Síða 1 af 1
ódýrast að láta hjólastilla?
Posted: 07.jan 2013, 19:01
frá Big Red
Hvar er ódýrast að láta hjólastilla í RVK?
Re: ódýrast að láta hjólastilla?
Posted: 08.jan 2013, 21:18
frá Andri M.
hvernig bíll er þetta ??,
annars mæli eg með "bílaskoðun og stilling 551-3100
þetta er á sama stað og hjólbarðaverkstæði sigurjóns
Re: ódýrast að láta hjólastilla?
Posted: 08.jan 2013, 21:39
frá Big Red
Nissan King cab 1991 veit þetta kostar um 15þúsund hjá N1
Re: ódýrast að láta hjólastilla?
Posted: 08.jan 2013, 22:00
frá jeepcj7
Aldrei heyrt nema gott af Hjólastillingum Hamarshöfða góð vinna og gott verð.
Re: ódýrast að láta hjólastilla?
Posted: 08.jan 2013, 22:55
frá tommi3520
Virkinn er fínn, þori ekki að segja til um verð enda geta sum verk verið erfiðari en önnur. bara hringja og kanna
http://ja.is/hradleit/?q=virkinn%20ehf% ... %A6%C3%B0iTB
Re: ódýrast að láta hjólastilla?
Posted: 08.jan 2013, 23:31
frá HaffiTopp
Ef þú ert bara að spá í að láta stilla stefnuna á dekkjunum þá er fínt að spara sér aurinn og gera þetta bara sjálfur ;)
Tekur kannski nokkuð langann tíma og nokkrar tilraunir og ökuferðir en vel þess virði sé það það eina sem þarf.
Gott að verða sér úti um stillanlega stöng og jafnvel búkka til að keira með framendann uppá.
Re: ódýrast að láta hjólastilla?
Posted: 09.jan 2013, 00:23
frá Sævar Örn
Nú verð ég að fá að vera ósammála
Stefnustilling hjólanna skiptir höfuðmáli þegar kemur að sliti á dekkjum og aksturseiginleikum.
Nákvæmni frá framleiðanda er talsverð, yfirleitt eru skekkjumörk sáralítil.
n.b. t.d. suzuki vitara á að vera +0'18° +- 0'05° sem þýðir ~0.2 gráður innskeifni, og skekkjumörk/frávik 0.05° það gæti talist töluverð innskeifni en gert er ráð fyrir því að bíllinn rétti sig af þegar honum er ekið, hjólið setjist aftur vegna vegviðnáms.
Þessari nákvæmni nærðu ekki með kústskafti og málbandi.
Við erum að tala um örfáa millimetra hérna
mbk. Sævar hjólastillimaður á Bílaverkstæði Högna í Hafnarfirði
Re: ódýrast að láta hjólastilla?
Posted: 09.jan 2013, 00:25
frá Sævar Örn
Hugsið þetta svona, hjólastilling er að kosta hvað frá 10-15 þúsund, hvað kostar eitt fólksbílsdekk í dag?
Ég hef séð dekk hverfa á tæplega mánuði eftir að skipt hafði verið um stýrisenda í bíl og hann ekki hjólastilltur eftir á.
Ég tek það fram að þar sem ég vinn er aldrei skipt um stýrisenda eða aðra hluti sem hafa áhrif á afstöðu hjóla bílsins án þess að ráðleggja bíleiganda að fínstilla eftirá.
Re: ódýrast að láta hjólastilla?
Posted: 09.jan 2013, 00:53
frá HaffiTopp
Enda sagði ég að þetta tæki nokkurn tíma, tilraunir/prófanir og mikinn akstur til að finna þetta út. Lét einu sinni hjólastilla 35" breyttann klafa/hásingarbíl eftir framhjólaleguskipti og stýrisendaskipti. Það var gert í fínustu tækjum á viðurkenndu dekkjaverkstæði sem jafnvel ber á sér gott orð. Hann var illa hjólastilltur, stýrið ekki á plani og bara ómögulegur í alla staði. Miðað við að á undan var hann mjög góður og hafði hann þá einmitt verið stiltur með þessari sveitareddingaraðferð. Keyrði inná gryfju þar sem maður beið með stillanlega stöng, svo sagði ég hvernig hann lét og hann stillti hann lítið eitt hingað og þangað og eftir nokkrar tilraunir var bíllinn eins og draumur í dós. Var meira að segja mjög stapíll í miklum hliðarvindi.
Svo getur maður nú alveg stillt til um nokkra millimetra sjálfur sé maður með nógu góða svona "home made" stöng.
Re: ódýrast að láta hjólastilla?
Posted: 09.jan 2013, 14:07
frá Big Red
Erum að vesenast með spindilhallann.
Re: ódýrast að láta hjólastilla?
Posted: 09.jan 2013, 16:33
frá bragi
Ég mæli með Hjólastillingum Sigurðar, sjá hér:
http://www.finna.is/company/?id=48244
Re: ódýrast að láta hjólastilla?
Posted: 09.jan 2013, 17:50
frá Gilson
ég mæli með hjólastillingum ehf, hamarshöfða.
Hann er bæði snöggur og sanngjarn.