Xenon í Aðalljós

User avatar

Höfundur þráðar
Ingaling
Innlegg: 124
Skráður: 01.feb 2010, 18:45
Fullt nafn: Ingi Björnsson
Bíltegund: Toyota LC90
Staðsetning: Hafnarfjörður

Xenon í Aðalljós

Postfrá Ingaling » 06.jan 2013, 00:49

Sælir, ég ætlaði bara að velta fram spurningu um hvaða lit og kraft (Watts) menn eru að setja í jeppana sína..?
Ég ætla að setja Xenon í frúar Pajero-inn og hafði hugsað mér um að setja 35W kerfi þar sem ég er með H4 peru
þá er bara spurningin hvaða xenon perur maður ætti að nota.

Mbk Ingi Bjöss.


Toyota LC90 VX. 32"
Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi Jeep..!

User avatar

DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá DABBI SIG » 06.jan 2013, 02:12

Eftir því sem ég best veit þá er verið að taka á því á skoðunarstöðvum að menn setji xenon í aðalljós þ.e. það á ekki að vera löglegt.
Ég ætla ekkert að fullyrða um hvort það ætti að vera löglegt eða ekki en ég veit allavega að þau ljósker sem ekki eru hönnuð til að vera með xenon perur, þ.e. ekki svona linsur/projectors, heldur svona stór ljósker fyrir halogen perur henta ekki vel til að hafa xenon perur í. Ljósmagnið dreifist illa og rangt og í mörgum tilfellum er mjög vont að mæta þessum bílum á vegum þar sem ljósin blinda bíla á móti. Svona linsur/projectors dreifa ljósinu betur og skera geislan að ofan svo ljósmagnið fari ekki bara beint uppí loftið.

Málið er frekar að fá sér góða kastara með xenon og sleppa því að setja þetta í aðalljósin.
-Defender 110 44"-

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Stebbi » 06.jan 2013, 03:35

Gerðu okkur hinum í umferðinni greiða og slepptu þessu, fáðu þér frekar bláar H4 perur ef þú ert að eltast við lúkkið.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Hfsd037 » 06.jan 2013, 06:10

Ég fór fyrst að sjá eitthvað með þessum ljósum sem eru framan á bílnum eftir að ég lét 4300k í jeppann hjá mér, ég er ekkert oftar blikkaður í dag heldur en fyrir.

Ég stillti ljósin niður hjá mér, hef ekki lent í neinum vandræðum með trukka eða neitt út á þjóðvegi
En það er mikill munur á 4300k og 8000k
fáðu þér 4300k því mesta birtan kemur frá þeim, en þú getur alveg eins sleppt þessu ef þú ætlar út í 6 eða 8000k.
Þetta er algjör snilld í þoku og snjóbylum, ég var með gul þokuljós undir hjá mér áður en sá engan tilgang með þeim lengur þannig að ég reif þau undan og læt xenon nægja.
En ég viðurkenni það að það er ömurlegt að mæta bílum með 8000k perum, en það er líka eina pirrandi perutegundin sem ég tek eftir á götum úti.

Hér geturðu séð hvernig þetta gengur fyrir sig
Image
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Navigatoramadeus » 06.jan 2013, 11:36

Ingaling wrote:Sælir, ég ætlaði bara að velta fram spurningu um hvaða lit og kraft (Watts) menn eru að setja í jeppana sína..?
Ég ætla að setja Xenon í frúar Pajero-inn og hafði hugsað mér um að setja 35W kerfi þar sem ég er með H4 peru
þá er bara spurningin hvaða xenon perur maður ætti að nota.

Mbk Ingi Bjöss.


