Síða 1 af 1
HYUNDAI TUCSON Reynslusögur
Posted: 08.jan 2013, 19:28
frá elvarö
Sælir reynslu boltar mig langa að vita hvernig þessir bílar hafa veriða að koma út veitt að þetta eru engir jeppar en datt eingin önnur síða í hug hef heyrt að v6 bíllin sé eyðslu frekur en hef ekkert heyrt um v4 bensí og dísel bílinn þar sem ég er voða vitlaus í þessu þá langar mig að vita hvort einhver vill tjá sig um þessi grey kveðja Elvar sem veitt ekkert um þessa bíla en er að spá (
http://www.bilasolur.is/CarDetails.aspx ... &schpage=2)
Re: HYUNDAI TUCSON Reynslusögur
Posted: 08.jan 2013, 19:48
frá karig
Ég átti 2 l. bensín Tucson, það er gott að setjast inn og sætin eru fín og þar með er það jákvæða upptalið. Hann eyðir of miklu miðað við stærð og afl, leiðinlegir í hálku og furðulega lélegir í snjó miðað við 4hjóladrif. Skipti í diesel Skoda og brosi út að eyrum, svo er fínt að eiga Hilux með ef það kæmi einhvern tímann aftur snjór......kv, kári.
Re: HYUNDAI TUCSON Reynslusögur
Posted: 08.jan 2013, 21:28
frá elvarö
karig wrote:Ég átti 2 l. bensín Tucson, það er gott að setjast inn og sætin eru fín og þar með er það jákvæða upptalið. Hann eyðir of miklu miðað við stærð og afl, leiðinlegir í hálku og furðulega lélegir í snjó miðað við 4hjóladrif. Skipti í diesel Skoda og brosi út að eyrum, svo er fínt að eiga Hilux með ef það kæmi einhvern tímann aftur snjór......kv, kári.
Hvað var hann að eyða? var hann beiskiptur eða sjáfskiptur? kv, Elvar
Re: HYUNDAI TUCSON Reynslusögur
Posted: 08.jan 2013, 22:23
frá karig
Hann var beinskiptur, var að eyða svona 13 l. á hundraðið, ef maður keyrði þetta upp fyrir 80 km/klst, komst neðst í 9 l. í meðvindi....
Re: HYUNDAI TUCSON Reynslusögur
Posted: 08.jan 2013, 22:43
frá hrappatappi
Ég átti svona bíl og hann reyndist mér mjög vel 2.l bensín. En eins og Kári segir þá fannst mér eyðslan vera frekar mikil.
Hann var að eyða C.a 12-13 innanbæjar en það er reyndar það sama og rav4. Þessi bíll er samt rúm betri en rav4 og var það eginlega aðal ástæðan fyrir því að ég keypti hann.
Bilaði ekkert fyrir utan eðlilegt viðhald á slitflötum.
Þannig að í stuttumáli þá var fínt að eigan en ég sá ekki eftir honum. Ef þú ert heitur fyrir svona bíl þá skaltu fá þêr díselbílinn.