnir að nota hann ! (ánægður broskall)
Re: Feedback viðskiptaþráður - Góð/Slæm
Posted: 17.jan 2013, 18:19
frá Stebbi
aggibeip wrote:Þetta er alveg frábært, strax búið að búa til dálk sem heitir "
Lof og last", og menn farnir að nota hann ! (ánægður broskall)
En ætlum við í alvöruni að fara að gera póst við hvern einasta viðskiptagjörning sem gengur eins og hann á að ganga og hrósa fólki eins og leikskólabörnum fyrir að hafa það eitt skilað inn eigendaskiptum og ekki logið til um bílinn.
Það væri ágætt að menn myndu þá pósta jákvæðu ef að um eitthvað mjög sérstakt að ræða.
Re: Feedback viðskiptaþráður - Góð/Slæm
Posted: 17.jan 2013, 20:26
frá hobo
Ég bíð bara eftir því þegar það kemur last, þá gætu orðið læti :) :o :/