Aukaraf eru með xenon-kerfi fyrir H4 sem er með nokkurskonar hlíf yfir efri hluta perunnar svo amk að þeirra sögn er ekki sama leiðinlega birtudreifingin og verið er að tala um í þræðinum, rámar í að það sé 6000 kelvin sem mér þykir persónulega of blár/hvítur, uþb 4200 kelvin er sama og sólarljósið, þú færð dýpri liti með þeirri tölu en t.d. 6000 eða 8000 kelvin sem er að nálgast næpuhvítt og er mjög kuldalegur "litur".

en það er yfirleitt lítið mál að tengja þetta.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá HaffiTopp » 06.jan 2013, 13:11

Hvað kostar svona sett hjá AMG og er nokkuð mikið mál að koma þessu fyrir?

User avatar

Tjakkur
Innlegg: 115
Skráður: 15.nóv 2012, 15:26
Fullt nafn: Karl Ingólfsson

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Tjakkur » 06.jan 2013, 13:23

http://www.danielsternlighting.com/tech ... sions.html

Lesið þetta. -Það ætti að vera þegnskilduvinna að brjóta framljós á bílum með ólöglegan og blindandi ljósabúnað. Það er bölvaður ófögnuður að mæta þessum bílum í myrkri.
Ég á reyndar bíl með original xenon ljósum og þau eru ágæt, -en þetta á ekkert erindi í ljós sem byggð eru fyrir hefðbundnar halogenperur.
Síðast breytt af Tjakkur þann 06.jan 2013, 14:22, breytt 1 sinni samtals.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá villi58 » 06.jan 2013, 13:27

HaffiTopp wrote:Hvað kostar svona sett hjá AMG og er nokkuð mikið mál að koma þessu fyrir?


Keypti frá Audio ehf H 4 og H 3 kostaði 29.521.- Ísetning getur ekki verið auðveldari, en ekki kaupa stærra en 4300k.
Kom mér á óvart hvað þetta er magnað í snjó og hríð. Truflar ekki talstöðvar né annað hjá mér.
Síðast breytt af villi58 þann 06.jan 2013, 13:57, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá jeepson » 06.jan 2013, 13:31

Ég hef verið að hugsa þetta xenon dót fram og tilbaka. Ég talaði við strák sem að selur svona kit í sambandi við cherokeeinn sem að við hjúin eigum. Ég þarf auvðitað að byrja á að fá convertion kit í hann til að geta notað perur þar sem að það eru samlokur í honum. Þá sagði kauði mér að ég yrði að finna ný ljós sem væru með sléttu gleri til að xenon dótið virki rétt. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. Og öll skítköst á þessum skrifum mínum eru afþökkuð takk fyrir!
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Tjakkur
Innlegg: 115
Skráður: 15.nóv 2012, 15:26
Fullt nafn: Karl Ingólfsson

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Tjakkur » 06.jan 2013, 14:45

Ég mæli sterklega með að þeir sem eru í þessum xenon hugleiðingum lesi greinina sem ég linkaði hér að ofan. Það er allstaðar bannað að setja stóran , rangt staðsettan gas ljósgjafa í ljósker sem ætluð eru fyrir lítinn glóþráð. Ástæðan er röng dreifing ljósgeislans og blindandi áhrif á aðra ökumenn.
Enginn alvöru framleiðandi er að selja þessi breytingakit og á heimasíðum Philips, Bosch ofl er kyrfilega tekið fram að þetta eigi aldrei að gera.

Hef ekkert við það að athuga að men noti þetta í utanvegaljós en þetta er hættulegt og harðbannað í umferðinni.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá StefánDal » 06.jan 2013, 16:36

Tjakkur wrote:Ég mæli sterklega með að þeir sem eru í þessum xenon hugleiðingum lesi greinina sem ég linkaði hér að ofan. Það er allstaðar bannað að setja stóran , rangt staðsettan gas ljósgjafa í ljósker sem ætluð eru fyrir lítinn glóþráð. Ástæðan er röng dreifing ljósgeislans og blindandi áhrif á aðra ökumenn.
Enginn alvöru framleiðandi er að selja þessi breytingakit og á heimasíðum Philips, Bosch ofl er kyrfilega tekið fram að þetta eigi aldrei að gera.

