Síða 1 af 1

Breytingar á Grand Cherokee 2005+

Posted: 09.jan 2013, 20:32
frá dlh
Góða kvöldið kæru jeppaspekingar.

Nú eru slyddujeppapælingar farnar að gera vart við sig.

Mig langaði að forvitnast hvort það sé búið að breyta hér á landi einhverjum Grand Cherokee bílum 2005 módel og yngri??

Maður hefur séð slatta af svona bílum með eldri boddíin á 33" og uppí 44" en man ekki eftir að hafa séð neinn með þessu lagi sem kom 2005.

Kv. Davíð

Re: Breytingar á Grand Cherokee 2005+

Posted: 09.jan 2013, 21:42
frá Gulli J
Ég er með einn 2005 á 33" upphækkaður um 4" 107L aukatank og Websto miðstöð, frábær ferðabíll og fínt að sofa í honum.
Veit ekki til að menn hafi verið að setja undir þá stærri dekk og var sagt að það væri ekki hægt nema kannski 35"

Re: Breytingar á Grand Cherokee 2005+

Posted: 21.aug 2013, 22:37
frá jonvidarb
Sæll Gulli,

ég hef áhuga á að fá mér Grand Cherokee 2005-7 árgerð og lifta honum um 2-4" Sýnist að það sé hægt að gera skemmtilegan ferðabíl fyrir ásættanlegan pening. Ég er því forvitinn að vita aðeins meira um þína reynslu. Líklega best að koma bara með spurningaflóðið :)

Þú ert með 4" hækkun, hafa verið einhver vandamál með slit að framan? Fjöðrunarbúnaður, hjólaliðir?
Hefur þú séð eftir því að hafa hækkað hann þetta mikið, sé að 2" hækkun er algengari og þá með 31-32 tommu dekkjum max.
Hefur þú gert einhverjar ráðstafanir til að vatnsverja rafbúnað eða gert eitthvað varðandi loftinntakið sem er framarlega og frekar neðarlega?
Þurftir þú að fá þér lengri dempara þegar þú hækkaðir bílinn?
Var hækkunin "heimatilbúin" eða eitthvert "kit" frá Ameríku?
Ertu með upprunalegar felgur undir bílnum? Það á að vera hægt að koma sumum 16" felgum undir 2005 árgerðina sem mér finnst hljóma aðlaðandi til að hafa aðeins meira gúmmí til að mýkja.
Hvað hefur helst verið til ama, það hlýtur að vera eitthvað ;-)

Mér finnst einkennilegt hvað ég sé sjaldan svona bíla á fjöllum og velti því fyrir mér hvort það sé vegna þess að þeir henti ekki eða hvort það sé vegna þess að fólk virðist ekki reikna dæmið til enda varðandi bensíneyðslu vs kaupverð bíls. Mér sýnist að ásett verð á CRD bílum sé yfirleitt um 1,5 milljón hærra en HEMI. Það má kaupa drjúgt af bensíni fyrir það!

Með kveðju,

Jón Viðar Baldursson
Sem langar í Grand Cherokee HEMI á fjöll

Re: Breytingar á Grand Cherokee 2005+

Posted: 21.aug 2013, 23:45
frá scweppes
Fæ ég að skjóta einni með í leiðinni? :)

Hvernig er útfærslan á aukatankinum, hvar fannstu pláss fyrir 107L tank?

Re: Breytingar á Grand Cherokee 2005+

Posted: 13.sep 2013, 15:43
frá Jón K
Það er hægt að setja glettilega stóran tank í staðin fyrir varadekkið það víkur hvort sem er þegar stærri dekk eru komin undir bílinn.