Síða 1 af 1
Xenon/Led
Posted: 08.jan 2013, 09:28
frá Heiðar Brodda
sælir nennir einhver að skrifa hér inn muninn á led og xenon kv Heiðar Brodda
Re: Xenon/Led
Posted: 08.jan 2013, 11:12
frá jongud
Það er svolítið tvírætt hvað menn kalla Xenon ljós.
Það er um að ræða tvo möguleika;
-annarsvegar "venjulega" peru með glóðarþræði sem er fyllt með xenon gasi. ljósið myndast þegar glóðarþráðurinn glóir
-hinsvegar HID xenon ljós þar sem peran er glerhylki fyllt með xenon gasi og með rafskautum í endunum. ljósið myndast í ljósboga á milli rafskautana
LED stendur fyrir "light emitting diode"
þar er einfaldlega um að ræða díóðu sem gefur frá sér ljós.
LED perur eru mjög oft með margar díóður í klasa, enda notar hver díóða oft ekki nema 0,-eitthvað volt.
Re: Xenon/Led
Posted: 08.jan 2013, 14:36
frá Heiðar Brodda
það sem ég var að spá í var kastarar á jeppa xenon/ led kannski er ekki komin þógu mikil þróun á led en skal vera hreinskilinn nenni yfirleitt ekki að lesa svona enska texta kv HB
Re: Xenon/Led
Posted: 08.jan 2013, 15:59
frá birgthor
Hafa spennarnir ekki verið að fara illa í Xenon í jeppum? Þá vegna titrings.
Led er að mínu mati málið, lítil orkunotkun og góður endingartími.
Re: Xenon/Led
Posted: 08.jan 2013, 16:52
frá isak2488
http://www.snakeracing.com.au/rigid-led-lights/LED-Light-Bar-Hilux-0482.jpgÉg pantaði mér svona led ljós, bæði punkt og dreifigeisli í því.
Kom mér á óvart hvað þetta lýsir langt,
Re: Xenon/Led
Posted: 08.jan 2013, 16:55
frá Stebbi
svopni wrote:Það sem ég hef skoðað þá er LED málið í vinnuljós og þokuljós en XENON/HID í kastara sem eiga að ná lengra. Hugsanlega til LED með góðri linsu sem punktljós.
Tek undir það LED er ekki enþá komið á þann stað að það sé hægt að nota það sem almennilega kastara. Þau LED ljós sem ég hef séð sem gera einhverja hluti eru komin skuggalega nálægt venjulegum Halogen perum í wattatölu þannig að ávinningurinn á svoleiðis ljósum er lítll sem enginn.
LED sem vinnuljós, bakkljós, inniljós og til að skipta út öðrum perum í bílnum er algjörlega málið, þar er hægt að spara sér hellings rafmagn og nota í eitthvað skemmtilegt.
Re: Xenon/Led
Posted: 08.jan 2013, 16:58
frá Stebbi
Re: Xenon/Led
Posted: 08.jan 2013, 17:03
frá isak2488
20" 126w 10,000 Lumen minnir mig
Re: Xenon/Led
Posted: 08.jan 2013, 17:08
frá Stebbi
Það verður gaman að fá samanburð á þessu og 2 góðum kösturum með 55w perum.
Re: Xenon/Led
Posted: 08.jan 2013, 18:46
frá jeepson
Mér fynst stæðsti gallinn við þessi led ljós vera að þau hitna ekki og bræða þá ekki snjóinn af sér.
Re: Xenon/Led
Posted: 08.jan 2013, 19:07
frá isak2488
mér var sagt að þegar að led ljósin væru komin yfir 4500 lumen þá byrja þau að bræða af sér,
Re: Xenon/Led
Posted: 08.jan 2013, 19:15
frá jeepson
isak2488 wrote:mér var sagt að þegar að led ljósin væru komin yfir 4500 lumen þá byrja þau að bræða af sér,
Ok. Þá er nú alt í lagi að skoða kaup á svona ljósum. Félagi minn er með 2 led ljós og 4 díóður í hverju ljósi og þau lýsa rosalega vel. En honum fanst það einmitt vera vont að þau bræddu ekki af sér. Ég veit reyndar ekki hvað þau eru öflug.
Re: Xenon/Led
Posted: 08.jan 2013, 19:21
frá Eiður
en svona led bar eins og tildæmis í radíoraf, það dregur 35wött og lýsir fáránlega og varla er það ástæða fyrir því að fá sér ekki led að þurfa að berja af því á morgnanna
Re: Xenon/Led
Posted: 08.jan 2013, 19:36
frá jeepson
Eiður wrote:en svona led bar eins og tildæmis í radíoraf, það dregur 35wött og lýsir fáránlega og varla er það ástæða fyrir því að fá sér ekki led að þurfa að berja af því á morgnanna
Þetta er eini led kastarinn sem að finn á síðuni þeirra. og tekur 28W
http://radioraf.is/index.php?page=shop. ... &Itemid=31
Re: Xenon/Led
Posted: 08.jan 2013, 20:00
frá isak2488
Veit að aukaraf er með svona led bar, en ég pantaði mitt að utan
Re: Xenon/Led
Posted: 08.jan 2013, 20:18
frá Eiður
jeepson wrote:Eiður wrote:en svona led bar eins og tildæmis í radíoraf, það dregur 35wött og lýsir fáránlega og varla er það ástæða fyrir því að fá sér ekki led að þurfa að berja af því á morgnanna
Þetta er eini led kastarinn sem að finn á síðuni þeirra. og tekur 28W
http://radioraf.is/index.php?page=shop. ... &Itemid=31
júbb þeir eru með svona lengjur kosta eins og ipf kastarapar spurning með ljósmagn