Hef ekkert við það að athuga að men noti þetta í utanvegaljós en þetta er hættulegt og harðbannað í umferðinni.


Like!
Og svo er þetta líka ljótt:)

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Stebbi » 06.jan 2013, 17:10

Tjakkur wrote:Ég mæli sterklega með að þeir sem eru í þessum xenon hugleiðingum lesi greinina sem ég linkaði hér að ofan. Það er allstaðar bannað að setja stóran , rangt staðsettan gas ljósgjafa í ljósker sem ætluð eru fyrir lítinn glóþráð. Ástæðan er röng dreifing ljósgeislans og blindandi áhrif á aðra ökumenn.
Enginn alvöru framleiðandi er að selja þessi breytingakit og á heimasíðum Philips, Bosch ofl er kyrfilega tekið fram að þetta eigi aldrei að gera.

Hef ekkert við það að athuga að men noti þetta í utanvegaljós en þetta er hættulegt og harðbannað í umferðinni.


+1 á það.

Mikið nær að keyra bara með háu ljósin á alla daga, færð svipað ljósmagn og pirrar fólk alveg jafn mikið fyrir miklu minni pening.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Hfsd037 » 06.jan 2013, 18:10

StefánDal wrote:
Tjakkur wrote:Ég mæli sterklega með að þeir sem eru í þessum xenon hugleiðingum lesi greinina sem ég linkaði hér að ofan. Það er allstaðar bannað að setja stóran , rangt staðsettan gas ljósgjafa í ljósker sem ætluð eru fyrir lítinn glóþráð. Ástæðan er röng dreifing ljósgeislans og blindandi áhrif á aðra ökumenn.
Enginn alvöru framleiðandi er að selja þessi breytingakit og á heimasíðum Philips, Bosch ofl er kyrfilega tekið fram að þetta eigi aldrei að gera.

Hef ekkert við það að athuga að men noti þetta í utanvegaljós en þetta er hættulegt og harðbannað í umferðinni.


Like!
Og svo er þetta líka ljótt:)



Eruð þið að tala um 8000k sem eru blá eða eruð þið að tala um 4300k sem eru næstum hvít?
Það er mjög erfitt að greina á milli 4300k og hvítum halogen perum
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


stebbi1
Innlegg: 170
Skráður: 03.feb 2010, 17:23
Fullt nafn: Stefán Grímur Rafnsson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Vopnafjörður

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá stebbi1 » 06.jan 2013, 18:16

hvernig er með Xenon kastara, er ekki langbest að kaupa kastara sem eru tilbúnir, og þá með ballestunum innbyggðum?
frekar en að breyta gömlum?
44" Nissan patrol (ofur~patti)
35" Suzuki samurai árg 92
35" suzuki samurai 6x6
Chervolet blazer 74 árg

----------Suzuki half the size twice the guts----------

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Hfsd037 » 06.jan 2013, 18:24

stebbi1 wrote:hvernig er með Xenon kastara, er ekki langbest að kaupa kastara sem eru tilbúnir, og þá með ballestunum innbyggðum?
frekar en að breyta gömlum?



Það er örugglega allur gangur á því, Hella rallye kastaranir eru td með utanáliggjandi ballestum
En ég breytti einu sinni topp-leitarljósi fyrir H3 peru minnir mig og það kom bara mjög vel út, þannig að það má örugglega koma öllu í kring :)

En aðal áhyggjuefnið er plássið fyrir perunar í kúpunni
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Stebbi » 06.jan 2013, 18:27

Venjuleg halogen pera er ca 3200-3800 kelvin, þessar svokölluðu bláu halogen perur sem eru með einhverju blandgasi fara nálægt 4000k. Kelvin talan hefur ekki beint með ljósmagn að gera heldur lit perunar í kelvingráðum, þannig að 8000k pera gefur þér ekki meira ljós en 4200k pera, 4200k peran gefur þér meira sýnilegt ljós fyrir þessi 35w en 8000k peran sem framleiðir hlutfallslega meira útfjólublátt ljós. en sýnilegt en perur með lægri kelvin gráðu.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Hfsd037 » 06.jan 2013, 18:42

