Síða 1 af 1

Dísel/Metan

Posted: 18.júl 2010, 23:33
frá Jens Líndal
Nú eru menn talsvert farnir að spá í Metan á bílana og þá aðalega á bensínbíla en hvernig er með díselbílana? eftir því sem ég hef séð þá segja menn það frekar flókið að setja metan á díselvél, en á spjalli Íslandrover kom einn með þessa síðu og virðist þetta vera frekar einfalt. En þar sem ég hef ekki hundsvit á svona dóti þá get ég svosem enga skoðun sett fram á þessu nema hvað ég hugsa að þetta gæti virkað. Kíkið á linkinn og skoðið þetta ef þið hafið áhuga og endilega tjá sig svo.
http://www.delucafuelproducts.com/

Re: Dísel/Metan

Posted: 18.júl 2010, 23:48
frá Einar
Þarna er verið að tala um að nota gas til viðbótar við dieselolíu og auka þar með nýtinguna og aflið en bensínvél getur tiltölulega auðveldlega notað gas eingöngu án þess að þurfa nokkurt bensín en það getur dieselvél hins vegar ekki.