Aðalljós á ford
Posted: 13.jan 2013, 18:02
frá Kristinn
Hvað hafa menn verið á gera til að bæta lýsingu á ford f350 2007 , það er mjög lítil lýsing af þeim og svakalega lítill munur á lágu og háu geisla . allar góðar ábendingar vel þegnar.. Kv Kristinn
Re: Aðalljós á ford
Posted: 13.jan 2013, 18:20
frá Fordinn
Almennilega kastara med HID eða nætursjónauka gleraugu =) búið að vera léleg lýsing á öllum þessum fordum, held það hafi soldið með það að gera að ljosin sjalf eru mjog stór og birtan einhvern veginn bara gufar upp......