Stebbi wrote:Venjuleg halogen pera er ca 3200-3800 kelvin, þessar svokölluðu bláu halogen perur sem eru með einhverju blandgasi fara nálægt 4000k. Kelvin talan hefur ekki beint með ljósmagn að gera heldur lit perunar í kelvingráðum, þannig að 8000k pera gefur þér ekki meira ljós en 4200k pera, 4200k peran gefur þér meira sýnilegt ljós fyrir þessi 35w en 8000k peran sem framleiðir hlutfallslega meira útfjólublátt ljós. en sýnilegt en perur með lægri kelvin gráðu.



Eins og litarspjaldið sýnir sem ég póstaði hér að ofan
En pointið er að benda jeppamönnum að taka ekki hærri peru en 4300k, annað er bara rugl og tilgangslaust.

Svona lýta perunar út, og þetta er einmitt ástæðan fyrir því afhverju maður er ekki pirrandi í umferðinni
Þessi kápa utan um peruna heldur geislanum niðri á götunni þar sem hann á að vera

Image
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá StefánDal » 06.jan 2013, 21:34

Það var hægt að fá virkilega góðar perur með svona hvítri birtu í Rafstillingu fyrir nokkrum árum. Ég hef betri reynslu af þeim en Xenon.
Tek það samt fram að ég var einmitt með eitthvað svona dingi dong kerfi. Það var í Hilux Xcap sem ég keypti og það hreinlega lýsti út um allt. Endaði á því skifta á því og venjulegum perum.


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá kjartanbj » 07.jan 2013, 01:44

bara Banna svona xenon kerfi í framljósum sem eru ekki þar til gerð ljós, óþolandi að mæta fólki með svona, sumir sem rúnta um með svona xenon í aðaljósum og þokuljósum og gjörsamlega blinda mann alveg, svo er þetta truflandi fyrir talstöðvar og útvarp, vill ekki sjá svona rusl
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá -Hjalti- » 07.jan 2013, 02:15

svopni wrote:Ég er alveg sammála því að ding dong kerfin á að banna. En það eru til vönduð og flott kerfi sem eru bara fín. Ég var með ódýrt kerfi í bíl hjá mér og var oft blikkaður, og alltaf ef það var myrkur. skipti yfir í vandað kerfi og var aldrei blikkaður með það. Ég prufaði að setja svokallaðar optibright halogen perur í bílinn hjá mér. Þær eru "hvítari" og eiga að gefa meira ljós. Þær koma vel út og ég er ekki frá því að þær lýsi betur. Amk er þægilegri birta frá þeim. Mæli hiklaust með því. En gott hid/xenon kerfi er líka í lagi.


skiptir bara engu hvort að kerfin séu Ding Dong kerfi eða hönnuð og smíðuð í Þýslalandi , Xenon kerfi á EKKERT erindi í aðal ljós sem er hannað fyrir halogen perur.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Hr.Cummins » 07.jan 2013, 02:24

-Hjalti- wrote:
svopni wrote:Ég er alveg sammála því að ding dong kerfin á að banna. En það eru til vönduð og flott kerfi sem eru bara fín. Ég var með ódýrt kerfi í bíl hjá mér og var oft blikkaður, og alltaf ef það var myrkur. skipti yfir í vandað kerfi og var aldrei blikkaður með það. Ég prufaði að setja svokallaðar optibright halogen perur í bílinn hjá mér. Þær eru "hvítari" og eiga að gefa meira ljós. Þær koma vel út og ég er ekki frá því að þær lýsi betur. Amk er þægilegri birta frá þeim. Mæli hiklaust með því. En gott hid/xenon kerfi er líka í lagi.


skiptir bara engu hvort að kerfin séu Ding Dong kerfi eða hönnuð og smíðuð í Þýslalandi , Xenon kerfi á EKKERT erindi í aðal ljós sem eru með spegla gleri sem hannað er fyrir halogen perur.


x2, High Intensity Discharge á EKKERT erindi í speglaljósker... það þarf Projector til þess að stýra geislanum svo að hann fari rétta leið út og tvístrist ekki í allar áttir...

