Síða 1 af 1
vhf bilun
Posted: 07.jan 2013, 00:50
frá Heiðar Brodda
sælir er með jesú vhf talstöð og lenti í því á heimleið úr jeppaferð að ég gat kallað og það heyrðist í mér en ég heyri ekkert í þeim sem svara,hvað er eiginlega að stöðinni kv Heiðar Brodda
Re: vhf bilun
Posted: 07.jan 2013, 05:39
frá Hfsd037
Heiðar Brodda wrote:sælir er með jesú vhf talstöð og lenti í því á heimleið úr jeppaferð að ég gat kallað og það heyrðist í mér en ég heyri ekkert í þeim sem svara,hvað er eiginlega að stöðinni kv Heiðar Brodda
Er ekki málið að láta standbylgjumæla loftnetið?
Re: vhf bilun
Posted: 07.jan 2013, 07:22
frá Óskar - Einfari
Hfsd037 wrote:Heiðar Brodda wrote:sælir er með jesú vhf talstöð og lenti í því á heimleið úr jeppaferð að ég gat kallað og það heyrðist í mér en ég heyri ekkert í þeim sem svara,hvað er eiginlega að stöðinni kv Heiðar Brodda
Er ekki málið að láta standbylgjumæla loftnetið?
Ef það heyrist vel í þér, Þá eru loftnet, loftnetstengi og lotnetskapplar í lagi. Það er samt alltaf gott láta mæla loftnet og fara yfir frágang á loftneti en miðað við lýsinguna þá er það ekki vandamálið hérna.
Það væri ágætt að vita hvernig jesú stöð þetta er
Fyrst að þú talar um að stöðin bilaði á heimleiðinni þá hefur hún væntanlega verið að virka í upphafi ferðar? Ef svo er þá getum við gefið okkur að bæði senditíðni og móttökutíðni eru réttar. Hvar er hátalarinn staðsettur er þetta innbyggður hátalari, hátalari á lausum front eða utanáliggjandi hátalari? Þú þarft með einhverju móti að útiloka hátalaran. Það gæti reynst snúið ef þetta er innbyggður hátalari. Ef hátalarinn er í lagi og það heyrist fínt í þér, þá er bilun í stöðinni.
Var pottþétt prófa að kalla í þig úr fleiri en einni stöð?
Kv.
Óskar Andri
Re: vhf bilun
Posted: 07.jan 2013, 08:47
frá Hfsd037
Óskar - Einfari wrote:Hfsd037 wrote:Heiðar Brodda wrote:sælir er með jesú vhf talstöð og lenti í því á heimleið úr jeppaferð að ég gat kallað og það heyrðist í mér en ég heyri ekkert í þeim sem svara,hvað er eiginlega að stöðinni kv Heiðar Brodda
Er ekki málið að láta standbylgjumæla loftnetið?
Ef það heyrist vel í þér, Þá eru loftnet, loftnetstengi og lotnetskapplar í lagi. Það er samt alltaf gott láta mæla loftnet og fara yfir frágang á loftneti en miðað við lýsinguna þá er það ekki vandamálið hérna.
Það væri ágætt að vita hvernig jesú stöð þetta er
Fyrst að þú talar um að stöðin bilaði á heimleiðinni þá hefur hún væntanlega verið að virka í upphafi ferðar? Ef svo er þá getum við gefið okkur að bæði senditíðni og móttökutíðni eru réttar. Hvar er hátalarinn staðsettur er þetta innbyggður hátalari, hátalari á lausum front eða utanáliggjandi hátalari? Þú þarft með einhverju móti að útiloka hátalaran. Það gæti reynst snúið ef þetta er innbyggður hátalari. Ef hátalarinn er í lagi og það heyrist fínt í þér, þá er bilun í stöðinni.
Var pottþétt prófa að kalla í þig úr fleiri en einni stöð?
Kv.
Óskar Andri
Nákvæmlega, ég er sjálfur með jesú en ég hef lent oft í því að heyra í mönnum sem heyra ekki í mér, en það úr mikilli fjarlægð. Það fyrsta sem ég myndi gera í þínum sporum væri að fara og láta mæla loftnetið hjá aukaraf, þeir rukka skitinn 2-3 kall fyrir það eða gefa þér það, gott að útiloka það fyrst!
Re: vhf bilun
Posted: 07.jan 2013, 15:26
frá Heiðar Brodda
sælir þetta er jesú 42 eitthvað og stöðin hefur alltaf verið í lagi en eftir að hafa ráðfært mig við jóa í bílanaust sem hafði samband við sérfræðing í reykjavík þá erum við nokkuð vissir að þetta sé hátalarinn þarf að skoða þetta aðeins betur því það er aukahátalari þarna líka kv Heiðar
Re: vhf bilun
Posted: 07.jan 2013, 17:37
frá Stebbi
Það sést strax hvort stöðin er að móttaka því þá ætti að koma ljós á hana á meðan. Getur vel verið að útgangurinn fyrir hátalarann sé brunnin.
Re: vhf bilun
Posted: 08.jan 2013, 08:59
frá Heiðar Brodda
sælir þetta lagaðist allt þegar ég tók auka hátalaran úr sambandi og ég sá að það var verið að kalla í mig það kom græna ljósið á stöðinni en heyrði ekkert en nú er þetta komið í lag kv Heiðar Brodda