Sorry, en þetta lagast ekkert með peru með hlíf yfir, staðreyndin er að þetta þarf að vera í réttri tegund ljóskerja...

Ekki það að ég skilji ekki hvers vegna menn vilja betrumbæta lýsinguna ef að menn eru t.d. með ljós eins og á Dodge hjá mér, alveg vonlaus lýsing !
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Hfsd037 » 07.jan 2013, 05:32

Hr.Cummins wrote:
-Hjalti- wrote:
svopni wrote:Ég er alveg sammála því að ding dong kerfin á að banna. En það eru til vönduð og flott kerfi sem eru bara fín. Ég var með ódýrt kerfi í bíl hjá mér og var oft blikkaður, og alltaf ef það var myrkur. skipti yfir í vandað kerfi og var aldrei blikkaður með það. Ég prufaði að setja svokallaðar optibright halogen perur í bílinn hjá mér. Þær eru "hvítari" og eiga að gefa meira ljós. Þær koma vel út og ég er ekki frá því að þær lýsi betur. Amk er þægilegri birta frá þeim. Mæli hiklaust með því. En gott hid/xenon kerfi er líka í lagi.


skiptir bara engu hvort að kerfin séu Ding Dong kerfi eða hönnuð og smíðuð í Þýslalandi , Xenon kerfi á EKKERT erindi í aðal ljós sem eru með spegla gleri sem hannað er fyrir halogen perur.


x2, High Intensity Discharge á EKKERT erindi í speglaljósker... það þarf Projector til þess að stýra geislanum svo að hann fari rétta leið út og tvístrist ekki í allar áttir...

Sorry, en þetta lagast ekkert með peru með hlíf yfir, staðreyndin er að þetta þarf að vera í réttri tegund ljóskerja...

Ekki það að ég skilji ekki hvers vegna menn vilja betrumbæta lýsinguna ef að menn eru t.d. með ljós eins og á Dodge hjá mér, alveg vonlaus lýsing !




hmm nei alls ekki, ef þetta væri svona vonlaus lýsing þá væri ég búinn að rífa þessar perur úr
Þið sem eruð að setja út á xenon í venjulegu gleri nefnið aldrei hvaða kelvin þið eruð að tala um??
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Hr.Cummins » 07.jan 2013, 06:52

Hfsd037 wrote:hmm nei alls ekki, ef þetta væri svona vonlaus lýsing þá væri ég búinn að rífa þessar perur úr
Þið sem eruð að setja út á xenon í venjulegu gleri nefnið aldrei hvaða kelvin þið eruð að tala um??


Hey,

HIGH INTENSITY DISCHARGE

Geislinn brotnar allt allt öðruvísi en venjulegur geisli úr Halogen peru, ljósker sem að er hannað fyrir Halogen er ekki ætlað fyrir Xenon... þetta er svona einfalt...

Þetta hefur EKKERT að gera með Kelvin, þetta eru tvær mismunandi týpur af perum !
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]


runar7
Innlegg: 169
Skráður: 06.nóv 2012, 15:58
Fullt nafn: Rúnar Hlöðversson

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá runar7 » 07.jan 2013, 14:01

það sem hann er að meina er að þessar 4300kalvinn perur séu ekki þannig bláar að það böggi aðrar þetta er bara frábært í blindu (eins og ég skil þetta) biðst afsökunar ef að ég fer með rangt mál


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá kjartanbj » 07.jan 2013, 14:04

skiptir engu máli hvaða kelvin þetta er, þær lýsa alveg jafn mikið út um allt bara, þetta ætti að banna og framfylgja harkalega
óþolandi pakk sem ekur um með svona framljós
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá DABBI SIG » 07.jan 2013, 16:21

Heilt yfir litið þá er þetta mjög einfalt eins og hefur verið bent á hér að ofan.
Xenon perur(HID) óháð Kelvin tölu eða gæðum og óháð því hvort hlíf er yfir perum eða ekki eiga ekki erindi í halogen ljósker og það er verið að reyna taka fyrir á skoðunarstöðvum.
Ástæðan er eins og bent hefur verið á röng dreifing geislans.

HINSVEGAR þá skil ég hvað Vopni og Hlynur eru að fara; góð kerfi þ.e. með "réttri" Kelvin tölu(ca.4300) og ljósker(halogen) sem eru heppilega formuð og í sumum tilfellum hægt að stilla geislann niðurávið geta "sloppið til". Þá á ég ekki við að það sé löglegt heldur að það geti verið þannig ljósdreifing að það sleppi að mæta bílunum og það nýtist í raun sem betra ljósmagn fyrir ökumanninn líka.
Halogen ljóskerin eru nefnilega misjöfn eins og þau eru mörg en heilt yfir litið VIRKA ÞAU EKKI FYRIR XENON.
Ég t.d. var með svona xenon sett í BMW 3 línu þar sem ljóskerin voru ágætlega formuð þannig að geislinn var nokkuð afmarkaður og sömuleiðis var einn rúllutakki inní mælaborði þar sem hæð ljósa var stillt. Ef ljósin voru stillt í neðstu stöðu virtist þetta ekki trufla fólk sem ég mætti en í hæstu stöðu blikkaði fólk mann reglulega. En N.B. það er ekki mælikvarði á hvort ljóskerfi eru lögleg hvort fólk blikki mann eða ekki! :)
Fyrir mitt leyti var ljósmagnið allt annað og mun betra að keyra með þetta, háuljósin urðu óþörf út á vegum því nóg var að stilla ljósin uppá við til að fá mun meiri lýsingu en þau gáfu(H7 perur ein fyrir lágu og önnur fyrir háu) og því skiljanlegt að menn reyni að freistast að setja þetta í aðalljós bíla, ÞÓ ÞAÐ EIGI EKKI HEIMA Í BÍLUM MEÐ HALOGEN LJÓSKER.
-Defender 110 44"-

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Stebbi » 07.jan 2013, 17:29

DABBI SIG wrote:Fyrir mitt leyti var ljósmagnið allt annað og mun betra að keyra með þetta, háuljósin urðu óþörf út á vegum því nóg var að stilla ljósin uppá við til að fá mun meiri lýsingu en þau gáfu(H7 perur ein fyrir lágu og önnur fyrir háu) og því skiljanlegt að menn reyni að freistast að setja þetta í aðalljós bíla, ÞÓ ÞAÐ EIGI EKKI HEIMA Í BÍLUM MEÐ HALOGEN LJÓSKER.


Það er líka góður mælikvarði á það hvort ljósin eru of sterk, ef þú þarft ekki Há ljós. Ég skil það líka svosem að menn reyni að ná sem mestu út úr aðalljósunum með því að reyna svona og stundum gengur það upp með lágmarks óþægindum fyrir aðra. En mun betri og löglegri leið er að tengja kastara við háu ljósin, þá færðu dúndur lýsingu úti á vegum þegar þú þarft þess og getur lækkað ljósin þegar þú mætir bílum. Einn veltirofi til að velja á milli háu- og parkljósa er mun ódýrari en Xenon kitt og ef að menn vilja kaupa Xenon kit þá geta þeir keypt það í kastarana þar sem það má lýsa út um allt.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá villi58 » 07.jan 2013, 17:46

Ég keypti Xenon í aðalljósin hjá mér Toyota Hilux og er mjög sáttur með þau því að þau lýsa mjög vel í snjó/snjókomu og enginn hefur blikkað mig. Fór í ljósaskoðun fyrir áramótin og skoðunarmaðurinn sagði að þetta væri í góðu lagi, er að nota 4300k frá Audio þær perur eru með hlíf sem virðist setja ljósgeislann á réttan stað, engin truflun á neinu þannig að ég er mjög sáttur og verða þær í þangað þær gefa upp öndina.Ég tel líka að það sé bull að vera með öflugra kerfi, lítið haft með því.

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá -Hjalti- » 07.jan 2013, 18:16

Keyrði á undan dökkum 1kynslóð af 44" Grand Cherokee áðan með Xenon í gangi , þvílíkt sem þetta var ógeðslega ljótt og lýsingin i rugli og óþægilegt að hafa þetta fyrir aftan sig. Ef þú lest þetta Cherokee eigandi , gerðu öllum greiða og hentu þessu xenon dóti í ruslið !
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Hfsd037 » 07.jan 2013, 18:44

runar7 wrote:það sem hann er að meina er að þessar 4300kalvinn perur séu ekki þannig bláar að það böggi aðrar þetta er bara frábært í blindu (eins og ég skil þetta) biðst afsökunar ef að ég fer með rangt mál


Nákvæmlega!

Þetta virðist vera í í lagi í litlum ljóskerum svona eins og er í Hilux, ég hef sjálfur aldrei verið blikkaður með þetta xenon dót
ég keyri mikið á milli á þjóðvegum landsins að kvöldi til og lendi aldrei í neinu blikkeríi.
En ég er mjög sammála þér Hjalti með að sumir eiga ekki að vera með Xenon í aðalljóskerum, ég lendi oft í því að mæta bílum sem eru með óþolandi dreifða geisla, og er það oftast 6-8000k perur sem maður er að mæta annaðhvort í aðalljósum eða þokuljósum, það getur verið mjög pirrandi..

En fór geislinn í ljósunum mínum í taugarnar á þér upp á hellisheiði um daginn Hjalti?
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Hfsd037 » 07.jan 2013, 18:46

svopni wrote:Miðað við mína reynslu þá get ég ekki verið sammála þeim sem segja að þetta sé drulla. Hafið þið prófað þetta? Ég er ekkert að grínast með það að ég var ALLTAF blikkaður á Hiluxinum áðuren ég skipti um kerfi. Keyrði ekki mikið með það en var ALDREI blikkaður. Við prufuðum þetta líka aðeins bara sjálfir og gátum ekki fundið að þetta væri truflandi. Það að segja að þetta sé bara skita afþví að þetta er ekki hannað til að passa saman eru ekki góð rök. Jeppamennska á Íslandi er byggð upp á hlutum sem eru ekki hannaðir til að virka eins og við notum þá en samt gera þeir það :) En ég viðurkenni fúslega að ég hef oft mætt bílum með eitthvað ógeð sem lýsir nánast afturfyrir bílinn.



Góður punktur!
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá villi58 » 07.jan 2013, 19:06

Það sem menn ættu að fylgjast með er að það hefur komið fyrir að perurnar séu lausar í perustæðunum, ástæðan er rýrnun á plasti sem er í perufætinum og eru þá perurnar lausar sem veldur því að ljósgeislinn er á flökti. Þannig perur er ekki hægt að nota og ætti að skila hið snarasta, það er rusl sem á ekki heima í umferðini. SKOÐIÐ PERURNAR HJÁ YKKUR.

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá -Hjalti- » 07.jan 2013, 19:14

[youtube]Y5n38wDe684[/youtube]
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá gunnarb » 07.jan 2013, 21:22

Sælir drengir.

Það er í sjálfu sér búið að segja flest það sem hægt er að segja um þetta mál, en ég er ósammála mönnum sem mæla með 4300K "perum". Ég hef prófað frá 3000K og yfir í 8000K og vil ekki neitt annað en 6000K. Ég valdi 3000 og 4300K þar sem það gefur frá sér meira sýnilegt ljós. Málið er hinsvegar að þetta er of "hlý" birta. 6000K gefur mun hvítari/harðari birtu sem skilar sér í meiru "contrasti". Ég prófaði líka 8000, en mín skoðun var að þá væri birtan orðin of blá og sæist ílla. 4300 líkaði mér verst við :-)

Gunnar


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Navigatoramadeus » 07.jan 2013, 23:24

svo eru að koma inn aflmeiri LED perur, bara smella í stæðið og ætti að vera mun endingarbetra og sterkara en hid-ljós.

þessi er sögð 460 lumen og dregur 5 wött, 6500k, venjuleg 55W halogen pera er um 1000 -1200 lumen svo þetta á eitthvað í land en framtíðin er björt í þessum efnum :)

http://dx.com/p/h4-5w-102-smd-led-6500k ... pair-51110

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá StefánDal » 07.jan 2013, 23:52

Navigatoramadeus wrote:svo eru að koma inn aflmeiri LED perur, bara smella í stæðið og ætti að vera mun endingarbetra og sterkara en hid-ljós.

þessi er sögð 460 lumen og dregur 5 wött, 6500k, venjuleg 55W halogen pera er um 1000 -1200 lumen svo þetta á eitthvað í land en framtíðin er björt í þessum efnum :)

http://dx.com/p/h4-5w-102-smd-led-6500k ... pair-51110


Eini gallinn er sá að þær hitna ekki þessar.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Stebbi » 08.jan 2013, 08:21

StefánDal wrote:
Navigatoramadeus wrote:svo eru að koma inn aflmeiri LED perur, bara smella í stæðið og ætti að vera mun endingarbetra og sterkara en hid-ljós.

þessi er sögð 460 lumen og dregur 5 wött, 6500k, venjuleg 55W halogen pera er um 1000 -1200 lumen svo þetta á eitthvað í land en framtíðin er björt í þessum efnum :)

http://dx.com/p/h4-5w-102-smd-led-6500k ... pair-51110


Eini gallinn er sá að þær hitna ekki þessar.


Jú þær hitna bara á vitlausum stað.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá Navigatoramadeus » 08.jan 2013, 09:10

þessar hitna um 5W en nýtnin margföld á við halogen (venjulegar halogen ca 20-25lm/W en LED ca 70-100lm/W) svo ef það er ekki akkurat snjór á ljósunum þá er þetta mun betri búnaður (sterkari, nýtnin betri og endast lengur) en hid sem er dýrari, flóknari og viðkvæmari eftir því og einnig er álagið á rafkerfi bílsins minna.

ég setti svona í aðalljósin hjá mér, plug-in en aðeins of dauf svo þau fóru út.

ætla að bíða eftir öflugri led-perum eða smíða sjálfur en það eru til mjög öflugar led-perur (smd) en þurfa góða kælingu til að brenna ekki yfir.

setti svona ; http://dx.com/p/10w-750lm-6500k-high-po ... -12v-44176

á pallinn á pikkup sem ég átti, aðeins of bjart sem inniljós en eflaust ágætt úti (vatnshelt) og billegt.


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá kjartanbj » 08.jan 2013, 13:27

Var upp á fjöllum um helgina og einn jeppinn sem var með svona Xenon kit í Aðaljósum og kösturum hann náði að trufla talstöðina hjá mér ef ég var of nálægt honum , þetta á bara ekki heima í jeppum

ég er með svona í Hella kösturum hjá mér, get ekki notað þá ef ég er að nota talstöðina
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Xenon í Aðalljós

Postfrá íbbi » 08.jan 2013, 14:55

þegar benz/bmw fóru að koma með þetta upprunalega voru 4800k perur, svo fóru þeir niður í 4300. 4300 er alveg borderline á að maður taki eftir að um xenon sé að ræða oft á tíðum, en 4300/800 virka vel í snjóinn, 6 og uppúr hinsvegar finnst mér vera farin að missa ljósmagnið út af bláa litnum

bimminn minn er orginal með 4800k en er kominn með 6k og það er mjög blátt, lúkka eins og versti unglingur á ferðini
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 81 gestur